Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKUDEILD hefur verið við Manitoba-háskóla í Kanada í hálfa öld og í tilefni tímamótanna verður sérstök hátíðardagskrá í háskólan- um dagana 20. til 22. september. Íslenskukennsla var hluti af lífi Ís- lendinga sem fluttu fyrst til Mani- toba árið 1875 og þeirra sem á eftir komu. Hún var t.d. hluti námsins í ís- lenska gagnfræðaskólanum Jon Bjarnason Academy í Winnipeg 1914 til 1940. Íslenska var kennd við Wesley College, sem síðar varð Winnipeg-háskóli, árin 1901 til 1926 og segja má að íslenskudeildin við Manitoba-háskóla hafi tekið við í þeim tilgangi að standa vörð um ís- lenska menningu, tryggja íslensku- kennslu og auka áhuga á sameigin- legri sögu Íslands og Ameríku. Íslenskudeild Manitoba-háskóla var komið á laggirnar 1951 að frum- kvæði fólks af íslenskum ættum sem búsett var í Norður-Ameríku og tók þátt í söfnun til þess að draumur um íslenska háskóladeild gæti orðið að veruleika. Dr. Finnbogi Guðmunds- son var fyrsti yfirmaður íslensku- deildarinnar en Haraldur Bessason tók við af honum árið 1956 og gegndi stöðu deildarforseta til 1987. Dr. Kirsten Wolf var ráðin árið 1988 en David Arnason tók við stjórn deild- arinnar sumarið 1999. Auk þess hafa ýmsir kennt við deildina í hlutastarfi en 1992 var bætt við stöðu til að sinna sérstaklega vestur-íslenskum fræð- um og hefur Kristín Jóhannsdóttir málfræðingur kennt við deildina síð- an haustið 1999. Undanfarin misseri hefur verið í gangi söfnunin „Valuing Icelandic Presence“ eða „Metið íslenska nær- veru“ með það að markmiði að safna tveimur milljónum kanadískra doll- ara, um 130 millj. kr., til þess að treysta stöðu íslenskudeildarinnar og íslenska bókasafnsins við háskól- ann. Í því sambandi má nefna að haustið 1999 lögðu ríkisstjórn Ís- lands, Eimskip og háskólasjóður Há- skóla Íslands framlag í sjóðinn sem nemur samtals milljón kanadískum dollurum. Haraldur Bessason heiðursgestur Í tilefni tímamótanna verður sýn- ingin „Heimskautslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar“ opnuð í sýningarsalnum Paul H.T. Thorlakson í húsnæði íslenska bóka- safnsins við Manitoba-háskóla og sýndar íslenskar kvikmyndir. Har- aldur Bessason, fyrrverandi háskóla- rektor á Akureyri og deildarforseti íslenskudeildar Manitoba-háskóla lengur en nokkur annar, verður heið- ursgestur og flytur ræðu en auk hans verða tveir gestir frá Íslandi. Þór- arinn Eldjárn skáld les úr verkum sínum og Hallgerður Gísladóttir, deildarstjóri þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns Íslands, flytur erindi um sérkenni íslenskra matarhátta. Hátíðardagskrá í tilefni 50 ára afmælis Íslenskudeild við Mani- toba-háskóla í hálfa öld Morgunblaðið/Kristinn David Arnason, Kristín Jóhannsdóttir og Haraldur Bessason á skrif- stofu deildarforseta íslenskudeildar Manitoba-háskóla.     HJÁ mörgum af stóru tón- skáldunum má greina ákveðin tónferliseinkenni sem ganga eins og rauður þráður í gegnum ólík tónverk og hjá Stravinskí má merkja mjög sterk stefræn tengsl í mörgum verkum samin árin eft- ir að Vorblótið var samið 1911 og á það við um þrjú smáverk samin 1919 fyrir A og B klarinett. Næg- ir að nefna notkun forslaga og jafnvel stefjabrota, er minna mjög á tónferlið í Vorblóti en um sama leiti voru Saga her- mannsins, sem er til í ýmsum gerðum og söngballettinn Pulc- inella (Pergolesi) flutt undir stjórn Ansermet. Klarinettuleik- arinn Freyja Gunnlaugsdótir hef- ur nýlega lokið framhaldsnámi frá Hanns Eisler tónlistarhá- skólanum í Berlin og hélt sína „Debut“-tónleika hér á landi sl. miðvikudagskvöld í Salnum og hóf tónleikana á þremur verkum fyrir einleiksklarinett eftir Strav- inskí. Ekki fór á milli mála, að Freyja hefur klarinettið þegar vel á valdi sínu, bæði hvað snertir tónmyndun á víðfeðmu tónsviði hljóðfærisins og leiktækni og var flutningur hennar meira en vel framfærður og sannfærandi. Meginviðfangsefni Freyju á þessum tónleikum var f-moll klarin- ettusónatan eftir Brahms, er var ein- staklega fallega flutt af Freyju, nokkuð við hægari mörkin þó, þannig að sónatan var á köflum sérlega mildilega flutt af hálfu Freyju. Það skyggði nokkuð á, að píanistinn Stefan Paul hafði þungbúið tónmál píanósins ekki fyllilega á valdi sínu, var sérstaklega trufl- andi hversu hamr- andi sterku kaflarnir urðu og ekki síst vegna þess að flygillinn var galopinn. Það sem þó bætti nokkuð úr skák, voru miklar andstæður í styrk hjá pí- anistanum og þá naut sín sérlega fallegur og músíkalskur leikur Freyju. Eftir hlé var einleiksverk eftir Stochausen, sem nefnist In Freundschaft og var þessi vina- fagnaður hugsaður sem eins kon- ar klarinettu-dans, með alls kon- ar fettum og brettum og víst er að góður „kóreograf“ gæti gert meira úr ýmsum hreyfimynstrum verksins. Hjá Freyju voru hreyf- ingarnar einum of oft endurtekn- ar og því varð verkið í heild nokkuð langdregið en hins vegar var leikur Freyju svo vel fram- færður að unun var á að hlýða. Lokaverk tónleikanna var tríóið Contrasts, eftir Bela Bartók, er var frumflutt af Joseph Szigeti, Benny Goodmann og Egon Petri. Verkið er byggt á þjóðlegum stefjum og er þar leikið með alls konar andstæður í tóntaki og þótti verkið merkilegt fyrir það, að vera í senn þjóðlegt ungverskt dansverk, með djassívafi og nútíma- legt í tónskipan. Að nokkru leiti eru and- stæðurnar fólgnar í tónmáli píanósins gegn fiðlunni og klarinettinu. Þarna var píanóröddin allt of sterk, svo að fiðlu- röddin hvarf að mestu en klarinettu- leikarinn náði að halda sínum hlut að nokkru. Í kadensun- um, þeirri fyrri, var leikur Freyju glæsi- legur og í þeirri seinni, í lokakaflan- um, kom allt í einu í ljós, að fiðlu- leikarinn Hrafnhildur Atladóttir er frábær fiðlari. Það var misráð- ið að hafa flygilinn galopinn, ekki síst vegna þess að píanóleikaran- um Stefan Paul hættir og til að ofgera í styrk og má segja að andstæður verksins hafi birst í togstreytunni um styrkleikavöld- in og þess vegna var eins og Hrafnhildur Atladóttir kæmi allt í einu úr felum í kadensunni og laus við hávaðann í galopnum flyglinum, sýndi þá, svo að ekki verður um villst, að hún er frá- bær fiðlari. Aðalstjarna kvöldsins var Freyja Gunnlaugsdóttir og í verkunum eftir Stravinskí og vin- arþelinu eftir Stockhausen, var leikur hennar frábærlega mótað- ur og þó stundum slægi á skugga í sónötunni eftir Brahms, sem ekki var hennar sök, sýndi hún þar á köflum einstaklega fallega mótaðan leik, svo að ekki má minna vera en að útnefna Freyju sem frábæran klarinettuleikara. Fallegur klarinettuleikur TÓNLIST S a l u r i n n Freyja Gunnlaugsdóttir, Hrafn- hildur Atladóttir og Stefan Paul fluttu verk eftir Stravinskí, Brahms, Stockhausen og Bartók. Miðvikudagurinn 5. september, 2001. KAMMERTÓNLIST Jón Ásgeirsson Freyja Gunnlaugsdóttir SJÖ af tíu kjörræðismönnum Ís- lands í Kanada sóttu fimmtu ráð- stefnu utanríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands í vikunni. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir hittust og notuðu sendiherrahjón Íslands í Kanada, Hjálmar W. Hannesson og Anna Birgis, tæki- færið, og buðu þeim og mökum þeirra í kvöldverð í sumarbústað sínum við Álftavatn. „Kanada er stórt land og það var kærkomið tækifæri að hittast óformlega til að hrista fólkið saman,“ sagði Hjálmar af þessu tilefni. Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Gimli í Manitoba, Jón Örn Jónsson, kjörræðismaður í Regina í Saskatchewan, og John C. Risley, kjörræðismaður í Hali- fax, áttu ekki heimangengt á ráð- stefnuna og Eiður Guðnason, að- alræðismaður Íslands í Winnipeg, komst ekki í bústaðinn, en á myndinni eru frá vinstri í aftari röð Patsi og Jón Ragnar Johnson, ræðishjón í Toronto, Erika Ker- eny, eiginkona Davids Franklins í Montreal, William og Nancy Turner, aðalræðismannshjón í Montreal, Heather Alda Ireland, aðalræðismaður í Vancouver, John Joy, ræðismaður í St. John’s, Guðmundur Albert Árnason, ræð- ismaður í Edmonton, Bill Ireland, eiginmaður Heather Ireland í Vancouver, og Guðrún Jörunds- dóttir og Hallgrímur Benedikts- son, ræðismannshjón í Calgary. Fremri röð frá vinstri: David Franklin, ræðismaður í Montreal, Anna Birgis, sendiherrafrú, Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra, og Helga Harfied, eigin- kona Guðmundar Alberts Árna- sonar í Edmonton. Kanadískir ræðis- menn á Íslandi HAUSTSÝNING Skaftfells, menn- ingarmiðstöðvar á Seyðisfirði opnar í dag, laugardag. Þar sýna þau Ás- mundur Ásmundsson, Gabríela Friðriksdóttir, Gunnhildur Hauks- dóttir, Magnús Sigurðarson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Steingrím- ur Eyfjörð verk sem eru unnin bæði á staðnum og utan. Samstarf um þessa sýningu hefur myndast milli Nýlistasafnsins og Skaftfells Menn- ingarmiðstöðvar, sem munu samein- ast um útgáfu bókar, sem unnin er af sexmenningunum. Garðar Rúnar Sigurgeirsson er umsjónarmaður sýningarinnar. Hann segir erfitt að tjá sig um sýn- inguna nema hafa fyrst drukkið tvo bolla af sterku kaffi. Segir þó að Ás- mundur, Sirra og Gunnhildur hafi um skeið starfað saman en fái nú til liðs við sig þau Magnús, Steingrím og Gabríelu til þess að setja fram samsýningu þar sem mjög ákveðin sjónarhorn eru tekin fyrir en brenni- punkturinn þó sá sami. Athyglisvert þykir hversu mikinn áhuga verkefnið hefur vakið hjá list- unnendum sunnanlands, því stór langferðabifreið fullskipuð fólki sem ætlar að vera við opnun sýningarinn- ar lagði af stað frá Gráa kettinum í Reykjavík síðdegis í gær og var væntanleg til Seyðisfjarðar í nótt. Sýningin opnar klukkan 20 og stend- ur til 18. nóvember. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Samstarfsfólk. Frá vinstri Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Steingrímur Ey- fjörð, Gabríela Friðriksdóttir, Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Magnús Sigurðarson, Gunnhildur Hauksdóttir og Ásmundur Ásmundsson. Fjölmenni á haustsýningu Seyðisfirði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.