Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR arabaþjóða heita jafnan Palestínumönnum aðstoð í baráttunni gegn Ísraelum þegar þeir koma saman á fundum en minna hefur orðið úr efndum. Að sögn The Los Angeles Times er einföld ástæða fyrir því að stærsta arabaþjóðin, Egyptar, er svo var- kár: þeir setja frið ofar öllu. Þriggja klukkustunda löng, leikin kvikmynd um ævi Anwars heitins Sadats forseta, er samdi við Ísr- aela um frið 1977, hefur nú verið sýnd í meira en sex vikur fyrir full- um húsum í landinu. Vekur athygli að ungt fólk flykkist á myndina. Framleiðandi myndarinnar íhug- aði um hríð að bíða með að frum- sýna hana vegna uppreisnar Pal- estínumanna er staðið hefur í 11 mánuði og óttaðist að andúð á stefnu Ísraela myndi valda því að áhorfendur sætu heima. En stuðn- ingurinn við friðarstefnu virðist ekki minni meðal almennings nú en 1977 er Sadat tók þá afdrifaríku ákvörðun að fara í friðarheimsókn til Ísraels og ávarpa þing landsins. „Fólk styður Palestínumenn en stuðningurinn er ekki af því tagi að hægt sé að hefja stríð vegna málstaðar þeirra,“ segir Abdel Monem Said, yfirmaður rann- sóknastofnunarinnar Al Ahram í Kaíró. Islamskir heittrúarmenn myrtu Sadat er hann var viðstaddur her- sýningu 1981. Í myndinni, sem hefst um 1970, er reynt að skyggn- ast á bak við atburði í lífi forsetans en ekki er mikið um dramatíska at- burði. Sadat er sýndur á fundum, við skrifborðið, á gangi í garðinum. Inn á milli er þó skotið inn bútum úr svarthvítum heimildarmyndum. Fundið hefur verið að því að reynt sé að hvítþvo forsetann en þess má geta að skömmu áður en hann var myrtur lét hann handtaka fjölda pólitískra andstæðinga. Aðrir segja að reynt hafi verið að þóknast öll- um sjónarmiðum að einhverju marki og gagnrýna myndina fyrir stefnuleysi. Sadat var á sínum tíma í hópi ungra liðsforingja er átti samstarf við stjórn Adolfs Hitlers í Þýska- landi um að grafa undan breskum áhrifum í Egyptalandi með njósn- um. Er Gamal Abdel Nasser stóð fyrir byltingu og hrakti síðasta konung landsins, Farúk, úr landi 1952 var Sadat meðal byltingar- manna. Hosni Mubarak, núverandi for- seti, var sérstaklega hrifinn af einu atriði myndarinnar. „Mig langar að segja ykkur frá einni mikilvægustu ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Ég hef valið mér varaforseta, Hosni Mubarak.“ Hefur Mubarak veitt sex leikurum og öðrum að- standendum myndarinnar orður í viðurkenningarskyni. Friðarvilji í Egyptalandi Mynd um Sadat fær metaðsókn Reuters Vegfarendur í Kaíró á leið fram- hjá stóru veggspjaldi á kvik- myndahúsi sem sýnir myndina um ævi Anwars Sadats. JAPANSKT efnahagslíf dróst sam- an um 0,8% á öðrum ársfjórðungi og sýnir svo ekki verður um villst, að nýtt samdráttarskeið er hafið í Jap- an. Hefur Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra landsins, brugðist við tíðindunum með því að boða auka- fjárlög eða aukin ríkisútgjöld til að örva efnahagslífið. Koizumi sagði í gær, að ástandið í efnahagsmálunum væri grafalvar- legt, en miðað við tölurnar fyrir ann- an ársfjórðung er samdráttur í vergri þjóðarframleiðslu 3,2% yfir allt árið. Ætlar Koizumi að bregðast við með því auka ríkisútgjöldin en á sama tíma boðar hann umbætur, sem óhjákvæmilega munu auka á kreppuna í nokkurn tíma áður en þær fara að skila árangri. Þá er eink- um átt við, að ríkið hætti miklum og oft marklausum byggingarfram- kvæmdum víða um landið og taki til við að hreinsa upp gífurlegar skuldir í bankakerfinu. Samdráttur hefur verið í japönsku efnahagslífi tvo ársfjórðunga í röð og ljóst þykir, að svo verði einnig á þeim þriðja. Það fer því ekki á milli mála, að eiginlegt samdráttarskeið er haf- ið, en erlendir efnahagssérfræðingar segja, að Koizumi og aðrir ráðamenn geri sér ekki fulla grein fyrir því hve ástandið er alvarlegt. Frammámenn í atvinnulífinu skoruðu í gær á stjórnvöld að bregð- ast hart við ástandinu í efnahagsmál- unum og horfast í augu við það, að kreppa væri á næsta leiti. Sögðu þeir, að efnahagslífið væri í hraðri afturför, og ljóst væri, að úr því myndi ekki rætast alveg á næstunni. Kjör japansks almennings hafa versnað allmikið síðasta áratuginn og atvinnuleysið aukist. Það er nú opinberlega 5% en margir segja, að 10% séu nær réttu lagi. Um 75% launþega vinna hjá smáum eða með- alstórum fyrirtækjum og hagnaður þeirra hefur minnkað mikið eða horf- ið alveg og mörg orðið gjaldþrota. Í landinu er ekki verðbólga, heldur verðhjöðnun, og hún ýtir ekki undir neyslu eins og ætla mætti. Fólk held- ur að sér höndum í von um enn meiri verðlækkun og fyrirtækin sitja uppi með lítt seljanlegar birgðir. Nýtt samdráttar- skeið hafið í Japan Tókýó. AFP. NIÐURSTÖÐUR fyrstu lýðræðis- legu kosninganna á Austur-Tímor urðu þær að sjálfstæðishreyfingin Fretilin hlaut 57% atkvæða. Flokk- urinn fær að sögn eftirlitsmanns Sameinuðu þjóðanna, Carlos Val- enzuela, 55 af 88 þingsætum. Fretilin fær því ekki tvo þriðju hluta þingsætanna sem hefðu gert flokknum kleift að samþykkja eigin tillögur að stjórnarskrá án stuðn- ings annarra flokka eða þingmanna. Næstmest fylgi fékk Lýðræðis- flokkurinn með 8,72% og sjö þing- sæti. Sergio Vieira de Mello, aðalfull- trúi SÞ í landinu, sagði að kosning- arnar hefðu farið einstaklega vel fram og formaður Fretilin lýsti ánægju sinni, taldi niðurstöðurnar geta tryggt friðinn. Úrslitin verða staðfest opinberlega á mánudag. Fretilin hlaut 57% Dili. AP. Kosningarnar á Austur-Tímor TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, grípur í gítar og tón- listarneminn Andrew Cragg, 15 ára, spilar á saxófón í gær, þegar Blair heimsótti menntunarmið- stöðina í Dyke House-skólanum í Hartlepool á Norður-Englandi. Blair var á unglingsárum í rokk- hljómsveit og sýnist höndla Fender Telecaster-gítarinn af fagmennsku en ekki hafa borist fregnir af viðtökum áheyrenda. Fimmti Bítillinn? AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.