Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 43 ✝ Ásgeir Magnús-son fæddist 16. febrúar 1910 á Ísa- firði. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu 1. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar Ásgeirs voru Helga Jónsdóttir, ættuð úr Arnarfirði, og Magnús Magnús- son, kaupmaður og síldarverkandi á Ísa- firði, ættaður úr Landeyjum. Systkini Ásgeirs voru Lárus Lúðvík, f. 1908, og Kristín, f. 1912. Þau eru bæði lát- in. Ásgeir kvæntist 22. ágúst 1939, Önnu Guðmundsdóttur, f. 28.12. 1916, d. 28.11. 1998. Þau eignuðust tvær dætur, Helgu, f. 1940, hennar maður er Henrik Ringholm og eiga þau eina dótt- ur, Súsönnu Heklu, f. 1970. Þau búa í Danmörku. Þórunn, f. 1946, hennar maður er Gylfi Jónsson og eru börn þeirra Anna Helga, f. 1965, Ásgeir, Jón Trausti og Hildur, f. 1967, og Gylfi Þór, f. 1973. Barnabarnabörnin eru orðin níu, tvö í Danmörku og sjö á Íslandi. Ásgeir ólst upp á Ísafirði til 15 ára aldurs en þá fór hann til sjós. Hann tók vélstjórapróf 1933 og var sjómað- ur allan sinn starfs- feril, lengst hjá Eim- skipafélagi Íslands, yfirvélstjóri á flaggskipi Íslendinga Gullfossi í 23 ár. Eftir að Gullfoss var seldur var Ásgeir yfirvélstjóri á Skóg- arfossi í tvö ár. Hann hætti á sjónum vegna aldurs 1976. Ás- geir var sæmdur heiðursmerki sjómannadagsráðs árið 1977. Útför Ásgeirs fór fram í kyrr- þey að hans ósk. Látinn er tengdafaðir minn Ásgeir Magnússon vélstjóri oftast kenndur við Ms. Gullfoss. Ásgeirs heyrði ég fyrst getið þegar ég, sumarið 1963, var loftskeytamaður á einu af skipum Eimskips. Greinilegt var að yfirvél- stjórinn á Gullfossi naut mikils trausts hjá félaginu. Eftir að hafa þekkt Ásgeir í áratugi er það einmitt orðið traust sem kemur fyrst upp í hugann þegar Ásgeirs er getið. Hann var maður sem bæði fjölskylda hans og vinnuveitendur gátu alltaf treyst á. Hann var „drengur góður“ en það eru bestu eftirmæli sem nokkur mað- ur getur fengið. Margur maðurinn á góðar minningar frá því að hafa unn- ið undir stjórn Ásgeirs. Hann þurfti ekki að reka á eftir sínum mönnum í vélinni, þeir vildu allt fyrir hann gera, bæði fljótt og vel. Ég fékk að kynnast þessu, þegar ég fór einn túr með hon- um sem aðstoðarmaður í vélinni á Gullfossi. Það þurfti að „taka upp“ stimpil á meðan stansað var í Leith. Til þess hafði vélaliðið aðeins fimm klukkustundir. Skipstjórinn sagði Ásgeiri að skipið yrði bara að bíða þar til verkinu væri lokið. Ásgeir sagði fátt en þegar hann kom til „sinna“ manna sagði hann að við yrð- um að klára þetta á þessum fimm klukkustundum því hann ætlaði ekki að láta þá á „þurrkloftinu“ þurfa að bíða eftir sér! Með samstilltu átaki tókst þetta og áætlun skipsins rask- aðist ekki. Það var mikil ábyrgð í því fólgin að sjá til þess að vél farþega- skips eins og Gullfoss væri í góðu lagi, þar mátti engu muna svo aug- lýst áætlun færi ekki úr böndunum. Það er ekki nóg að bera ábyrgðina, heldur þarf mikla samviskusemi og dugnað til að allt gangi upp. Ásgeir var því réttur maður á réttum stað. Það var ekki alltaf dans á rósum að vera farmaður. Ásgeir sigldi öll stríðsárin. Það hefur eflaust verið mikið taugastríð að vera niðri í vél- arrúmi og vita af kafbátum, sem höfðu það að markmiði að skjóta tundurskeytum á skipið þitt. Þau lentu þá oftast í vélarrúminu eða lestarýminu. Biðin heima og óvissan var líka ástvinum þessara sjómanna oft erfið. Algjört fjarskiptabann var í gildi og fjölskyldan heima vissi ekk- ert um afdrif sjómannanna frá því skip þeirra lögðu úr höfn og til þess tíma að þau komu til baka. Sum komu aldrei til baka. Dettifossi, skipi Ás- geirs og félaga hans var sökkt af þýskum kafbáti norður af Írlandi í febrúar 1945. Með Dettfossi fórust 15 manns, bæði farþegar og skipsmenn, en 30 björguðust. Með dugnaði sín- um og krafti átti Ásgeir drjúgan þátt í því að svo margir björguðust. Ás- geir talaði ekki mikið um þennan at- burð fyrr en síðustu ár, þá virtust minningarnar koma sterkar fram og hann var tilbúinn að tala um hvernig þetta gekk fyrir sig. Seinni heims- styrjöldin var mikil blóðtaka fyrir ís- lenska sjómenn, bæði farmenn og fiskimenn. Tvö af Eimskipafélags- skipunum voru t.d. skotin í kaf. Ás- geir kynntist fjölda fólks þann tíma sem hann var á Gullfossi og eignaðist marga góða vini. Anna kona hans sigldi oft með honum og hafði mikla ánægju af því. Varla er hægt að minnast á annað þeirra svo hitt komi ekki strax upp í hugann. Þau voru mjög samrýmd og eftir að hann kom í land áttu þau mörg góð ár saman. Margir fyrrum samstarfsmanna Ás- geirs hefðu orðið undrandi hefðu þeir séð hvað hann var duglegur við heim- ilisstörf. Það var ekki vegna áróðurs rauðsokkahreyfingarinnar, heldur var það meðfædd réttlætiskennd hans, því „auðvitað ættu þau Anna nú að skipta með sér verkum fyrst hann væri kominn í land“. Þau hjón voru með afbrigðum gestrisin og dugleg að bjóða vinum sínum til sín. Þá var oft glatt á hjalla, því bæði var Ásgeir góður sögumaður og hafði lent í mörgu um æfina og vinir þeirra hjóna upp til hópa hið skemmtileg- asta fólk. Barnabörnin höfðu líka mikla ánægju af því að koma við í Eskihlíðinni hjá afa og ömmu. Alltaf var slegið upp veislu þó fólk kæmi óvænt í heimsókn. Á meðan heilsan leyfði fóru þau Ásgeir og Anna á hverju sumri til Danmerkur og dvöldu þar í góðu yfirlæti hjá Helgu dóttur sinni og Henrik manni henn- ar. Anna dó eftir erfið veikindi 28. nóvember 1998. Í ársbyrjun árið 1999 fluttist Ásgeir á Hrafnistu í Hafnarfirði og átti þar sitt ævikvöld. Ásgeir hafði mikla ánægju af heim- sóknum og alltaf átti hann koníaks- lögg fyrir fullorðna og eitthvað létt- ara fyrir barnabarnabörnin. Þórunn dóttir hans sá um að ekkert vantaði og hugsaði vel um hann og starfsfólk Hrafnistu var mjög alúðlegt við hann og hann naut góðrar aðhlynningar hjá því. Síðustu mánuðir voru orðnir Ásgeiri nokkuð erfiðir en hann hafði ekki vanist því að kvarta og það breyttist ekki til hinstu stundar. Hann lést á sjúkradeild Hrafnistu 1. september sl. Blessuð sé minning vinar míns og tengdaföður Ásgeirs Magnússonar. Gylfi Jónsson. Kvaddur var á mánudaginn 3. sept- ember síðastliðinn Ásgeir afi minn. Afi var á 92. aldursári er hann lést 1. sept- ember. Hann ólst upp á Ísafirði og fór snemma til sjós, sigldi um öll heimsins höf og hafði komið til margra landa. Hafði ég gaman af sögunum hans, sér- staklega var fróðlegt að heyra sögur úr stríðinu. Það hafði svo margt á daga hans drifið. Er hann kom í land áttu þau amma góð ár saman. Dáðist ég oft að honum, hvað hann var ein- staklega duglegur heima fyrir. Eins hvað hann var umhyggjusamur við ömmu, er heilsu hennar fór hrakandi. Eftir að amma dó flutti hann á Hrafnistu í Hafnarfirði og var hann mjög ánægður þar. Honum leið vel á Hrafnistu og fékk þar góðan fé- lagsskap. Mamma og pabbi veittu honum góða umönnun og hugsuðu þau vel um hann og sinntu honum af einstakri alúð. Þeirra tómarúm verð- ur mikið. Hann var líka alltaf svo glaður þegar Helga dóttir hans kom í heim- sókn frá Danmörku, og veit ég að hún á eftir að sakna hans mikið. Hann hugsaði alla tíð vel um fólkið sitt. Afi var rólegur maður, staðfastur og raunsær. Við eigum öll eftir að sakna hans afa okkar og langafa. Ég kveð þennan góða mann og veit að það hefur verið tekið vel á móti hon- um. Fel drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Sálm.37.5. Jesús sagði: ,,Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Matt. 7.7. Anna Helga Gylfadóttir. Hvert ertu að fara ? Hvert tekur löngunin þig ? Hvað er þig að dreyma ? Hvert tekur hugurinn þig ? Enginn veit, enginn nema þú. (Herbert og Einar Ágúst.) Svona byrjar fallegur texti í dæg- urlagi sem vinir mínir gerðu vinsælt á sínum tíma. Mér finnst gott að byrja minningargreinina um þig á honum. En afi nú ert þú loksins kom- inn til ömmu og ég veit að hún tekur vel á móti þér. Það var alltaf gott að koma til ykkar í Eskihlíðina og þaðan á ég margar góðar minningar. Ég man alltaf þegar ég var í pössun hjá ykkur, lítill strákur, og við gengum um Öskjuhlíðina og þar í kring. Ég man eftir þegar við gáfum kettling- unum litlu, sem áttu heimili í hita- veitustokknum rétt hjá Valsheim- ilinu, að borða. Þá var amma búin að sjóða fisk og við tókum mjólkur- flösku með okkur líka. Þó langt sé orðið síðan þetta var þá man ég vel eftir þessum stundum. Svo nú undir lokin þegar ég kom í heimsóknir til þín á Hrafnistu og þó þú værir orðinn veikur þá talaðir þú alltaf um hvað þér þætti gaman að því að ég væri með „svera hand- leggi“ eins og þú sagðir og bættir við „ef ég væri ungur nú þá færi ég örugglega í líkamsrækt“. Þú varst mikill íþróttamaður þegar þú varst strákur á Ísafirði og þar var mikill áhugi á fimleikum og þar naust þú þín vel í fræknum sýningarflokki. Það var gaman að hlusta á lýsing- arnar af sýningum ykkar og aðstöð- unni sem þið bjugguð við þá. Það væri hægt að skrifa heila bók um þig og hver veit nema einhver geri það. Allar sögurnar úr stríðinu t.d. þegar Dettifoss var skotinn niður af þýsk- um kafbáti og hvernig þið fóruð að því að bjarga ykkur á fleka. Þá var gott að hafa mann eins og þig í hópn- um, hraustan og úrræðagóðan. Þú áttir langa æfi og varst alltaf hraust- ur þar til allra síðustu ár. Svo áttir þú aldeilis góða konu og tvær ynd- islegar dætur, þær Helgu og Þór- unni. Þórunn er móðir mín og ég votta henni og systur hennar mína dýpstu samúð. En nú ætla ég að kveðja þig afi minn og hafðu það gott kallinn minn og ég bið að heilsa ömmu. Gylfi Þór Gylfason. ÁSGEIR MAGNÚSSON                                           !       !"# $     %& "    ' '( "' ' '( ) "            #  & * +&, -,..   %  /  0 122 334    $%!&  '                !  ,    " 50 & "'   & !       60#"   ' '( "' ' '( ) (      7 7 *8+1.& -,..  0*  /  !#0* ' 39  ! )    *                  !  + &        ,&  #   ,         -.. -  !  .    /               ! /    /#   !  /#   1  0$" "  0$" "  :  $" "  $" " $"  $" ")                                                      !      !" #$  %    !  "  #   $ "  "  #    %# !&!#  ! ' (  % $ % #   !&!#!  $ (   "  % $ %  ) # )  #     $ % $ % #   $$% * $+  % $ % $, % $ %   $    #  $ +  + ,               +;- !)   )       0   1       %$     /50   0  & !  /#  ' (      6   '    1   </1    1  0      ' '( "' ' '( ) Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.