Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 19 SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, kynnti í gær nýtt platínu-debetkort, það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Krist- inn T. Gunnarsson framkvæmda- stjóri markaðssviðs SPRON kynnti kortið í þjóðmenningarhús- inu í gær ásamt Jonathan Gould aðstoðarforstjóra Maestro Inter- national, Ragnari Önundarsyni framkvæmdastjóra Europay á Ís- landi, umboðsaðila Maestro og Ólafi Haraldssyni framkvæmda- stjóra fjármálasviðs SPRON. Kristinn sagði að SPRON hefði fyrir um tveimur árum sent fyr- irspurn til Maestro International vegna áhuga á að bjóða upp á plat- ínu-debetkort. Platínu-kreditkort hafi verið á markaðinum en ekki sambærileg debetkort. Kristinn sagði kortinu fyrst og fremst ætl- að að veita góðum innlánsvið- skiptavinum úrvalsþjónustu og betri kjör en annars staðar og sagði margvíslega kosti fylgja kortinu svo sem fjármálaráðgjöf, betri vexti, fría greiðsluþjónustu auk fleiri kosta. Jonathan Gould aðstoðarfram- kvæmdastjóri Maestro Interna- tional sagði að Ísland væri í far- arbroddi í rafrænum viðskipta- háttum og kortanotkun hérlendis væri sú mesta í heimi. Jonathan sagði að aðrar þjóðir væru mun skemmra á veg komnar í notkun á rafrænum greiðslumiðlum og sagði að þetta nýja kort væri liður í þeirri stefnu Maestro að uppfylla þarfir mismunandi þjóða. Því færi vel á því að fyrsta platínu-debet- kortið væri kynnt hér á landi þar sem kortanotkun væri mjög al- menn hérlendis. Fyrsta platínu-debet- kortið í heiminum VÍSINDAMENN við Háskólann í Stokkhólmi hafa fundið eiturefnið PBDE í fiski, m.a. utan fyrir Ís- landi, að því er fram kemur í norska vefritinu Tekblad.no. PPDE er eiturefnaflokkur sem líkist PCB, en að sögn Guðjóns Atla Auðunssonar, efnafræðings hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins, eru eituráhrif þessa efnis miklum mun minni en eituráhrif PCB-efna. PBDE-efnin fundust í laxi og síld í Eystrasalti og einnig úti fyr- ir Íslandi, auk þess sem efnið fannst í nokkrum fisktegundum í kringum Álandseyjar. Einnig er talið að fiskur í Noregsfjörðum innihaldi efnið. Að sögn Guðjóns Atla er PBDE eldhemjandi efni, oft notað í tölv- ur. Ekki hafa verið gerðar rann- sóknir hér á landi á því hvort efnið sé að finna í íslenskum fiski. Guð- jón segir fulla ástæðu til að gera slíkar rannsóknir, en legið hefur fyrir um nokkurn tíma að efnið safnast upp í fæðukeðjunni. Það þurfi að bregðast við því með því að nota önnur efni til að hamla eldi í tölvum. Eituráhrif PBDE eru eins og áður segir margfalt minni en af PCB og hættumörk mun hærri. Að sögn Guðjóns er miðað við að maður geti neytt 1 milligramms PBDE á hvert kíló líkamsþyngdar án þess að eituráhrif komi fram, en viðmiðunarmörkin fyrir PCB eru þúsund milljón sinnum lægri. Eiturefni líkt PCB í fiski út af Íslandi fatnaði og þjónustu. „Útsölur eru liðnar en septembermánuður hefur oft einkennst af miklum hækkunum á fatnaði er fataverslanir hafa fyllt hillur sínar af nýjum varningi. Í september í fyrra hækkaði fataverð um 2,6% og er gert ráð fyrir tæp- lega 4% hækkun nú í ár sem svarar til um 0,2% hækkunar á vísitölu neysluverðs,“ segir í spá Kaup- þings. KAUPÞING hf. spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mán- aða sem samsvarar um 7,4% verð- bólgu á ársgrundvelli. Gangi spáin eftir hefur vísitalan hækkað um 8,4% síðustu 12 mánuði en á sama tíma í fyrra hækkaði vísitalan um 0,2%, að sögn Kaup- þings. Stærstu áhrifaþættir verðbólgu- spár Kaupþings nú eru hækkun á Kaupþing spáir 0,6% hækkun neysluverðsvísitöluEISCH Holding er orðinn lang-stærsti hluthafinn í Keflavíkur- verktökum með 20,1% hlut en félag- ið er í eigu Bjarna Pálssonar. Vegna rafrænnar skráningar Keflavíkur- verktaka liggur nýr hluthafalisti ekki fyrir. Að sögn Bjarna Pálsson- ar er einfaldlega um fjárfestingu að ræða af hálfu Eisch Holding þar sem félaginu hafi boðist bréf til kaups og ákveðið hafi verið að ganga að því tilboði. Aðspurður seg- ir Bjarni ekkert liggja fyrir um það hvort Eisch Holding kaupi fleiri bréf í Keflavíkurverktökum eða ekki. Samkvæmt hluthafalista frá því í byrjun ágúst áttu tuttugu og fimm hluthafar meira en 1% hlut í Kefla- víkurverktökum, samtals tæp 67% af heildarhlutafé félagsins. Stærsti hluthafinn þá var Jakob Árnason með 11,29% hlut, þá GTH Holding SA, sem skráð er í Lúxemborg, með liðlega 8% og Jón Einarsson með 5,5% hlut en aðrir hluthafar áttu minna en 5%. Ekki liggur fyrir hverjir seldu Eisch Holding bréf sín. Eisch Holding lang- stærsti hluthafinn GENGI hlutabréfa deCODE gene- tics lækkaði um 8,91% í gær frá fyrra degi og var lokagengið á Nasdaq- hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkj- unum 6,44 bandaríkjadalir á hlut. Gengi bréfa deCODE hefur farið niður í um 5,5 á þessu ári en fór hæst í rúma 12 dali fyrr í sumar. Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum lækkuðu í gær um allt að 3% en úrvalsvísitala Verð- bréfaþings Íslands hækkaði um 1,03%. DeCODE lækkar um 8,91%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.