Morgunblaðið - 08.09.2001, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 19
SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og
nágrennis, SPRON, kynnti í gær
nýtt platínu-debetkort, það fyrsta
sinnar tegundar í heiminum. Krist-
inn T. Gunnarsson framkvæmda-
stjóri markaðssviðs SPRON
kynnti kortið í þjóðmenningarhús-
inu í gær ásamt Jonathan Gould
aðstoðarforstjóra Maestro Inter-
national, Ragnari Önundarsyni
framkvæmdastjóra Europay á Ís-
landi, umboðsaðila Maestro og
Ólafi Haraldssyni framkvæmda-
stjóra fjármálasviðs SPRON.
Kristinn sagði að SPRON hefði
fyrir um tveimur árum sent fyr-
irspurn til Maestro International
vegna áhuga á að bjóða upp á plat-
ínu-debetkort. Platínu-kreditkort
hafi verið á markaðinum en ekki
sambærileg debetkort. Kristinn
sagði kortinu fyrst og fremst ætl-
að að veita góðum innlánsvið-
skiptavinum úrvalsþjónustu og
betri kjör en annars staðar og
sagði margvíslega kosti fylgja
kortinu svo sem fjármálaráðgjöf,
betri vexti, fría greiðsluþjónustu
auk fleiri kosta.
Jonathan Gould aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Maestro Interna-
tional sagði að Ísland væri í far-
arbroddi í rafrænum viðskipta-
háttum og kortanotkun hérlendis
væri sú mesta í heimi. Jonathan
sagði að aðrar þjóðir væru mun
skemmra á veg komnar í notkun á
rafrænum greiðslumiðlum og sagði
að þetta nýja kort væri liður í
þeirri stefnu Maestro að uppfylla
þarfir mismunandi þjóða. Því færi
vel á því að fyrsta platínu-debet-
kortið væri kynnt hér á landi þar
sem kortanotkun væri mjög al-
menn hérlendis.
Fyrsta platínu-debet-
kortið í heiminum VÍSINDAMENN við Háskólann í
Stokkhólmi hafa fundið eiturefnið
PBDE í fiski, m.a. utan fyrir Ís-
landi, að því er fram kemur í
norska vefritinu Tekblad.no.
PPDE er eiturefnaflokkur sem
líkist PCB, en að sögn Guðjóns
Atla Auðunssonar, efnafræðings
hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins, eru eituráhrif þessa efnis
miklum mun minni en eituráhrif
PCB-efna.
PBDE-efnin fundust í laxi og
síld í Eystrasalti og einnig úti fyr-
ir Íslandi, auk þess sem efnið
fannst í nokkrum fisktegundum í
kringum Álandseyjar. Einnig er
talið að fiskur í Noregsfjörðum
innihaldi efnið.
Að sögn Guðjóns Atla er PBDE
eldhemjandi efni, oft notað í tölv-
ur. Ekki hafa verið gerðar rann-
sóknir hér á landi á því hvort efnið
sé að finna í íslenskum fiski. Guð-
jón segir fulla ástæðu til að gera
slíkar rannsóknir, en legið hefur
fyrir um nokkurn tíma að efnið
safnast upp í fæðukeðjunni. Það
þurfi að bregðast við því með því
að nota önnur efni til að hamla eldi
í tölvum.
Eituráhrif PBDE eru eins og
áður segir margfalt minni en af
PCB og hættumörk mun hærri.
Að sögn Guðjóns er miðað við að
maður geti neytt 1 milligramms
PBDE á hvert kíló líkamsþyngdar
án þess að eituráhrif komi fram,
en viðmiðunarmörkin fyrir PCB
eru þúsund milljón sinnum lægri.
Eiturefni líkt PCB
í fiski út af Íslandi
fatnaði og þjónustu. „Útsölur eru
liðnar en septembermánuður hefur
oft einkennst af miklum hækkunum
á fatnaði er fataverslanir hafa fyllt
hillur sínar af nýjum varningi. Í
september í fyrra hækkaði fataverð
um 2,6% og er gert ráð fyrir tæp-
lega 4% hækkun nú í ár sem svarar
til um 0,2% hækkunar á vísitölu
neysluverðs,“ segir í spá Kaup-
þings.
KAUPÞING hf. spáir 0,6% hækkun
á vísitölu neysluverðs á milli mán-
aða sem samsvarar um 7,4% verð-
bólgu á ársgrundvelli.
Gangi spáin eftir hefur vísitalan
hækkað um 8,4% síðustu 12 mánuði
en á sama tíma í fyrra hækkaði
vísitalan um 0,2%, að sögn Kaup-
þings.
Stærstu áhrifaþættir verðbólgu-
spár Kaupþings nú eru hækkun á
Kaupþing spáir
0,6% hækkun
neysluverðsvísitöluEISCH Holding er orðinn lang-stærsti hluthafinn í Keflavíkur-
verktökum með 20,1% hlut en félag-
ið er í eigu Bjarna Pálssonar. Vegna
rafrænnar skráningar Keflavíkur-
verktaka liggur nýr hluthafalisti
ekki fyrir. Að sögn Bjarna Pálsson-
ar er einfaldlega um fjárfestingu að
ræða af hálfu Eisch Holding þar
sem félaginu hafi boðist bréf til
kaups og ákveðið hafi verið að
ganga að því tilboði. Aðspurður seg-
ir Bjarni ekkert liggja fyrir um það
hvort Eisch Holding kaupi fleiri
bréf í Keflavíkurverktökum eða
ekki.
Samkvæmt hluthafalista frá því í
byrjun ágúst áttu tuttugu og fimm
hluthafar meira en 1% hlut í Kefla-
víkurverktökum, samtals tæp 67%
af heildarhlutafé félagsins. Stærsti
hluthafinn þá var Jakob Árnason
með 11,29% hlut, þá GTH Holding
SA, sem skráð er í Lúxemborg, með
liðlega 8% og Jón Einarsson með
5,5% hlut en aðrir hluthafar áttu
minna en 5%. Ekki liggur fyrir
hverjir seldu Eisch Holding bréf sín.
Eisch Holding lang-
stærsti hluthafinn
GENGI hlutabréfa deCODE gene-
tics lækkaði um 8,91% í gær frá fyrra
degi og var lokagengið á Nasdaq-
hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkj-
unum 6,44 bandaríkjadalir á hlut.
Gengi bréfa deCODE hefur farið
niður í um 5,5 á þessu ári en fór hæst
í rúma 12 dali fyrr í sumar.
Hlutabréfavísitölur í Evrópu og
Bandaríkjunum lækkuðu í gær um
allt að 3% en úrvalsvísitala Verð-
bréfaþings Íslands hækkaði um
1,03%.
DeCODE
lækkar um
8,91%