Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEIÐI hefur verið góð í Vopnafjarð- aránum í sumar og í gær var Hofsá t.d. komin í um 850 laxa, að sögn Óð- ins Helga Jónssonar sem var að ljúka veiðum í ánni á hádegi í gær. Sagði hann hollið hafa verið með um 30 laxa og væru menn sáttir við það þar eð veður hefði verið leiðinlegt og erfitt að sækja veiðiskapinn af þeim sökum. „Ég og félagi minn erum með fimm laxa á stöngina og það virðist vera þónokkuð mikið af laxi í ánni, ekki mikið að vísu af björtum fiski, en á móti kemur mjög gott hlutfall af 10 til 16 punda fiski,“ sagði Óðinn. Hofsá gaf 730 laxa í fyrra sem þótti viðunandi. Selá var afburðagóð í fyrra, gaf 1.360 laxa og var með gríðarlegan endasprett. Hún er einnig afar góð í sumar, er komin með um 1.050 laxa og spurning hvort hún jafnar tölu síðasta árs. Veiði- menn á bökkum Selár segja mikinn lax í ánni. Þá er Vesturdalsá komin með nærri 200 laxa sem er viðunandi þar á bæ, sérstaklega í ljósi þess að veiðin fór þar illa og seint af stað. Þar hefur enn fremur verið prýðis- góð bleikjuveiði til að krydda tilveru veiðimanna. Í Breiðdalsá hafa komið skot, einn dagur gaf 17 laxa, annar gaf 13 stykki og flesta daga veiðist eitthvað. Rysjótt tíð og vatnavextir hafa hins vegar spillt síðsumars- og haustveið- inni. Þar er komið fast að 200 löxum á land, en vel á annað þúsund sjó- bleikja og urriða. Úr Hafralónsá eru komnir yfir 300 laxar og slatti af vænni sjóbleikju. Hafralónsá gaf 315 laxa í fyrra og hún er því svipuð, en gæti orðið ívið betri. Aðrar ár í Þistilfirði eru heldur betri en í fyrra. Birtingurinn enn í Skaftá Góð veiði hefur verið í Vatnamót- unum að undanförnu, síðustu holl með 12, 14, 33 og 25 birtinga. Einn 14 punda veiddist nýlega og einhverjir 9–10 punda. Enn gengur þó hægt og rólega í bergvatnsánum sem í Skaftá falla. Gunnar Óskarsson, formaður SVFK, sagði birtinginn ekki mættan í Geirlandsá, síðasta holl var t.d. með sjö fiska, þar af fimm laxa. Laxar hafa verið fleiri í ánni en venjulega og hefur veiðst á þriðja tug. Telja sumir að um villinga frá Rangánum sé að ræða en varla fæst úr því skor- ið nema einhver hreistursýni séu tekin. Veiðimaður með stóran leginn sjóbleikjuhæng úr Vesturdalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Vel hefur veiðst í Vopnafirði KAFBÁTALEITARÆFING Atlantshafsbandalagsins hófst miðvikudaginn 5. september sl. á hafinu suður af Íslandi. Mun hún standa yfir til 15. þessa mánaðar. Markmið æfingarinn- ar er samræming aðgerða að- ildarríkja NATO á sviði kaf- bátaleitar og er slík æfing haldin árlega á vegum flug- deildar Bandaríkjaflota á Keflavíkurflugvelli. Æfingin er sú sjöunda, sem haldin er, og sú viðamesta til þessa. Taka skip, flugvélar og bátar frá níu NATO-ríkjum þátt í æfingunni, m.a. frá Pól- landi, sem nú tekur í fyrsta sinn þátt í æfingu af þessu tagi. Skip, sem taka þátt í æfingunni, verða til sýnis í Reykjavíkur- höfn 15. og 16. september. Kafbáta- leitaræfing suður af Íslandi GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir þegar hann er spurður um gagnrýni sem komið hefur fram á ríkisreikning vegna ársins 2000 að aðalatriðið hvað varðar útkomuna sé að reksturinn sjálfur án nokkurra sölutekna skili rúmlega 17 milljörð- um króna í afgang. Vegna bókhalds- reglna hins vegar sem teknar hafi verið upp með nýju fjárreiðulögun- um frá árinu 1998 komi þarna til tveir óreglulegir liðir sem séu gjald- færðir í eitt skipti fyrir öll á árinu 2000, sem geri það að verkum að nið- urstaðan á svokölluðum rekstrar- grunni fer úr 16,7 milljörðum kr. í af- gang samkvæmt fjárlögum í 4 milljarða kr. halla. Geir sagði að þetta væru bók- haldslegar færslur sem hefðu ekki efnahagslega þýðingu og endur- spegluðu ekki útgjöld eða greiðslur úr ríkissjóði á árinu 2000. Með þessu væri hins vegar verið að taka frá fjármagn til þess að standa undir þessum skuldbindingum í framtíð- inni, sem myndu falla til að því er líf- eyrisskuldbindingarnar varðaði á næstu þremur til fjórum áratugum. Hann bætti því við að einnig væri rétt að hafa í huga í því sambandi að þarna væri verið að gjaldfæra 11,5 milljarða kr. vegna lífeyrisskuld- bindinga grunnskólakennara, sem sveitarfélögin semdu við. Þetta væri arfur frá því grunnskólarnir færðust frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna. Síðan kæmu til viðbótar 2,5 milljarð- ar vegna lífeyrisskuldbindinga fram- haldsskólakennaranna sem væru starfsmenn ríkisins. „Mér finnst umræðan eða gagn- rýnin sem komið hefur fram á þetta bera vott um algjört skilningsleysi, til dæmis af hálfu formanns Sam- fylkingarinnar, eða bara algört póli- tískt ábyrgðarleysi,“ sagði Geir. Hann sagði að ekki væri heldur um það að ræða að þessi afkoma kall- aði á einhver sérstök viðbrögð. Það hefði verið óumflýjanlegt að gera þessar gjaldfærslur, en hitt atriðið í því sambandi væri svokölluð afskrift skattkrafna, sem væri tæknileg breyting sem sneri að endurmati á því hversu mikið af þeim kröfum stæðist. Geir sagði að afkoman af rekstr- inum sjálfum væri betri en gert hefði verið ráð fyrir á árinu sem leið. Í ár yrði hún hugsanlega eitthvað verri vegna þess að tekjurnar hefðu ekki aukist eins og ráð hafði verið fyrir gert. Það væri ekki hægt annað en vera ánægður með það að hafa haft 17 milljarða úr að spila á síðasta ári til að borga upp skuldir, setja fjár- magn inn í LSR og bæta stöðuna í Seðlabankanum. Tveir þriðju vegna óreglulegra liða Hann bætti við að því væri haldið fram að útgjöld ríkissjóðs hefðu auk- ist um 30 milljarða kr. á síðasta ári frá árinu áður. Þá væru þessir óreglulegu liðir teknir með sem væru um tveir þriðju hlutar. Hitt skýrðist ekki síst af því að verðbólga hefði verið meiri en ráð var fyrir gert. Hann sagði, um stöðuna núna og horfurnar framundan varðandi tekjur ríkissjóðs, að þær væru lakari en verið hefði. Það þyrfti að takast á við og það hefðu menn gert við und- irbúning fjárlaga næsta árs. Fjármálaráðherra um gagnrýni vegna ríkisreiknings Reksturinn sjálfur skilaði 17 milljörðum kr. í afgang ALLS staðar er hægt að finna sér leiksvæði ef hugmyndaauðgin er látin ráða, samanber þennan unga mann sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins á Ingólfstorgi. Veðrið lék við pilt en ekki eru horf- ur í höfuðborginni eins gæfulegar með tilliti til slíkra iðkana næstu daga. Mun samkvæmt spá Veð- urstofunnar þykkna upp í dag og vera byrjað að rigna á morgun og mun halda áfram að rigna næstu daga. Ungt og leikur sér GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, segir að fjögurra milljarða króna halli á ríkissjóði á síðasta ári samkvæmt ríkisreikningi á þeim þenslutímum sem ríkt hafi sé léleg útkoma. Hann segir einnig að engin launung sé á því að vaxtastefna Seðlabankans hafi mótast af því að stjórn ríkisfjármála hafi verið slök. Gylfi sagði aðspurður að þessi út- koma væri ekki viðunandi í ljósi þess mikla tekjuauka sem komið hefði til ríkisins að undanförnu. Þetta væri áhyggjuefni því það væri greinilegt að það væri mikil útgjaldaþensla hjá ríkissjóði. Einhver hluti tekna rík- issjóðs tengdist beint yfirspennunni í hagkerfinu og þær tekjur drægjust mjög snögglega saman við samdrátt og eftir stæðu þá útgjöldin. Hann benti á að breytingar á kjarasamningum opinberra starfs- manna hefðu leitt til þess að stofna hefði þurft til sautján milljarða króna skuldbindingar gagnvart Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins, en þær skuldbindingar hefðu verið ærnar fyrir. Gylfi bætti því við að hallinn hefði orðið fjórir milljarðar, en stefnt hefði verið að 17 milljarða kr. tekjuaf- gangi. Sá tekjuafgangur væri minni en áformað hefði verið árið áður, þannig að ljóst væri að undirliggj- andi væri mjög mikil útgjaldaaukn- ing. Þannig hefðu tekjur ríkissjóðs aukist um 33% frá árinu áður og út- gjöldin ykjust um sama hlutfall. Tekjurnar ættu síðan alveg að geta minnkað um 30% vegna minni inn- flutnings og minni veltu í hagkerfinu og eftir stæðu þessi útgjöld. Ríkið magnar hagsveifluna Aðspurður hvort fjárlagafrum- varp vegna næsta árs þyrfti ekki að vera aðhaldssamt í þessu ljósi sagði Gylfi að væntanlega væri Seðlabank- inn að bíða eftir því. Svona niður- staða færði bara til í tíma nauðsyn á aðhaldssömum ríkisfjármálum. Það væri hins vegar áhyggjuefni að fyrst væri farið að huga að aðhaldssömum fjárlögum þegar þeir hefðu áhyggjur af því að það stefndi í samdrátt. „Eftir að hafa magnað uppsveifl- una með miklum útgjöldum og fram- kvæmdum á sínum vegum kemur ríkið inn og dregur úr þegar menn eru farnir að horfa fram á samdrátt og eykur þar af leiðandi samdrátt- inn. Það er auðvitað áhyggjuefni. Þar með er ríkið farið að magna hag- sveifluna í stað þess að vinna gegn henni,“ sagði Gylfi. Hann sagði að ríkissjóður væri mikilvægasta sveiflujöfnunartækið sem við höfum og engin launung væri á að vaxtastefna Seðlabankans hefði mótast af því að slök stjórn hefði verið á ríkisfjármálum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ Vaxtastefnan mótast af slakri stjórn ríkisfjármála INGIMUNDUR Sigurpálsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, hefur lagt fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að efnt verði til sam- keppni um endurskoðun á deili- skipulagi miðbæjar Garða- bæjar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áhersla verði lögð á stækkun verslunar- og þjónusturýmis, jafnframt því sem hugað verði að fjölgun bifreiðastæða. Einn- ig skal gera ráð fyrir því að á svæðinu verði möguleiki á að gera útitorg og fjölga íbúðum. Búist við mikilli fjölgun íbúa Í greinargerð með tillögunni er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa í Garðabæ næsta áratug. Því sé eðlilegt að unnið verði að endurskoðun á skipulagi mið- bæjarins til að styrkja hann sem þjónustukjarna. Einnig er leitt að því líkum að öflugur miðbæjarkjarni sé til þess fall- inn að auka vitund íbúa fyrir menningu og allri starfsemi þess samfélags sem þeir séu hluti af. Í tillögunni er ekki kveðið á um form samkeppninnar held- ur er skipulagsnefnd falið að koma með tillögu að því. Tillög- unni hefur verið vísað til frek- ari umræðu í bæjarráði og verður tekin fyrir þar næst- komandi þriðjudag. Vill sam- keppni um skipulag miðbæjar í Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.