Morgunblaðið - 12.09.2001, Side 6

Morgunblaðið - 12.09.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSVIRKJUN hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu. Áætlunin gerir ráð fyrir stíflu í Þjórsá nálægt Norðlingaöldu til að mynda lón með vatnsborð í 575 metra hæð yfir sjávarborði. Þegar Þjórsár- ver voru friðlýst árið 1981 var gert ráð fyrir lóni í 581 metra hæð. Markmið framkvæmdanna er að nýta vatnsafl í efri hluta Þjórsár til að miðla vatni í virkjanir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með því móti er ætlunin að tryggja nægilegt framboð raforku til að mæta spurn eftir raf- orku, m.a. til álframleiðslu á Suðvest- urlandi. Fram kemur í matsáætlun- inni að með tilkomu Norðlingaöldu- veitu verði hægt að bæta nýtingu virkjananna verulega. Áætluð aukn- ing á orkugetu með tilkomu veitunnar er um 760 GWh á ári. Langt er síðan hugmyndir voru settar fram um virkjun vatnsafls á þessu svæði en veruleg andstaða var við þær. Viðræður fóru fram á milli raforkufyrirtækjanna og Náttúru- verndarráðs sem leiddu til þess að ár- ið 1981 var gert samkomulag um frið- lýsingu Þjórsárvera og að búið yrði til miðlunarlón í allt að 581 metra hæð, en fyrri hugmyndir voru um lón sem væri allt að 12 metrum hærra. Svo stórt lón hefði sökkt verulegum hluta Þjórsárvera. Árið 1987 var gert samkomulag sem fól í sér að komið var á fót sér- stakri nefnd sem átti að vera til ráðu- neytis um málefni friðlandsins. Þessi nefnd, sem kölluð hefur verið Þjórs- árveranefnd, hefur í meira en áratug fjallað um fram komnar hugmyndir um framkvæmdir á svæðinu. Það sjónarmið hefur komið fram í nefnd- inni að ekki ætti að fara fram um- hverfismat vegna Norðlingaölduveitu á grundvelli nýrra laga heldur ætti að fjalla um framkvæmdir á grundvelli samkomulagsins sem gert var árið 1981, en það veitir nefndinni umtals- verð áhrif á allar framkvæmdir. Vatni dælt úr jarðgöngunum Í matsáætluninni er framkvæmd- unum lýst. Byggðar verða tvær stífl- ur, önnur við rætur Norðlingaöldu og hin í farvegi Þjórsár, en sú stífla á að vera 26 metra há. Með stíflunum verður til lón sem verður um 29 fer- kílómetrar að stærð. Nýtanlegt rúm- mál er um 92 gígalítrar. Þess má geta að lón í 581 metra hæð hefði þakið 62 ferkílómetra. Gert er ráð fyrir að vatni úr lóninu verði veitt um 12,7 km löng göng yfir í Þórisvatn. Nauðsyn- legt verður að dæla vatninu eftir göngunum við lága vatnsborðsstöðu í Norðlingaöldulóni. Þess vegna verður byggð dælustöð neðanjarðar við hlið ganganna. Leggja þarf háspennu- streng í jörðu frá Sigöldustöð um 35 km leið og er áætluð spenna á strengnum 33 kV. Ekki liggur endanlega fyrir hvar efni verður tekið til framkvæmdanna. Heildarefnisþörf er áætluð 600-700 þúsund rúmmetrar, þar af 400 þús- und rúmmetrar til stíflugerðar. Áætl- að er að um 600 rúmmetrar falli til við gerð jarðganganna og um 300 þúsund rúmmetrar vegna skurðgraftrar. Gert er ráð fyrir að nota efnið eins og hægt er til stíflugerðar og vegagerð- ar. Ætlunin er að setja það efni sem er umfram í hauga við gangamunna og á bökkum skurða eða úti í lónið. Áætlað er að framkvæmdir við Norðlingaöldulón standi í þrjú ár og ljúki í árslok 2004. Matsáætlunin gerir ráð fyrir að könnuð verði ítarlega hagkvæmni og umhverfisáhrif af lóni í 578 metra hæð og 581 metra hæð og að þessir tveir kostir verði bornir saman við lón í 575 metra hæð. Við samanburðinn verður lögð sérstök áhersla á áhrifin á gróður, heiðargæs og rof. Talið er að í Þjórsárverum séu varpstæði um 6.500 heiðargæsapara. Svæðið er talið hafa alþjóðlegt gildi vegna fuglalífs. Svæðið er á skrá Ramsar yfir votlendi með alþjóðlegt gildi. Fram kemur í matsáætluninni að þessi skráning skerði ekki á nokk- urn hátt yfirráðarétt ríkis á viðkom- andi svæði. Ríki hafi rétt til að þrengja mörk votlendis eða fella burt ef þjóðarhagsmunir krefjast þess. Ef þrengt er að mörkum skráðs svæðis skal viðkomandi ríki bæta missinn sem kostur er. Tekið er fram að ein þeirra skuldbindinga sem felist í Ramsar-samningnum sé að láta fram- kvæma mat á umhverfisáhrifum áður en votlendi er breytt eða það eyðilagt. Matsáætlunin verður send ýmsum umsagnaraðilum og efnt verður til kynningarfunda um málið á Suður- landi og í Reykjavík. Hægt er að koma athugasemdum og fyrirspurn- um um matstillöguna á framfæri með því að senda þær til verkefnisstjórnar eða til Landsvirkjunar. Ítarlegar upp- lýsingar um framkvæmdina er að finna á Netinu, www.nordlingaalda.is. Skipulagsstofnun fjallar lögum sam- kvæmt um tillögu að matsáætlun og ákveður hvort fallist verður á hana eða ekki. Verði tillagan samþykkt verður hafist handa við að skrifa sjálfa skýrsluna um mat á umhverfis- áhrifum og ráðgert er að skila skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu til Skipulagsstofnunar í nóvember nk. Skýrslan verður kynnt almenningi, m.a. á almennum fundum. Skipulagsstofnun fellir síðan úrskurð sinn um mat á umhverfis- áhrifum Norðlingaölduveitu, en í matsáætluninni er gert ráð fyrir að niðurstaða stofnunarinnar geti legið fyrir í febrúar á næsta ári. Lög gera ráð fyrir að þann úrskurð megi kæra til umhverfisráðherra. Ráðherra ákveður þá hvort niðurstaða Skipu- lagsstofnunar skuli standa eða ekki. Landsvirkjun leggur fram matsáætlun vegna Norðlingaölduveitu Vatnsborð- ið yrði í 575 metra hæð                                                        SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands hef- ur sent kæru til kærunefndar jafn- réttismála þar sem leitað er álits á hvort ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hafi ver- ið brotin við ákvörðun launa til handa félagsmönnum. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands, segir að lögreglu- menn og tollverðir, sem eru mikið til karlastéttir, njóti betri kjara en sjúkraliðar, sem eru að miklu leyti kvennastétt. Allar stéttirnar starfa hjá ríkinu. Kristín segir að sjúkralið- ar hafi töluvert lengi leitað skýringa á þessum launamun, þar sem nám sjúkraliða sé töluvert lengra og um- fangsmeira en nám tollvarða og lög- reglumanna. Allar stéttirnar þrjár séu vaktavinnustéttir sem starfa við öryggis- og almannaþjónustu og þurfi að takast á við aðstæður sem geta verið sambærilegar. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir að ef líkur verði leidd- ar að því að kona og karl sem starfa hjá sama atvinnurekanda njóti mis- munandi launa eða kjara fyrir jafn- verðmæt og sambærileg störf sé það atvinnurekanda að sýna fram á að sá munur skýrist af öðrum þáttum en kynferði. Sambærileg störf Gjarnan er bent á í þessu sam- bandi að lögreglustörf geti verið áhættusöm. Kristín segir að könnun hafi sýnt fram á að heilbrigðisstéttir verði fyrir verulegu ofbeldi í starfi. „Þar stöndum við ekkert öðruvísi að vígi en lögreglan, en hins vegar er það mikið meira í umræðunni meðal fólks og í fréttum ef lögreglumaður er laminn eða bitinn,“ segir Kristín. Hún segir að ofbeldi sem sjúkraliðar verða fyrir við vinnu sína sé aldrei til umfjöllunar þótt mikið sé um ofbeldi á sumum vinnustöðum sjúkraliða, sérstaklega á geðdeildum og bráða- móttöku. Einnig bendir Kristín á að sjúkraliðar þurfi, ekki síður en lög- reglumenn, stundum að fá áfalla- hjálp í tengslum við vinnu sína þar sem oft sé mikið lagt á sjúkraliða. Kristín segir að sjúkraliðar telji að um 55% launahækkun þyrfti til að leiðrétta þann launamun sem er milli stéttanna, sé miðað við kjör lög- reglumanna fyrir samninga og stöðu sjúkraliða fyrir samninga, en kjara- samningar sjúkraliða við ríkið og sveitarfélögin hafa nú verið lausir frá 1. nóvember í fyrra. Kristín segir að sjúkraliðum hafi verið boðið að ganga inn í nýtt launa- kerfi eins og lögreglan hefur gert. Almennum sjúkraliðum hafi verið boðið að fara í b-töflu launakerfisins, þar sem byrjunarlaunin eru 107 þús- und. Lögreglumenn sem fá greidd laun miðað við b-töflu fái hins vegar 138 þúsund krónur á mánuði. Atkvæði í verkfallskosningu talin fyrir helgi Sjúkraliðafélag Íslands fundaði með samninganefnd ríkisins í hús- næði ríkissáttasemjara í gær. Krist- ín segir að ákveðið hafi verið að hefja vinnu við sjálfan vinnustaðasamn- inginn og verður óformlegur sátta- fundur því haldinn á fimmtudag. Hún segir að þessi vinna verði hafin innan Landspítala – háskólasjúkra- húss og að náist niðurstaða verði hún notuð sem fyrirmynd fyrir aðra hópa. Hún sagðist ekki vera bjart- sýnni á að samningar næðust þrátt fyrir þessa ákvörðun. „Aftur á móti álít ég að allar viðræður og samræð- ur séu frekar möguleiki til að leysa málið en að hittast ekki,“ segir Krist- ín. Einnig var fundur með launa- nefnd sveitarfélaga í dag og segir Kristín stöðuna þar óbreytta. Atkvæði í póstkosningu um hvort boða eigi til verkfalls eru að berast þessa dagana. Verði ákveðið að leggja niður störf verður farið í þrjú þriggja daga verkföll og hæfist það fyrsta hinn 1. október. Kristín segir að atkvæðin verði talin fyrir helgi en sjúkraliðar hafa frest til 14. septem- ber til að boða til verkfalls. Sjúkraliðafélag Íslands leitar álits kærunefndar jafnréttismála Vilja sambærileg laun og lögreglumenn og tollverðir Morgunblaðið/Ásdís Samninganefndir sjúkraliða og ríkisins komu saman hjá ríkissáttasemj- ara í gær. Lengst til hægri er Geir Gunnarsson vararíkissáttasemjari og við hlið hans Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður félagsins. ÍSLENSK fyrirtæki stunda ekki tilraunir með verkan lyfja á fólk, svokallaðar „klínískar“ til- raunir með lyf, hér á landi. Í frétt Morgunblaðsins í gær kem- ur fram að ritstjórar margra virtustu læknatímarita heimsins hafa ásakað lyfjafyrirtæki um að hafa afskipti af tilraunum með ný lyf. Ritstjórarnir hafa jafn- framt bundist samtökum um að birta ekki niðurstöður rann- sókna þar sem hugsanlegt er að kostunaraðili hafi haft áhrif á niðurstöður tilrauna. Encode ehf., dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, sér- hæfir sig í lyfjaprófunum og lyfjafræðilegum rannsóknum. Páll Magnússon, upplýsinga- stjóri Íslenskrar erfðagreining- ar, segir að Encode hafi tekið að sér hluta af lyfjarannsóknum fyrir stóru lyfjafyrirtækin en sá vandi sem ritstjórarnir benda á sé ekki fyrir hendi. „Það eru færri en tíu risa- fyrirtæki í öllum heiminum sem stunda þessar tilraunir. Að þeim beinist afstaða þessara tímarita og þetta er því ekkert sem snýr að Íslenskri erfðagreiningu. Klínísku rannsóknirnar eru svo- kallaðar þriðja fasa rannsóknir þegar farið er að gera tilraunir með fólk og það er nokkuð sem við komum hvergi nálægt á neinu stigi málsins,“ segir Páll. Hann telur þetta enga þýð- ingu hafa fyrir íslensk fyrirtæki í lyfjaiðnaði. Engar „klín- ískar“ til- raunir með lyf hérlendis Á FUNDI norrænna samkeppnisyf- irvalda, sem haldinn var í Skagen í Danmörku dagana 6.-7. september, var lýst yfir áhyggjum vegna sam- keppni í farþegaflugi á Norðurlönd- um sem er meðal annars sögð ein- kennast af samrunum, bandalögum og afsláttar- og tilboðsklúbbum. Tal- ið er að vandamálið sé ekki aðeins bundið við einstök lönd heldur flug- samgöngur á heimsvísu. Á fundinum í Skagen var stofn- aður vinnuhópur sem fjalla á sér- staklega um samkeppni í flugi á Norðurlöndunum. Skal hópurinn koma með tillögur um hvernig koma megi á heilbrigðari samkeppni á þessum markaði. Hópurinn mun m.a. meta samkeppnisstöðuna út frá flugvallasköttum, afsláttar- og til- boðsklúbbum flugfélaga og sam- starfi ferðaskrifstofa. Áhrif þessa verða könnuð innan hvers lands fyrir sig og á flugi milli Norðurlandanna sem og utan þeirra. Þá skal hópurinn koma með tillögur að því hvernig samkeppnisyfirvöld í hverju landi fyrir sig geti beitt sér í málinu til að tryggja eðlilega samkeppni milli að- ila sem koma að farþegaflugi. Guðmundur Sigurðsson hjá Sam- keppnisstofnun segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvern- ig Samkeppnisstofnun kemur að starfi vinnuhópsins. „En stofnunin mun fylgjast með og leggja til efni og vinnu eftir því sem efni standa til og þörf krefur.“ Vinnuhópurinn á að skila áliti sínu á fundi í Aþenu í mars á næsta ári. Sam- keppni í flugi til rann- sóknar Yfirvöld lýsa áhyggjum vegna farþegaflugs á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.