Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.09.2001, Qupperneq 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFT var eftir heimildum í Tadsík- ístan í gær, að Ahmad Shah Masood, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Afganistan, hefði látist af sár- um, sem hann fékk er tveir ar- abískir öfga- menn, hugsan- lega á snærum talebanastjórnar- innar í Kabúl, sprengdu sjálfa sig upp í viðurvist hans. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sögðu samt enn í gær, að Masood væri á lífi og bróðir hans fullyrti einnig, að svo væri. Haft er eftir ónefndum embætt- ismönnum í Tadsíkístan, að Masood sé látinn, en hann mun hafa verið fluttur á sjúkrahús í Tadsíkístan eft- ir banatilræðið. Í tilkynningu frá stjórnarandstöðunni er öðru haldið fram en í henni segir, að tilræðið hafi augljóslega verið vel skipulagt og beri þess merki, að helstu banda- menn Talebana, pakistanska leyni- þjónustan og sádi-arabíski hryðju- verkamaðurinn Osama bin Laden, hafi haft hönd í bagga með tilræð- ismönnunum. Fréttum ber ekki saman Ahmad Wali Masood, bróðir Masoods og sendiherra afgönsku út- lagastjórnarinnar í London, sagði í gær, að bróðir sinn væri á batavegi og myndi brátt geta tjáð sig. Hann nefndi þó ekki hvar hann væri nið- urkominn. Í fréttum frá Washington og Moskvu á mánudag var sagt, að Masood hefði látist, en talsmaður hans, Mohammad Habeel, sagði hann hafa brennst í andliti og á höfði en væri nokkuð hress. Hann neitaði því að Masood hefði verið fluttur til Tadsíkístans. Masood gat sér mikið orð í stríð- inu gegn hernámi Sovétmanna 1979– ’89 en hefur nú verið í forystu fyrir stjórnarandstöðunni í stríðinu gegn talebönum. Hann hefur notið stuðn- ings frá Indverjum, Írönum og sín- um gömlu fjandmönnum, Rússum, en talebanar fá stuðning frá Pakist- an og sádi-arabíska milljónamær- ingnum og hryðjuverkamanninum Osama bin Laden. Tilræðið við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Afganistan Óstaðfestar fullyrðingar um andlát Masoods Kabúl. AFP. Ahmad Shah Masood ÖRYGGIS- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) segir að for- setakosningarnar í Hvíta-Rússlandi á sunnudag hafi ekki farið fram með lýð- ræðislegum hætti. Al- exander Lúkasjenko, sem gegnt hefur for- setaembættinu frá 1994, vann stórsigur, með þrjá fjórðu hluta greiddra atkvæða á bak við sig. Samkvæmt bráða- birgðatölum var kjör- sókn 83,9% og hlaut Lúkasjenko 75,6% at- kvæða en helsti keppinautur hans, verkalýðsleiðtoginn Vladimír Gontsjarik, aðeins 15,4%. Forset- anum hafði verið spáð 40–50% fylgi í skoðanakönnunum. Lúkasjenko fagnaði sigrinum á fréttamannafundi í fyrradag og kvað „þjóðina hafa sýnt skynsemi“ með því að veita honum umboð til að gegna forsetaembættinu í fimm ár í viðbót. „Þetta var glæsilegur sigur,“ sagði forsetinn og vísaði ásökunum um kosningasvindl á bug. Ráðlagði hann stjórnarand- stæðingum að sætta sig við úrslit- in. Gontsjarik hefur hins vegar lagt fram formlega kvörtun við yfir- kjörstjórn, þar sem hann fullyrðir að ýmislegt hafi verið athugavert við framkvæmd kosninganna. Hafði AP í gær eftir aðstoðar- mönnum Gontsjarik að þeir byggj- ust við að yfirkjörstjórnin hafni kvörtuninni og sama muni hæsti- réttur sovétlýðveldisins fyrrver- andi gera, verði ákvörðun kjör- stjórnarinnar áfrýjað. Talsmenn ÖSE gagnrýna einnig framkvæmd kosninganna, en eft- irlitsmenn á vegum stofnunarinnar fylgdust með henni. „Því miður uppfylltu þessar forsetakosningar ekki alþjóðleg skilyrði um frjálsar og lýðræðislegar kosningar,“ sagði Kimmo Kiljunen, vara- formaður þingmanna- samkomu ÖSE. Í yf- irlýsingu stofnunar- innar segir m.a. að stjórnvöld hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að trufla kosninga- baráttu stjórnarand- stöðunnar, starfsmenn á kjörstöðum hafi ekki verið óháðir, hátt hlut- fall utankjörstaðaat- kvæða sé grunsamlegt og erlendum eftirlits- mönnum hafi verið torvelduð störf. Lúkasjenko var kjörinn forseti Hvíta- Rússlands árið 1994. Í ágúst 1996 lét hann fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá, sem var samþykkt með 70% atkvæða, en með henni var kjörtímabil hans lengt til 2001 og völd forsetans aukin til muna. Fer með alræðisvald Kvaðst Lúkasjenko myndu fram- fylgja stefnumálum sínum „í að minnsta kosti fimm ár í viðbót“. Töldu ýmsir að með þessu hefði hann gefið til kynna að hann myndi sækjast eftir endurkjöri árið 2006, þrátt fyrir að stjórnarskráin heim- ili ekki að menn gegni forseta- embættinu lengur en tvö kjörtíma- bil. Lúkasjenko hefur í raun farið með alræðisvald í Hvíta-Rússlandi frá 1996. Hann hefur þrengt mjög að frelsi fjölmiðla, bælt niður stjórnarandstöðu og staðið í vegi fyrir umbótum á miðstýrðu efna- hagskerfi landsins. Samt sem áður nýtur hann töluverðs stuðnings meðal landsmanna, einkum eldra fólks sem tregar sovéttímann og telur Lúkasjenko til tekna að hafa staðið vörð um viss félagsleg rétt- indi sem tengjast þeirri arfleifð. Einnig hefur harka hans í sam- skiptum við Vesturlönd fallið í kramið hjá sumum. Lúkasjenko vann stórsigur í forseta- kosningunum í Hvíta-Rússlandi ÖSE segir kosningarnar ólýðræðislegar Minsk. AFP, AP. Alexander Lúkasjenko SLÖKKVILIÐ í Frakklandi beitti í gær meðal annars sérútbúnum flugvélum í baráttunni við kjarr- og skóg- arelda sem brutust út í fyrrinótt. Slökkvistarf heldur áfram, en eldurinn hafði í gær eytt gróðri á rúmlega 200 hekturum lands í grennd við borgina Marseilles í suðurhluta landsins. Barist við skógarelda Reuters ELHAM Madani, 16 ára írönsk stúlka, býður þyngdaraflinu birginn þegar hún þeysist á mótorhjóli nær lárétt eftir brún skálarlaga veggs í skemmtigarði í Teheran. Með slíkri hegðun býður Elham einnig birginn þeim ströngu samfélagsreglum sem klerkastéttin í Íran reynir að við- halda þrátt fyrir vaxandi stuðning við málstað umbótasinna. „Ég er hamingjusöm yfir því að geta gert þetta, það hefði ekki verið mögulegt fyrir nokkrum árum,“ hafði AP-fréttastofan eftir Elham að lokinni 15 mínútna mótorhjólasýn- ingu hennar, sem hún heldur dag- lega í skemmtigarðinum. Íranskar konur eru smám saman að brjóta á bak aftur þær hömlur sem á þær voru lagðar með íslömsku byltingunni árið 1979. Þær eru farn- ar að sýna meira af hári sínu undir slæðunum, nota andlitsfarða á al- mannafæri og leika jafnvel ofur- hugalistir á mótorhjólum. Blaðakon- an Raheleh Imani telur að slík skref muni smám saman hrinda af stað stærri breytingum. „Með afnámi hafta munu konur öðlast hugrekki til að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Kynferðið ætti ekki að standa í vegi fyrir því að konur kom- ist áfram,“ sagði Imani í samtali við AP. „Konur vilja einnig hafa áhrif á stjórn landsins og ráða sér sjálfar.“ Klerkaveldið stendur í vegi fyrir umbótum Deilan um hlutverk kvenna í sam- félaginu er liður í átökunum um hvaða stefnu hið íslamska lýðveldi skuli taka, nú þegar 22 ár eru liðin frá byltingu. Íhaldsöflin mega ekki heyra á það minnst að auka frelsi og réttindi kvenna. Og þrátt fyrir að þjóðin hafi veitt umbótasinnum stuðning í þing- og forsetakosningum ráða harðlínu- klerkarnir í raun lögum og lofum í landinu, því þeir stjórna dómstólun- um, lögreglunni og ríkisfjölmiðlun- um. Forseti Írans, umbótasinninn Mohammad Khatami, hefur einkum sótt fylgi sitt til kvenna og ungs fólks, sem vill aukið samfélagslegt og stjórnmálalegt frelsi. Khatami hefur mælt fyrir jafnrétti kynjanna í samfélaginu, að lögum og í stjórn- málakerfinu, en íhaldsöflin hafa staðið í vegi fyrir umbótatilraunum hans á þessu sviði sem öðrum. Konur hafa frá byltingu haft kosningarétt og kjörgengi, en þeim gengur illa að komast til metorða í stjórnmálum. Engin kona hefur átt sæti í ríkisstjórn og þær eru fáar í áhrifastöðum í stjórnkerfinu. Íhaldssamt ráð klerka, Byltingar- ráðið, hefur umsjón með fram- kvæmd kosninga og hefur hingað til aldrei lagt blessun sína yfir framboð kvenna í forsetakosningum. Byltingarráðið tekur einnig öll lög sem þingið afgreiðir til endanlegrar samþykktar og hefur hafnað ýmsum bótum á stöðu kvenna. Nýlega ógilti ráðið til dæmis lög sem kváðu á um hækkun löglegs giftingaraldurs stúlkna úr níu árum í fjórtán. Konur eru einnig misrétti beittar í einkalífinu. Þær eru meðal annars skyldaðar til að hylja hár sitt og klæðast víðum kuflum. Dætur hafa aðeins hálfan erfðarétt eftir foreldra sína á við syni og framburður konu í réttarhöldum er metinn til hálfs á við framburð karlmanns. „Klerkarnir halda því fram að þetta séu íslömsk lög, en ég get ekki sætt mig við að konur séu kúgaðar,“ sagði Bahareh Nowruzi, 24 ára nemi, í samtali við AP. „Við krefj- umst þess að fá jafnan rétt að lög- um, svo við getum sjálfar stjórnað eigin lífi.“ Harðlínuklerkarnir hafa ekki sýnt nein merki um að þeir hyggist gefa eftir, en óvíst er að þeir geti miklu lengur hunsað sívaxandi kröf- ur írönsku þjóðarinnar um aukið frelsi og opnara þjóðfélag. Íranskar konur knýja á um aukinn rétt Teheran. AP. AP Elham Madani sýnir listir sínar á mótorhjóli í skemmtigarði í Teher- an. Kröfur íranskra kvenna um jafnrétti og aukið frelsi fara vaxandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.