Morgunblaðið - 12.09.2001, Síða 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhann TómasBjarnason fædd-
ist á Þingeyri við
Dýrafjörð 15. febr-
úar 1929. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Ísafjarðarbæjar að-
faranótt þriðjudags-
ins 4. september
síðastliðins. For-
eldrar Jóhanns voru
Kristjana Guðlaug
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. á Akri í
Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi 25. júní
1901, d. 14. júlí 1978, og Bjarni
Guðbjartur Jóhannsson, smiður
og verkamaður, f. á Þingeyri 16.
september 1898, d. 12. janúar
1971. Systkini Jóhanns eru Bryn-
dís Meyer, d. 30. janúar 2001,
Hermann, d. 8. janúar 2001,
Gunnar, búsettur á Þingeyri, og
Gísli, búsettur í Hafnarfirði. Jó-
hann kvæntist 27. september
1952 Sigrúnu Stefánsdóttur,
fyrrverandi verslunarmanni frá
Hólum í Þingeyrarhreppi, f. 27.
september 1931. Foreldrar henn-
ar voru Guðrún Ólafía Guð-
mundsdóttir frá Lambadal í
Dýrafirði, f. 26. september 1897,
1. mars 2001, Jóhann Tómas, f.
17. desember 1989, og Tryggvi
Snær, f. 10. ágúst 1995.
Jóhann lauk grunnskólanámi
frá Barnaskólanum á Þingeyri
og hóf ungur störf við Kaupfélag
Dýrfirðinga á Þingeyri. Hann
stundaði nám við Samvinnuskól-
ann í Reykjavík og framhalds-
deild Samvinnuskólans á árunum
1947–1951. Hann hélt til Bret-
lands 1951 og lauk námi frá Co-
operative College, Stanford Hall
1952. Hann starfaði hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
sumarið 1952, var skrifstofu-
stjóri hjá Kaupfélagi Hafnfirð-
inga september 1952 til maí
1953, kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Vestmanneyja maí 1953 til
ársloka 1956 og kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Ísfirðinga janúar
1957 til janúar 1972. Jóhann
varð fyrsti framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga, 1. ágúst 1972, og starfaði
við það til 31. mars 1995 er hann
lét af störfum sökum heilsu-
brests. Hann vann við bókhalds
og enduskoðunarstörf, átti sæti í
stjórnum ýmissa félaga og nefnd-
um og vann að fjölmörgum hags-
munamálum Vestfirðinga og
vestfirskra sveitarfélaga, hann
leiddi einnig starf Frímúrara-
stúkunnar Njálu á árunum 1976–
1987.
Útför Jóhanns fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
d. 29. ágúst 1974, og
Stefán Guðmundsson
bóndi í Hólum í
Dýrafirði, f. á
Kirkjubóli í Dýrafirði
14. maí 1881, d. 18.
september 1970. Syn-
ir þeirra eru: 1)
Bjarni Kristinn við-
skiptafræðingur, f. 8.
ágúst 1953, sambýlis-
kona hans er Guðrún
Karólína Guðmanns-
dóttir viðskiptafræð-
ingur, f. 11. maí
1953. Dætur þeirra
eru: Sigrún María líf-
fræðingur, f. 8. október 1975, í
sambúð með Gísla Einari Árna-
syni tannlæknanema, f. 23. apríl
1974, sonur þeirra er Egill
Bjarni, f. 5. febrúar 2001; og Jó-
hanna Bryndís tannlæknanemi, f.
25. apríl 1980, í sambúð með Jó-
hanni Hauk Hafstein laganema,
f. 2. febrúar 1979. 2) Guðmundur
Jónas útgerðartæknir, f. 14.
október 1959, d. 17. apríl 1998,
eiginkona hans var Aðalheiður
Anna Guðmundsdóttir viðskipta-
fræðinemi, f. 9. febrúar 1962.
Synir þeirra eru Úlfar Óli Sæv-
arsson, f. 13. nóvember 1981,
dóttir hans er Viktoría Anna, f.
Kæri tengdafaðir. Ekki óraði mig
fyrir því sunnudaginn 2. september
sl. þegar við Bjarni ferðuðumst með
ykkur Sigrúnu um Dýrafjörð, geng-
um um kirkjugarðinn á Þingeyri, að
gröfum foreldra þinna og ömmu, að
þetta væri síðasta ferðin þín um
Dýrafjörð, sem var þér svo óend-
anlega kær frá æskuárunum á Þing-
eyri. Þú bentir okkur á túnskika upp
með Sandafellinu, sem pabbi þinn
sló og þið systkinin hjálpuðuð til við
að heyja, við fórum fram í Brekku-
dal og út á Arnarnes. Þessi ferð
verður dýrmæt perla geymd í
stórum sjóði minninga um árin
næstum þrjátíu, með þér og fjöl-
skyldu þinni. Ég man ennþá þá
stund er við hittumst fyrst í kvist-
herberginu á Fálkagötu þar sem
Bjarni bjó haustið 1974, þú komst
óvænt í heimsókn með kleinur eða
eitthvað annað til Bjarna að vestan.
Þá langaði okkur áreiðanlega bæði
jafnmikið til að hverfa niður úr gólf-
inu, þú komst alla vega ekki lengra
en á þröskuldinn í það skiptið og
Bjarni var víst jafnfeiminn.
Þú varst alinn upp á Þingeyri á
kreppuárunum á fátæku og barn-
mörgu heimili, byrjaðir ungur að
vinna við Kaupfélagið á Þingeyri og
í framhaldi af því varst þú styrktur
til náms í Samvinnuskólanum með
hjálp góðra manna, sem sáu hvaða
efniviður bjó í þér. Margt væri öðru-
vísi hér á Vestfjörðum í dag ef þín
hefði ekki notið við í forsvari fyrir
Fjórðungssamband Vestfirðinga í
endalausri baráttu fyrir landshluta,
sem undanfarna áratugi hefur átt
undir högg að sækja. Þú vannst
verk þín í hljóði og skilaðir öllu því,
sem þú áttir að skila, hvort sem
vinnan tók langan eða stuttan tíma
voru hlutirnir kláraðir og settum
markmiðum náð. Þú varst sam-
viskusamasti og heiðarlegasti mað-
ur, sem ég hef þekkt, og þoldir ekki
óheiðarleika og undirferli.
Þú flíkaðir ekki tilfinningum þín-
um, en þú varst afar tryggur fjöl-
skyldu þinni og vinum. Ég hef aldrei
heyrt þig tala illa um nokkurn
mann, þú vildir öllum vel og gerðir
allt sem þú mögulega gast fyrir
aðra.
Undanfarin ár hefur heilsan verið
að gefa sig, ásamt því skelfilega
áfalli sem þú varðst fyrir í apríl 1998
þegar Guðmundur sonur þinn and-
aðist langt um aldur fram, 38 ára að
aldri. Þetta ár hefur einnig verið þér
þungbært vegna andláts systkina
þinna í janúar og systursonar þíns í
mars. Öll þessi áföll hafa markað þig
og vafalítið flýtt fyrir endalokunum.
Um það bil þremur klukkutímum
fyrir andlát þitt stóðum við Bjarni
hér úti á stéttinni við heimili okkar
og töluðum um hvað okkur hafi liðið
vel hér á Ísafirði í þau tuttugu ár
sem við höfum búið hér í nágrenni
við ykkur Sigrúnu. Það vantar mikið
í Sætúnið núna þegar þú ert horfinn,
en við verðum að venjast því.
Hjá ykkur Sigrúnu áttu dætur
okkar Bjarna annað heimili meðan
þær voru að alst upp, en það eru for-
réttindi sem nútímabörnin fara á
mis við að alast upp með afa og
ömmu og fræðast af þeim um liðinn
tíma, forfeðurna og allt það, sem að
notum kemur á lífsgöngunni síðar á
ævinni. Þú kenndir þeim stafina,
bænir og vers og lagðir ríka áherslu
á nauðsyn þess að hafa guð með í
daglegu lífi, þú leiðbeindir þeim um
framtíðina, lífið og allt mögulegt.
Margir hlutir voru ræddir í Sæ-
túninu um lífið, dauðann og til-
veruna svona almennt og ungar sál-
ir komu margs fróðari heim. Amma
var heima flesta daga þegar þær
komu úr skólanum og alltaf gat afi
skotist ef þær þurftu á að halda. Að-
fangadagskvöld var ekki eins og að-
fangadagskvöld eiga að vera ef það
var ekki haldið í Sætúni 5 og af þeim
25 aðfangadagskvöldum, sem Sig-
rún María hefur lifað, hafa 23 verið
haldin hátíðleg í Sætúni 5, hjá afa og
ömmu.
Kæri Jóhann, ég hugga mig við
það að nú ert þú með Gumma, Bryn-
dísi, Hemma og öllum hinum, sem
eru farin á undan. Ég vil færa þér
hjartans þakkir fyrir samfylgdina
síðustu 27 árin og allt sem þú gerðir
fyrir mig og mína fjölskyldu og allt
það sem þú kenndir mér þegar ég
tókst á við störfin hér vestra.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ég bið algóðan guð að blessa þig
og vernda eiginkonu þína og fjöl-
skyldu um ókomin ár. Guð styrki
ykkur öll.
Guðrún.
Mér hnykkti við að heyra andláts-
fregn Jóhanns T. Bjarnasonar þótt
ekki ætti að koma á óvart. Hann átti
á síðustu árum við erfiðan sjúkdóm
að stríða og enginn má sköpum
renna. En alltaf var hann hress í
anda og æðrulaus þegar við áttum
tal saman rétt eins og áður fyrrum.
Með Jóhanni er genginn merkur
hæfileikamaður, eftirminnilegur
hverjum sem kynntust. Áður en
okkar fundum bar sama hafði hann
starfað um árabil á vegum sam-
vinnufélaganna. Undir það starf var
hann vel undibúinn með námi bæði í
Samvinnuskólanum hér heima og
skóla samvinnuhreyfingarinnar í
Englandi. Hann hafði meðal annars
verið kaupfélagsstjóri bæði í Vest-
mannaeyjum og á Ísafirði. Það var
því maður með mikla starfsreynslu
sem tók við starfi framkvæmda-
stjóra Fjórðungssambands Vest-
firðinga þegar samtökin áttu því
láni að fagna, réttur maður á réttum
stað. Jóhann var óumdeildur í þessu
vandasama starfi. Var það ekki að
undra því að saman fóru góðar gáf-
ur, góðvild, eljusemi og samvisku-
semi svo af bar. Hann var vakinn og
sofinn fyrir öllu sem verða mátti til
að efla Fjórðungssambandið og
vestfirskar byggðir. Hann átti sam-
vinnu við forystumenn byggðarlag-
anna og hafði samband við fólkið í
kjördæminu, fylgdist með því sem
var á seyði til framfara, reiðubúinn
til ráðgjafar og aðstoðar hvar sem
við var komið. Hann gerði Fjórð-
ungssambandið að öflugum samtök-
um þar sem vestfirðingar réðu mál-
um sínum og beittu samtakamætti
til að ryðja málum sínum braut til
almenningsheilla. Hann var maður
til átaka og forystu þegar á þurfti að
halda. Í eðlislægum grandvarleik
var honum lagið með þrautseigju og
lagni að koma málum í höfn. Hann
hafði ekki launuðu starfsfólki á að
skipa. Sjálfur undirbjó hann mál af
mikilli kostgæfni þar sem til kom
óhemju vinna við hverskonar
skýrslugerðir og upplýsingasöfnun
sem nauðsyn krafði. Honum féll
aldrei verk úr hendi. Hann orkaði
því sem enginn má nema af hug-
sjónakrafti.
Það var á þessum vettvangi sem
ég átti nána samvinnu við Jóhann.
Það var ómetanlegt fyrir þingmann
að eiga hann að og deila með honum
áhugamálum og viðfangsefnum sem
við var að fást í kjördæminu. Þegar
fundum okkar bar saman skorti
aldrei á umræðuefni. Það var gott
að bera saman ráð sín við hann.
Hann var bæði glöggskyggn og heil-
ráður. En umræðan gat snúist um
fleira en kjördæmismál. Jóhann var
víðsýnn maður og fjölfróður. Oft var
skeggrætt um þjóðlífið vítt og
breitt. En ekki minnist ég þess samt
að nokkru sinni snerust samræður
okkar um flokkspólitík. Hann gætti
þess meira að segja í einkasamtöl-
um að gera ekki upp á milli stjórn-
málaflokka. Svo mjög þótti honum
varða að gæta fullkomins hlutleysis
í störfum sínum fyrir Fjórðungs-
sambandið enda naut hann trausts
allra án tillits til stjórnmálaskoðana.
En auðvitað hlaut hann að hafa sín-
ar skoðanir í þessum efnum því að
maðurinnn var enginn veifiskati.
Margs er að minnast. Margt sæk-
ir að. En ef ég ætlaði að nefna eitt-
hvað sérstakt ætla ég að mér sé efst
í huga samstarf okkar Jóhanns við
að koma á fót Orkubúi Vestfjarða.
Hann var ritari orkunefndar Vest-
fjarða og hægri hönd mín. Og við
hjálpuðumst að því að koma í fram-
kvæmd tilllögu nefndarinnar um
stofnun Orkubúsins. Við tveir fórum
vítt og breitt um Vestfirði til fund-
arhalda með sveitarstjórnum um
þessar fyrirætlanir. Ekki var það
allt fyrirhafnarlaust eins og þegar
við stóðum í því að vaða fannfergið
og ýta á undan okkur jeppanum sem
ætlað var að flytja okkur yfir Trölla-
tunguheiði til næsta fundar. En við
vorum ekki týndir og tröllum gefnir.
Hvarvetna var stuðningur við stofn-
un Orkubúsins samþykktur ein-
róma, almenn samstaða sem allir
stjórnmálaflokkar stóðu að með
heilindum. Við Jóhann yljuðum okk-
ur stundum á síðari árum við end-
urminninguna um þessa atburði.
En efst stendur maðurinn sjálfur,
persónuleiki og manngerð. Það var
gæf að eiga Jóhann að vini. Það var
gefandi að vera samvistum við hann
jafnt í leik sem starfi. Ég naut
ótæpilega gestrisni á vinalegu heim-
ili sem hin ágæta eiginkona, Sigrún
Stefánsdóttir, bjó honum. Það er
mikið að þakka. Ég votta Sigrúnu
og fjölskyldu dýpstu samúð.
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson.
Jóhann T. Bjarnason, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga, lést hinn 4. sept.
sl. Hann naut mikils trausts í því
starfi sem hann gegndi þar í 23 ár.
Jóhann var drengskaparmaður,
traustur og fylginn sér í hverju því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann var vakinn og sofinn á verði
um hagsmunamál Vestfirðinga.
Öllu, sem hann tók að sér á þeim
vettvangi, var hægt að treysta að
fylgt yrði eftir. Þeim fækkar nú óð-
um sem létu að sér kveða innan
Fjórðungssambandsins á þessum
árum. Ég kynntist Jóhanni allvel í
gegnum starf mannsins míns, en
þeir voru miklir og góðir samstarfs-
menn um árabil á vettvangi sveit-
arstjórnarmála á Vestfjörðum. Þeir
treystu hvor öðrum fullkomlega,
hvort sem var í starfi eða einkalífi.
Jóhann leitaði gjarnan til Guðmund-
ar með vinnu að verkefnum fyrir
Fjórðungssambandið, sem hann
þurfti að fá utanaðkomandi aðila til,
eftir að stjórnarsetu Guðmundar
lauk. Þegar Jóhann hætti störfum
fyrir Fjórðungssambandið og leiðir
þeirra skildu eftir að við fluttum frá
Ísafirði, þá héldu þeir við sambandi
með því að hringja reglulega og
spyrja frétta af gangi mála. Og við
heimsóknir til Ísafjarðar var það
eitt af því sem Guðmundur sleppti
ekki hversu tímabundinn sem hann
annars var, að heimsækja þau Jó-
hann og Sigrúnu og þá var ýmislegt
rifjað upp og spáð í framtíðina. Þau
eru mörg málin sem hægt væri að
rifja upp sem Jóhann hafði frum-
kvæði að og vann að eftir mætti. Öll
snertu þau hagsmuni Vestfirðinga-
fjórðungs, og voru til þess fallin að
bæta mannlíf, menningu, samgöng-
ur og atvinnulíf á Vestfjörðum.
Jóhann vann ötullega að því að
gjaldskrá síma yrði jöfnuð um land-
ið. Hann var einn af helstu frum-
kvöðlum að byggingu jarðganga
undir Breiðadals- og Botnsheiði og
beitti sér mikið í því máli. Hann lét
vinna skýrslur sem hann kom á
framfæri og fylgdi eftir til stuðnings
málflutningi sínum. Samgöngur
skipta miklu máli á Vestfjörðum og
það vissi Jóhann og í því efni horfði
hann langt til framtíðar. Bæði Dýra-
fjarðarbrú og Gilsfjarðarbrú voru
hans hjartans mál, löngu áður en
nokkur þorði að trúa því að það yrði
að veruleika. Það væri hægt að telja
upp svo ótalmargt sem Jóhann vann
að af sínum alkunna dugnaði, en þó
án átaka. Hann fór ekki mörgun
orðum um það sem hann var að
vinna að, því hann var ekki gefinn
fyrir að hafa hátt um hlutina. Hann
naut hvarvetna virðingar fyrir störf
sín á opinberum vettvangi og í
stjórnsýslunni, og það veitti málefn-
unum brautargengi.
Síðustu árin átti Jóhann við sjúk-
dóm að stríða, sem gerði að verkum
að hann hætti störfum fyrr en ella
hefði verið. Hugurinn var þó hinn
sami og hann fylgdist vel með öllu
því sem hann áður hafði sinnt, og
hvernig málum reiddi fram á veg-
inn. Á síðasta Fjórðungsþingi sem
haldið var á Reykhólum, gat hann
ekki mætt sökum lasleika, en bað
fyrir kveðjur. Ekki grunaði mig þá
að það væri síðasta kveðjan sem ég
bæri fundarmönnum Fjórðungs-
þings fyrir hans hönd. En svona er
lífið, enginn veit sína ævina fyrr en
öll er. Ég vil þakka Jóhanni T.
Bjarnasyni fyrir hans mkla og góða
starf fyrir Fjórðungssamband Vest-
firðinga. Við munum öll njóta verka
hans í framtíðinni. Hann vann öll sín
verk með hagsmuni fjórðungsins í
huga, og Fjórðungssambandið var
sterkt með hann sem framkvæmda-
stjóra. Ég þakka honum einnig per-
sónuleg kynni og vináttu og tryggð
til æviloka. Eiginkonu hans, Bjarna
syni hans, Guðrúnu og Önnu
tengdadætrum hans ásamt öllum
barnabörnunum hans, votta ég inni-
lega samúð. Ég vona að þau öðlist
þann styrk sem við öll leitum að
þegar slíkar stundir bera að í lífi
okkar.
Vestfirðingar hafa misst einn af
sínum virtustu sonum. Guð blessi
minningu hans.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir.
Það verður verk annarra að tí-
unda lífshlaup hins ágæta manns,
Jóhanns T. Bjarnasonar. Með
nokkrum orðum er ljúft og skylt að
minnast öðlings, sem með hógværð
og ljúfmennsku vann störf sín og
ætlaðist aldrei til þakka fyrir. Jó-
hann vakti fyrst athygli mína með
grein i Sveitarstjórnarmálum árið
1975. Hann fjallaði ítarlega um hug-
mynd sína að reisa Stjórnsýsluhús á
Ísafirði ofarlega við Hafnarstrætið.
Þar skyldi sameina alla stjórnsýslu í
Ísafjarðarkaupstað, bæði ríkis og
sveitarfélaga, undir einn hatt. Hug-
myndin vakti áhuga minn sem og
það hve ákveðið en hógvært Jóhann
fylgdi henni eftir. Tæpum áratug
síðar áttum við samskipti vegna til-
veru Skattstofu Vestfjarða í Stjórn-
sýsluhúsinu, sem þá hafði verið
ákveðið að reisa. Fyrsta skóflu-
stungan var tekin áratug eftir að
greinin birtist. Húsið var vígt 1988.
Skattstofan og skrifstofur Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga, sem
Jóhann vann lengi af miklum trún-
aði, voru báðar á fjórðu hæðinni og
stutt á milli. Kynni okkar Jóhanns
urðu nánari eftir að undirritaður hóf
afskipti af bæjarmálum á Ísafirði
1986 og enn óx samstarfið fjórum
árum síðar er það varð hlutskipti
mitt um eins árs skeið að vera for-
maður stjórnar Fjórðungssam-
bandsins. Nákvæmari og aðgæzlu-
samari mann í fjármálum og
samskiptum var erfitt að finna. Að
auki miðlaði hann ríkulega af
reynslu og mannviti. Eitt hið minn-
isstæðasta verkefni er barst á borð
Jóhanns á þessum árum tengdist
jarðgangagerð á Vestfjörðum. Hann
var sá fyrsti er kunnugt var að
nefndi möguleika á jarðgöngum
með gatnamótum inni í miðju fjalli.
Lítið gerði Jóhann úr hugmynd
sinni er þó varð að veruleika og hef-
ur gefizt vel.
Það var eðli Jóhanns að flíka ekki
verkum sínum, ræða ekki gerða
hluti. Hann var drengur góður og
sparaði sig hvergi hvorki í fé-
lagsmálum né öðru. Öllu var sinnt af
samvizkusemi. Hann leitaði ávallt
leiða að markinu og fann þær, án
þess að eigna sér heiðurinn.
Að leiðarlokum þökkum við Þór-
dís góð kynni og vottum Sigrúnu,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum dýpstu samúð. Góður
drengur er genginn. Guð blessi
minningu hans.
Ólafur Helgi Kjartansson.
Með Jóhanni T. Bjarnasyni er
mætur maður genginn. Hann átti
rætur sínar í vestfirskum jarðvegi
og vann meginhluta starfsævi sinn-
ar að framfaramálum í sínu byggð-
arlagi. Hann var drengskaparmað-
JÓHANN T.
BJARNASON