Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að matsverð Orkubúsins væri 4,6 millj- arðar kr. og þar af ættu sveitarfélögin 60% eða 2,7–2,8 milljarða króna. Til- boðið fæli í sér í fyrsta lagi að sveit- arfélögin greiddu upp vanskil við Íbúðalánasjóð. Í öðru lagi yrði hluti söluverðsins settur inn á biðreikning í viðurkenndri fjármálastofnun og höf- uðstóll hans yrði látinn standa óhreyfður til tryggingar skuldbind- ingum sveitarfélagsins vegna fé- lagslega íbúðakerfisins þar til fyrir lægju og til framkvæmda kæmu ákvarðanir um endurskipulagningu félagslega íbúðakerfisins fyrir landið í heild. Páll sagði að þetta fæli í sér að sveitarfélögin hefðu fullan ráðstöfun- arrétt á þeim vöxtum sem höfuðstóll- inn bæri, en lán vegna félagslega íbúðalánakerfisins myndu áfram standa á lágum vöxtum hjá Íbúða- lánasjóði meðan unnið væri að því að leysa málið á landsvísu. Einhverju af fjármununum af biðreikningnum yrði þá hægt að verja til endurskipulagn- ingar félagslega húsnæðiskerfisins, en ekkert væri víst að það þyrfti að nota þá alla til þess. Það sama myndi gilda í þeim efnum á Vestfjörðum og annars staðar á landinu. Kerfið verði sjálfbært Páll bætti því við að þær tillögur sem fyrir lægju í þessum efnum væru hugsaðar þannig að það þyrfti að færa niður lánin á íbúðunum það mikið að eðlileg leiga á viðkomandi stað gæti staðið undir rekstri íbúðanna, þ.e.a.s. að kerfið yrði sjálfbært en ekki ómagi á sveitarsjóði eins og nú væri. Páll sagði að í þessu fælist einnig að fjármagn yrði notað til fjárhagslegrar endurskipulagningar sveitarfélagsins með nánari útfærslu í samningi milli viðkomandi sveitarfélags og eftirlits- nefndar með fjármálum sveitarfé- laga. Fram kom að fjárhagsleg staða einstakra sveitarfélaga á Vestfjörð- um er mjög mismunandi. Sum þeirra eru mjög skuldsett en önnur skulda lítið sem ekki neitt. Kaup ríkisins á eignarhlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða Biðreikningur vegna skulda í félagslega íbúðakerfinu SVEITARFÉLÖG á Vestfjörðum hafa frest til næstkomandi föstudags til að svara nýju tilboði ríkisvaldsins hvað varðar kaup á 60% eignarhlut sveitarfélag- anna í Orkubúi Vestfjarða. Nýja tilboðið felur í sér að í stað þess að frá kaup- verðinu dragist skuldir sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð verður fjárupphæð lögð inn á biðreikning til tryggingar þeim skuldbindingum þar til gengið hefur verið frá heildarendurskipulagningu félagslega íbúðalánakerfisins. GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að sú óvissa sem skapaðist í kjölfar uppsagna tryggingafélaganna á stríðs- og hryðjuverkatryggingum hafi verið farin að hafa áhrif á rekstur Flug- leiða. Ríkisstjórnin ákvað um helgina að gefa út bráðabirgðalög sem heim- iluðu ríkisstjórninni að veita ábyrgð á tryggingum íslenskra flugfélaga. Ríkisábyrgðin hljóðar upp á 2.700 milljarða króna og gildir til 25. októ- ber. Guðjón sagði mikilvægt að ákvörð- unin, sem tekin var síðdegis á sunnu- dag, dróst ekki fram á mánudag. „Þetta var þegar farið að hafa áhrif á bókanir okkar í gær [sunnudag]. Þetta setti flugið í algjöra óvissu og það hafði áhrif á farþega sem áttu bókað far. Það var því mjög mikil- vægt að fá þetta á hreint sem fyrst,“ sagði Guðjón. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að 2.700 milljarðar væru miklir peningar en afar ólíklegt væri að það myndi reyna á ábyrgðina. Stutt í framtíðarlausn „Við höfum m.a. kannað hvort þessi ákvörðun hefði áhrif á lánshæfi Íslands út á við. Sú könnun hefur leitt í ljós að ef þessar aðgerðir okkar eru í samræmi við það sem annars staðar gerist og ef þær eru tímabundnar muni það ekki endilega þurfa að hafa veruleg eða varanleg áhrif á lánshæfi Íslands út á við,“ sagði Davíð. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að stjórnvöld hefðu feng- ið mjög stuttan fyrirvara til að vinna að málinu. Aðgerðirnar hefðu hins vegar verið óhjákvæmilegar enda útilokað að búa við það að samgöngur til og frá landinu legðust af. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði afar litlar líkur á að það reyndi á þessa ábyrgð ríkisins. Nú væri það verkefni tryggingafélag- anna og flugfélaganna í heiminum að finna lausn til framtíðar. Hann sagði að forystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu verið fullvissaðir um að það tæki nokkra daga að finna þá lausn og nokkra daga til viðbótar að hrinda henni í framkvæmd. Halldór var spurður hvort hann óttaðist ekki að hugsanlegar aðgerðir þjóða heims gegn hryðjuverkamönn- um og hugsanleg viðbrögð við þeim gætu haft áhrif á ákvarðanir trygg- ingafélaganna. „Ef ekki er tekið á hryðjuverka- starfsemi í heiminum eru allar líkur á að hryðjuverk haldi áfram. Það er því öllum fyrir bestu að á þeim sé tekið þótt ávallt megi deila um hvernig það er gert. Það held ég að hljóti að vera langtímasjónarmið tryggingafélag- anna. Ef ekkert er tekið á þessu held ég að þau meti það svo að áhætta þeirra hafi vaxið,“ sagði Halldór. Hafði áhrif á bókanir Flugleiða  Tryggingafélögin/26 Óvissu um tryggingamál flugfélaga var eytt um helgina SELJAVÍK BA 112, trébátur sem legið hefur óhreyfður við Granda- garð síðustu misseri, sökk við bryggju um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurhöfn er talið að báturinn, sem er 11 brúttórúmlestir að stærð og smíð- aður í Hafnarfirði árið 1971, hafi sokkið aðfaranótt sunnudags. Starfsmenn hafnarinnar komu að bátnum sokknum á sunnudags- morgun en í eftirlitsferð kvöldið áð- ur var hann á floti. Lögreglan í Reykjavík hafði ekki fengið til- kynningu um óhappið í gærkvöldi en þá var unnið að því að koma Seljavíkinni á flot með aðstoð pramma þar sem trébryggjan leyfir ekki umferð þungavinnuvéla. Morgunblaðið/Þorkell Seljavík sökk við Grandagarð SAMTALS höfðu 14 aðilar skilað inn yfirlýsingu um að þeir hefðu áhuga á að gerast kjölfestufjárfestir í Lands- símanum um klukkan ellefu í gær- kvöldi, en frestur til þátttöku rann út á miðnætti. Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri glæsileg útkoma. „Þá vekur þetta enn frekari spurningar um það hvað lífeyrissjóðirnir voru að gera. Þegar stærstu og öflugustu símafyrirtækin í heiminum sjá tæki- færi í Landssímanum en ekki lífeyr- issjóðirnir á Íslandi vekur það spurningar,“ sagði Hreinn. Meðal þeirra aðila sem skiluðu yf- irlýsingu eru Telenor í Noregi, Dete- con, sem er hluti af Deutsche Tele- com í Þýskalandi, Opin kerfi á Íslandi og Guðmundur Franklín Jónsson í New York. Tveir aðilar óskuðu nafnleyndar. Afstaða verður tekin til þeirra óska á fundi fram- kvæmdanefndarinnar í dag. Landssími Íslands hf. 14 lýsa áhuga á að gerast kjölfestu- fjárfestir  14 aðilar skiluðu/17 HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra mun sitja fund varnarmálaráðherra Atlants- hafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel í Belgíu á morgun. Á fundinum verður fjallað um hryðjuverkin í Banda- ríkjunum. „Það er ekki venja að ég sitji fundi varnarmálaráðherra NATO, en það hefur þó komið fyrir. Í þessu tilviki er það okkar mat að það sé nauðsynlegt. Ég mun því fara til fundarins, m.a. til að sýna samstöðu og líka til þess að fá upplýsingar um hvað er að gerast. Við teljum að þessi fundur sé besta tækifæri sem við höfum til að koma okkur bet- ur inn í mál,“ sagði Halldór. Fundur varnarmálaráðherr- anna átti upphaflega að vera á Ítalíu sem reglulegur haustfund- ur. Eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum var ákveðið að færa fundinn til Brussel og stytta hann. Halldór sagði að á fund- inum yrði fyrst og fremst fjallað um hryðjuverkin, afleiðingar þeirra og viðbrögð við þeim. Halldór á fundi varnarmálaráð- herra hjá NATO BJÖRN Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins, segir að fyrstu ökuskírteinin, sem fram- leidd verða í seðlaprentsmiðju í Berl- ín, muni berast til landsins 1. októ- ber. Seðlaprentsmiðjan í Berlín útbýr m.a. ökuskírteini fyrir þýska ríkið. Gömlu skírteinin gölluð Þau skírteini, sem nú eru í notkun, hafa þann alvarlega annmarka að myndin verður smám saman ógreini- leg og verður fólk að lokum óþekkj- anlegt á henni. Reiknistofa bank- anna hefur til þessa útbúið skírteinin en hráefnið í þau komið frá tveimur erlendum aðilum. Framleiðsla nýju skírteinanna var boðin út og þótti þýska seðlaprent- smiðjan besti kosturinn. Framvegis verða myndirnar sendar til Þýska- lands með rafrænum hætti og munu skírteinin koma fullbúin þaðan. Björn segir að nýja skírteinið verði lítillega breytt frá því sem nú er. Liturinn verði örlítið frábrugðinn og stærðinni breytt til samræmis við evrópska staðla. Hann segir, að þeir, sem þegar eiga ökuskírteini, muni geta fengið nýju skírteinin sér að kostnaðarlausu. Ný ökuskírteini 1. okt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.