Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LANDSSÖFNUN Kiwanishreyfing-
arinnar til styrktar geðsjúkum mun
fara fram tíunda sinni í næstu viku,
dagana 1.-6. október. Salan hefst 1.
október og nær hámarki á K-
deginum, 6. október. Sem fyrr
munu Kiwanismenn bjóða ein-
staklingum og fyrirtækjum um allt
land að kaupa barmmerki, K-
lykilinn, sem kosta mun 500 krón-
ur. Sölumenn verða við allar helstu
verslanir en einnig verður gengið í
hús seinni hluta vikunnar.
Sérstakur skjöldur með K-
lyklinum stendur fyrirtækjum til
boða á 15 þúsund krónur. Auk
þessa verður hægt að leggja söfn-
uninni lið með því að hringja í til-
tekin símanúmer og láta ákveðnar
upphæðir af hendi rakna. Með því
að hringja í síma 907-2500 gefur
fólk 500 kr. en 1000 kr. með því að
hringja í 907-2100.
Stuðningur við
geðsjúka í 30 ár
Fyrsti K-dagurinn var árið 1974
og upp frá því hefur hann verið
haldinn þriðja hvert ár. Markmið
K-dagsins er að safna fé til styrktar
geðsjúkum, að sögn Sigurðar Páls-
sonar, formanns K-dagsnefndar.
Alls hafa 170 milljónir króna að nú-
virði safnast í söfnunum hingað til.
Í síðustu söfnun, árið 1998, söfn-
uðust á milli 16 og 17 milljónir
króna og telur Sigurður að nú þurfi
að takast að safna 27-28 milljónum,
til þess að markmiðin sem sett hafa
verið fyrir þessa söfnun náist.
Sem dæmi um það starf, sem sala
K-lykilsins hefur lagt grunninn að,
er húsnæði Bergiðjunnar, sem er
verndaður vinnustaður við Klepps-
spítala, en það var byggt fyrir af-
rakstur fyrstu tveggja safnananna.
Söfnunarfénu 1986 var varið til
uppbyggingar unglingageðdeildar
við Dalbraut í Reykjavík og 1989
var keypt húsnæði fyrir sambýli í
Reykjavík og áfangaheimili á Ak-
ureyri. Fénu, sem aflað var í síð-
ustu söfnun, var varið til endurbóta
á húseigninni að Túngötu 7 í
Reykjavík sem Geðhjálp fékk að
gjöf frá íslenska ríkinu. Ótalið er
margt sem stutt hefur verið með af-
rakstrinum af sölu K-lykilsins.
Geysir – samhjálp
til sjálfsbjargar
Til stendur að meirihluti söfn-
unarfjárins renni til styrktar
klúbbsins Geysis sem er vettvangur
fyrir fólk, sem á við eða hefur átt
við geðræn veikindi að stríða og er
ekki hugsaður sem meðferðar- eða
endurhæfingarstofnun, heldur sem
brú á milli stofnunar og samfélags.
Klúbburinn tók til starfa 1999.
Hann hefur haft bráðabirgðaað-
stöðu í atvinnuhúsnæði og Reykja-
víkurborg hefur greitt leiguna. Nú
á að selja það húsnæði og klúbb-
urinn stendur eftir húsnæðislaus.
Því hefur klúbburinn ákveðið að
hans hluti söfnunarfjárins skuli
renna til kaupa á húsnæði fyrir
starfsemina.
Starf klúbbsins byggist á sam-
hjálp félaga og starfsmanna sem
eru tveir. Virkir félagar eru um 80
talsins en að jafnaði mæta um 20 fé-
lagar í klúbbinn á hverjum degi til
margvíslegra starfa. Starfið skipt-
ist í tvo meginþætti: Dagleg störf
innan klúbbsins og aðstoð við að
finna störf úti á hinum almenna
vinnumarkaði. 12 klúbbfélagar
hafa fengið störf á hinum almenna
vinnumarkaði með stuðningi
klúbbsins og tveir eru í námi.
Stuðningur
til náms og vinnu
Auk þess að styrkja Geysi mun
hluta söfnunarfjárins verða varið
til styrktar Hringsjá, starfsþjálfun
fatlaðra, og áfangaheimili geðfatl-
aðra í Álfabyggð á Akureyri.
Hringsjá er miðstöð starfsþjálfunar
fyrir fatlaða sem hefur verið starf-
rækt í um áratug. Þar er stutt við
einstaklinga sem orðið hafa fyrir
sjúkdómum, slysum og öðrum áföll-
um sem hafa haft áhrif á andlega
hæfni þeirra og einnig þá sem
þurfa að endurmeta og styrkja
stöðu sína í lífsbaráttunni.
Að sögn Sigurðar eiga um 27%
þeirra sem stunda nám hjá
Hringsjá við mjög alvarlega geð-
fötlun að stríða. Markmið starfs-
þjálfunarinnar er að finna störf við
hæfi fatlaðra á almennum vinnu-
markaði eða styðja fatlaða til náms
í almennum framhaldsskólum. „Í
vor var ég viðstaddur útskrift nem-
enda sem voru að útskrifast úr
fyrsta, öðrum og þriðja áfanga. Það
er mjög gaman að fylgjast með
þessu fólki. Þetta er fólk á öllum
aldri, frá svona tvítugu og upp úr,
jafnvel fólk komið um sextugt.
Þetta fólk er einfaldlega að læra
upp á nýtt, jafnvel að lesa eða
leggja saman, en kunnátta þess er á
mjög mismunandi stigi,“ segir Sig-
urður. Fyrir söfnunarféð hyggst
Hringsjá kaupa fartölvur sem nem-
endur geta nýtt sér í náminu hvar
sem er í húsinu.
Áfangaheimili geðfatlaðra á Ak-
ureyri hefur verið starfrækt síðan
1989, en þá var keypt húsnæði fyrir
söfnunarfé af sölu K-lykilsins. Þar
búa átta manns. Þar býr fólk
kannski í 2-3 ár á meðan það er að
fóta sig í námi og á vinnumark-
aðnum eftir erfið veikindi. Íbúar
vinna t.a.m. hjá Bjargi, vernduðum
vinnustað, og tveir nema í Verk-
menntaskólanum. Hluti áfanga-
heimilisins af afrakstri söfnunar-
innar í næstu viku mun renna til
viðhalds og endurbóta á húsnæð-
inu.
Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar til styrktar geðsjúkum verður í næstu viku
K-lykillinn nú
seldur í tíunda
sinn um allt land
Kiwanismenn fagna því að lyklarnir séu komnir í dreifingu til sölumanna. Á myndinni eru f.v. Sveinbjörn Krist-
jánsson, Björn Ágúst Sigurjónsson, Grétar Jón Magnússon, Gestur Halldórsson, Sigurður Pálsson, Valdimar Jörg-
ensen, Gísli Helgi Árnason, Kristinn Birgisson, Össur Aðalsteinsson, Ólafur Rúnar Árnason og Viggó Vilbogason.
TÓBAKSVARNARNEFND er að hefja herferð
hjá íþróttafélögum og í framhaldsskólum með því
að senda bæklinga og veggspjöld með yfirskrift-
inni „Óþægilegar staðreyndir um munntóbak“ til
þeirra til að vara við notkun munntóbaks, en
neysla þess hefur aukist mikið að undanförnu.
Bæklingurinn hefur jafnframt verið sendur til
leikmanna í Símadeildinni, efstu deild karla í
knattspyrnu.
Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri tób-
aksvarnarnefndar, segir að undanfarin tvö til þrjú
ár hafi borið á auknum fyrirspurnum og áhyggj-
um forráðamanna unglinga vegna neyslu krakk-
anna á munntóbaki. Því hafi verið ákveðið að gefa
út bækling til að vekja athygli á skaðsemi munn-
tóbaks og niðurstöður í lokaverkefni við Íþrótta-
kennaraskóla Íslands í vor, þar sem kemur m.a.
fram að um 20% leikmanna í efstu deild karla í
knattspyrnu keppnistímabilið 2001 noti munntób-
ak reglulega, hafi ýtt undir útgáfuna.
Hann segir að stefnt sé að því að koma
bæklingnum og veggspjaldinu til sem flestra í
íþróttahreyfingunni og framhaldsskólunum til að
vekja fólk til umhugsunar um vandamálið, en
margir haldi að munntóbak sé skaðlaust. Hinir
sömu átti sig ekki á því að þeir verði frekar háðir
nikótíni en reykingamenn og sé þó ekki verið að
mæla reykingum bót. Þvert á móti.
Tískufyrirbrigði
Arngrímur Viðar Ásgeirsson, formaður
Íþróttakennarafélags Íslands og kennari við Hall-
ormsstaðaskóla, segir að Íþróttasamband Íslands
hafi gefið út bæklinga um að íþróttir og áfengi og
íþróttir og tóbak fari ekki saman og ljóst sé að öll
fræðsla hafi jákvæð áhrif. Almennt sinni íþrótta-
kennarar mesta forvarnarstarfinu enda sé hlut-
verk þeirra m.a. að vekja athygli á því að neysla
umræddra efna passi ekki við heilbrigt líferni,
sem byggi á hreyfingu, heilbrigðum matarvenjum
og hollum neysluvenjum, en fræðsluefni hafi
gjarnan vantað um þessi slæmu efni og svo virðist
sem allur áróður hafi dottið niður í grunn-
skólunum og það sé slæmt. Þetta sé samt fyrst og
fremst vandamál í framhaldsskólunum, þar sem
um tískufyrirbrigði virðist vera um að ræða eins
og hjáíþróttamönnum, en enginn nemandi í
Hallormsstaðaskóla reyki og hvað þá taki í vörina.
Hins vegar hafi hann heyrt af þessu vandamáli
á grunnskólastigi og gera megi því skóna að
þekktir íþróttamenn, sem noti munntóbak, hafi
þessi áhrif. Það sé slæmt því afleiðingarnar séu
skelfilegar, t.d. brunninn gómur, sem ekki sé
hægt að bæta.
Munntóbaksnotendur
oftar meiddir
Bjarni Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks
Fylkis í knattspyrnu og íþróttakennari við Borg-
arholtsskóla, fagnar átakinu. Hann segir að notk-
un munntóbaks hafi aukist í framhaldsskólum og
á meðal íþróttamanna og það sé mjög döpur þró-
un, því um sé að ræða jafn mikinn ósið og að
reykja auk þess sem notkunin hafi áhrif á vöðva-
kerfið og bitni á viðkomandi. Rannsóknir í Svíþjóð
sýni að íþróttamenn sem noti munntóbak séu oft-
ar meiddir og eigi lengur við meiðsl að stríða en
þeir sem láti það vera og það eitt og sér ætti að
vera næg viðvörun.
Að sögn Bjarna er notkun munntóbaks mjög al-
geng á meðal íþróttafólks á Norðurlöndum og
sérstaklega hefur mikil aukning orðið í Noregi.
Hann segir að ein ástæða aukningar neyslu
munntóbaks hér á landi sé sú að íþróttamenn,
einkum knattspyrnumenn, sem hafi spilað á
Norðurlöndum, séu komnir aftur heim og hafi
tekið ósiðinn með sér. Áður hafi einkum knatt-
spyrnumenn og skíðamenn komið með ósómann
með sér frá Norðurlöndunum og þá sérstaklega
Svíþjóð. Í kjölfarið hafi neyslan illu heilli breiðst
út innan íþróttafélaga og í framhaldsskólunum, en
í Borgarholtsskóla beri samt meira á reykingum á
meðal unglinganna.
Skýr skilaboð
Bjarni segist telja að krakkar, einkum strákar,
byrji að taka mentól-tóbak í nefið og oft tengist
það bjór- og áfengisdrykkju til að byrja með.
Strákarnir ánetjist tóbakinu og næsta skref sé
munntóbakið.
Niðurstöður fyrrnefndra rannsókna í Svíþjóð
hafa gert það að verkum, að sögn Bjarna, að
sænsk íshokkífélög kaupa ekki lengur leikmenn,
sem neytt hafa munntóbaks til margra ára, en
sagt hefur verið að notkun munntóbaks hjá
íþróttamönnum á Norðurlöndum hafi byrjað hjá
íshokkíspilurum í Svíþjóð.
Bjarni segir þetta skýr skilaboð. Þegar félög
semji við leikmenn þurfi þau að velta tengslum
meiðsla og notkunar munntóbaks fyrir sér, því
niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að ekki
sé um góða fjárfestingu að ræða í leikmönnum
sem nota munntóbak.
Herferð
gegn aukinni
neyslu munn-
tóbaks
Veggspjaldið frá tóbaksvarnarnefnd.
BORGARRÁÐ Reykjavíkur
hefur samþykkt tillögu stjórn-
ar Orkuveitu Reykjavíkur um
lækkun á afltaxta rafmagns til
fyrirtækja frá næstu áramót-
um. Um er að ræða 10% lækk-
un á orkuhluta taxtanna.
Þessi ákvörðun kemur í
framhaldi af 10% lækkun raf-
magns til almennings í mars sl.
en þá var jafnframt tilkynnt að
um samsvarandi lækkun yrði
að ræða til atvinnufyrirtækja,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Orkuveitu
Reykjavikur.
Lækka
orkuverð
til fyrir-
tækja
ÖKUMAÐUR sendiferðabif-
reiðar, sem slasaðist alvarlega
er bifreiðin fór út af Suður-
landsvegi við Svínahraun 18.
september, er á batavegi. Hann
liggur á gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi og er enn
tengdur við öndunarvél.
Líðan stúlkunnar sem slas-
aðist þegar ekið var á hana á
gangbraut yfir Háaleitisbraut
14. september, er óbreytt. Hún
liggur enn alvarlega slösuð í
öndunarvél á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi.
Á batavegi
eftir um-
ferðarslys