Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið um Aspergersheilkenni Veldur félagsleg- um erfiðleikum GREININGAR- ográðgjafarstöð ríks-ins stendur fyrir námskeiði um Aspergers- heilkenni á morgun og hefst hún klukkan 9 árdeg- is og stendur til klukkan 16. Námskeiðið, sem ætlað er aðstendum og kennur- um, verður haldið í Gerðu- bergi og hefur Sigrún Hjartardóttir verið um- sjónarmaður undirbúnings ásamt Evald Sæmundsen sálfræðingi. Sigrún var spurð hvað fjalla ætti um á námskeiðinu. „Þar verður fjallað um einhverfurófið og Asp- ergersheilkenni, með sér- stakri áherslu á hið síðar- nefnda.“ – Hvað er einhverfuróf? „Átt er við einskonar litróf og eru hinir ýmsu greiningarflokkar þá litbrigðin og er raðað á rófið eft- ir vægi og alvarleika þeirrar þroskaröskunar sem um er að ræða.“ – Hver á rófinu er Aspergers- heilkenni? „Aspergersheilkenni tilheyrir vægari einhverfueinkennum. Ef við sjáum rófið fyrir okkur frá vinstri til hægri þá myndi Asperg- ersheilkennið vera nokkuð til hægri.“ – Hvers konar þroskaröskun er þetta? „Hún hefur svipuð einkenni og einhverfa, það sem aðgreinir í megindráttum er að ekki er um umtalsverða seinkun í málþroska að ræða og börn með Aspergers- heilkenni eru ekki greindarskert. Þau eiga hins vegar í erfiðleikum með félagsleg samskipti og fé- lagslega notkun málsins. Það get- ur valdið alvarlegum árekstrum og miklum félagslegum erfiðleikum, t.d. í skólum.“ – Hvað á að ræða um á ráðstefn- unni þessu tengt? „Þar verða Aspergersheilkenni skilgreind og síðan farið í sögu þessarar þroskaröskunar, orsakir hennar og tíðni o.fl. Síðan verður fjallað um rannsóknarniðurstöður þar sem greint er frá hvað er sam- eiginlegt með Aspergersheilkenni og einhverfu og einnig hvað skilur þessar þroskaraskanir að. Einnig verður rætt um mikilvægi þess að upplýsa einstaklinginn um ástand sitt, hvenær tímabært er að gera það og hvaða leiðir er hægt að fara í því sambandi. Eftir hádegi verð- ur farið í hin hagnýtari atriði. Þá verður talað um börn með Asp- ergersheilkenni í almennum grunnskóla og hvernig skólarnir geti komið sem best til móts við sérþarfir þeirra. Rætt verður um mismunandi þarfir á mismunandi skólastigum. Fjallað verður um ákveðnar leiðir í kennslu varðandi félagsfærni, svo sem félagshæfni- sögur. Að lokum verður sagt frá reynslu annarra þjóða, svo sem lýsingu á starfsemi þverfaglegs teymis í Svíþjóð, sem hefur þjónað m.a. börnum með Aspergersheil- kenni. Að síðustu mun einstaklingur með Aspergersheilkenni segja frá sinni reynslu af þessari þroskarösk- un. Fyrirlestra á nám- skeiðinu halda auk mín Evald Sæ- mundsen sálfræðingur, Sólveig Sigurðardóttir barnalæknir, Sig- ríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur, Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari og Laufey Gunnarsdóttir þroska- þjálfi.“ – Um hvað ræðir þú í þínum fyr- irlestri? „Ég mun taka fyrir barnið með Aspergersheilkenni og skólann og ganga þá út frá eftirfarandi meg- inspurningum: Hvernig getur barnið aðlagast sem best skólan- um, náms- og félagslega? Og hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að það heppnist sem best? Ég reyni að skýra út hverjir eru helstu erfiðleikarnir, þ.e. erfiðleik- ar á hinu félagslega sviði, og benda á mikilvægi þess að efla þekkingu kennara, foreldra og annarra á þörfum þessara einstaklinga. Fræðslan er aðalatriðið.“ – Hvernig er staða barna með Aspergersheilkenni innan skóla- kerfisins núna? „Hún er mjög slæm og þá eink- um vegna þess að þessi hópur hef- ur setið nokkuð á hakanum hvað varðar þjónustu. Þroskaröskun þessara barna greinist yfirleitt seinna en þeirra sem eru með dæmigerða einhverfu, stór hópur hefur greinst jafnvel eftir að þau eru komin inn í grunnskólann. Það er mjög mikilvægt að skólinn viti af þessum börnum og sé undirbú- inn undir komu þeirra, svo að hægt sé að mæta þörfum þeirra sem best. Það er ljóst að það þarf að koma til mun meira fjármagn svo að hægt sé að sinna eftirfylgd og ráðgjöf vegna þessara einstak- linga.“ – Er hægt að lækna þessa þroskaröskun? „Nei, það er ekki hægt því hún er af líffræðilegum toga en það er hins vegar hægt að hafa heilmikil áhrif á vandamál ein- staklinganna í gegnum kennslu og þjálfun og þá sérstaklega hvað varðar hin fé- lagslegu atriði.“ – Hver er orsök Aspergersheil- kennis? „Orsakir Aspergersheilkennis eru lítt þekktar en einkennin benda til meðfæddra víðtækra truflana á starfsemi heilans og nú er almennt talið að þessi þroska- röskun eigi sér margar lífræðileg- ar orsakir.“ Sigrún Hjartardóttir  Sigrún Hjartardóttir fæddist að Tjörn í Svarfaðardal vorið 1952. Hún lauk leikskólakenn- araprófi 1973 og fór í sér- kennsluháskóla í Osló sem hún lauk prófi frá 1978. Einnig var hún í starfsþjálfun 1992 í háskól- anum í Chaperhill í Norður- Karolínufylki í greiningu og ráð- gjöf um einhverfu. Hún hefur starfað sem sérkennari og ráð- gjafi, mest með börnum og ung- lingum með einhverfu og Asp- ergersheilkenni. Frá árinu 1998 hefur hún starfað sem ein- hverfuráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríksins. Sigrún er gift Jóni Karli Friðriki Geirs- syni prófessor við HÍ og eiga þau einn son. Almenn fræðsla er aðalatriðið Uss, þú bara öfundar okkur af því að við erum fagmenn, Lúlli minn. JÓAKIM Danaprins og Alexandra prinsessa fóru í skoðunarferð um Reykjavík í gær, á öðrum degi heimsóknar í boði forseta Íslands. Þau heimsóttu Stofnun Árna Magn- ússonar, Listasafn Íslands og Lista- safn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þá snæddu þau hádegisverð í veitingahúsinu Apótekinu þar sem íslenskir fatahönnuðir kynntu verk sín. Á myndinni til vinstri koma þau til hádegisverðarins ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Dorrit Mousaieff, heitkonu hans. Síðdegis kynntu þau sér starf- semi fyrirtækjanna Íslenskrar erfðagreiningar og Össurar hf. Myndin til hægri er tekin í bæki- stöðvum Íslenskrar erfðagrein- ingar og er Kári Stefánsson, for- stjóri ÍE, með gestunum á myndinni. Í dag fara þau í skoðunarferð um Suðurland. Þau munu m.a. snæða hádegisverð með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og konu hans á Þingvöllum. Heimsókn þeirra lýkur á laugardag. Morgunblaðið/Kristinn Danskir gestir í skoðunar- ferð um borgina Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.