Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ sonar sem er í leyfi frá störfum. Hún sagði það tilviljun að þessi staða væri uppi hjá dómnum að konur væru þar eingöngu við störf. Hins vegar ætti konum örugglega eftir að fjölga verulega í dóm- arastétt. Það væri eðlileg afleiðing þess að konur sæktu í æ ríkari mæli nám við lagadeild Háskólans og taldi að jafnmargar konur og ALLAR stöður Héraðsdóms Suður- lands eru um þessar mundir skip- aðar konum og verður svo fram á næsta sumar. Hjá dómnum eru fimm starfsmenn, dómstjóri, dóm- ari, löglærður aðstoðarmaður dóm- ara og tveir dómritarar. Ingveldur Einarsdóttir verður sett dómstjóri frá 1. október nk. í fjarveru Ólafs Barkar Þorvalds- karlar stunduðu þar nú nám. Á myndinni eru konurnar fimm sem eru starfandi við Héraðsdóm Suðurlands. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari , Þorgerður Erlends- dóttir settur héraðsdómari, Ragn- heiður Thorlacius aðstoðarmaður dómara, Elín Arnoldsdóttir dómrit- ari og Guðrún Sveinsdóttir dómrit- ari. Konur í öllum stöðum dómsins Morgunblaðið/Sig. Jónss. Selfossi. Morgunblaðið. LYFJASTOFNUN og Hollustu- vernd ríkisins hafa í sameiginlegri yf- irlýsingu gert athugasemd við aug- lýsingar íslenska fyrirtækisins Ensímtækni á húðáburðinum Penzím og telja þær ólögmætar þar sem bent sé á lækningamátt efnisins í auglýs- ingum og kynningum til neytenda. Ágreiningur milli þessara aðila um skilgreiningu á vörunni hefur staðið yfir í tæpt ár. Jón Bragi Bjarnason, prófessor og eigandi Ensímtækni, mótmælir því harðlega að fyrirtækið hafi bent á lækningamátt áburðarins og undrast yfirlýsingu stofnananna. Sigurbjörg Gísladóttir, forstöðu- maður eiturefna- og hollustuverndar- sviðs hjá Hollustuvernd, segir í sam- tali við Morgunblaðið að stöðvun á dreifingu eða kynningu vörunnar sé meðal þeirra leiða sem stofnanirnar séu að skoða í samráði við lögfræð- inga, þar sem ekki hafi verið orðið með fullnægjandi hætti við tilmælum þeirra. Kynning á vörunni brjóti í öllu falli gegn reglugerð um snyrtivörur. Í yfirlýsingunni segja Lyfjastofn- un og Hollustuvernd að engin vís- indaleg gögn hafi borist þeim sem sýna fram á virkni húðáburðarins gegn sjúkdómum eða einkennum þeirra. Samkvæmt bréfi Ensímtækni til Lyfjastofnunar sé áburðurinn snyrtivara og því sé ólöglegt að full- yrða um lækningamátt efnisins í beinum eða óbeinum auglýsingum til neytenda. Síðan segir í yfirlýsingunni: ,,Lyfjastofnun hefur ítrekað bent framleiðandanum á ólögmæti þess- ara auglýsinga. Hið sama gildir um reynslusögur einstaklinga um lækn- ingamátt vörunnar sem eru birtar á vegum framleiðandans í auglýsinga- skyni. Lyfjastofnun er kunnugt um dæmi þess að tafir hafi orðið á að sjúklingar hafi fengið rétta meðferð vegna villandi upplýsinga um áhrif Penzíms. Stofnanirnar vilja einnig benda á að notkun áburðar á opin sár, brunasár eða slímhúð (t.d. vegna sveppasýkingar) getur verið varasöm og meðal annars valdið ígerð, ef áburðurinn uppfyllir ekki ströngustu gæðastaðla um framleiðslu. Lyfja- stofnun og Hollustuvernd ríkisins vekja athygli á að notkun villandi upplýsinga í auglýsingum til að auka sölu á snyrtivöru getur verið skað- leg.“ Pétur Gunnarsson, sviðsstjóri upp- lýsingasviðs hjá Lyfjastofnun, segir Ensímtækni hafa fengið áminningu en fyrirtækið hefði sinn andmæla- rétt. Búið sé að benda ítrekað á að ekki megi mæla með snyrtivörunni við notkun gegn sjúkdómum. Að sögn Péturs er ætlunin að senda ítarlegri orðsendingu til allra lyfjaverslana í landinu. Þær beri einnig ábyrgð í málinu með því að mæla jafnvel með snyrtivörunni í lækningaskyni. „Við viljum ekki stöðva jafn ágætt sprotafyrirtæki og Ensímtækni er, fullur vilji er til þess að leysa málið. Menn verða bara að læra að spila eft- ir þeim leikreglum sem gilda þegar komið er inn á þennan markað. Við gætum þess vegna komist að þeirri niðurstöðu að skilgreina áburðinn sem lyf en þá yrði sala hans líka stöðvuð samdægurs og sækja þyrfti um leyfi upp á nýtt. Við teljum að hægt sé að finna aðra lausn,“ segir Pétur. Upplýsingar fjarlægðar af umbúðum og bæklingum Jón Bragi Bjarnason hjá Ensím- tækni segir engin áform uppi að svo stöddu um að fá Penzím skráð sem lyf. Til þess þurfi frekari læknis- fræðilegar rannsóknir sem kosti gríð- arlegar fjárhæðir. Hann segir yfirlýs- inguna koma sér spánskt fyrir sjónir þar sem Ensímtækni hafi verið í sam- ráði við Lyfjastofnun. Fyrirtækið hafi orðið við óskum um að fjarlægja vissar upplýsingar af umbúðum og kynningarbæklingum, sem Jón Bragi segir að séu sannar niðurstöður úr rannsóknum á tilraunastofu. ,,Við erum ekki að selja húðáburð- inn sem lyf heldur bendum fólki að- eins á að til greina komi að nota áburðinn á ýmsa vegu. Við höfum hvorki leyfi né vilja til að selja vöruna sem lyf en vitum um fjölmörg dæmi þess að áburðurinn hafi komið fólki til góða sem ekki hefur náð bata af sín- um kvillum með öðrum hætti. Lyfja- stofnun gerði athugasemdir við um- sagnir einstaklinga í okkar kynningarbæklingi og kærði til Sam- keppnisstofnunar síðastliðið vor. Stofnunin hefur svo nýlega komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að gera athugasemdir. Því kemur eitthvert upphlaup núna hjá Lyfja- stofnun og Hollustuvernd mér algjör- lega í opna skjöldu,“ segir Jón Bragi. Aðspurður um lausn á deilunni segir hann það möguleika að fyrir- tækið hætti að auglýsa vöruna, ef það auki hugarró Lyfjastofnunar. Einnig megi láta á það reyna fyrir dómstól- um hvort hér sé rétt eða rangt að far- ið. Lyfjastofnun og Hollustuvernd telja auglýsingar á íslenskum húðáburði ólögmætar Stöðvun á dreifingu vörunnar til skoðunar UNDANFARNAR vikur hefur jörð skolfið á Kötlusvæðinu, eink- um undir suðvesturhorni Mýrdals- jökuls, þar sem kölluð er Goða- bunga. Skjálfti rétt undir þremur á Richter mældist í Goðabungu að- faranótt miðvikudags en flestir skjálftanna hingað til hafa verið tveir á Richter eða minni. Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur segir að hér sé árstíðabundin skjálftavirkni að hefjast. „Skjálftavirknin eykst jafnan í Goðabungu á haustin. Við köllum þetta hausthrinur og byrjuðu þær um miðjan júlí en hafa verið að aukast,“ segir Ragnar. „Þetta tengist því þegar snjófargi léttir af jöklinum þegar líður á sumarið og fram eftir hausti. Þá breytist snjórinn í vatn og rennur af jökl- inum.“ Skýringin á þessari virkni er að sögn Ragnars sennilega tengd vökvaþrýstingi undir jöklinum. Þegar bráðnun jökulsins verði sem mest fari bræðsluvatnið niður í gegnum jökulinn og niður í jarð- skorpuna en þar vaxi þrýstingur í berginu. Þetta ferli valdi að vísu ekki skjálftum, eftir sem áður sé það eldstöðin sjálf sem geri það, en það hleypi þó að öllum líkindum skjálftunum af stað. „Við höfum ekki orðið vör við þetta annars staðar og aðalástæða fyrir þessu er ekki að farginu léttir af. Grundvallarástæðan er sú að það er kvika þarna undir á frekar litlu dýpi og þegar þrýstingurinn breytist á fjallinu þá þenst kvikan út og sprengir sig inn í glufur og sprungur í berginu,“ segir Ragn- ar. Skjálftavirkni í Goðabungu var óvenjumikil í september í fyrra og mældust þar nær tvö hundruð skjálftar, flestir á bilinu tveir til þrír á Richter og var það mesta virkni á svæðinu í um áratug. Í septembermánuði árið 1999 mæld- ust hins vegar ekki nema um 30 skjálftar á þessu svæði en það sem af er hrinunni nú hafa færri en tuttugu mælst. Ragnar segir að almennt dragi mjög skart aftur úr skjálftavirkni þarna snemma í desember, en þá hafi snjóað og farg á jöklinum auk- ist aftur. Hann segir einnig að þó að bráðnunin í jöklinum veki upp þessar hræringar sé hún ekki aðal- orsök þeirra. Ragnar segist telja að aðstæður þarna myndu breytast verulega áður en búast mætti við gosi. „Maður sér engin merki þess nú að kvikan sé á leiðinni upp. Það er því síður von á gosi á þessum slóðum. Maður býst frekar við gosi á sjálfu Kötlusvæðinu og það er allt frekar rólegt þar. En þessi aukning núna gerir það að verkum að við þurfum að vera vel á verði. Við höfum verið með sérstakan viðbúnað á þessu svæði síðustu ár vegna þess að við erum ekkert viss um að Katla geri boð á undan sér og alveg eins lík- legt að viðvörunartími verði ekki langur. Við fylgjumst því sérstak- lega með Kötlusvæðinu, bæði með jarðskjálftamælingum auk þess sem fylgst er með vatnavöxtum og hvort leiðni er í ánum, þ.e. hvort mikið jarðhitavatn er í þeim. Það má því segja að þó að allt sé rólegt núna þá hafa þær hræringar sem orðið hafa þarna á síðustu árum gert það að verkum að sérstök ástæða er til eftirlits,“ segir Ragn- ar. Hægt að vara við stórgosi og -hlaupi með fyrirvara Mjög rólegt hefur verið við Kötlu sjálfa upp á síðkastið en allt- af þó einhverjir smáskjálftar. Hættan við Kötlugos er að sögn Ragnars þau gífurlegu hlaup sem geta komið í kjölfar goss og farið yfir Mýrdalssand. „Það er því mjög mikilvægt að geta varað við þeim, sérstaklega hvað varðar um- ferð á þessu svæði,“ segir Ragnar. Hann telur þó enga ástæðu til þess nú enda telji vísindamenn að jarð- hreyfingar verði undanfari stór- goss og stórhlaups og því verði hægt að vara við slíku með nokk- urra klukkutíma fyrirvara. Viðbúnaðarstig hefur stundum verið sett á svæðinu undir Mýr- dalsjökli þegar miklar jarðhrær- ingar hafa verið. Ákvörðun þar að lútandi er ávallt tekin á fundi al- mannavarnanefndar Mýrdals- hrepps að höfðu samráði við jarð- vísindamenn. Þegar til slíks kemur er notast við sérstakt almanna- varnakerfi í tengslum við umbrot á Kötlusvæðinu. Skiptist það í þrjú stig; viðbúnaðarstig, hættustig og neyðarstig. Stór skjálfti í Goðabungu Jarðhræringar undir Mýrdalsjökli ÚRSKURÐARNEFND um upplýs- ingamál hefur komist að þeirri nið- urstöðu að dómsmálaráðuneytinu beri að veita Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni umbeðinn aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árin 2000 og 2001, ásamt gögnum og rökstuðningi er þeim fylgdu. Ráðuneytið hafði synjað þingmanninum um gögnin og kærði Jóhanna þá niðurstöðu til úrskurðar- nefndarinnar. Jóhanna leitaði eftir því með tölvu- bréfi nefndasviðs Alþingis til dóms- málaráðuneytisins 23. júní sl. að fá að- gang að fjárlagatillögunum. Eftir ítrekun fékk þingmaðurinn svo svar 9. ágúst þar sem beiðninni var hafnað, að fenginni umsögn frá fjármálaráðu- neytinu. Var litið svo á að um vinnu- skjöl væri að ræða sem tengdust fjár- lagabeiðnum einstakra stofnana og væru þar með undanþegin ákvæðum í upplýsingalögum. Fjármálaráðuneyt- ið taldi að það gæti unnið gegn grunn- hugsuninni að baki ramma fjárlaga- gerðar ef fjárlagabeiðnir einstakra stofnana yrðu opinber plögg. Jóhanna sætti sig ekki við þessi svör í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og taldi að aðgangur að gögnunum væri til þess fallinn að stuðla að opinni og gagnrýnni um- ræðu um fjárþörf einstakra stofnana og stuðlaði að auki að vandaðri til- lögusmíð frá stofnunum ríkisins. Í niðurstöðu sinni bendir úrskurð- arnefndin á að gögn sem séu send frá einu stjórnvaldi til annars teljist ekki vinnuskjöl og óumdeilt hafi embætti lögreglustjóra sent dómsmálaráðu- neytinu tillögurnar. Úrskurðarnefnd- in bendir einnig á að Alþingi og stofn- anir þess falli utan gildissviðs upplýsingalaga og því sé til að dreifa þegar alþingismaður óski eftir upp- lýsingum frá einstökum ráðherrum og ráðuneytum þeirra innan vébanda Alþingis, til dæmis í formi fyrirspurn- ar. Hins vegar sé ekkert því til fyr- irstöðu að alþingismaður óski eftir að- gangi að gögnum hjá stjórnvöldum, þ.á m. ráðuneytum, á grundvelli upp- lýsingalaga eins og hver annar. Er það niðurstaða úrskurðarnefnd- arinnar, sem í sitja Eiríkur Tómas- son, Elín Hirst og Valtýr Sigurðsson, að ráðuneytinu beri að verða við ósk þingmannsins. Í því skipti einnig máli að um sé að ræða gögn sem varða undirbúning að gerð frumvarpa til fjárlaga sem hafa verið lögð fram og samþykkt á Alþingi. Fjárlagatillögur lögreglustjórans í Reykjavík Ráðuneyti ber að veita umbeðin gögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.