Morgunblaðið - 27.09.2001, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 11
BREIÐDALSÁ endar líklega
með milli 230 og 240 laxa sam-
kvæmt mati Þrastar Elliðasonar,
en ánni verður lokað nú um
helgina. Þröstur sagði um 230 laxa
komna á land, en lítið hefði verið
reynt að veiða allra síðustu daga.
„Menn sjá þó nokkuð af laxi. Ég
hefði viljað sjá hærri tölur, en
þetta er samt mun betri útkoma
en síðustu sumur, alveg hundrað
löxum meira en t.d. í fyrra. Þetta
er vonandi allt í áttina og e.t.v.
verður næsta sumar enn betra.
Sjóbleikjuveiðin hefur líka verið
mjög góð. Hún byrjaði mjög
snemma, var góð strax í júní og
það hafa verið fjölmörg frábær
skot,“ bætti Þröstur við.
Vopnafjörðurinn sterkur
Veiði er lokið í laxveiðiám
Vopnafjarðar og var útkoman
mjög góð. Betri veiði var í Hofsá
og Vesturdalsá en í fyrra, í Hofsá
veiddust milli 910 og 920 laxar, en
í fyrra veiddust í ánni 803 laxar.
Vesturdalsá var með um 230 laxa
sem er mun betri útkoma en í
fyrra.
Selá var ögn lakari, með 1110
laxa á móti 1360 löxum í fyrra, en
talan sú þótti afburðargóð og 1110
laxar þykir vera mjög góð útkoma
í Selá. Svo virðist sem nokkuð gott
hlutfall stórlaxa hafi verið í aflan-
um.
Stórir urriðar í Ytri-Rangá
Þröstur Elliðason sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þrátt fyr-
ir metlaxveiði í Ytri-Rangá í sum-
ar hefði veiði á urriða í efsta hluta
árinnar verið með besta móti.
„Það gengu um þúsund laxar upp
fyrir Árbæjarfoss samkvæmt telj-
ara og það varð til þess að fleiri
vanir menn fóru upp fyrir og
reyndu kannski víðar og betur en
áður. Það skilaði sér í þokkalegri
laxveiði og einnig veiddust fleiri
boltaurriðar heldur en veiðst hafa
nokkuð lengi,“ sagði Þröstur.
Hann bætti við að botninn virist
hafa dottið úr sjóbirtingsveiðinni í
Ytri-Rangá í bili, hins vegar yrði
enginn sjóbirtingstími til 10. októ-
ber þetta árið, menn yrðu af illri
nauðsyn að einbeita sér alfarið að
því að ná laxi í klak strax eftir
mánaðamótin. „Það kemur því
ekki til með að breyta neinu í veið-
inni hvort hann skilar sér eða
ekki. Birtingsveiðin var annars
óvenjugóð lengi framan af sumri,
en einhverra hluta vegna hefur
hún fjarað út,“ bætti Þröstur við.
Mun betri veiði
í Breiðdalsá
Þessi gríðarlega fallega 5
punda sjóbleikja veiddist ný-
verið í Brunná í Öxarfirði.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
RÍKISSAKSÓKNARI krafðist þess
í gær að Hlynur Freyr Vigfússon,
varaformaður Félags íslenskra þjóð-
ernissinna, sem ákærður er fyrir
ummæli sín í DV í febrúar sl., yrði
dæmdur til refsingar í héraðsdómi.
Verjandi ákærða krafðist hins
vegar aðallega sýknu og furðaði sig á
ákærunni.
Hlynur sætir ákæru fyrir að ráð-
ast opinberlega með háði, rógi og
smánun á hóp ónafngreindra manna
vegna þjóðernis, litarháttar og kyn-
þáttar þeirra. Hann sagði m.a. í við-
talinu við DV, að ekki þyrfti snilling
eða erfðafræðivísindamann til að
sýna fram á hver munurinn væri á
afríkunegra með prik í hönd og Ís-
lendingi. Vestrænar þjóðir vor-
kenndu Afríkubúum sem gætu þó
framleitt sex sinnum meira af mat en
þeir þyrftu ef þeir nenntu.
Svipuð ummæli refsiverð
í Danmörku
Málið var dómtekið í Héraðsdómi
Reykjavíkur að loknum munnlegum
málflutningi í gær. Sigríður Frið-
jónsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara,
telur brot Hlyns varða við 233. gr. a.
almennra hegningarlaga og kom
fram í sóknarræðu hennar, að ekki
hefur reynt á þetta lagaákvæði fyrir
dómstólum hérlendis. Því eru ekki
dómafordæmi í slíkum málum hér-
lendis, en hún benti á að í Danmörku
hefðu dómstólar sakfellt sakborn-
inga fyrir svipuð ummæli og þau sem
Hlynur viðhafði.
Sækjandi sagði að með því að líða
ummæli Hlyns í DV yrði stuðlað að
því að slíkar skoðanir yrðu viður-
kenndar, sem gæti leitt til upplausn-
ar í samfélaginu. Hún benti á að 70
þúsund tilvik í Bretlandi, allt frá
eignaskemmdum til alvarlegra af-
brota, væru rakin til kynþáttafor-
dóma og nauðsynlegt væri að hefta
málflutning kynþáttahatara. Í þessu
ljósi væri réttlætanlegt að skerða
tjáningarfrelsi fólks enda væru þær
skorður í þágu réttinda og mannorðs
annarra.
Örn Clausen, verjandi ákærða,
sagðist í varnarræðu sinni vera
furðu lostinn yfir því að ákæruvaldið
skyldi rjúka upp í „taugaveiklun“
með því að ákæra út af ummælum
Hlyns. Hann sagði að með ummæl-
um sínum hefði Hlynur ekki gengið
of langt í að svara spurningum blaða-
manns DV og að ummælin væru ekki
nógu „krassandi“ til að geta talist
refsiverð. Hann sagði að fara ætti
varlega í að skerða tjáningarfrelsi
fólks og ítrekaði að Hlynur hefði ver-
ið að lýsa því sem hann sá í sjón-
varpsþættinum „Heimsálfan sem
svaf yfir sig“ á RÚV. Ummæli hans
hefðu ekki verið til þess fallin að æsa
fólk upp hvert gegn öðru. Örn sagði
að bíða þyrfti eftir gleggra dæmi um
kynþáttahatur, en saksóknari taldi
þvert á móti enga ástæðu til þess
enda þyrfti að taka strax í taumana
áður en ofbeldi færi að fylgja við-
horfum sem styðja kynþáttahatur.
Hjördís Hákonardóttir héraðs-
dómari kveður upp dóm í málinu 17.
október.
Krafist refs-
ingar yfir
þjóðernissinna
MEÐLIMIR Falun Gong hreyfing-
arinnar ganga nú víða um heim
til að vekja athygli á þeim ofsókn-
um sem meðlimir Falun Gong
þurfa að sæta í Kína um þessar
mundir. Gengið er víða um lönd,
m.a. í Bandaríkjunum, Kanada,
Ástralíu, Japan og víða í löndum
Evrópu og kallast gangan „Global
Rescue Walk“. Þrír meðlimir Fal-
un Gong af kínverskum uppruna,
sem búsettir eru í Boston í
Bandaríkjunum, hófu í gær hér á
landi göngu þar sem ætlunin er
að ganga 3.500 kílómetra í ýms-
um löndum næstu fjóra mán-
uðina.
Athygli vak-
in á ofsókn-
um í Kína
Morgunblaðið/Ásdís
KANADÍSKA móðirin og látið
barn hennar á sjötta aldursári
sem komu með farþegaflugvél
British Airways til landsins í
fyrradag voru í gær send með
Flugleiðavél til Halifax í Kan-
ada en þar munu ættingjar
konunnar taka á móti henni og
fylgja henni til Toronto.
Eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær lenti far-
þegavél frá British Airways,
sem var í áætlunarflugi frá
Lundúnum til Toronto, á Kefla-
víkurflugvelli í fyrradag með
móðurina og barnið sem hafði
látist á leiðinni.
Fjórir læknar
meðal farþega
Samkvæmt upplýsingum frá
sýslumannsembættinu á Kefla-
víkurflugvelli voru móðirin og
barnið að koma úr fríi frá Afr-
íkuríkinu Ghana en talið er að
barnið hafi veikst þar og látist
síðan af völdum sjúkdómsins á
leiðinni heim. Sigfús B. Ingva-
son, sóknarprestur í Reykja-
nesbæ, fylgdi móðurinni til
Kanada.
Samkvæmt upplýsingum frá
sýslumannsembættinu voru á
fjórða hundrað farþegar með
flugvél British Airways þegar
barnið lést og þar á meðal voru
fjórir læknar. Þeir gátu veitt
barninu aðhlynningu þegar því
fór að hraka á leiðinni en allt
kom fyrir ekki.
Farin
af landi
brott
TÍSKUDAGAR hefjast í Kringlunni
í dag og standa fram til 30. septem-
ber. Í fréttatilkynningu frá Kringl-
unni segir að tískudagarnir hefjist
með tískusýningu klukkan 20:30 og
er um að ræða eina stærstu tísku-
sýningu sem haldin hefur verið hér á
landi. Alls munu 23 verslanir í
Kringlunni sýna haust- og vetrar-
tískuna.
Tískusýning Kringlunnar verður
haldin í Borgarleikhúsinu þar sem
blandað verður saman tísku, tónlist,
leik- og danslist með nýstárlegum
hætti eins og segir í fréttatilkynn-
ingu.
Á tískudögum verður síðan það
nýjasta í haust- og vetrartískunni á
boðstólum í öllum fata- og skóversl-
unum Kringlunnar sem og það nýj-
asta í snyrtivörum og rafmagnstækj-
um.
Tískudagar
í Kringlunni
vill ekki fara nákvæmlega út í kröfur
sjúkraliða en segir að þess sé m.a.
krafist að byrjunarlaun sjúkraliða
verði við lok samningatímabilsins –
árið 2004 eða 2005 – um 150 þúsund
krónur á mánuði. Nú séu þessi byrj-
unarlaun um 89 þúsund krónur á
mánuði.
Innt eftir því hvort viðsemjendur
þeirra hafi eitthvað komið til móts við
þessar kröfur segir hún svo ekki vera.
„Við höfum í raun fengið fáránleg til-
boð miðað við það sem aðrar stéttir
hafa fengið,“ segir hún og vísar m.a.
til þess að lögreglumenn hafi fengið
að meðaltali um 40% hækkun launa
sinna í sínum kjarasamningum.
Kristín bendir á að kjarasamning-
ar sjúkraliða hafi runnið út um mán-
aðamótin október/nóvember á síðasta
ári. Þrátt fyrir það hafi samninga-
nefndir sjúkraliða ekki verið kallaðar
á samningafund fyrr en málinu hafi
verið vísað til Ríkissáttasemjara, í
byrjun apríl sl. „Það er ekki fyrr en
við erum búin að vísa málinu til rík-
issáttasemjara að boðað er til fyrsta
fundarins sem var haldinn í apríl.“
Samningar ganga erfiðlega
Kristín segir að í sumar hafi lítið
miðað áfram í deilunni og af þeim
sökum séu sjúkraliðar nú orðnir
vantrúaðir á að deilan leysist nema
með verkfallsaðgerðum. Hún segir að
það hafi verið fundað stíft að undan-
förnu sem beri e.t.v. vott um að vilji
sé fyrir hendi af hálfu viðsemjend-
anna að leysa deiluna en þó hafi ekki
komið fram nein gagntilboð við kröf-
um sjúkraliða sem sátt geti náðst um.
Gunnar Björnsson, fulltrúi í samn-
UM 250 sjúkraliðar mættu á almenn-
an félagsfund Sjúkraliðafélags Ís-
lands í gær að sögn Kristínar Á. Guð-
mundsdóttur, formanns félagsins, en
á fundinum kom að sögn Kristínar
fram mikill stuðningur við kjarabar-
áttu forsvarsmanna félagsins. „Það
var mikilll stuðningur við það sem
kjaranefnd félagsins er að gera,“
sagði Kristín í samtali við Morgun-
blaðið eftir fundinn.
Enn ber mikið í milli í kjaradeilu
sjúkraliða og viðsemjenda þeirra, þ.e.
ríkisins, Reykjavíkurborgar, sveitar-
félaga og sjálfseignarstofnana.
Samninganefndir sjúkraliða funduðu
í fyrradag með samninganefnd rík-
isins annars vegar og samninganefnd
sjálfseignarstofnana hins vegar en án
árangurs og sömuleiðis báru fundir
fyrr í vikunni með samninganefnd
launanefndar sveitarfélaga engan ár-
angur.
Takist ekki að leysa deiluna fyrir
mánaðamótin hefjast þrjú þriggja
daga verkföll um átta hundruð
sjúkraliða sem starfa hjá sjúkrahús-
um og heilsugæslustöðvum víða um
land en auk þess taka í gildi um eitt
hundrað uppsagnir sjúkraliða hjá rík-
inu. Næsti fundur í deilunni við ríkið
hefur verið boðaður í dag en að sögn
Kristínar stranda samningaviðræður
nú aðallega á launalið samningsins.
150 þúsund kr. byrjunarlaun
Aðspurð um kröfur sjúkraliða seg-
ir Kristín að þeir krefjist þess m.a. að
fá „leiðréttingu launa sinna í sam-
ræmi við það launaskrið sem orðið
hafi hjá öðrum stéttum, til að mynda
hjá lögreglunni og tollvörðum.“ Hún
inganefnd ríkisins, segir eins og
Kristín að enn beri mikið í milli í
kjaradeilu sjúkraliða og ríkisins. Þeg-
ar Gunnar er inntur eftir helstu
ágreiningsatriðum segir hann: „Kröf-
ur sjúkraliða eru að lágmarki 55%
launahækkun strax. Það er ljóst að
við getum ekki orðið við þeim kröfum
í ljósi þeirra samninga sem við höfum
þegar gert við aðrar stéttir.“ Gunnar
bætir því við að sjúkraliðar séu eina
stéttarfélagið sem ríkið eigi eftir að
semja við en ítrekar að ekki sé hægt
að verða við kröfum þeirra þar sem
samið hafi verið um allt aðrar tölur
við aðrar stéttir sem starfa hjá ríkinu.
„Samningar við sjúkraliða ganga því
miður mjög erfiðlega miðað við að
samningar eru búnir að vera lausir í
nær ár,“ bætir hann við.
Inntur eftir því hvort hann sé þó
þrátt fyrir allt bjartsýnn á að samn-
ingar náist fyrir mánaðamót segist
hann vera það. „Maður verður að
vera það. Það verður reynt til þraut-
ar.“
Enn enginn úrskurður
Eins og kunnugt er hefur Sjúkra-
liðafélag Íslands sent kæru til Kæru-
nefndar jafnréttismála þar sem leitað
er álits á hvort ákvæði laga um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
hafi verið brotin við ákvörðun launa
til handa félagsmönnum. Hefur
Kristín Á. Guðmundsdóttir m.a. bent
á í því sambandi að lögreglumenn og
tollverðir, sem séu karlastéttir, njóti
betri kjara en sjúkraliðar sem séu að
miklu leyti kvennastétt. Að sögn
Kristínar hefur kærunefndin enn
ekki úrskurðað í því kærumáli.
Um 250 manns mættu á almennan félagsfund sjúkraliða
Styður aðgerðir
kjaranefndar