Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR opnuð verður sýning á
skipaflota Gríms Karlssonar í Duus-
húsunum í Keflavík verður um leið
veitt innsýn í líf og starf sjómanna.
Byggðasafn Suðurnesja er byrjað að
undirbúa þá sýningu.
Reykjanesbær á Duus-húsin og
standa yfir viðgerðir á þeim.
Byggðasafn Suðurnesja sem er í
eigu Reykjanesbæjar fær húsin til
afnota. Bærinn hefur eignast báta-
líkön Gríms Karlssonar og verður
opnuð sýning á þeim í vor, vænt-
anlega 1. maí. Sigrún Ásta Jóns-
dóttir, forstöðumaður Byggðasafns-
ins, segir að á einum stórum vegg í
þessum sal verði myndir, frásagnir
og fróðleiksmolar um líf og starf sjó-
manna, einkum um borð í skipunum.
Ætlunin sé að fara inn í hafnir og í
vita, en helst ekki lengra inn í land-
ið, og skapa þessari sýningu sér-
stöðu með því móti.
Skipin sem líkönin eru af eru flest
frá því um miðbik síðustu aldar en
þar eru einnig eldri skip, þau elstu
frá lokum nítjándu aldar. Ætlunin
er að huga sérstaklega að þeim tíma
við uppsetningu sjómannasýning-
arinnar.
Starfsfólk Byggðasafnsins og ráð-
gjafar á vegum þess eru byrjaðir að
viða að sér efni á sýninguna. Sigrún
Ásta segist hafa áhuga á að komast í
samband við sjómenn, fá upplýs-
ingar eða myndir frá þeim sjálfum,
til þess að sýna hvernig líf sjómanna
er í raun og veru.
Unnið að skráningu
Starfsmenn Byggðasafnsins nota
vetrarmánuðina einnig til að sinna
því óendanlega verkefni að skrá
muni safnsins og myndir. Sigrún
Ásta segir að talsvert sé eftir að
skrá og að koma þeim skráning-
argögnum sem til eru í einn sam-
ræmdan gagnagrunn.
Byggðasafnið er í húsinu Vatns-
nesi í Keflavík. Þar er hefðbundið
byggðasafn og er opin sýning á
munum safnsins. Vegna þess hversu
húsið er lítið og mikið til af munum
hefur vinnuaðstaða ekki verið nógu
góð en heldur hefur rýmkast við það
að skjöl safnsins voru flutt í skjala-
geymslu Reykjanesbæjar.
Ekki hefur verið ákveðið hvernig
starfsemin verður í Vatnsnesi eftir
að Byggðasafnið fær nýja sýning-
arsali í Duus-húsunum. Hún segir
raunar að meta þurfi heildstætt
starfsemina í öllum menningar-
húsum Reykjanesbæjar.
Poppminjasafn og
herminjasafn
Sigrún Ásta segir að þótt Byggða-
safn Suðurnesja verði áfram al-
mennt byggðasafn sé mikilvægt að
það geti líka verið landssafn á
ákveðnum sviðum. Nýta verði vel
dýrmætt geymslupláss í söfnum
landins með því að skipta verkum
milli þeirra, móta söfnunarstefnu
hvers einasta safns í landinu. Þetta
eigi ekki síst við um muni frá 20. öld-
inni.
Sýning á líkönum Gríms Karls-
sonar og sjómannasýningin er fyrsti
liðurinn í því að gera landssafn.
Poppminjasafn Íslands verður vænt-
anlega næsta verkefnið. Sýningu
með því heiti var komið upp á veit-
ingastaðnum Glóðinni í Keflavík og
fékk Byggðasafnið munina til varð-
veislu þegar sýningin var tekin nið-
ur. Á þessari sýningu var mest af
munum frá svæðinu en eins og nafn-
ið bendir til er markið sett hærra.
Sigrún Ásta vonast til að hægt verði
að safna fleiri munum og setja upp
veglega sýningu á poppminjum af
öllu landinu, frá Hljómum til okkar
daga, í sal sem er við hliðina á báta-
líkanasýningunni.
Hún segir einnig eðlilegt að her-
minjasafni verði komið upp á Suð-
urnesjum. Það yrði að vera sam-
vinnuverkefni fleiri sveitarfélaga og
krefðist samvinnu við varnarliðið.
Segir Sigrún Ásta að vilji sé til að
varðveita þessa sögu en eftir sé að
ræða fyrirkomulagið, hvort þetta
verði sjálfstætt safn eða hluti af
þeim söfnum sem fyrir eru.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Magnús Jónsson og Sigrún Ásta Jónsdóttir vinna að skráningu muna Byggðasafns Suðurnesja í Vatnsnesi.
Reykjanesbær
Safna munum fyrir
sjómannasýningu
„VIÐ erum búnir að koma okkar
sjónarmiðum á framfæri. Ríkisvaldið
veit af áhyggjum okkur Suðurnesja-
manna vegna þessa máls,“ segir
Skúli Þ. Skúlason, formaður Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesjum
(SSS), eftir fund stjórnarinnar með
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Stjórn SSS lagði nokkrar spurn-
ingar fyrir iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra og óskaði eftir fundi með hon-
um í kjölfar útgáfu nýs byggðakorts
þar sem fjögur sveitarfélög á Suð-
urnesjum lenda undan þess svæðis
sem heimilt verður að styðja með
byggðastyrkjum til fyrirtækja.
Skúli segir að það hafi komið fram
á fundinum með Valgerði Sverris-
dóttur og embættismönnum að ráðu-
neytið hafi lagt til að miðað yrði við
landsbyggðarkjördæmin og höfuð-
borgarkjördæmin við skiptingu
landsins en ESA ekki fallist á það
vegna þéttleika byggðar í sveitar-
félögunum á Suðurnesjum. Þá segir
hann að komið hefði fram hjá ráð-
herra að breytingin ætti ekki að hafa
áhrif á samstarf Byggðastofnunar og
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu
Reykjanesbæjar um atvinnuþróun á
Suðurnesjum eða þátttöku Byggða-
stofnunar í Eignarhaldsfélagi Suð-
urnesja.
Hafa áhyggjur
„Óneitanlega hef ég áhyggjur af
því, þegar litið er lengra fram í tím-
ann, að Byggðastofnun, sem ekki
hefur úr miklum peningum úr að
spila, noti þetta sem ástæðu til að líta
framhjá Suðurnesjum. Það er erfitt
að tryggja slíkt núna en við erum
búnir að koma okkar sjónarmiðum á
framfæri,“ segir Skúli.
Ríkið veit af
áhyggjum okkar
Suðurnes
STOFNANIR, fyrirtæki og félög í
Reykjanesbæ eru aðilar að norrænu
samstarfsverkefni sem miðar að því
að efla verslun og þjónustu á svæð-
inu. Fengist hefur styrkur til þátt-
töku í verkefninu.
Það eru markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofa Reykjanesbæjar,
Miðstöð símenntunar og Verslunar-
mannafélag Suðurnesja auk fulltrúa
verslunar og þjónustu á svæðinu
sem munu á næstu mánuðum vinna
að undirbúningi norræna sam-
starfsverkefnisins. Nú þegar hefur
fengist styrkur til að vinna að und-
irbúningi sem, ef vel tekst til, verð-
ur til þess að hægt verður að fram-
kvæma áætlanir.
Í fréttatilkynningu frá MOA
kemur fram að verkefnið er danskt
að uppruna og uppbygging þess
miðar að því að efla verslun og
þjónustu á tilteknum svæðum með
markvissri uppbyggingu og endur-
menntun starfsmanna. Í heild mun
verkefnið vera fjögur ár í vinnslu en
á þeim tíma verður sett upp heima-
svæði á vefnum sem gagngert er
smíðað í þeim tilgangi að efla sam-
stöðu minni verslunar- og þjónustu-
aðila. Þá munu þátttakendur sitja
endurmenntunarnámskeið sem
hjálpa þeim að byggja upp við-
skiptamannahóp, auka sölu og bæta
ímynd sína.
Aðrar þjóðir sem taka þátt í und-
irbúningi auk Dana eru Svíar og
Norðmenn. Undirbúningsnefnd Ís-
lendinga skipa þau Helga Sigrún
Harðardóttir frá MOA, Guðjónína
Sæmundsdóttir frá MSS, Guð-
brandur Einarsson frá VS og Þor-
steinn Marteinsson, Pennanum-
Bókabúð Keflavíkur.
Taka þátt í norrænu samstarfsverkefni
Efla verslun
og þjónustu
Reykjanesbær