Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 22

Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 30. sept. nú kr. áður kr. mælie. Maryland-kex, 4 teg., 150 g 125 139 840 kg Magic, 250 ml 159 180 636 ltr Mónu Rommý, 25 g 45 55 1.800 kg Toblerone, 50 g 79 110 1.580 kg Yankie stórt, 80 g 85 105 1.070 kg Sóma-samloka 189 215 1.460 kg Fanta, 0,5 ltr 109 130 218 ltr FJARÐARKAUP Gildir til 29. sept. nú kr. áður kr. mælie. Nautahakk 695 898 695 kg Nautagúllas 896 1.098 896 kg Hversdagsís, 4 teg. 186 186 186 ltr Londonlamb 898 1.290 898 kg SAMKAUP Gildir til 30. sept. nú kr. áður kr. mælie. Knorr indverskur rísréttur, 256 g 237 279 920 kg Goða Vínarpylsur 599 798 599 kg Knorr orientalsk rísréttur, 255 g 237 279 920 kg Knorr chicken curry, 324 g 237 279 730 kg SELECT-verslanir Gildir til 10. okt. nú kr. áður kr. mælie. Pipp-piparmyntusúkkulaði 49 75 Cavendish&Harvey-brjóstsykur 199 255 Trópí í flösku, 300 ml 99 115 330 ltr UPPGRIP-verslanir OLÍS Októbertilboð nú kr áður kr. mælie. Egils orka 0,5 ltr. 129 150 258 ltr Kaffi Gevalia, 250 g 165 195 660 kg Läkerol, 3 teg. 65 85 65 pk. ÞÍN VERSLUN Gildir til 3. október nú kr. áður kr. mælie Búrfells-nautahakk 599 749 599 kg Búrfells-nautagúllas 1.078 1.348 1.078 kg Dönsk lifrarkæfa, 380 g 174 218 452 kg Hunt’s-tómatsósa, 680 g 139 157 194 kg Hunt’s-spaghettisósa, 751 g 198 228 257 kg Tilda Basmati-hrísgrjón, 500 g 189 236 378 kg Tilda Tandoori-sósa, 350 g 289 329 809 kg Toblerone Milk, 200 g 299 345 1.495 kg Hel garTILBOÐIN HIKK ehf. stendur fyrir kynningu á Snapple ávaxtadrykkjum í Nýkaupi í dag og næstu daga. Snapple drykkirnir eru án kolsýrings og gerviefna. Auk ávaxtasafanna er til Snapple íste, sem og Whipper Snapple, undanrennudrykkur með ávaxtasafa og ávaxtamauki. Snapple drykkirnir fást nú í fyrsta sinn í völdum stórverslunum, sem og á smærri sölustöðum, að sögn inn- flytjanda. Snapple- kynning Morgunblaðið/Ásdís NÝTT FLUGVELLIR, sem oft er hampað á grundvelli fram- sýnnar hönnunar eða tækni, eru mun skaðlegri heilsu manna og vistkerfinu en áður var talið, segir Ed Ayres, rit- stjóri WorldWatch, mánaðarrits samnefndra umhverf- issamtaka í nýlegri grein í tímaritinu. „Á seinni árum virð- ast neikvæð áhrif [flugvalla] hafa farið síversnandi. Á fyrstu tveimur mínútum eftir flugtak veldur vél af gerðinni 747 jafnmikilli loftmengun og 3.000 bílar, að því er fram kemur í rannsókn Ráðs um verndun þjóðarauðlinda (Natural Re- sources Defense Council, NCAR). Rannsóknir hafa leitt í ljós stóraukna tíðni á sálrænum kvillum, hrörnunar- sjúkdómum og dauðsföllum meðal fólks sem vinnur á flug- völlum eða býr í grenndinni. Hundruð grasrótarsamtaka telja að nú sé tími til kominn að endurskoða leyfi risavax- inna flugvéla til þess að fljúga aftur og aftur með háværum drunum inn og út úr þéttri íbúðarbyggð.“ Síaukinn fjöldi risaflugvalla byggist ennfremur á þeirri viðteknu skoðun að eina lausnin á aukinni spurn eftir flug- ferðum sé sú að leggja sífellt stærra land, meira eldsneyti og loftrými af mörkum, segir jafnframt. „Á undanförnum árum hafa nýir risaflugvellir birst í landslaginu víðs vegar um heiminn, frá Denver til Abu Dhabi, til Bangkok ... Í Kína eru 18 nýir flugvellir í bygg- ingu sem stendur og áætlað að 21 rísi til viðbótar fram til ársins 2005. Í Mexíkó er búið að skipuleggja byggingu 20 nýrra flugvalla á Baja skaga einum saman.“ Rannsóknir á afleiðingum flugvélaútblásturs í grennd við O’Hare flugvöll í Chicago leiðir ennfremur í ljós „gríðarlega hátt hlutfall“ að minnsta kosti þriggja krabbameinsvald- andi efna í andrúmsloftinu, auk 200 annarra eiturefna. „Niðurstöðurnar gefa til kynna umtalsverða aukningu á áhættunni á krabbameini hjá íbúum í grennd við flugvelli, þótt þotuumferð sé ekki meiri en 15 vélar á dag.“ 70% aukning á tíðni krabbameins Einnig segir að borgir og flugvellir fari sífellt stækkandi og því fjölgi þeim sem búa fyrir neðan eða í grennd við flug- leiðir í sífellu. „Athugun heilsufarsupplýsinga um íbúa í grennd við SeaTac flugvöll í Seattle frá 1991–1995 sýndi 50% aukningu á ungbarnadauða í grennd við flugvöllinn, 57% aukningu á hjartasjúkdómum og 36% aukningu á tíðni krabbameins. Meðalaldur íbúa í grennd við flugvöllinn var jafnframt 5,6 árum styttri. Svipað mynstur var leitt í ljós í Chicago þar sem tíðni krabbameins meðal íbúa í grennd við O’Hare flugvöll var 70% hærri en í Chicago borg almennt ... Nýrri og ekki síður ógnvekjandi niðurstöður hafa komið í ljós um áhrif hávaðamengunar, sem ekki felast eingöngu í álagi á taugakerfi og svefntruflunum. Rannsókn á 9–10 ára börnum búsettum nálægt flugleiðum að nýjum flugvelli í München sýndi ennfremur fram á umtalsvert hærri blóð- þrýsting og hækkun á hlutfalli streituhormóna í blóði, í samanburði við börn í sama aldurshópi og búsett á svip- uðum slóðum áður en völlurinn var opnaður. „Umrædd hormón eru talin eiga þátt í ýmsum veikindum fullorðins- áranna, sumum lífshættulegum, svo sem háum blóðþrýst- ingi, aukinni blóðfitu, hjartasjúkdómum og fækkun frumna sem berjast gegn sýkingum. Rannsóknin í München, sem unnin var af Cornell University College of Human Ecology, leiddi ennfremur í ljós að börn vön hávaða af flugumferð ættu erfiðara með að læra að lesa, þar sem þau útilokuðu frekar hljóð af samræðum í kringum sig. Skaðsemi hávaða sönnuð „Þetta er sennilega órækasta sönnun þess að hávaði valdi streitu og sé fólki skaðlegur,“ er haft eftir Gary Evans pró- fessor við Cornell. Þá er bent á að vatnsból nærri flugvöllum séu oft menguð af efnum sem notuð eru gegn ísingu, hreinsi- og leysiefnum og eldsneytislosun. „Auk þess sem bygging stórra flugvalla rétt utan við byggð veldur [mikilli aukningu] bílaumferðar, sem og neikvæðum áhrifum útþenslu byggðar á heilsu manna og umhverfi.“ Ed Ayres, ritstjóri WorldWatch segir skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld geti látið framfylgja algeru reyk- ingabanni á flugvöllum en hafi ekkert vald til þess að hafa áhrif á hönnun flugbrauta, sem hugsanlega hafi „miklu meiri áhrif á magn krabbameinsvaldandi efna í loftinu sem flugvallarstarfsmenn og -gestir anda að sér“. „Að mati NCAR menga tæpir fjórir lítrar af brenndu flugvélaeldsneyti um 32.000 lítra af lofti að slíku marki að hættulegt, ef ekki banvænt væri, að anda því að sér. Eina ástæða þess að enginn lætur lífið er sú hversu hratt útblást- urinn dreifist um andrúmsloftið, en hversu lengi getur hið takmarkaða loftrými tekið við? Ekki er fylgst með þotuútblæstri á sama hátt og út- blæstri bifreiða og gallar í lagasetningum hafa leitt til þess í Bandaríkjunum að flugvellir þurfa hvorki að gefa stjórn- völdum skýrslu um loftmengun né fara eftir opinberum við- miðunarreglum um ráðstafanir gegn henni,“ segir Ayres og bætir loks við að í huga flestra einskorðist vandamál á flug- völlum því miður enn þá við biðraðir og tafir á flugi. Flugvellir skaðlegri heilsufari og vistkerfi en áður var talið Ungbarnadauði og krabbamein algengara við stóra flugvelli Reuters Hávaði af völdum flugumferðar veldur streitu, lestr- arörðugleikum og hærri blóðþrýstingi hjá börnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.