Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 26

Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIGDÍSI Finnboga- dóttur var fagnað á ís- lensku, spænsku, þýsku, dönsku, ensku, portúgölsku, sænsku, pólsku, rússnesku og frönsku af nemendum Austurbæjarskóla á Evrópska tungumála- deginum í gær. Nem- endur skólans efndu til dagskrár á skóla- lóðinni, þar sem sung- ið var og lesið á þeim fjölmörgu tungum sem nemendur skól- ans eiga að móður- máli. Vigdís Finn- bogadóttir var heiðursgestur hátíða- haldanna, og í ávarpi sínu brýndi hún fyrir börnunum mikilvægi og dýrmæti þess að eiga tungumálið, sem nota má til að segja hvað sem mann lang- ar til, ræða við fólk og orða hugsanir sínar. Hún sagði að með því að læra önnur tungumál værum við að opna dyr út í heiminn. Krakkarnir gerðu góðan róm að máli Vigdísar og nutu þess að fá hjá henni kennslu í því hvernig segja á „Ég elska þig“ á mörgum tungumálum. Fjörið náði hámarki þegar 2001 blöðru var sleppt til himins í tilefni dagsins. Iðunn Jónsdóttir sex ára, var mjög ánægð með daginn. „Ég kann að segja svolítið á spænsku,“ sagði hún, „ef ég ætla að segja halló þá segi ég bara ola, og svo kann ég að telja,“ og Iðunn lék sér að því að telja langt yfir tíu á spænsku fyrir agndofa blaðamanninn. Halla Björg Sigurþórsdóttir í þriðja bekk sagði að það væri gott að hafa tungumála- dag. „Ég veit samt ekki alveg til hvers við höfum hann. En ég kann að segja bonjour og merci beaucoup á frönsku, og veit hvað það þýðir.“ Halla ætlar að læra dönsku þegar hún er orðin stór. Ágústa Rut Skúla- dóttir, Steinunn Skúladóttir, Sól Margrét Bjarnadóttir og Anna Fríða Gísladóttir í sjötta bekk voru í miklu stuði á tungumálahátíðinni. Þær svöruðu einum rómi að franska væri málið sem þær langar til að læra. „Hún er mjög flott, en samt er alltaf eins og Frakkar séu að rífast þegar þeir eru að tala.“ 40 milljónir ferna með skáldskap barna Að skemmtuninni lokinni var efnt til blaðamannafundar þar sem Guð- laugur Björgvinsson forstjóri Mjólk- ursamsölunnar kynnti Fernuflug, örsagna og ljóðasamkeppni sem Mjólkursamsalan efnir til á tungu- málaárinu í samstarfi við mennta- málaráðuneytið, Íslenska málnefnd og Samtök móðurmálskennara. Unglingum í þremur efstu bekkjum grunnskólans er boðið að spreyta sig á því að skrifa ljóð eða örsögur til birtingar á mjólkurfernum. Ef vel tekst til má gera ráð fyrir því að allt að 64 textar eftir jafnmarga höfunda verði valdir til birtingar. Guðlaugur segir að þeir textar sem verða valdir verði notaðir í tvö ár, og gera megi ráð fyrir að hver texti verði birtur um 600 sinnum, og alls verði um 40 milljónir mjólkurferna undirlagðar af skáldskap barnanna á þessum tíma. Frá því að Mjólkursamsalan hóf að birta málfarsábendingar og texta á mjólkurfernum, fyrir um sjö árum, hafa um 150 milljón slíkar mjólkurfernur ratað inn á íslensk heimili. Vigdís Finnbogadóttir verð- ur formaður og sérstakur verndari keppninnar, en hún er jafnframt sendiherra tungumála hjá UNESCO, menntunar-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sínu lýsti Vigdís aðdáun sinni á framtaki Mjólkur- samsölunnar og afstöðu fyrirtækis- ins til móðurmálsins. „Ég hef verið snortin af því að þið skylduð beita ykkur fyrir því að auðga og dýpka orðaforða landsmanna. Þetta er fjarskalega gott fyrir unga fókið og átakið til fyrirmyndar.“ Vigdís sagði það líka til sérstakrar fyrirmyndar að þau börn sem eigi sér annað móð- urmál en íslensku stæðu jafnfætis hinum og fengju að skrifa á sínu móðurmáli. „Við erum að verða fjöl- menningarþjóð og það er brýnt að þeir sem tala erlend tungumál sitji við sama borð og þau börn sem eru borin og barnfædd hér.“ Vigdís sagðist ekki hafa orðið vör við svipuð verkefni erlendis. „En það er endalaust verið að nefna Ís- land við mig sem fordæmi í varð- veislu tungumálsins. Það er mjög lit- ið til okkar um málvernd og málsköpun, þetta erum við þekkt fyrir.“ Vigdís sagði sérstaklega gott hvað mjólkurfernurnar hefðu hjálp- að fólki að rifja upp merkingu orða- tiltækja sem tengjast fornum at- vinnuháttum. „Ef við missum tengsl við þessi orðatiltæki þá missum við líka tengsl við bókmenntirnar; – stórar bókmenntir eins og Laxness, að ég tali ekki um Biblíuna.“ Guð- laugur sagði börn alla tíð hafa sýnt mjólkurfernutextunum mikinn áhuga, og því væri við hæfi að gefa þeim nú sérstakt tækifæri til þess að tjá sig á þessum vinsæla og víðlesna miðli. Ágústa Rut, Steinunn, Sól Margrét og Anna Fríða ætla að læra frönsku. Vigdís Finnbogadóttir ræðir við börnin á evrópska tungumáladeginum. Dýrmæti og mikilvægi tungunnar brýnd fyrir skólabörnum á degi evrópskra tungumála Börn skálda á fernur Morgunblaðið/Þorkell Iðunn telur reiprennandi upp að tuttugu á spænsku og segir svo „ola“!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.