Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 28

Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ á sviði Íslensku óperunnar Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona er gestur Óperunnar í hlutverki Pamínu á sýningunum 29. og 30. september og 13. og 14. október. Tryggðu þér miða! Sími miðasölu: 511 4200 PAMÍNA Auður stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og Tónlistarháskólanum í Stuttgart og er nú starfandi söngkona í Þýskalandi. Hún fór með hlutverk Mímíar í uppfærslu Íslensku óperunnar á La Bohème á síðastliðnum vetri. H VAÐ eiga kóngur, kjáni og illmenni sameiginlegt? Jú, þeir holdgervast iðu- lega í bassasöngv- urum á óperusviði. Og bassinn kann að bregða sér í fleiri gervi, svo sem prestsins, gjálífismannsins, krypp- lingsins og heimspekingsins, líkt og gestir fá að kynnast á tónleikum Bjarna Thors Kristinssonar í Saln- um í kvöld kl. 20. „Bassinn getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Það er helst að það vanti elskhugann á þennan lista. Tenórarnir fá alltaf fegurstu fljóð- in,“ segir Bjarni Thor og mæða og glettni mætast í svipnum. En hver af þessum heið- ursmönnum er þér kærastur? „Þú segir nokkuð. Skemmtilegast væri að glíma við persónu sem er allt þetta í senn. Þær eru líklega ekki til. Annars hef ég oftast sungið kjána í gegnum tíðina, aldrei alvöru ill- menni. Sennilega kemst Baron Ochs úr Rósariddaranum næst því að vera illmenni. Fólk finnur hins vegar allt- af til með honum líka, þannig að hann telst eiginlega ekki með.“ Bjarni mun á tónleikunum syngja aríur úr óperum eftir Wagner, Moz- art, Verdi, Gounod, Rossini og fleiri, auk laga úr söngleikjum eftir Gershwin, Kern og Loewe. Með honum leikur austurríski pí- anóleikarinn Franz Carda en þeir kynntust þegar söngvarinn stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskól- ann í Vín. „Við höfum unnið töluvert saman en Franz gerir mikið af því að leika með á tónleikum með óvenju- legri efnisskrá, eins og þessum. Við fluttum þessa dagskrá úti í Aust- urríki í vor og hlökkum til að sjá hvernig Íslendingar taka henni.“ Velur sín verkefni Bjarni er búsettur í Vínarborg og var um skeið fastráðinn við Þjóð- aróperuna þar í borg. Fyrir tveimur árum sneri hann sér aftur á móti al- farið að lausamennsku. „Hlutirnir hafa gerst mjög hratt. Það eru ekki nema fjögur ár frá því ég stóð fyrst á óperusviði og nú er ég kominn þang- að sem ég vil vera – get valið mín verkefni. Það var töluvert lagt undir í upphafi og ég var heppinn að fá strax aðalhlutverk. Ég hef líka verið heppinn með samstarfsfólk – leik- stjóra og hljómsveitarstjóra – og uppfærslur og náð að sýna hvað í mér býr. Það er mikið úrval af söngvurum í heiminum en það er mér í hag að bassarnir eru alls ekki svo margir, sérstaklega í þýska fag- inu, sem ég syng mikið.“ Er Wagner þá þínar ær og kýr? „Já, Wagner er að hellast yfir mig. Ég hef mikið yndi af þeirri glímu. Raunar má segja að ég sveiflist öfg- anna á milli, því ég hef líka verið að syngja Mozart heilmikið. Það er ákaflega hollt fyrir röddina að fást við þá félaga á sama tíma.“ En hvar ertu aðallega að syngja? „Fram að þessu hef ég mest sung- ið í Austurríki og Þýskalandi. Í Vín- arborg, Wiesbaden og Berlín, svo dæmi séu tekin. Nú er ég hins vegar að færa út kvíarnar, meðal annars til Ítalíu og Bandaríkjanna. Næsta sýn- ing hjá mér verður Hollendingurinn fljúgandi eftir Wagner í Veróna og eftir áramót þreyti ég frumraun mína í Chicago í annarri Wagner- óperu, Parsífal. Þar verð ég í einu aðalhlutverkanna. Það er reyndar gaman að segja frá því að fjórir af fimm helstu söngvurunum í þeirri uppfærslu eru Norðurlandabúar. Á sama tíma mun ég svo syngja í Töfraflautunni eftir Mozart í sömu borg, þótt þar sé um mun minna hlutverk að ræða. Loks má nefna að ég syng í Parísaróperunni á næsta ári. Þeir voru raunar búnir að bjóða mér að koma nú í haust en ég varð því miður að hafna því tilboði vegna annarra skuldbindinga.“ Alltaf að hitta íslenska söngvara Þú kemur hingað frá Vínarborg. „Já, ég var að syngja í lokasýn- ingu á Meistarasöngvurunum frá Nürnberg í Þjóðaróperunni síðast- liðinn laugardag. Það er sýning sem gengið hefur í tvö ár. Þetta var frá- bært kvöld og mikil stemmning. Við vorum klöppuð fram aftur og aftur. Sama kvöld var annar íslenskur söngvari, Kristján Jóhannsson, að syngja í borginni, nánar tiltekið í Ríkisóperunni.“ Já, þið eruð alltaf að rekast hver á annan, íslenskir óperusöngvarar, úti í hinum stóra heimi. „Mikil ósköp. Ég hitti Kristján síðast á Sikiley í vor, þar sem við vorum báðir að syngja. Fyrir skemmstu vorum við líka allir að syngja í Berlín sama kvöldið, ég, Kristján og Gunnar Guðbjörnsson. Við vorum að hlæja að þessu í hlut- fallslegu samhengi. Ef jafn stórt hlutfall þýskra söngvara ætti að koma fram sama kvöldið kæmust þeir líklega ekki fyrir í einu húsi.“ Hvaða hlutverk varstu að syngja í Berlín? „Ég var að syngja Osmin í Brott- náminu úr kvennabúrinu eftir Moz- art. Hlutverk sem er að festast við mig. Næst syng ég það í Flórens í maí á næsta ári. Þar verður sjálfur Zubin Metha við stjórnvölinn. Það verður spennandi.“ En hvaða slóðir eru ótroðnar? „Það er ítalska fagið. Ég hef lítið sem ekkert sungið það. Það stendur þó til bóta. Í vetur verð ég til dæmis í Ástardrykknum eftir Donizetti í Þjóðaróperunni í Vínarborg.“ Þú flengist greinilega heimshorna á milli. Hvernig gengur þér að laga þig að lífinu í lausamennskunni? „Það gengur bara vel. Þetta er al- gjört forréttindastarf. Auðvitað felst ákveðið öryggi í fastráðningu en þegar maður hefur úr svona mörg- um verkefnum að moða er miklu meira spennandi að vera í lausa- mennskunni. Það er svo gefandi að prófa eitthvað nýtt. Ekki svo að skilja að þetta sé eintómur dans á rósum. Þetta er erfitt starf og krefj- andi. Ferðalögin geta verið slítandi. Björtu hliðarnar eru bara svo marg- falt fleiri.“ En er ekki erfitt að halda heimili við þessar aðstæður? „Það getur verið það. Maður er mikið að heiman. Ég á hins vegar kærustu sem líka er óperusöngvari, Eteri Gvazava, sópran frá Síberíu, þannig að hún sýnir þessu fullan skilning. Hún er líka í lausamennsku þannig að við getum hagað seglum eftir vindi. Við reynum jafnan að skipuleggja verkefnin þannig að við getum varið sem mestum tíma sam- an.“ Tónlistarleg heimþrá Þinn starfsvettvangur er að mestu erlendis. Leggurðu mikið upp úr því að koma heim til tónleikahalds, eins og nú? „Mjög mikið. Mér finnst, eins og öllum íslenskum söngvurum, alltaf jafn gaman að koma heim að syngja. Það þyrftu bara að vera fleiri tæki- færi. Ég hef ekki sungið hér lengi sem gerir þetta ennþá skemmti- legra. Eigum við ekki að segja að ég hafi verið kominn með tónlistarlega heimþrá! Ég lít líka á það sem skyldu mína að leyfa söngunnendum hér heima að fylgjast með mér. Hér fékk ég fyrsta nestisboxið og án þess hefði ég aldrei orðið söngvari.“ Íslenska óperan fastréð á dög- unum söngvara í fyrsta sinn. Fylg- istu með gangi mála þar á bæ? „Já, ég fylgist með Óperunni. Mér líst vel á þróunina þar og held að þessi ráðning sé skref í þá átt að festa sönglíf í sessi á Íslandi. Ég er ekki búnn að sjá Töfraflautuna ennþá en sé að margir góðir söngvarar taka þátt í þeirri sýn- ingu.“ En hvað með tónlistarhús? „Mér finnst sú umræða aftur á móti á villigötum. Það er út í hött að gera ekki ráð fyrir óperu í þeim áformum öllum. Í borgum í Þýskalandi er þetta allt undir sama þaki; sinfóníuhljóm- sveitir, óperur og jafnvel ballett, og allir á einu máli um að það sé marg- falt hagkvæmara. Hér er hver að vinna í sínu horni. Nokkuð sem við höfum hreinlega ekki efni á.“ Stjórn Íslensku óperunnar ákvað á dögunum að fela óperustjóra að kanna hug stjórnvalda til þess sjón- armiðs að hafa óperustarfsemi í fyr- irhuguðu tónlistarhúsi. „Ég fagna því framtaki. Það er ekkert vit í öðru. Það er góður andi í Gamla bíói en starfsemin er fyrir löngu búin að sprengja það húsnæði utan af sér. Það er því lífsspursmál fyrir Íslensku óperuna að fá inni í tónlistarhúsinu. Eða sjá menn fyrir sér að reist verði sérstakt óperuhús hér á landi á næstu árum?“ Er það fleira en aðstöðuleysi sem háir tónlistarlífinu, að þínu mati? „Mér hefur alltaf fundist vanta upp á að Íslendingar kunni að njóta tónlistar – og bara listar almennt. Það þykir sjálfsagt mál að senda börn í tónlistarnám en það vantar al- veg að kenna fólki að setjast niður og njóta listarinnar. Fólk tiplar oft á tánum í kringum listina, eins og hún komi því ekki við. List er ekki fyrir fámenna forréttindahópa, list er fyr- ir almenning. Hennar hlutverk er að þroska okkur og örva. Þarna finnst mér að skólakerfið geti gert betur.“ orri@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Bjarni Thor Kristinsson: Kóngur, um kjána, frá illmenni til prests. ’ Það er góður andi í Gamla bíói en starfsemin er fyrir löngu búin að sprengja það húsnæði utan af sér. Það er því lífsspurs- mál fyrir Íslensku óperuna að fá inni í tónlistarhúsinu. ‘ Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari er kominn heim til að syngja á tónleikum í Salnum í kvöld. Setur hann þar upp ólík andlit. Orri Páll Ormarsson fór til fundar við Bjarna sem hefur í mörg horn að líta á óperusviðinu. Af kóngi, kjána og illmenni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.