Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 29

Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 29 Nýjar haustvörur Mörg þúsund pör 20—50% afsláttur Margar gerðir Verð kr. 5.500 — 1.000 — 2.000 ALLT Á AÐ SELJAST Kringlan sími 568 6062 ERSLUNIN HÆTTIR Nýjar haustvörur - Mörg þúsund pör 20-50% afsláttur Margar gerðir Verð frá kr. 1.000 — kr. 2.000 ALLT Á AÐ SELJAST FJÖLDI gesta sótti hátíðardagskrá íslenskudeildar Manitoba-háskóla í Winnipeg um helgina í tilefni 50 ára afmælis deildarinnar. „Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum,“ segir David Arnason, deildarforseti. „Deildin fékk góða kynningu og við fengum gesti víðs vegar að.“ Eftir að David Arnason hafði kynnt dagskrána fyrir gestum hófust þriggja daga hátíðarhöld við Mani- toba-háskóla í Kanada með því að Haraldur Bessason, fyrrverandi rekt- or Háskólans á Akureyri og áður deildarforseti íslenskudeildar Mani- toba-háskóla í 31 ár, opnaði sýn- inguna „Heimskautslöndin unaðs- legu: Arfleifð Vilhjálms Stefáns- sonar“ og flutti síðan erindi um Vilhjálm. „Ég hef oft hlustað á Harald og yfirleitt hefur hann verið góður en aldrei betri en nú,“ segir Neil Bardal, kjörræðismaður Íslands í Manitoba, og David Arnason tekur í sama streng, en Haraldur var sérstakur heiðursgestur. „Um 110 manns hlustuðu á hann og skemmtu sér vel en í hópnum voru margir fyrrverandi nemendur Haraldar.“ Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg flutti ávarp áður en boðið var til móttöku á vegum ís- lenskudeildarinnar og íslensku ræð- ismannsskrifstofunnar í Winnipeg. Á öðrum degi voru sýndar tvær myndir eftir kandadíska kvikmynda- gerðarmenn af íslenskum ættum og nokkur ung skáld lásu úr verkum sín- um. David Arnason las kafla úr nýrri bók sinni, King Jerry, Freyja Arna- son söng þjóðlög og John Samson, að- alsöngvari rokkhljómsveitarinnar The Weakerthans, söng nokkur lög. Yfir hátíðarkvöldverði ræddi David Arnason um íslensku deildina og dr. T. Kenneth Thorlakson, læknir og formaður söfnunarnefndarinnar Met- ið íslenska nærveru, Valuing Ice- landic Presence, sem stóð að söfnun til að treysta stöðu íslenskudeildar- innar og íslenska bókasafnið við Manitoba-háskóla, talaði um stofnun deildarinnar. Þess má geta að faðir hans, dr. Paul Henrik Thorbjorn Thorlakson, átti stóran þátt í að safn- ið og deildin urðu að veruleika á sín- um tíma. Þórarni Eldjárn var boðið til hátíðarinnar og las hann úr verkum sínum við þetta tækifæri. Á þriðja degi flutti annar gestur frá Íslandi, Hallgerður Gísladóttir, deild- arstjóri þjóðháttadeildar Þjóðminja- safns Íslands, erindi um sérkenni ís- lenskra matarhátta og ætlaði spurn- ingum aldrei að linna í kjölfarið. Þórarinn og Hallgerður héldu síðan til Gimli og Árborgar þar sem þau endurtóku leikinn. „Við erum mjög ánægð með hvern- ig til tókst. Fólk kom akandi frá ná- grannabyggðunum og fjöldi manns flaug hingað frá stöðum eins og Van- couver og Montreal til að minnast tímamótanna með okkur,“ segir Dav- id og bætir við að hátíðinni verði fylgt eftir með ýmsum uppákomum í vetur. 50 ára afmæli íslenskudeildar Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada Ljósmynd/Kristín M. Jóhannsdóttir Fyrrverandi nemendur Haraldar Bessasonar heiðruðu hann með nærveru sinni á fyrirlestri hans, en hér situr hann fyrir framan þá.     Góð kynning og fjöldi gesta JPV-útgáfa gefur út ljóðabækur og skáldsögur fimm höfunda á þessu hausti. Guðbergur Bergsson sendir frá sér ljóðabók- ina Stígar en ekki hefur komið út ljóðabók eftir Guðberg síðan Flateyjar-Freyr kom út 1978. Stígar er að sögn útgefanda óvenjulega per- sónuleg ljóðabók þar sem ljóðin mynda áhrifa- mikla heild þótt þau séu skrifuð á ýmsum tímum. Bók um skáld- skapinn, ævina og hugmynd- irnar. Flóttinn er önnur skáldsaga Sindra Freys- sonar en hann hlaut Bók- menntaverðlaun Halldórs Lax- ness fyrir fyrstu skáldsögu sína. Flóttinn fjallar um Þjóðverja sem örlögin leiða til Íslands í þann mund sem seinni heims- styrjöldin brýst út. Þegar Bretar hernema Ísland er honum kastað út í hringiðu æv- intýralegs flótta í harðbýlu landi. Þórunn Valdi- marsdóttir fékk DV-verðlaunin og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir síðustu skáld- sögu sína. Nú sendir hún frá sér skáldsöguna Hvíti skugginn. Þar segir frá fólki sem opnar synda- pokann sinn á fundum í Hljóm- skálanum og skriftar á vefsíðum. Um leið og þau segja eigin sögu á vegum félagsskaparins, fer saga þeirra í gang. Ljóðtímaleit er ellefta ljóðabók- in sem Sigurður Pálsson sendir frá sér og er annað bindi ljóð- tímasafns sem hófst með Ljóð- tímaskyni. Jónas Þorbjarnarson sendir frá sér ljóðabókina Hliðargötur en það er sjötta ljóðabók hans. Þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur Sigurður Pálsson Þórunn Valdi- marsdóttir Sindri Freysson Guðbergur Bergsson JPV-útgáfa Í TJARNARSAL Ráðhússins stendur yfir sýningin Mynd og málstaður og er þar stiklað á stóru í sögu herstöðvarand- stöðu frá stríðslokum með áherslu á myndlist og þá eink- um þann þátt hennar sem kall- ast pólitískar teikningar. Þessi listgrein er vinsæl erlendis en hefur einkum birst í skrípa- myndum af stjórnmálamönn- um hér á landi. Á sýningunni er tekið þver- snið af því sem sem ýmsir listamenn hafa lagt fram til herstöðvaandstöðu og friðar- mála. Sýningin stendur til 7. októ- ber og er opin alla daga. Að- gangur er ókeypis. Pólitískar teikningar í Ráðhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.