Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 31
DAGSKRÁIN var haldin íHátíðarsal Háskólans ogfluttu þrír fyrirlesararerindi um tungumál,
þýðingar og mikilvægi samskipta
milli ólíkra menningarheima. Guð-
bergur Bergsson rithöfundur flutti
erindi um menningargildi þýðinga,
Fríða Björk Ingvarsdóttir bók-
menntafræðingur fjallaði um menn-
ingarlæsi og Gauti Kristmannsson
þýðingarfræðingur ræddi um fjöl-
miðla og tvítyngi. Milli fyrirlestra
fluttu erlendir nemendur við Há-
skóla Íslands ljóð og spakmæli á
móðurmáli sínu og Guðbjörn Guð-
björnsson tenór og þýskunemi söng
ljóð og kvæði á þremur tungumál-
um.
Dagur evrópskra tungumála var
haldinn um alla Evrópu til að minna
á að árið 2001 er evrópskt ár tungu-
mála. Meðal markmiða þess er að
benda á og hlúa að þeim fjölbreyti-
legu þjóðtungum sem talaðar eru í
álfunni, og hvetja til samskipta og
skilnings milli ólíkra mál- og menn-
ingarheima. Við kynningu dagskrár-
innar ítrekaði Viola Miglio lektor í
spænsku hversu brýn slík samskipti
væru í ljósi hinna hörmulegu ofbeld-
isverka í heiminum á síðustu vikum.
Harmsaga
þýðandans
Í fyrirlestri sínum vék Guðbergur
Bergsson að sérstöðu bókmennta og
þýðinga þeirra í nútímasamfélagi.
Sagði hann bókmenntir geyma
dýpstu vitund þjóða jafnframt því
sem þær byðu kynslóðunum upp á
sífellt nýja og óvænta aðferð við að
hugsa og skilgreina hugmyndir.
Þó hafi þýðingar slíkra verka mál-
og menningarheima á milli sjaldnast
verið taldar nauðsynlegar að mati
ráðamanna. Þýðingum væri einkum
sinnt á nauðsynjagrundvelli og þar
sem markaðurinn kallaði. Því hafi
þýðingar á fagurbókmenntum að
mestu verið „unnar af hugsjóna-
mönnum með óljóst takmark í huga
en um leið ákveðið.“ Guðbergur
ræddi jafnframt nánar þá vinnu sem
fælist í þýðingu bókmenntaverks,
sem krefðist þess að þýðandinn
færði bókmenntirnar úr uppruna-
legu umhverfi sínu yfir í annað fram-
andi málsvæði. Þannig glímdi þýð-
andinn við blæbrigði, sem
ógerningur væri að flytja yfir á ann-
að tungumál og yrði þýðandinn helst
að kunna fyllilega skil á báðum
tungumálum og menningarheimum
þeirra. Lýsti Guðbergur vanda þýð-
andans svo: „Hinn sjálfstæði þýð-
andi er látlaust í angistarfullu hlut-
verki trúskiptings sem vinnur af
eldmóði helst til þess að öðlast trú á
sjálfan sig, ekki á lesandann eða lært
fólk eða menninguna í heimalandi
sínu. Hann hefur ekki hugmynd um í
hvernig jarðveg starf hans fellur. Að
lokum einkennist harmleikur hans
af því að hann veit ekki lengur af
hvaða málheimi hann er, hvort hann
á heima í tungumálinu sem hann
þýðir á eða frummálinu.“
Þá bætti Guðbergur við að sjálf-
um hefði honum reynst farsælast að
halda sig á hlutlausu málsvæði og
leita þar í eigin barmi að þeim jarð-
vegi sem sagan er sprottin úr.
Utanaðkomandi
sjónarhorn
Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallaði
um hugtakið menningarlæsi og lýsti
því hvernig hugtakið vísar til hæfni
manna til að lesa milli lína eigin
menningarheims og greina þar hin
ólíku viðhorf og gildi sem móta sam-
félagið og einstaklingana sem það
byggja. Fjallaði hún ennfremur um
bókmenntirnar sem mikilvægan
vettvang slíks menningarlesturs,
enda væru tungumál og texti sam-
sett úr margvíslegri orðræðu, upp-
runninni úr mörgum ólíkum menn-
ingum og tímum.
Hæfni einstaklinga til að lesa úr
þessum textum, sagði Fríða, byggði
á reynslu hans og þekkingu á um-
heiminum. Benti hún á að oft þyrfti
utanaðkomandi sjónarhorn til að
koma auga á þann heim sem liggur
milli lína hversdagsleikans, og birt-
ist það ef til vill skýrast í þeim þætti
sem breskir rithöfundar úr röðum
innflytjenda, hafa átt í því að færa
breskum lesendum nýja sýn á eigið
samfélag, og horfast í augu við
menningarlega breidd sína.
Í framhaldinu sagði Fríða að sem
landfræðilega einangruð og menn-
ingarlega einsleit þjóð, væri það Ís-
lendingum sérlega mikilvægt að
leggja áherslu á að opna fyrir sam-
ræðu við ólíka menningarheima og
væru bókmenntir og þýðingar mik-
ilvægur farvegur þess. Þannig ættu
Íslendingar að leggja meiri áherslu
á að koma eigin bókmenntum á
framfæri í þýðingum erlendis og
ekki síður að þýða meira úr erlend-
um málum og gera þýðingar að hluta
af íslenskum bókmenntaheimi.
Að lokum sagðist Fríða vonast til
þess að sá tími rynni upp að viðhorf
aðfluttra Íslendinga fái að hljóma og
auðga umræðuna í íslensku bók-
menntalífi. „Þegar Tælendingar,
Pólverjar eða einhverjir aðrir, hefja
upp raust sína um vestfirsk sjávar-
þorp í íslenskum skáldskap munum
við ekki einungis verða margs vísari
um skörun ólíkra viðhorfa. Við mun-
um líta sjálf okkur öðrum augum og
endurskoða viðhorf okkar bæði til
fortíðar og framtíðar. Og þegar þær
bækur verða þýddar á erlend mál,
verður nýrri vídd bætt við skilning
umheimsins á okkur sem þjóð.“
Þýðingar sem söluvara
Gauti Kristmannsson fjallaði um
áhrif hinnar alþjóðlegu fjölmiðlunar
á tungumál. Beindi hann einkum
sjónum að íslenskun erlends sjón-
varps- og kvikmyndaefnis, sem
ástunduð hefði verið af takmörkuð-
um efnum og gæðakröfum þrátt fyr-
ir yfirgnæfandi hlutfall erlends kvik-
myndaefnis í fjölmiðlum og kvik-
myndahúsum landsins.
Gauti sagðist ósammála oftrú á
ensku sem móðurmál hins alþjóða-
vædda heims og vantrú á þörfinni
fyrir þýðingar. Nefndi hann fram-
leiðslumarkað DVD-mynddiska sem
dæmi þess að stórfyrirtæki hefðu
gert sér ljóst að neytendur velji
fremur þýtt efni. „Bandarísk dreif-
ingarfyrirtæki leggja fé í það að láta
þýða DVD-diskana sína á íslensku
og borga betur fyrir en allar sjón-
varpsstöðvar í þessu landi. Ég held
að það sé óhætt að fullyrða að þessi
fyrirtæki gera þetta hvorki af gæð-
um sínum eða til að friða íslenska
þjóðernishyggju, heldur til að selja
vöru sína og forsenda fyrir því er ís-
lenskur texti,“ sagði Gauti. Skýring-
ar á heimsyfirráðum Hollywood í
kvikmyndaframleiðslu, sagði hann
að finna mætti að hluta til í því að
framleiðendurnir hefðu alla tíð litið á
þýðingar sem hluta af markaðssetn-
ingu sinni. „Það er oft sagt um
Bandaríkjamenn að þeir hugsi lítið
um önnur mál en ensku, en það á
ekki við um Hollywood,“ sagði Gauti
og bætti við að Hollywood-iðnaður-
inn hefði nefnilega alltaf verið með-
vitaður um að gæði þýðinga tryggði
útbreiðslu kvikmyndanna.
Gauti benti í framhaldi á að Holly-
wood hefði undanfarin ár unnið að
því að styrkja tök sín á þýðingar- og
dreifingarmarkaði og færi sú þróun
algjörlega fram án afskipta viðtöku-
þjóðanna. Sagði Gauti það lýsa
sinnuleysi ráðamanna í Evrópu sem
gerði Hollywood jafnframt kleift að
hafa sína hentisemi með dreifingu
kvikmynda um heim allan. „Nýlegt
dæmi um það má finna frá liðnum
vetri á Íslandi þar sem Ríkisútvarpið
–Sjónvarp neyddi þýðendur sína til
að afsala sér höfundarrétti sínum.
Ástæðan var sú að dreifingaraðilar í
Bandaríkjunum gerðu það að skil-
yrði fyrir kaupsamningum á efni,“
benti Gauti á að lokum og minnti
þannig á að nauðsynlegt væri að
vera á verði hvað framtíðarhlutverk
þýðinga í heiminum varðaði.
Morgunblaðið/Þorkell
Guðbergur Bergsson rithöfundur var meðal þeirra sem héldu erindi á
degi evrópskra tungumála í gær. Lýsti hann meðal annars á tilþrifa-
mikinn hátt hlutskipti þýðandans í samfélaginu.
Samskipti menn-
ingar- og málheima
heida@mbl.is
Dagur evrópskra tungumála var haldinn í gær og efndi
Stofnun í erlendum tungumálum af því tilefni til hátíðardagskrár
í Háskóla Íslands í samvinnu við Hugvísindastofnun. Heiða
Jóhannsdóttir hlýddi á erindi sem flutt voru af því tilefni.
ks en þeir
hafa verið
m Hússein
rstaklega
andaríkj-
af fullum
séð en að
ssar niður
g að sjón-
orðið ofan
a
Donalds
á þriðju-
sa skoðun
Rumsfeld
mönnum í
ð „stríðið
önnunum“
saman og
yrði ekki
með „alls-
ekur sér-
sögulegu
að beita:
mun ekki
m að engir
itaðir við
ð í Miss-
um vísaði
damanna í
a einstaka
til í því
ndan nas-
samninga
ndirritaðir
Missouri
art túlkuð
andaríkja-
menn hafi horfið frá því að gera alls-
herjar árás á Afganistan til að upp-
ræta þar stöðvar og búðir
hryðjuverkaleiðtogans Osama bin
Ladens og jafnvel að ráðast um leið
að talibana-stjórninni illræmdu,
sem þar ræður ríkjum. „Horfið frá“
er ef til vill hæpið orðalag því ekkert
er í raun vitað um hversu langt
Bush forseti var tilbúinn að ganga á
fyrstu stigum þessa „nýja stríðs“,
sem hann kveður hinn siðmenntaða
heim nú eiga í. En orð ráðherrans
hljóta að vekja upp vangaveltur um
að stefna Powells hafi sigrað innan
ríkisstjórnarinnar og að áfram verði
unnið að því að skapa sem víðtæk-
asta samstöðu gegn ógninni, sem
stafar af skipulögðum hryðjuverka-
samtökum. „Stríðið“ mun standa
árum saman og þess er ekki að
vænta að fullnaðarsigur vinnist.
„Ameríka fyrst“-stefnan sýnist á
undanhaldi. Reynist það rétt kann
að fara svo að öll framganga stjórn-
ar George W. Bush á alþjóðavett-
vangi taki algjörum stakkaskiptum.
Óráðlegt er á hinn bóginn að spá
nánar um þau áhrif á þessari
stundu.
Colin Powell var þegar í upphafi
falið að hafa forustu um myndun
þess „hnattræna bandalags“, sem
Bush forseti sagði að myndað yrði
gegn hryðjuverkaógninni. Ekki
verður annað sagt en að
frammistaða Powells
hafi verið sérlega sann-
færandi. Bandamanna
hefur verið leitað á ólík-
legustu stöðum, nefna
má Íran, Norður-Kóreu og jafnvel
Kúbu í því viðfangi. Powell hefur
tryggt að vestrænir bandamenn
Bandaríkjanna standa þétt við bak
þeirra í þessari baráttu. Með mynd-
un títtnefnds bandalags geta
Bandaríkjamenn varist þeirri gagn-
rýni að þeir hyggist blása einir síns
liðs til herferðar gegn íslam.
Rússar í lykilstöðu
Mesta athygli vekur þó hversu
vel Rússar með Vladímír Pútín for-
seta fremstan í flokki hafa tekið
málaleitan Bandaríkjamanna. Pútín
hefur m.a. lýst yfir því að Rússar
hafi ekkert á móti því að Banda-
ríkjamenn og bandamenn þeirra
nýti flugvelli og hernaðaraðstöðu í
fyrrum Mið-Asíulýðveldum Sovét-
ríkjanna. Slíkt kann að reynast sér-
lega þýðingarmikið í þeim takmörk-
uðu árásum og fjölmörgu herförum
sérsveita, sem í vændum eru í Afg-
anistan og jafnvel víðar. Afstaða
Pútíns hlýtur að teljast til rétt-
nefndra stórtíðinda. Á árum kalda
stríðsins var grimmileg stórvelda-
barátta háð í Afganistan, sem var á
gráu svæði með tilliti til valdajafn-
vægis og var löngum kallað „veik-
leiki“ sovétveldisins sökum þessa.
Við því ástandi brugðust Sovét-
menn með innrás 1979 og þeir héldu
herliði í landinu í tíu blóði drifin ár.
Bandaríkjamenn studdu skæruliða,
mújaheddín, sem á Vesturlöndum
voru iðulega nefndir „frelsissveitir“.
Þessar „frelsissveitir“ mynda nú
kjarnann í liðsafla talibana-stjórn-
arinnar. Rússar hafa nú ákveðið að
styðja stjórnarandstöðuna, Norður-
bandalagið, með vopnasendingum
og Bandaríkjamenn sýnast sam-
mála þeim um að heppilegast sé að
koma stjórn talibana frá völdum.
Stórveldin hafa komist að sam-
komulagi um pólitísk framtíðar-
markmið í ríki, sem þau forðum
börðust um.
Aðild Rússa að hinu „hnattræna
bandalagi“ Bandaríkjaforseta er
gríðarmikilvægur viðburður. Afleið-
ingar hans munu að líkindum koma
fram með ýmsum hætti á næstu ár-
um haldi bandalagið, sem engin
ástæða er til að efast um nú, sér-
staklega í ljósi þess að staða Pútíns
á heimavelli virðist sterk. Alltjent
hlýtur af augljósum ástæðum að
teljast „heppilegt“ að þessi miklu
tíðindi skyldu ekki ríða yfir í for-
setatíð Borís Jeltsíns.
Hver verða launin?
Rússar munu á hinn bóginn ætl-
ast til þess að þeim verði launuð lið-
veislan. Athyglin beinist vitanlega
að hinu boðaða eldflaugavarnar-
kerfi Bandaríkjaforseta, sem raun-
ar er eitt skýrasta birtingarform
„Ameríka fyrst“-stefnunnar. En
beinar afleiðingar þessarar þátt-
töku Rússa í bandalaginu gegn
hryðjuverkum verða án efa fleiri og
mun víðtækari. Rússar eiga í stríði
við skæruliða, sem þeir telja
„hryðjuverkamenn“ í Tsjetsníju.
Munu Bandaríkin og stuðnings-
þjóðir þeirra geta andmælt þeim
hernaði? Að auki verður sérlega
fróðlegt að fylgjast með því hvort
áformum um frekari stækkun Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) með
inngöngu Eystrasaltsríkjanna
þriggja verður fylgt áfram af sama
þunga og fram til þessa. Má raunar
geta þess í framhjáhlaupi að athygl-
in hér á landi hlýtur sérstaklega að
beinast að stefnu Norðurlandaþjóð-
anna í NATO í þessu viðfangi en
þær hafa verið áköfustu talsmenn
þess að Eystrasaltsríkin fái aðgang
að NATO strax á næsta ári þrátt
fyrir mjög eindregna andstöðu
Rússa. Íslensk stjórnvöld hafa fyllt
þennan flokk.
Eitt er að minnsta kosti ljóst; í
samskiptum Bandaríkjamanna við
ríki á borð við Rússland og arabarík-
in mun mjög reyna á diplómatíska
hæfileika Colins Powell. Framganga
hans hefur komið mörgum á óvart
því sumir töldu að fyrrum hershöfð-
ingi og formaður herráðs Bandaríkj-
anna hefði ef til vill ekki þá eigin-
leika, sem þörf væri á í starfi
utanríkisráðherra, „ofurdiplómats“
Bandaríkjanna. Powell hefur hins
vegar sýnt að hann er
diplómat í þungavigtar-
flokki og reynsla hans
úr Persaflóastríðinu
þegar Bandaríkjamenn
mynduðu alþjóðlegt
bandalag gegn Saddam Hússein
Íraksforseta nýtist honum sýnilega
vel. Það sama á við um Dick Cheney
varaforseta, sem var varnarmála-
ráðherra á dögum Persaflóastríðis-
ins fyrir áratug. Hryðjuverkaárásin
hinn 11. þessa mánaðar hefur því nú
þegar haft víðtæk og djúpstæð áhrif
á stöðu áhrifamanna, málefni, heilu
ríkisstjórnirnar og samskipti þjóða.
Eðlilegt er að athyglin beinist eink-
um að Powell og samskiptunum við
Rússa nú um stundir en fullyrða má
að enn grilla menn aðeins rétt í
toppinn á ísjakanum margfræga.
yrst“
aldi
ell
þeim
kis-
gð
ir
nna
Reuters
erkamönnum og halda því saman.
Powell býr yfir
mikilvægri
reynslu
asv@mbl.is