Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 34
UMRÆÐAN
34 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
austboðinn ljúfi:
pyngjan léttist og
léttist og léttist.
Ekki það að
þyngsli hafi verið
til vandræða, en þegar haust-
laufin falla þarf jafnan að fjár-
festa í ýmsum nauðsynjum vegna
skólagöngu barnanna, borga fyrir
handbolta- og fimleikaæfingar,
a.m.k. fram að jólum, píanó- og
blokkflaututíma, blak og frúar-
leikfimi húsmóðurinnar og
bumbubolta eiginmannsins. Við
förum í Námsflokkana og Endur-
menntunarstofnun að vanda, á
alls lags föndur-, smíða- og mat-
reiðslunámskeið, kaupum okkur
að sjálfsögðu áskriftarkort í öll
leikhús sem bjóða upp á slíkt og
árskort á Ís-
landsmótið í
handbolta og
körfubolta.
Haustferð yfir
hafið er líka
bráðnauðsyn-
leg, og öruggast er að panta strax
og borga pláss við jólahlaðborð,
allar helgar á aðventunni.
Síðast en ekki síst þarf vita-
skuld að endurnýja allt í fata-
skápnum fyrir veturinn. Enginn
getur látið sjá sig í sömu fötunum
og í sumar, að ég tali nú ekki um
úreltu druslunum sem klæðst var
í fyrravetur.
Haust- og vetrartískan er kom-
in í flestar verslanir og fjölmargt
sem gleður augað. Að vanda hafa
tískuhönnuðir sótt innblástur sinn
víða, t.d. til fatnaðar hefð-
arkvenna fyrri alda. Rykkingar á
skyrtum og yfirhöfnum eru áber-
andi og sömuleiðis blúndur og
púffermar. Áhrifa pönk-, hippa-
og diskómenningar liðinnar aldar
gætir víða í bland við her-
mannatísku.
Gallafatnaður af öllum gerðum
heldur enn velli og er hann nú
snjáður og skreyttur sem aldrei
fyrr. Loðkragar, flauel, ekta
skinn og breið belti eru í tísku og
einnig skartgripir úr dökkum
steinum og perlum í miðaldastíl.
Þar sem ritsmíð þessi tengist á
engan hátt Háskóla Íslands
hyggst ég ekki reyna að draga dul
á það að síðustu 19 línurnar á und-
an þessari málsgrein eru bein til-
vitnun í Morgunblaðið frá því 31.
ágúst, enda tel ég mér heimilt að
nota textann að vild.
Ég tapa sem sagt ekki svefni þó
ég hafi fengið nokkrar línur lán-
aðar. Annað mál er með tískuna;
hún hefur kostað margar and-
vökunætur. Það er enda ekkert
grín að ákveða hverju skal klæð-
ast að morgni; hvað er í tísku
þann daginn? Útvíðar buxur eða
þröngar, tvíhneppt jakkaföt eða
einhneppt? Bindi eða slaufa?
Hálsklútur? Á ég kannski að vera
með hatt? Belti eða axlabönd?
Þegar maður vill tolla í tískunni,
eins og ég hef alltaf lagt mikla
áherslu á, er ekkert grín að fara
að sofa; í blaðinu í fyrramálið gæti
verið frétt um nýja tískustrauma
sem ekki er að finna í skápnum
mínum og þá verður hlegið að
mér í vinnunni.
Ég man þá dýrðardaga áður en
ég gerðist þræll tískuheimsins;
svarta bestúlpan hékk á stólnum
á hverjum morgni, einar flauels-
buxur og bláa peysan mín. Eftir á
að hyggja held ég þetta hafi dug-
að öll menntaskólaárin. Að auki
átti ég trefil sem stundum var
dreginn fram og íþróttaskór þóttu
þægilegir.
Það hefur valdið mér miklum
heilabrotum að reyna að rifja upp
hvenær ég varð að þessu tísku-
trölli sem raun ber vitni.
Niðurstaðan, eftir mikla rann-
sóknarvinnu, er að atburður sem
átti sér stað kvöld eitt á unglings-
árunum, þegar ég var á leið í kvik-
myndahús, hafi ráðið úrslitum, þó
ekki fyrr en nokkrum misserum
síðar. Við erum sem sagt nokkur á
leið saman í bíó, hittum fleiri
krakka og tökum tal saman. Þá
tekur stúlka í hópnum eftir því að
loksins, loksins eru allir í hópnum
komnir í gallabuxur. Þetta var
sama daginn og við mamma fór-
um í Drífu og keyptum buxurnar.
Ég var auðvitað í svörtu best-
úlpunni og undan henni sköguðu
sem sagt þessar glæsilega bláu
gallabuxur; vinnubuxur, eins og
amma kallaði þær alltaf.
Ég var ægilega montinn með
nýju buxurnar og að vera loksins
kominn í heldri manna tölu.
Stúlkan gengur þá skyndilega að
mér – ég átti von á faðmlagi, jafn-
vel kossi; ég segi ekki bónorði –
en þá sviptir hún upp úlpunni,
rýnir á rassinn á mér og stynur
síðan upp setningu, sem þjakaði
mig árum saman: „Oj, ekki
Lívæs.“
Ég held það hafi verið strax
morguninn eftir sem ég sagði
mömmu að buxurnar væru óþægi-
lega þröngar í mittið og líklega
best að geyma þær handa yngri
bróður mínum.
Þetta skýrir e.t.v. uppreisnina
gegn tísku á menntaskólaárunum.
Eftir að ég flutti að heiman tví-
tugur tók ég svo strax aðra stefnu
í lífinu. Síðan hefur alltaf verið
haustlegt í veskinu; ég geng ein-
ungis í dýrum og fínum merkja-
fötum, snerti aðeins dýrustu vín
og reyki bara handvafða vindla
frá Kúbu. Ferðast aldrei nema á
viðskiptafarrými, ek ætíð um á
flottustu fáanlegu bílum og nota
bara dýrustu farsíma.
Enda er ég umvafinn kvenfólki.
Og það fór eins og mig grunaði;
mér hefnist fyrir snobbið. Komið
hefur í ljós að tískuáhuginn er
ættgengur.
„Pabbi, paþþar þetta þaman?“
spurði yngsta dóttir mín í fyrra-
vetur, þá þriggja ára, einn morg-
uninn.
„Hvað sagðirðu?“ spurði ég á
móti, annars hugar, þar sem ég
sötraði teið mitt og gluggaði í
blaðið okkar allra.
„Paþþar þetta þaman?“ sagði
hún aftur, með miklum alvöru-
þunga í röddinni, og þegar ég leit
upp sá ég hvar hún bar rauðan
stuttermabol upp að bláum galla-
buxum.
Í vetur erum við Sara eins
klædd á hverjum degi: Rykkingar
á skyrtum og yfirhöfnum eru
áberandi og sömuleiðis blúndur
og púffermar. Áhrifa pönk-,
hippa- og diskómenningar lið-
innar aldar gætir víða í bland við
hermannatísku. Og bæði berum
við jafnan skartgripi úr dökkum
steinum og perlum í miðaldastíl.
Pönk og
púffermar
Þegar maður vill tolla í tískunni, eins
og ég legg áherslu á, er ekkert grín að
fara að sofa; í blaðinu í fyrramálið gæti
verið frétt um nýja tískustrauma sem
ekki er að finna í skápnum mínum.
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
HINN 30. septem-
ber nk. verður haldið
upp á Alþjóðahjarta-
daginn hér á landi,
eins og í yfir 100 öðr-
um löndum. Þetta er í
annað sinn, sem þessi
dagur er haldinn há-
tíðlegur hér og munu
Landssamtök hjarta-
sjúklinga, Hjarta-
vernd, SÍBS, HL-stöð-
in í Reykjavík, Rauði
krossinn og einstök fé-
lög hjartasjúklinga
gangast fyrir hjarta-
göngum þennan dag
og fleiri uppákomum.
Meðal annars munu þessir aðilar
standa fyrir dagskrá í Mjódd, í
göngugötunni á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum þar sem gestum og
gangandi verður boðið upp á blóð-
fitu- og blóðþrýstingsmælingu,
mælingu á líkamsþyngdarstuðli
(BMI), veitt ráðgjöf og fleira sér að
kostnaðarlausu.
Allt þetta leiðir hugann að því
hversu mikils virði það er að eiga
heilbrigt hjarta og njóta þess ævi-
langt. Þessi litli vöðvi, sem aldrei
sefur eða hvílist, er okkur svo mik-
ils virði að flest fer úr lagi þegar
hann verður þreyttur eða lasinn.
Þess vegna er svo mikilvægt að
huga að því meðan allt er í lagi að
leggja ekki óþarflega mikið á hann
og gera það sem við vitum að er
skynsamlegt til að hjálpa til við að
halda hjartanu heilbrigðu, eins og
t.d. að hreyfa sig reglulega, borða
holla fæðu og reykja ekki. Sem bet-
ur fer búum við Íslendingar við
heilbrigðisþjónustu, sem hjálpar
mikið þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Þannig eigum við hjartalækna,
bæði skurð- og lyflækna, sem eru
meðal þeirra færustu í heiminum og
gera oft kraftaverk þegar eitthvað
bjátar á. Þó það sé jafnan alvarlegt
að greinast með hjartasjúkdóm, og
mikið áfall þeim sem fyrir verður,
er það þó síður en svo dauðadómur.
Þótt hjartasjúkdómar leggi því mið-
ur fjölda landa okkar
að velli á hverju ári
eru samt sem áður
ennþá fleiri sem fá
hjálp í tæka tíð og
geta lifað góðu lífi um
áraraðir með aðstoð
okkar frábæru lækna
og lyfja sem stöðugt
verða fullkomnari. Sí-
fellt yngra fólk verður
fyrir barðinu á þessum
sjúkdómi, sem birst
getur í mörgum mynd-
um. Það gefur auga
leið að skynsamlegra
er að fylgjast með
ástandi sínu og láta
skoða sig reglulega og mæla þá
áhættuþætti sem helstir eru og lifa
eins heilbrigðu lífi og mögulegt er
án þess að vera í nokkru meinlæti.
Með þessu móti er hægt að koma í
veg fyrir marga sjúkdóma, ekki
bara hjartasjúkdóma. Það getur
einnig orðið til þess að sjúkdóm-
urinn uppgötvast á fyrstu stigum.
Þegar það gerist eru meiri líkur á
að læknar geti gripið inn í atburða-
rásina og hjálpað út úr vandanum.
Þegar ég fékk hjartaáfall fyrst, þá
rúmlega fertugur, fannst mér í
byrjun að flest sund væru lokuð.
Þetta var mér ekki síður andlegt
áfall. Ég hafði aldrei kennt mér
neins meins og taldi mig vera í
mjög góðu líkamlegu formi. Ég náði
mér þó vel með aðstoð lækna og
hjúkrunarliðs og ekki síst með dvöl
á Reykjalundi, þar sem ég fékk
þjálfun og hjálp til að skilja sjúk-
dóminn og hvernig réttast væri að
bregðast við. Þetta var fyrir rúmum
tíu árum og síðan hef ég raunar
mátt þola bæði opna hjartaaðgerð
og nú síðast laseraðgerð til að
hjálpa lélegu hjarta mínu. Það er
því miður svo að einn alvarlegasti
áhættuþáttur okkar er erfðaþátt-
urinn. Hann leikur suma grátt. Enn
er ekkert við erfðaþættinum að
gera en verður vonandi í framtíð-
inni enda vinna vísindamenn, m.a.
okkar, af fullum krafti að því að
finna þá erfðagalla sem valda
hjartaáföllum og kransæðasjúk-
dómum. Mér hefur lærst að þótt
það sé vissulega áfall að fá hjarta-
sjúkdóm, þá er það þó langt í frá
það versta sem fyrir getur komið.
Hjartasjúklingar, flestir hverjir, lifa
góðu og innihaldsríku lífi. Menn
hafa verið aðvaraðir og þeim gefið
nýtt tækifæri til að njóta lífsins.
Það gera flestir og eiga eftir bestu
ár lífsins, þar sem hverrar stundar
er notið á annan og kannski fyllri
hátt en áður var.
Landssamtök hjartasjúklinga
beita sér fyrir hagsmunamálum
hjartasjúklinga. Samtökin hafa
meðal annars beitt sér mjög fyrir
bættum tækjakosti á Landsspítal-
anum og víðar. Þau hafa einnig að-
stoðað við að koma upp HL-stöðv-
um og æfingaaðstöðu víða um land.
Hafa samtökin í þessu sambandi
safnað og afhent tæki og peninga á
undanförnum árum fyrir hundruðir
milljóna króna, sem hafa komið sér
vel í baráttunni við þennan skæða
nútíma sjúkdóm.
Ég hvet fólk til að taka þátt í
hjartadeginum n.k. sunnudag og
nota tækifærið t.d. til að láta mæla
blóðfitu og blóðþrýsting. Það eitt
gæti orðið til þess að bjarga lífi
þínu.
Heilbrigt hjarta ævilangt
Þorbjörn Árnason
Hjartadagurinn
Ég hvet fólk til að taka
þátt í hjartadeginum
nk. sunnudag, segir
Þorbjörn Árnason, og
nota tækifærið t.d. til að
láta mæla blóðfitu og
blóðþrýsting.
Höfundur er hjartasjúklingur og
varaformaður Landssamtaka
hjartasjúklinga.
EINS og kunnugt
er á Háskóli Íslands
90 ára afmæli á þessu
ári. Afmælisins hefur
þegar verið minnzt
með ýmsu móti en
vikan 30. september
til 6. október verður
sérstaklega helguð af-
mælinu með fjöl-
breyttri og vandaðri
dagskrá. Má þar
nefna málþing um
áhrif háskóla á sam-
félagið, opinn háskóla
fyrir grunnskólabörn
á landsbyggðinni, af-
mælissýningu Lista-
safns Háskóla Ís-
lands, þjóðarátak Stúdentaráðs
HÍ, svo fátt eitt sé talið. Dag-
skráin verður síðar kynnt í heild.
Hollvinasamtökum Háskóla Ís-
lands er það sérstök ánægja að
taka þátt í afmælishátíðinni. Gera
þau það einkum með þrennu móti.
Í fyrsta lagi hafa Hollvinasamtök-
in samstarf við Stúdentaráð HÍ
vegna þjóðarátaks í þágu Háskóla
Íslands. Í öðru lagi munu Holl-
vinasamtökin standa fyrir stofnun
minningarsjóðs HÍ og í þriðja lagi
munu samtökin standa fyrir hátíð-
ardansleik í lok afmælisvikunnar.
Vil ég nú víkja að síðari þáttunum
tveimur.
Listamaðurinn Eiríkur Smith
hefur af örlæti sínu afhent Holl-
vinafélagi heimspekideildar og
Hollvinasamtökum HÍ birtingar-
rétt að tveimur verka sinna, Nátt-
úruöflum frá 1997 og Úr landslagi
frá sama ári. Ákveðið hefur verið
að gefa annað kortið
út sem samúðarkort
og hitt sem tækifær-
iskort.
Af því tilefni verður
þriðjudaginn 2. októ-
ber stofnaður sjóður
sem andvirði minning-
argjafa rennur til en
nánar verður tilkynnt
síðar hvernig nálgast
má kortin á skrif-
stofum og vefslóðum.
Hollvinasamtök Há-
skóla Íslands tóku að
sér að sjá um sérstak-
an hátíðardansleik í
lok afmælisvikunnar
og verður hann á Hót-
el Íslandi laugardaginn 6. október.
Dansleikurinn er haldinn í sam-
starfi við Félag prófessora, Félag
háskólakennara og starfsfólk
stjórnsýslu HÍ, enda mjög góð
reynsla af samstarfi um háskóla-
böll hin síðari ár. Dansleikirnir
hafa notið sívaxandi vinsælda og
því ljóst að hátíðardansleikurinn
útheimti stærra húsnæði en áður
hefur staðið til boða þar sem nú er
miðað við að ekki mæti einungis
starfsfólk Háskólans heldur eldra
og yngra háskólafólk, afmælisk-
andídatar og hollvinir. Það er von
okkar, sem að dansleiknum stönd-
um, að sem flestir þeirra sem átt
hafa náms- og/eða starfsferil sinn
að einu eða öðru leyti innan veggja
Háskóla Íslands noti þetta tæki-
færi til þess að endurnýja gömul
kynni og treysta vinabönd á góðri
skemmtun.
Hollvinasamtökin hafa að und-
anförnu hvatt einstök hollvinafélög
og fulltrúa afmæliskandídata til
þess að nota tækifærið til að hafa
samband við gamla félaga og sinn
gamla skóla, gleðjast og láta gott
af sér leiða.
Hollvinafélögin hafa mörg hver
á undanförnum árum staðið þétt
við bakið á deildunum en þörfin
fyrir margháttaðan stuðning er sí-
felld. Ekki eru tengsl eldri kandíd-
ata og deildanna aðeins á annan
veginn heldur hefur mörgum þótt
það mikils virði að hafa tækifæri
til þess að sækja málþing og fá
fjölþættar upplýsingar um hina lif-
andi starfsemi Háskóla Íslands og
einstakra deilda hans.
Að lokum vil ég hvetja alla holl-
vini Háskóla Íslands til þess að
fagna 90 ára afmæli hans og sýna
hug sinn til þjóðskóla okkar í
verki.
Hollvinir á 90 ára afmæli
Háskóla Íslands
Sigríður
Stefánsdóttir
Tímamót
Við hvetjum hollvini
skólans til þess, segir
Sigríður Stefánsdóttir,
að koma og fagna
90 ára afmæli HÍ á
hátíðardansleik hinn
6. október.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hollvinasamtaka Háskóla Íslands.