Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Steinunn Berg-þóra Pétursdótt-
ir fæddist á Eyrar-
bakka 7. október
1912. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
20. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Elísa-
bet Jónsdóttir, f. í
Dagverðarnesi á
Rangárvöllum 4.
desember 1878, d.
23. nóvember 1969,
og Pétur Guðmunds-
son, kennari og
skólastjóri á Eyrarbakka, f. á
Votumýri á Skeiðum 17. maí 1858,
d. 8. maí 1922. Systkini Steinunn-
ar eru: Jón Axel, f. 1898, Steinunn,
f. 1901, lést á ellefta ári, Nellý, f.
1903, Guðmundur, f. 1904, Ásgeir,
f. 1906, Auður, f. 1907, Tryggvi, f.
1909, Ásta, f. 1915, Pétur, f. 1918,
einn eftirlifandi af systkinahópn-
um, og Bergsteinn, f. 1920, lést tíu
mánaða gamall. Systkini þeirra
samfeðra voru Petronella, f. 1890,
og Haraldur, f. 1895.
Hinn 7. júní 1941 giftist Stein-
unn Þormóði Jónassyni húsgagna-
smið, f. á Auðólfsstöðum í
A-Húnavatnssýslu 1. ágúst 1908,
d. 3. júní 1989. Þau bjuggu á
Grettisgötu 43 alla sína búskap-
artíð. Börn þeirra eru þrjú: 1)
Hilmar Pétur, f. 19. mars 1942,
kvæntur Björgu Atla-
dóttur. Þau eiga tvo
syni, Atla Örn og
Steinþór Óla. Sam-
býliskona Steinþórs
Óla er Hjördís Hrönn
Backmann og eiga
þau soninn Hilmar
Ársæl. 2) Ásgeir, f. 20.
september 1945,
kvæntur Valgerði
Ólafsdóttur. Þau eiga
þrjá syni, Ásgeir Þór,
sem á dótturina Val-
gerði Ýri; Pétur, sam-
býliskona hans er Sól-
ey Ástudóttir og eiga
þau dótturina Ástu; og Ólafur Ást-
þór, unnusta hans er Guðrún Jóns-
dóttir. 3) Áslaug, f. 14. mars 1953,
gift Páli Björgvinssyni. Þau eiga
tvö börn, Þormóð Inga og Stein-
unni Björk. Á heimili þeirra Stein-
unnar og Þormóðs ólst einnig upp
systursonur hennar, Ástþór Pétur
Ólafsson, f. 15. mars 1938, d. 23.
ágúst 1978. Þar bjuggu og Elísa-
bet, móðir Steinunnar, og tengda-
móðir hennar, Steinunn Jónsdótt-
ir, f. 21. september 1888, d. 9. maí
1973.
Steinunn Bergþóra bjó á Grett-
isgötunni til 1998. Hún var vist-
maður á Droplaugarstöðum frá
því í apríl 1999.
Útför Steinunnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Telpan Steinunn, á áttunda ári,
situr við rúm föður síns ásamt
yngri systur sinni. Hann er veikur.
Þær greiða hár hans. Hann kennir
þeim ensk orð, nose, forehead, eye,
og hann kallar Steinunni, með fal-
legu bláu augun, Blástjörnuna
sína.
Veikindi hans vara á þriðja ár og
að honum látnum flytur móðir
hennar, þá fjörutíu og fimm ára, til
Reykjavíkur með yngri börnin
fimm, að frumkvæði elstu systk-
inanna fjögurra, sem voru farin
þangað á undan. Tvö voru þá látin
úr þessum ellefu systkina hópi.
Eyrarbakkaárunum var lokið.
Telpa á tíunda ári horfir þremur
áratugum síðar út um gluggann í
risinu heima hjá sér, á Grettisgötu
27. Hún sér stundum ganga hjá
bláklædda, laglega konu með ljós-
skolleitt, liðað hár og falleg stór,
blá augu, sem allt virðast sjá og
skilja. Stundum gengur konan arm
í arm með eiginmanni sínum,
myndarlegum húsgagnasmið með
dökkt hrokkið hár. Þau eiga heim-
ili sitt á Grettisgötu 43, við sömu
gangstétt og telpan. Hún er feimin
við þau, því það kemur í ljós að
þau eru foreldrar athafnasams og
skemmtilegs bekkjarfélaga hennar,
sem hún hafði tekið betur eftir en
öðrum. Þetta voru tilvonandi
tengdaforeldrar mínir þau Stein-
unn og Þormóður. Milli þeirra ríkti
ást og eindrægni alla tíð. „Þarna
kemur Björg litla tengdadóttir,“
heyrði ég að hún hefði sagt í gamni
heima hjá sér er ég gekk hjá í
sendiferðum fyrir heimili foreldra
minna. Og ég kom.
Við Hilmar Pétur, frumburður
þeirra, fluttumst með stuðningi
foreldra okkar inn í risherbergi hjá
þeim hjónum 1959. Við þá nýgift
með skriflegu foreldra- og forseta-
leyfi, sautján ára að aldri. Og átt-
um von á barni. Er við fluttum frá
þeim af Grettisgötunni haustið
1963 áttum við orðið tvo syni,
þriggja og eins árs, sem voru mikl-
ir gleðigjafar hjá afa og ömmu. Við
höfðum útskrifast stúdentar þá um
vorið. Var það ekki síst sigur
Steinunnar, sem ekki sparaði
hvatninguna er mest þurfti með og
auðvelt hefði verið fyrir okkur að
láta deigan síga. Hún leiddi mig
inn í leyndardóma jólakökunnar og
kenndi mér að sjá við dyntum bak-
araofnsins á loftinu. Hún fól mér
þá þegar ýmis trúnaðarviðvik, sem
mér var ljúft að rækja. Þá hófust
kynni okkar tengdamóður minnar
sem einkenndust af gagnkvæmri
virðingu, og stóð vinátta okkar í
fjörutíu og tvö ár eða allt til þess
að hún kvaddi þetta líf tæplega 89
ára gömul.
Við Steinunn áttum margt sam-
eiginlegt, höfðum gaman af að
„lyfta fæti“, eins og hún kallaði
það, syngja og sprella. Hún tók
mig alltaf alvarlega þótt ég kæmi
svona ung inn í fjölskylduna og
virtist telja mér nánast flest fært,
nema þá helst er ég fór rúmlega
fimmtug á smíðanámskeið. Þá var
hún að vísu áhugasöm en spurði of-
ur varlega: „Og vita mamma þín og
pabbi það?“ Hún vissi, sem var –
eiginkona smiðsins – að trésmíða-
vélar gátu verið skeinuhættar.
Tengdamóðir mín hafði ung
stúlka farið á leiklistarnámskeið,
verið í enskunámi, lært vélritun og
lært að spila á orgel. Hún starfaði
á skrifstofu hjá Fiskimálanefnd.
Eftir að hún gifti sig vann hún þar
áfram um hríð og var það nokkuð
óvenjulegt á þeim árum. Naut hún
þá dyggrar aðstoðar tengdamóður
sinnar, Steinunnar Jónsdóttur, og
alla tíð síðan eða til dauðadags
hennar 1973. Amma Stein fluttist á
Grettó sama ár og við í risið og
bjuggum við ungu hjónin með
henni í íbúð.
Tengdaforeldrar mínir tóku inn
á heimili sitt móður Steinunnar,
Elísabetu Jónsdóttur, ömmu Ebb,
þá 63 ára, með dótturson sinn, Ást-
þór Pétur, á fjórða ári, sem hún
hafði gengið í móðurstað. Hafði
drengurinn bundið þær Steinunni
sterkum böndum er móðir hans
lést frá honum tíu vikna gömlum.
Þau amma Ebb og Addó fluttu
fyrst af öllum inn í nýja íbúðar-
húsnæðið á Grettisgötunni og
bjuggu „fyrir handan“, eins og það
var kallað, í tveimur herbergjum,
hún til æviloka, örugg í skjóli
tengdaforeldra minna, og lést þar
tæplega 91 árs gömul árið 1969.
Heimili Steinunnar og Þormóðs
stóð alla tíð á Grettisgötu 43 og fór
vel um þau í því húsi. Þar eign-
uðust þau börnin sín þrjú, sem þau
studdu með ráðum og dáð. Og með
tímanum eignuðust þau allt húsið.
Við fráfall hjartkærs eiginmanns
síns í júní 1989, eftir 48 ára sam-
búð, þráði tengdamóðir mín það
heitast að eiga þar áfram heima
eins lengi og unnt væri. Fyrir at-
beina sona sinna tókst henni að
halda heimili til 86 ára aldurs uns
hún datt þar heima og lærbrotnaði
í júlí 1998. Að endurhæfingu lok-
inni varð ljóst að hún gæti ekki
tekið upp þráðinn á „Grettó“ að
nýju og bauðst henni þá vist á
Droplaugarstöðum í apríl 1999.
Starfsfólkið hafði orð á því, hvað
hún væri jákvæð, glaðvær og
skemmtileg, og þótti henni vænt
um vinsemd þess.
Miklar annir voru á stóru og
myndarlega reknu heimili tengda-
foreldra minna. Þangað var gott að
koma og þangað lögðu margir leið
sína. Þurfti húsmóðirin bæði að
vera forsjáll og aðsjáll fram-
kvæmdastjóri og einnig reyndi
mikið á diplómatahæfileika hennar
þar sem tilfinningar manna voru
heitar og málafylgjan mikil. Á
Grettisgötuárum mínum sé ég
tengdamóður mína á sprettinum
við að framreiða mat og á sama
tíma fylla bitabox af fallega
smurðu brauði og listilega heima-
bökuðum kökum ásamt því að hella
nýlöguðu kaffi í brúsa fyrir tvo til
fjóra. Allt þetta á innan við
klukkustund og stundum rekið á
eftir. Hún sinnti ungum og göml-
um, svaraði í síma, tók á móti gest-
um, stjórnaði innkaupum, lagaði
mat, bakaði og þvoði þvotta. Hélt
öllu hreinu. Hennar vettvangur var
innan veggja heimilisins. Þrátt fyr-
ir það hafði hún lag á að brjóta
upp annir hversdagslífsins og gera
tilveruna skemmtilega, ekki bara
með góðu á borði heldur líka í leik,
sprelli, spilum, eftirhermum og til-
vitnunum í hugleikin bókmennta-
verk. Íslandsklukkan stóð hjarta
hennar næst. Auk þess kunni hún
firnin öll af ljóðum og lögum og
mundi fram á síðustu daga. Hún
lofaði ástina, og fannst ást milli
karls og konu það fallegasta í líf-
inu. Hún var vel máli farin, kjarn-
yrt og skýrmælt og brá oft fyrir
sig orðtökum og málsháttum.
Steinunn var ekki allra en kapp-
kostaði að eiga gott samfélag við
fólk. Ekki vildi hún vera „herská,“
eins og hún kallaði það, og taldi sig
hafa séð að slíkt væri ekki farsælt.
Hún var tilfinningarík, hafði stóra
persónulandhelgi og vildi hvorki
láta: „yfirheyra“ sig né „ráðstafa“
sér „eins og böggli“. Svaraði þá
kannski í sumartunglið og í hálf-
kveðnum vísum ef henni þótti full-
nærri farið. Hún var vel gefin,
næm og skemmtileg kona sem
sagðist oft lofa skaparann fyrir að
hafa gætt sig léttri lund.
Söngur var Steinunni í blóð bor-
inn og hafði hún hljómmikla og
sterka rödd. Hún settist löngum
við orgelið og gat spilað sér og öðr-
um til ánægju öll Grettisgötuárin.
Þar sameinaði hún fjölskylduna á
góðum stundum í söng. Fyrsta
mynd mín af henni í hlutverki org-
anistans var „fyrir handan“ á
Grettó, þar sem hún spilaði og
söng með móður sinni, systkinum,
mágfólki og systkinabörnum, auk
heimilisfólksins. Og gólfið titraði.
Önnur mynd: Við þrjár, amma
Ebb, Steinunn og ég við orgelið að
syngja í röddum „Hin fegursta rós-
in er fundin“. Og seinna, hún og
fyrsta barnabarnið, þá á þriðja ári,
sitja saman við orgelið. Þau syngja
„nýja lagið“, sem hann lærði í
Laufásborg þann daginn og enda
svo á uppáhaldslaginu hans „Blátt
lítið blóm eitt er“. Þetta varð að
venju. Síðasta myndin, Steinunn að
spila „Heims um ból“ á jólum 1999
á orgelið heima hjá okkur og fjöl-
skyldan sameinast enn á ný með
henni í söng.
Steinunn tengdamóðir mín talaði
ávallt hlýlega um bernskuárin sín á
Eyrarbakka. Hún var á ellefta ári
er hún fór þaðan. Hún komst svo
að orði, að sér þætti „alltaf eitt-
hvað svo mikið við það að koma á
Eyrarbakka“. Henni varð þá oftast
hugsað til föður síns og sagðist
þakka algóðum himnaföðurnum
fyrir að hafa gefið sér þennan góða
pabba. Eftir ferðina okkar til Eyr-
arbakka sumarið 2000, ásamt elsta
ömmu- og langömmubarninu, hafði
hún á orði að nú langaði hana svo
mikið að Eyvindarmúla í Fljótshlíð
– vegna hennar mömmu sinnar. Sú
ferð varð því miður ekki farin því
nú hefur Blástjarnan lagt á nýja
braut himinvíddanna.
Blessuð sé minning hennar.
Björg Atladóttir.
Í dag fimmtudaginn 27. sept-
ember kveð ég ástkæra tengda-
móður mína með söknuði og eft-
irsjá en hún lést hinn 20.
september síðastliðinn. Hún valdi
góðan dag til að yfirgefa þennan
heim því á þessum degi fyrir 56 ár-
um eignaðist hún soninn Ásgeir
sem er maðurinn minn. Kynni okk-
ar Steinunnar hófust fyrir rúmum
30 árum þegar ég rúmlega tvítug,
nýorðin mamma og pabbinn í Sví-
þjóð, fór að venja komur mínar
með soninn á Grettisgötuna. Þar
var alltaf gott að koma og vel tekið
á móti okkur. Þá var setið og rifjað
upp hvernig Ásgeir var á þessum
aldri, hvenær hann fékk fyrstu
tönnina og svo framvegis.
Steinunn fæddist á Eyrarbakka
árið 1912 og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum. Við andlát heim-
ilsföðurins Péturs, flutti fjölskyld-
an til Reykjavíkur. Eyrarbakki var
Steinunni alltaf mjög kær og þaðan
átti hún margar góðar minningar.
Hún bjó í Vesturbænum á ung-
lingsárum og fékk ég oft að heyra
frá mæðrum vinkvenna minna sem
voru henni samtíma að hún hefði
verið algjör fegurðardís. Steinunn
var söngelsk og Dómkirkjan var
hennar söngskóli. Hún kunni
sálmabókina utan að og síðustu
vikurnar sem hún lifði vantaði ekk-
ert upp á þá kunnáttu. Sem ung
kona hóf hún störf hjá Fiskimála-
nefnd. Mátti hún vélrita skýrslur
og önnur fylgiskjöl allt upp í átta
eintök og þá var eins gott að geta
slegið fast á takkana svo að allt
færi í gegn. Þá voru ekki til raf-
magnsritvélar, hvað þá tölvur. Oft
var unnið langt fram eftir nóttu því
ekki mátti láta skipin bíða. Þar
hitti hún Þormóð sinn í fyrsta sinn.
Það var í stiganum, en hann var að
koma með húsgagnasendingu í
húsið og þar blossaði upp sú ást
sem þau báru hvort til annars alla
tíð. Þau gengu í hjónaband 7. júní
1941 og hófu búskap á Grettisgöt-
unni. Með þeim flutti Elísabet
móðir Steinunnar með dótturson
sinn, Ástþór Pétur. Nokkru seinna
flutti Steinunn tengdamóðir henn-
ar einnig inn á heimilið og bjuggu
þær á Grettisgötunni við gott at-
læti til dauðadags.
Steinunn og Þormóður áttu fal-
legt og vinalegt heimili sem stóð
öllum opið og mikið var um gesta-
gang. Alltaf var heitt á könnunni
og Steinunn ekki lengi að snara
upp veisluborði. Allt sem hún
reiddi fram varð girnilegt í hönd-
unum á henni. Enginn bakaði betri
pönnukökur eða skonsur en hún.
Eftir gott kaffi og spjall í eldhús-
inu settist Steinunn oft við orgelið
og spilaði. Söng þá hver sem betur
gat. Þar lærðu drengirnir okkar
Ásgeirs mörg af sínum barnalög-
um.
Steinunn og Þormóður höfðu
verið gift í nær 50 farsæl ár þegar
Þormóður lést. Það var erfiður tími
sem fór í hönd. Að standa eftir ein
þegar maðurinn sem hún hafði
deilt með bæði gleði og sorg í svo
langan tíma var horfinn. Þau voru
svo náin. Þormóður kom alltaf
heim í matar- og kaffitímum. Var
þá oft glatt á hjalla og mikið spjall-
að. Steinunn var mikil húsmóðir og
eins og hvítur stormsveipur alltaf
að verki. Hún hafði gaman af út-
saumi og unnu þau hjónin saman
að því að gera heimilið fallegt.
Hann smíðaði borðstofusettið og
reyndar öll húsgögn heimilisins,
hún saumaði í setur og púða.
Steinunn hafði góða námshæfi-
leika og kom það sér vel síðar meir
þegar hún hjálpaði börnum sínum
við nám þeirra. Hún taldi ekki eftir
sér að sitja klukkutímum saman og
fletta upp í orðasöfnum ef enskan
eða þýskan var ekki alveg á
hreinu. Hún hafði gott vald á ís-
lenskri tungu og krossgátur og
myndagátur vöfðust aldrei lengi
fyrir henni. Um jólin var oft skipst
á símtölum til að spyrja um orð
sem vantaði í jólagáturnar.
Steinunn hélt heimili á Grett-
isgötunni, þar til fyrir þremum ár-
um að heilsan leyfði það ekki leng-
ur. Hún fluttist þá á Droplaug-
arstaði og bjó þar til dauðadags.
Það var gaman að finna hvað hún
tók því vel, alltaf ljúf og í góðu
skapi og fannst allir svo góðir við
sig.
Fyrir hálfum mánuði var Stein-
unn orðin lasin. En þrátt fyrir
veikindin söng hún „Allir krakkar“
og klappaði saman lófunum, geisl-
andi af gleði, fyrir yngsta meðlim
fjölskyldunnar, þriggja mánaða
stúlkubarn sem var í heimsókn hjá
langömmu með foreldrum sínum.
Þetta var hún, þannig mun ég
minnast hennar.
Valgerður Ólafsdóttir.
Hjá ömmu á Grettó var mitt
annað heimili. Foreldrar mínir
bjuggu fyrstu búskaparár sín „uppi
á loftinu“ svo það var stutt niður
til ömmu og afa jafnvel þótt úti
væri snjór og ég berfættur. Þar
beið mín sultubrauð (les: sultubau),
mjólkurglas og mjúkur handlegg-
ur. „Amma, ég er svangur,“ hljóm-
aði dýrlega í eyrum hennar. Og
fátt fórst henni betur úr hendi en
að gleðja svanga munna á Grettó.
Sultubrauð stóð ekki öðrum til
boða og það fékk ég ekki heldur
annarsstaðar.
Í bítið á morgnana var kaffi því
afi fór jafnan snemma til vinnu inn
í Áhaldahús Reykjavíkurborgar
þar sem hann var verkstjóri. Hann
taldi ekki eftir sér að skeiða þrisv-
ar heim til Öggu sinnar yfir daginn
í matar- og kaffitímum. Það var
einsog lífið snerist um þessa sam-
veru í litla eldhúsinu. Það var
morgunkaffi, hádegismatur, síð-
degiskaffi, kvöldmatur og kvöld-
kaffi. Þetta fengu allir heimilis-
menn samviskusamlega á hverjum
degi og heimilið var stórt. Fyrir
utan ömmu og afa og börnin þrjú
og Addó, systurson ömmu, bjuggu
tvær langömmur á Grettó. Og það
gekk mikið á hjá ömmu Öggu við
að „uppvarta“ alla. Hún var á sí-
felldum þönum og ekki man ég eft-
ir að hafa séð hana unna sér hvíld-
ar, fleygja sér í sófann og fá sér
lúr. Alltént ekki meðan barnabarn-
ið var á staðnum og næstum
örugglega svangt! Það þurfti að
fara til Þorbjörns í Borg og ná í
sviðakjamma og í Alþýðubrauð-
gerðina að sækja mjólk og brauð.
Hún bakaði vöfflur, kleinur, randa-
línur og rúllutertur, svo fátt eitt sé
nefnt. Amma Stein var betri en
enginn og skaust einsog elding út í
búð ef eitthvað vantaði.
Í eldhúsinu var samkomustað-
urinn. Þar var hlegið dátt enda
húsráðendur miklir húmoristar. Og
stundum lá mönnum hátt rómur ef
umræðuefnið var heitt. Svo var
gripið í spil. Að taka „rúbertu“ í
eldhúsinu voru ær og kýr ömmu og
afa. Þetta var alvörukeppni og
stigin samviskusamlega punktuð
niður. Það var spilað Rommí og
barist um hvern slag. Og „lokað“
með skelli í borð. „Heldurðu að þú
sért einhver stjarna?“ sagði afi
þegar amma hafði komist yfir og
hann lokaði óvænt.
Þannig liðu mín uppvaxtarár og
ég var næstum jafn mikið hjá
ömmu og heima hjá mér, þótt ég
flytti út á land um skeið og lengra
yrði í mjúkan handlegg. En alltaf
var jafn gaman að koma á Grettó.
Amma Agga og amma Stein um-
vöfðu mig ást og hlýju og ég leið
aldrei skort af neinu tagi.
En amma Agga gaf sér tíma í
fleira en að troða mat í blessað
barnið. Þegar ég kom lítill drengur
heim úr Laufásborg settist hún
niður við orgelið og við æfðum lög-
in sem ég hafði lært á barnaheim-
ilinu. Í sérstöku uppáhaldi hjá okk-
ur voru lögin Ef væri ég söngvari
og Blátt lítið blóm eitt er sem voru
sungin oft og mikið. Hún sagði mér
sögur og fór með kvæði. Og með
vísur langömmu, ömmu Ebb, fór
hún reglulega allt til æviloka.
Það slitnaði aldrei sambandið
milli okkar ömmu. Þegar ég eltist
urðum við enn meiri vinir. Rauða
húsið á Grettisgötunni varð heimili
mitt á ný á fullorðins aldri. Ég bjó
nú á ný í risinu og við amma höfð-
um dagleg samskipti og samveru.
Hún fylgdist vel með. Við gátum
rætt hvaðeina saman. Og gert grín
og hermt eftir. Þegar maður hugs-
ar um það eftir á er ótrúlegt hvað
okkur lynti vel saman því hálfrar
STEINUNN B.
PÉTURSDÓTTIR