Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 40

Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín Margrét Sig-urðardóttir fæddist í Borgarnesi 7. ágúst 1913. Hún lést í Landspítalan- um í Fossvogi 18. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigurður B. Runólfsson frá Norð- tungu, f. 8.4. 1885, d. 21.2. 1955, og kona hans Jóhanna L. Rögnvaldsdóttir, f. 27.12. 1885, d. 21.1. 1978. Bræður Elínar eru: Sverrir, f. 10.6. 1909, Einar, f. 11.9. 1911, d. 25.7. 1978, og Viðar, f. 27.2. 1915, d. 20.9. 1985. Árið 1936 giftist Elín Oddgeiri Jóhannssyni, f. 12.8. 1900, d. 10.3. 1954. Þau eignuðust eina dóttur, Jóhönnu, f. 29.9. 1940, maki Gylfi Felixson, f. 22.10. 1939. Börn þeirra eru: Oddgeir, f. 18.8. 1960, maki Stefanía Arnardóttir, börn þeirra eru Hanna Lilja, Davíð Arnar og Brynjar Orri. Kjartan, f. 25.11. 1964, maki Anna Guðbjartsdótt- ir og eru börn þeirra Hilmir Þór, Pétur Kári og Rannveig Sif. Unnur, f. 14.8. 1969, maki Tryggvi Þorvaldsson, börn þeirra eru Gylfi og Þorvaldur. Felix, f. 12.11. 1973. Sam- býlismaður Elínar var Axel Eyjólfsson, f. 23.3. 1911, d. 27.4. 1989. Elín ólst upp í Borgarnesi til sex ára aldurs en fluttist þá með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur. Þar stundaði hún hefðbundið skyldu- nám. Elín starfaði um tíma hjá Símanum en lengst af starfaði hún við verslunarstörf . Elín bjó alla sína tíð í Reykjavík. Útför Elínar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Látin er elskuleg tengdamóðir mín Elín M. Sigurðardóttir eftir stutta en hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Hún kvaddi lífið sátt við allt og alla með þeirri reisn, sem einkenndi hana alla tíð. Ég kom inn í líf El- ínar fyrir rúmum 40 árum, þegar ég var svo lánsamur að kynnast og kvænast einkadóttur hennar, Jó- hönnu. Síðan höfum við nánast ver- ið í daglegu sambandi og hvergi borið skugga á, enda var Elín dag- farsprúðasta manneskja sem ég hef kynnst. Þá bjuggu saman á Greni- mel 16 þrjár kynslóðir kvenna, Jó- hanna Rögnvaldsdóttir móðir El- ínar, Elín og einkadóttirin, en Elín hafði orðið ekkja nokkrum árum fyrr, aðeins fertug að aldri. Hún var gift Oddgeiri Jóhannssyni, miklum sómamanni ættuðum af Snæfellsnesi, en hann féll skyndi- lega frá árið 1954 aðeins 53 ára að aldri, rétt fyrir fermingu dótturinn- ar. Var hann öllum er þekktu mikill harmdauði. Eftir lát Oddgeirs vann Elín við verslunarstörf, lengst af „Hjá Báru“ og reyndist frú Bára þeim mæðgum vel. Fljótlega eftir innrás mína í þeirra tilveru eign- uðumst við Hanna fyrsta soninn. Hætti þá Elín að vinna og gætti frumburðarins meðan við Hanna lukum námi. Síðan þegar börnunum fjölgaði flutti hún inn til okkar ef við hjónin fórum utan og sá um heimilið á meðan. Í kringum 1980 flutti Elín upp í Árbæ í næsta ná- grenni við okkur. Þá hafði hún um nokkurt skeið búið með Axel Eyj- ólfssyni húsgagnaframleiðanda og áttu þau saman mörg góð ár. Ferð- uðust þau mikið innanlands og ut- an. En Axel veiktist af parkinsons- veiki og reyndi mikið á Elínu síðustu æviár hans. Síðustu árin bjó Elín á Dalbraut 27 við gott atlæti. Svona var lífshlaup Elínar í stórum dráttum. Elín er í mínum huga fullkomin „Lady“. Hún var hæglát og lítillát og aldrei heyrði ég hana hallmæla öðrum. Hún hafði leiftrandi húmor og sá gjarnan skoplegu hliðarnar á tilverunni. Hún þótti með glæsilegri konum á yngri árum og þeirri mynd hélt hún til hins síðasta. Heimili hennar var afburða smekk- legt og snyrtilegt. Hver hlutur á sínum stað og má til gamans geta að þegar hún var flutt í sjúkrabör- um út úr íbúð sinni á Dalbrautinni var það síðasta sem hún sagði „Gylfi settu stólinn á sinn stað,“ en hann hafði þurft að færa til að koma sjúkrabörunum að. Árum saman bauð hún okkur í mat á jól- um og páskum. Var þá setið allan daginn, borðað, drukkið, lesnar bækur og leikið sér. Eru þessar stundir dýrmætar í minningunni. Afkomendur Elínar verða eftir einn mánuð orðnir fjórtán og stór fjölskyldan alls átján manns. Við sitjum eftir með góðar minningar um góða konu. Hafðu þökk fyrir langa og góða samveru. Gylfi. Elsku amma Stell. Þegar ég kvaddi þig í sumar áður en ég fór til Bandaríkjanna velti ég því fyrir mér hvort þú hefðir fundið það á þér eins og ég að þetta yrði kannski í síðasta skipti sem við kvöddumst. Þegar ég faðmaði þig var eins og styrkur þinn yrði meiri og faðmlagið sterkara. Ekki höfum við hist oft undanfarin fjögur ár þar sem ég hef verið erlendis, en alltaf fylgdist þú með hvað var að gerast hjá mér og hvernig mér gengi í náminu. Á uppvaxtarárum mínum var nú oft gist hjá þér á Grenimelnum, far- ið í sunnudagsbíltúra með Axel og boðið upp á rabarbaragraut þegar heim var komið. Borðsiði lagðir þú ríka áherslu á að kenna okkur, að skála var nú ekki sama hvernig gert var, lyfta glasi og horfast í augu. Eitt sinn lyfti ég glasinu svo hátt að mjólkin skvettist aftur fyrir mig. En háttvísi og kurteis fram- koma við alla var þér svo sjálfsögð. Svo fluttir þú í Árbæinn, í hverf- ið mitt, og var stutt að fara í heim- sókn og eyddum við alltaf jóladeg- inum hjá þér í rjúpum og spiluðum á spil fram eftir og fór enginn svangur frá þér. Við æskufélagarn- ir eyddum löngum stundum í bíla- leik hjá þér því að þú varst með svo munstrað teppi sem í okkar huga varð að hinni fínustu bílabraut. Ár- in liðu og var umtalað af vinum mínum hvað þú varst alltaf flott til fara, með regnhlífina og töskuna undir inniskóna þegar þú komst í heimsókn. Heima hjá þér var allt á hreinu og var ekkert mál að leika sér hjá þér svo lengi sem allt fór á sinn stað aftur. Þegar þú treystir þér ekki lengur til að halda jólaboðin tók mamma við en undir sterkri leiðsögn þinni. Rjúpan varð að vera rétt tilreidd og rjómaröndin á sínum stað. Ég kom um hver jól og setti upp jólaskraut- ið heima hjá þér því að ég vissi hvar allt var og kunni svo vel á þig eins og þú sagðir alltaf. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín en veit að nú líður þér vel eftir stutt en erfið veikindi. Takk fyrir allar stundirnar og stuðninginn í gegnum árin. Guð blessi þig. Felix. Amma Stell var engin venjuleg amma, a.m.k. eins og flestir sjá ömmur fyrir sér sem fæddar voru við upphaf síðustu aldar og ólust upp við almenn sveitastörf. Nei, amma Stell var heimskona sem ólst upp við grammafónspil úti á túni á sunnudögum í Norðtungu í Borg- arfirði og gestagang erlendra ferða- manna sem komu hingað til lands í laxveiði. Glæsileiki og fáguð fram- koma voru hennar einkenni ásamt hlýju og góðvild. Fyrstu minningar okkar systkinanna um ömmu eru frá Grenimelnum þar sem hún hélt glæsilegt heimili. Þar var mikill æv- intýraheimur fyrir okkur krakkana, að fara í feluleik í stofunum og fata- henginu, renna sér á gljábónuðum tröppunum niður í kjallara, fara upp í ris til Rino, leika sér með dótabúðina og dúkkulísurnar sem mamma átti, fara inn í herbergi til Axels og hlusta á harmónikkuplötur eða laumast í búrið og fá sér greip- flösku. Allt voru þetta notalegar stundir með ömmu. Þegar kom að jólum, páskum eða afmælum var amma í essinu sínu. Hún hafði ákaf- lega gaman af því að undirbúa veislur og tókst að skapa sérstaka stemningu. Fastur liður var að fara í rjúpu og rjómarönd á jóladag og alltaf hélt hún upp á afmælið sitt og bauð til sín gömlum vinkonum í konuboð. Í þeim boðum var mikið hlegið, skemmt sér og skálað í sér- rýstaupi. Dótturdóttur hennar var líka boðið með frá unga aldri og sem dæmi um hve skemmtilegt var hjá ömmu Stell þá bauð sú litla stundum vinkonum ömmu í sitt eig- ið afmæli sem er viku síðar. Amma var mikil hannyrðakona og allt sem hún gerði var hreinasta listaverk. Saumaði hún mikið út og teiknaði jafnvel munstur af kaffistellum og bróderaði í dúka. Sængurver og lök sem hún saumaði hafa þrjár kyn- slóðir notað í vöggu og sér ekki á. Frágangur og gæði efnanna voru eins og best verður á kosið. Það var sama hvort hún var að sauma út eða staga í sokka, allt var gert af mikilli vandvirkni, enda sagði hún að það skipti ekki máli hversu lengi maður væri að þessu heldur hversu vel það væri gert. Við systkinin vorum svo lánsöm að fá ömmu til okkar í Árbæinn og fjölgaði þá samverustundum mikið. Það sem breyttist einnig við það var að nú kynntist hún vinum okk- ar og þeir henni og að sjálfsögðu fór hún að halda með Fylki. Áttum við nánast erindi til hennar daglega eða hittumst í hverfinu en amma Stell var dugleg að sinna erindum sínum og var alltaf eitthvert verk- efni framundan hjá henni. En þeim sinnti hún að sjálfsögðu ekki fyrr en eftir hádegi þegar búið var að gera morgunverkin í morgunkjóln- um og klæða sig upp fyrir daginn. Veður lét hún ekki stoppa sig og eitt sinn er hún vissi af einu ömmu- barninu veiku heima kom hún í heimsókn í stormi og snjóbyl með malt og síríuslengju í veskinu. Þótt vegalengdin milli heimila okkar væri ekki löng furðuðum við okkur á því hvernig hún hefði komist nið- ur í Glæsibæ til okkar í slíku óveðri. Ömmu fannst ekki mikið til koma, hún var í góðri kápu og þeg- ar komið var að tröppum sem fara þurfti niður eða snjóskafli, vafði hún kápunni vel utan um sig og renndi sér niður. Og eitt sinn tók ökumaður hana upp í bíl til sín þar sem hún ríghélt í grindverk og komst hvorki aftur á bak né áfram sökum hvassviðris. Maðurinn benti henni kurteisislega á að gamlar konur ættu nú ekki að vera að þvælast úti í slíku óveðri og keyrði hana heim. Þetta fannst ömmu fyndið, var hún gömul? En svo færðist aldurinn yfir og amma fór sífellt sjaldnar út úr íbúðinni sinni þar sem hún sat iðulega í hæg- indastólnum og las eða horfði á sjónvarp. Þrátt fyrir að verða vart misdægurt á sinni ævi þá fór að halla undan fæti nú síðustu mánuði og ljóst varð í hvað stefndi. Þessu mætti amma með æðruleysi og kjarki. Eftir skammvinn veikindi fékk amma svo hvíldina og segja má að hún hafi dáið södd lífdaga og gat litið yfir farinn veg með stolti. Í okkar huga var amma einstak- lega skemmtileg og góð kona sem var stórglæsileg allt fram á síðasta dag. Hafði hún velferð okkar alltaf í huga og eitt hrós í amstri dagsins fylgdi iðulega með samtölum okkar við hana. Við kveðjum elskulegu ömmu okkar með þakklæti og virð- ingu með kveðjunni hennar „bless elskan mín“. Oddgeir, Kjartan og Unnur. Elsku amma, það var alltaf gam- an að heimsækja þig á Dalbrautina. Þar voru páfagaukar og bílar sem við gátum leikið okkur með og svo varst þú svo dugleg að bjóða okkur konfektmola. Þú varst líka alltaf svo fín og falleg. Við vonum að þú sért nú á góðum stað og laus við veikindi. Takk fyrir samveruna. Hilmir Þór, Pétur Kári og Rannveig Sif. Fallin er frá, í hárri elli, vinkona mín Elín Margrét Sigurðardóttir, sem ávallt gekk undir nafninu Stella. Hún ólst upp í Borgarnesi, dóttir hjónanna Jóhönnu Lovísu Rögnvaldsdóttur og Sigurðar Bjarna Runólfssonar, kaupfélags- stjóra í Borgarnesi og eins af stofn- endum Sjóklæðagerðar Íslands. Stella giftist ung, Oddgeiri Jó- hannssyni frá Stykkishólmi, og eignuðust þau eina dóttur, Jóhönnu Lovísu. Ég undirrituð var svo lánsöm að eyða æsku minni með þessu góða fólki. Oddgeir og Stella hófu bú- skap á Hávallagötunni í vesturbæ Reykjavíkur um 1940. Þar er einka- dóttir þeirra fædd. Síðar eða 1945 flytja þau í nýtt hús á Grenimel 16, Reykjavík, þar sem Stella bjó í u.þ.b. 35 ár, en Oddgeir féll frá 1954 og var það mikill missir fyrir eiginkonu og unga dóttur, sem átti að fermast hálfum mánuði síðar. Fráfall Oddgeirs bar mjög brátt að. En Stella, sem hafði til þessa séð um heimilið en eiginmaður hennar séð fjölskyldunni farborða, varð að fara út á vinnumarkaðinn og sýndi þá hve sterk og dugleg hún var, þegar á reyndi. Heimilið á Greni- mel 16 var glæsilegt. Og allt sem að heimilinu laut var fullkomið. Stella hafði svo gott auga fyrir öllu fyr- irkomulagi, hún var frábær innan- hússarkitekt. Og það var ekki bara heimilið sem var glæsilegt heldur hún sjálf, ein fallegasta kona sem gekk um götur Reykjavíkur, þar var allt í stíl. Eins og áður sagði var ég svo lánsöm að eignast mínu bestu vinkonu þarna á Grenimel 16, Hönnu, dóttur Stellu og Oddgeirs. Ég átti heimili á Grenimel 14, svo það var ekki langt á milli húsa. Við vorum báðar einkadætur, og fékk ég að njóta margs hjá þessu góða fólki. Ég man, þegar Stella saumaði sumarkjóla á okkur Hönnu báðar, alveg eins, rauðdoppótta kjóla. Og þegar keyrt var austur fyrir fjall fékk ég alltaf að fara með. Hún kenndi okkur hvað Kögunarhóll hét og Ingólfsfjall og Sogið og svo margt fleira. Svo hafði hún svo mikinn húmor, gerði alltaf mikið grín, sá alltaf hið skoplega. Hún var líka alveg frábær matargerðarkona. Veislurnar hjá þeim Oddgeiri voru konunglegar, borðið hlaðið dýrindis matföngum, á útsaumuðum borð- dúkum af húsfrúnni sjálfri. Ég gleymi aldrei jólunum á Grenimel 16. Hanna fékk ekki að sjá jólatréð fyrr en klukkan sex á aðfangadag jóla. Fallegu jólapakk- arnir, ilmurinn af rjúpunni, cap- puccinokakan og litla jólahúsið með storkinum uppi á þaki og jólasvein- um allt í kring, að renna sér niður bómullarbrekkuna. Allt sem Stella gerði var af svo mikilli natni og mikilli snilld. Hún spilaði alveg yndislega Heims um ból með til- brigðum, þegar búið var að taka upp pakkana. Þetta eru nokkur minningarbrot, sem koma fram í hugann þegar ég hugsa um þessa mikilhæfu konu, sem er að kveðja. Hún hélt reisn sinni til dauðadags. Veiktist fyrir skömmu af illvígum sjúkdómi og kvaddi 18. september sl. Ég votta þér, Hanna mín, Gylfa, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og kveð mína gömlu vinkonu með þökk fyrir allt og allt. Ingunn Jensdóttir. ELÍN M. SIGURÐARDÓTTIR Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast. Þitt allt, þitt bænamál og hvarms þíns tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson.) Þín Guðlaug. Í dag, 27. september, er eitt ár liðið frá því að fjölskyldur ykkar Guðlaug- EINAR ÖRN BIRGIS ✝ Einar Örn Birgisfæddist í Reykja- vík 27. september 1973. Hann lést 8. nóvember 2000 og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 23. nóvember. ar hittust á heimili ykk- ar og sungu afmælis- sönginn þér til heiðurs. Þú, hrókur alls fagnað- ar, reyttir af þér brand- arana, allir hlógu dátt. Fáum vikum seinna hittust þessar fjöl- skyldur á sama stað, en þá var tilefnið allt ann- að, þín sárt saknað og er enn. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á? Heyrirðu ei storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Þetta ljóð raula ég við legstað þinn, það passar svo vel, en ég veit að þér er skemmt. Guð Geymi þig. Halldóra Hallfreðsdóttir (Góa).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.