Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 49
GLÆSILEGUR
KVÖLDFATNAÐUR
Gullsmíðaverslun
Gömul og rótgróin gullsmíðaverslun við Laugaveg er til
sölu. Verslunin er í leiguhúsnæði, en möguleiki er á því
að tryggja húsnæðið til lengri tíma á viðunandi kjörum.
Lager verslunarinnar er nú í lágmarki og kaup á
versluninni því tilvalið tækifæri fyrir unga gullsmiði
að hefja eigin rekstur. Versluninni fylgja öll tæki og tól
til gullsmíða. Áhugasamir skili inn nafni og símanúmeri
merkt: „Gullsmíðaverslun“ til
afgreiðslu Morgunblaðsins.
Reykjavik Collection
Valentiono Jeans
Helmut Lang
Day
Bruuns Bazaar
Calvin Klein
Base
Ahler
Whistles
Minus
Reiss
Jigsaw
pom’dap
fluxa
Útsölumarkaður
GK REYKJAVÍK
hefst á morgun á Skúlagötu 32
útsölumarkaðurinn verður opinn
mánudaga til laugardaga frá kl. 12–18
Í BRÉFI Gunnars Stefánssonar,
Kvisthaga 16, Reykjavík, til blaðs-
ins sl. sunnudag er ég undirritaður
sakaður um að hafa misnotað
ákveðið lag Sigfúsar Halldórsson-
ar, sem áður hefur verið sungið við
ljóð Kristmanns Guðmundssonar,
með því aðgera íslenskan texta við
það. Telur Gunnar mig með því
hafa brotið gegn höfundarvernd.
Með einu stuttu símtali hefði
Gunnar getað leitað eftir réttum
staðreyndum málsins. Saga máls-
ins er sú, að þegar sönghópurinn
M.R. 60, sem ég er í, tók til starfa
fyrir sjö árum, sungum við skóla-
félagarnir þetta lag við ljóð Krist-
manns Guðmundssonar „Sommer-
ens sidste blomster“. Lagið kveikti
hjá mér hugmynd að texta undir
nafninu „Góðar og glaðar stundir“.
Í upphafi hugðist ég reyna að gera
sjálfur lag við þennan nýja texta.
Við Sigfús Halldórsson höfðum um
áratuga skeið starfað saman í
Lionsklúbbnum Ægi og fylgst með
því sem hvor um sig var að fást
við. Sigfús bauðst til að semja nýtt
lag við texta minn, sem gæti sem
hægast verið tileinkaður bæði
M.R. 60 og Lionsklúbbnum okkar.
Auðvitað leist mér vel á að svo gott
tónskáld tæki þessa afurð mína að
sér. Hann bauð mér nokkru síðar
heim til sín og lék það, sem hann
kallaði drög að laginu, en sagði síð-
an að sér fyndist eldra lagið betra.
Hann væri því hættur við nýja lag-
ið því að sínum dómi ætti eldra
lagið vel við textann „Góðar og
glaðar stundir“ og þannig vildi
hann hafa það. Í framhaldinu
kviknaði hugmynd um að flytja
lagið og textann á næsta þjónustu-
degi Lions. Áður en til þess kom
varð Sigfús alvarlega veikur og
lést. Friðbjörn G. Jónsson flutti
síðan lagið með texta mínum á
minningartónleikum um Sigfús.
Minningartónleikarnir um Sigfús
voru fjölsóttir og síðar kom öðrum
það í hug að flytja lagið með mín-
um texta á geisladiski. Það var
aldrei ætlun mín að hann yrði
fluttur við lag Sigfúsar að honum
forspurðum og þaðan af síður ef
hann legðist gegn því. Það var
ákvörðun Sigfúsar að þetta lag
hans mætti nota jöfnum höndum
við ljóð Kristmanns og texta minn.
Gunnar Stefánsson kallar þetta
smekklaust uppátæki mitt. Ég læt
lesendur blaðsins um að dæma um
hvað sé smekklaust í þessu máli.
ÓMAR Þ. RAGNARSSON,
fréttamaður,
Háaleitisbraut 39, Reykjavík.
Lag Sigfúsar og
ákvörðun hans
Frá Ómari Ragnarssyni:
ÞAÐ HEFUR ekki farið framhjá
neinum sem fylgst hefur með frétt-
um að undanförnu að síendurteknar
árásir hafa verið gerðar á Ísólf Gylfa
Pálmason alþingismann vegna
kaupa hans á jörðinni Uppsölum í
Hvolhreppi. Tilgangur atlögunnar
virðist vera sá einn að sverta mann-
orð hans. Kjarna málsins hefur verið
sleppt í umfjöllun fjölmiðla. Hann er
sá að hinir öldnu heiðursmenn sem
hafa búið á Uppsölum alla sína ævi
hafa sjálfir fengið að ráðstafa föð-
urleifð sinni. Þeir keyptu jörðina á
sama verði og aðrir í viðlíka stöðu og
seldu alþingismanninum á því verði
sem þeir vildu. Þeir virðast sam-
kvæmt umfjöllun fjölmiðla hafa það
til saka unnið að hafa selt jörðina of
ódýrt til alþingismannsins.
Að minni hyggju er þessi umfjöll-
un virðingarleysi við þessa heiðurs-
menn sem nýttu sér sinn lagalega og
siðferðilega rétt til að ráðstafa jörð-
inni til þess manns sem þeir helst
óskuðu að fengi hana. Þetta hafa
margir gert og engin læti orðið. Það
eina sem er að er að kaupandinn er
alþingismaður.
Óskandi er að aðför þessari að
einkalífi heiðarlegs fólks ljúki hið
fyrsta og fjölmiðlar snúi sér að ein-
hverju þarfara viðfangsefni.
LÁRUS BRAGASON,
Miðhúsum, Hvolsvelli.
Frá Lárusi Bragasyni:
Þegar
steinum
er kastað
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
RIFJÁRN
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Rifjárn
fyrir
parmesan,
hnetur,
súkkulaði
o.fl.
Verð 1.495