Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 51

Morgunblaðið - 27.09.2001, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 51 DAGBÓK Hlutavelta LJÓÐABROT Íslensk vögguljóð Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á Hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. Sumir fóru fyrir jól, fluttu burt úr landi, heillum snauðir heims um ból hús þeir byggja á sandi. Í útlöndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi. Halldór Laxness BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson HÆFILEIKINN til að telja upp á þrettán verður seint ofmetinn í brids. Það má líta á spilið í dag sem létta æfingu í að telja: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K93 ♥ KD43 ♦ D5 ♣ K742 Vestur Austur ♠ D87652 ♠ 10 ♥ 62 ♥ 105 ♦ 84 ♦ ÁK10976 ♣ G93 ♣ Á1086 Suður ♠ ÁG4 ♥ ÁG987 ♦ G32 ♣ D5 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 1 tígull 1 hjarta Pass 2 hjörtu 3 tíglar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kemur út í lit fé- laga síns og austur ÁK og spilar þriðja tíglinum, sem vestur trompar og blindur yfirtrompar. Sagnhafi sér strax að spilið snýst um spaðann, en þó er möguleiki á að komast hjá svíningu ef austur á laufásinn annan eða þriðja. Alltént er rökrétt að spila nú laufi að drottning- unni og svo smáu laufi frá báðum höndum. Austur tek- ur þann slag á tíuna og trompar út. Suður drepur heima, spilar aftur trompi á kóng blinds og stingur lauf. En ekki kemur ásinn. Á þessum tímapunkti er rétt að staldra við og telja. Austur hefur sýnt sexlit í tígli, fjórlit í laufi, tvö hjörtu, og þar af leiðandi – einspil í spaða. Þar með blasir við að spila spaðaás. Þegar austur kemur með tíuna verður svíningin á ní- unni 100%. STAÐAN kom upp á at- skákmóti í Krít sem lauk fyrir skömmu. Io- annis Nikolaidis (2531) hafði hvítt gegn Dimitry Svetushkin (2461). 43. Bxe6! fxe6 44. Hf8+ Kh7 45. Hf7 Dc8 46. Dg4 Bg5 47. hxg5 De8 48. Dh5 Kg8 49. g6?? Eft- ir óaðfinnanlega taflmennsku bregst hvítum bogalistin. 49. gxh6 hefði tryggt hvítum sigurinn þar sem eftir 49...Dxf7 50. h7+ stendur hvítur til vinn- ings. Í framhaldinu fjarar sókn hvíts út og frípeð svarts rennur upp. 49...a4 50. De2 a3 51. Da2 Db5 52. Hc7 Dxd3 53. Hc6 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Morgunblaðið/Þorkell Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu kr. 696 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Orri Ómarsson og Björn Steindór Björnsson. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 6.000. Þær heita Hrefna Lind Einarsdóttir, HildurÝr Hvanndal og Herdís Ein- arsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 27. september, verður fimm- tug Þórunn Reykdal. Eig- inmaður hennar er Þórður Stefánsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Brúarási laugardaginn 29. septem- ber frá kl. 21. BRÚÐKAUP. Gef- in voru saman 10. ágúst s.l. í Kirkju Valencia de Alcant- ara, Spáni, Elena Gonzales-Gil og Richard Jón Ólafs- son. Heimili ungu hjónanna er 6, Croft Close, Bish- ops Tachbrook, Lemington Spa, Warwicks., U.K. HAUST Í FLASH FLAUELSJAKKAR með og án hettu 5.990 Litir: Svart og ljóst Stærðir 10-16 Laugavegi 54, sími 552 5201 NÝTT FRÁ BLOCH Dragtir, síðir kjólar, dress, toppar og bolir Opið virka daga frá kl. 10 - 18 laugardaga frá kl. 10 - 14 YAZZ - Cartise Hamraborg 7, sími 544 4406 Einnig dreifingaraðilar Ný glæsileg sending Dragtir kr. 9.990 Opið 10-16 Haustfundur - Málþing - Námskeið Bandalag íslenskra leikfélaga heldur haustfund í Félagsheimili Kópavogs dagana 29. og 30. september 2001. Fundurinn verður settur kl. 9.00 laugardaginn 29. september. Í tengslum við fundinn verður haldið stutt námskeið í stjórnun leikfélaga föstudagskvöldið 28. september kl. 20.00 og málþing um Leikstjórn í áhugaleikhúsi laugardaginn 29. september kl. 14.00. Málþing - Leikstjórn í áhugaleikhúsi Setning: Einar Rafn Haraldsson, formaður Bandalagsins. Frummælendur: 1. Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri. 2. Guðjón Sigvaldason, leikstjóri. 3. Þorgeir Tryggvason, áhugaleikhúsmaður. 4. Pétur Einarsson, tilnefndur af Félagi leikstjóra á Íslandi. Fyrirspurnir og umræður á eftir sem allir eru hvattir til að taka þátt í. Málþingið er öllum opið og kostar ekkert inn. Nánari upplýsingar í síma 551 6974 eða á www.leiklist.is www.leiklist.is STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert lundgóður og ljúfur í umgengni en ert þó sjálfs þíns herra og kannt að taka á málum af festu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt allt virðist ganga nokkuð átakalaust fyrir sig núna gæti það breyst í einni svipan ef þú slakar of mikið á. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum hvernig sem þér svo líkar það. Því fyrr sem þú gerir það þeim mun betra svo hættu að slá hausn- um við steininn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ákveðið mál þolir ekki lengri bið svo vertu óhræddur við að treysta dómgreind þinni og gakktu strax í að leysa málið þótt erfitt sé. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt gott sé að losa sig við gamalt dót skaltu ekki vera of fljótur á þér því það er aldrei að vita nema eitthvað sé verð- mætara en þú heldur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er alltaf ánægjulegt að fá góða vini í heimsókn og ekki síðra að fá góðar ábendingar. Óvænt uppástunga verður þér til mikillar gleði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur verið of upptekinn að undanförnu og ekki gefið gaum að þeim sem næst þér standa. Bættu það ærlega upp og byrjaðu á því að biðj- ast afsökunar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert afslappaður og í góðu jafnvægi og ættir því að vera í stakk búinn til að sýna hvað í þér býr. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem þér hafa bor- ist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sýndu samstarfsfólki þínu meiri sanngirni og umburðar- lyndi. Að öðrum kosti áttu á hættu að standa einn uppi í vandasömu verkefni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú undrast það hversu vak- andi vinir þínir eru fyrir vel- ferð þinni. Vertu bara þakk- látur og mundu að sönn vinátta snýst um það að gefa og þiggja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Refsaðu ekki sjálfum þér því þú átt allt annað skilið og þarft bara þinn tíma. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt þú njótir þess að vera í sviðsljósinu þarftu að draga þig í hlé og vera einn með sjálfum þér því öðruvísi nærðu ekki sambandi við þinn innri mann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt þú hafir í mörgu að snú- ast er nauðsynlegt að líta að- eins upp og njóta þess sem líf- ið hefur upp á að bjóða og rækta um leið mannleg sam- skipti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.