Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ  ÁLAFOSS FÖT BEZT: Hinir eld- hressu Acoustic sjá um fjörið föstu- dags- og laugardagskvöld.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Félagar úr Hamonikufélagi Reykjavíkur ásamt öðrum harmonikuleikurum leika fyrir dansi laugardagskvöld kl. 22:30. Ragn- heiður Hauksdóttir syngur. Allir vel- komnir.  BROADWAY: PG Magic show fimmtudagskvöld. Stórkostleg töfra- sýning með Pétri Pókus í aðalhlut- verki. Akureyrar- og Eyjafjarðarkvöld föstudagskvöld. Karlakór Akureyrar – Geysir flytur Bítladagskrá sína undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur við undirleik Einn og sjötíu. Fluttir verða þættir úr revíunni Allra meina bót eftir þá bræð- ur Jónas og Jón Múla. Sérstakir gestir eru Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Kynnir er Gestur Einar Jónasson. Rolling Stones-sýningin laugardagskvöld. Helgi Björnsson stekkur á svið sem Mick Jagger. PG Magic show sunnudagskvöld.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Ruth Reginalds laugardagskvöld kl. 23 til 3. 20 ára aldurstakmark.  BÆJARBARINN ÓLAFSVÍK: Diskótek föstudagskvöld. Frítt inn. Hljómsveitin Tónól laugardagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: Stuðbandið Sólon gerir allt vitlaust föstudags- og laugardagskvöld.  CATALINA, Hamraborg: Bara 2 leika föstudags- og laugardagskvöld.  CLUB 22: Plötusnúðarnir Dj Reynir og Dj Bjössi Brunahani blanda saman dansvænni drum&bass og techno tón- list fimmtudagskvöld kl. 22 til 2. Til- efnið er opnun heimasíðunnar www.brunahani.com. 18 ára aldurs- takmark og 500 króna aðgangseyrir. Doddi litli mætir í búrið á miðnætti föstudagskvöld. Óli Palli verður við plötuspilarann laugardagskvöld. Bæði kvöldin er frítt inn til kl. 2. Handhafar stúdentaskírteina fá frítt inn alla nótt- ina.  DUBLINER: Hljómsveitin Spilafíkl- ar föstudags- og laugardagskvöld.  DUGGAN, Þorlákshöfn: Buttercup með stórdansleik laugardagskvöld. 18 ára aldurstakmark.  FÉLAGSMIÐSTÖÐIN, Þorláks- höfn: Buttercup spilar fyrir 13 ára og eldri laugardagskvöld kl. 20 til 22.  FJÖRUKRÁIN: Hljómsveitin Kvos föstudags- og laugardagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Tónleikar til heiðurs hljómsveitinni Nirvana fimmtudagskvöld. Fram koma Botn- leðja, Quarashi, Ensími, Mínus, Úlpa, Klink, Graveslime og Noise. Allar sveitirnar gefa vinnu sína þar sem til stendur að nýta ágóðann til þess að efla baráttuna gegn einelti. Húsið opnað klukkan 21 á fimmtu- dagskvöldið og kostar aðeins 700 krón- ur inn. Greifarnir koma saman í síðasta sinn föstudags- og laugardagskvöld.  GRANDROKK: Fræbbblarnir með tónleika ásamt Andvana föstudags- kvöld. Fræbbblarnir með tónleika ásamt hljómsveitinni Lirmill laugar- dagskvöld.  GULLÖLDIN: Hljómsveitin Léttir sprettir leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld.  H.M. KAFFI, Selfossi: Diskórokk- tekið og plötusnúðurinn Skugga-Bald- ur föstudags- og laugardagskvöld. Miðaverð 500 krónur.  HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Spútnik sér um fjörið laugardagskvöld.  KAFFI REYKJAVIK: Hljómsveitin Sixties sér um fjörið föstudags- og laugardagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Þjóðlagatón- leikar í samvinnu við Norræna húsið með Sutaras frá Litháen fimmtudags- kvöld kl. 21 til 23. Aðgangur ókeypis. Eftir tónleikana leikur hljómsveit Rúnars Júl. til kl. 1. Hljómsveit Rún- ars Júl. með dansleik langt fram á nótt föstudags- og laugardagskvöld. KRÚSIN, Ísafirði: Rúnar Þór leikur og syngur á heima- slóðum föstudags- og laugardagskvöld ásamt Erni Jónssyni, fyrrum bassa- leikara úr Grafík.  LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línu- dansa verður með dansæfingu fimmtudagskvöld. Elsa sér um tónlist- ina. Allir velkomnir.  LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Sódóma leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Linda Björk Sæ- mundsdóttir, Jón Gunnarsson, Jón Magnússon, Halldór Halldórsson og Haraldur Leonhardsson.  NELLYS CAFÉ: Dj Páll Óskar í búrinu föstudagskvöld. Dj Le Chef í búrinu laugardagskvöld.  NIKKABAR, Hraunberg 4: Anna Vilhjálms og Viðar Jónsson föstudags- og laugardagskvöld.  ÓLAFSHÚS, Sauðárkróki: Bubbi Morthens með tónleika föstudags- kvöld kl. 23.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Hljómsveit- in Tres Amigos frá Borgarnesi föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveit- ina skipa Hafsteinn Þórisson, Sigurþór Kristjánsson og Símon Ólafsson.  RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin Haf- rót leikur föstudags- og laugardags- kvöld.  SALKA, Húsavík: Bubbi Morthens með tónleika fimmtudagskvöld kl. 21.  SPOTLIGHT: Dj Cesar sér um að halda uppi fjörinu föstudags- og laug- ardagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Karma með Ólaf „Labba“ Þór- arinsson í broddi fylkingar föstudags- og laugardagskvöld. Morgunblaðið/RAX Hljómsveit Rúnars Júlíussonar leikur á Kringlukránni um helgina. FráAtilÖ SUPER Furry Animals hafa ávallt staðið utan við (og framar, verð ég að segja) flestallt það Bretapopp sem dunið hefur á manni undan- farinn áratug. Á meðan hug- myndasnauðar sveitir eins og Oas- is, Cast, Stereophonics, Embrace, Bluetones, Travis, Coldplay o.s.frv. dufla þreytulega við að endurvinna gamalt rokk og ról, helst þá frá sjöunda áratugnum, taka SFA áhrif frá nánast hverju sem er og hnoða saman á frumleg- an hátt þannig að úr verður einstak- ur pakki sem sí- fellt kemur á óvart; kætir mann bæði og bætir. Það eru sorglega fáir sem líta á dægurtónlist í dag sem vettvang nýsköpunar. Hér flíka SFA áhrif- um frá Beach Boys (afar vinsælt í dag virðist vera), dramatískri söngleikjatónlist og dauðarokki (!) með viðkomu í … einhverju sem maður átti ekki von á. Hér er allt- af eitthvað stórfurðulegt handan við næsta horn. Þessari bragðgóðu súpu fylgir síðan gott innsæi í melódíur; hug- myndaauðgi og barasta hrein gleði gagnvart dægurtónlistinni og öll- um þeim möguleikum sem hún býr yfir til að hressa lýðinn en um leið að hrista svolítið upp í honum. Stórgóð plata sem einfaldlega geislar af lífi og leitandi anda. Popplist í hæsta gæðaflokki.  Tónlist Alveg súper! Super Furry Animals Rings Around The World Epic Velsku Íslandsvinirnir með hreint út sagt frábæra plötu. Arnar Eggert Thoroddsen Í KVÖLD og á mánudaginn sýnir Filmundur frönsku gamanmyndina Les Vacances De M. Hulot frá 1952, eftir snillinginn Jacques Tati, sem leikstýrir, skrifar handrit og fer með burðarhlutverkið. Í huga margra er frönsk kvik- myndagerð föst í alvarlegri kant- inum, en það er óhætt að segja að verk Tatis afsanni þá algengu kenn- ingu. Tati er tvímælalaust einn af bestu gamanleikurum kvikmynda- sögunnar og minnir oft á meistara þöglu myndanna á borð við Charlie Chaplin og Buster Keaton, en hann gerir vinnubrögðum meistara þöglu myndanna hátt undir höfði. Fil- mundur sýndi helstu myndir hans í árdaga starfseminnar, en þar sem fáir fengu að njóta þeirra hefur ver- ið ákveðið að endursýna að minnsta kosti einhverjar þessara mynda á ný. Í Les Vacances De M. Hulot birtist persónan herra Hulot á hvíta tjald- inu í fyrsta sinn, en sá kostulegi herramaður átti eftir að gleðja kvik- myndaunnendur í fleiri myndum. Herra Hulot ákveður að eyða fríinu við ströndina, en skakkaföllin láta ekki á sér standa, þó að Hulot reyni allt hvað hann geti til að forðast þau. Hann kemst í kynni við alls konar fólk á hótelinu, ekki síst hina fögru Martine, en Hulot er allt of feiminn til að fara á fjörur við hana. Stíll Jacques Tatis er alþjóðlegur og afar auðskiljanlegur, þar sem áherslan er ekki á talað orð heldur látbragð, tónlist og áhrifshljóð. Húmorinn er aldrei illskeyttur, heldur geta áhorfendur séð sjálfa sig í vandræðalegum tilburðum söguhetjunnar, sem á sér engan draum heitari en að sinna starfi sínu af sem mestri kostgæfni. Í Les Vacances De M. Hulot tekur hann á einu af lykilhugðarefnum sínum, sem er áhrif tækniþróunar og tímaskorts á mannkynið, en eins og Chaplin hafði hann mikinn áhuga á þessu efni og kom skoðunum sín- um á þessu efni á framfæri í mynd- um sínum. Þó að mikillar bjartsýni og mikils jákvæðis hafi almennt gætt í garð tækniframfara í Evrópu fram eftir tuttugustu öldinni hafði Tati miklar áhyggjur af afdrifum mannsins í hinum sívaxandi hraða sem einkenndi hina hversdagslegu tilveru í auknum mæli. Jacques Tati fæddist árið 1908 í bænum Le Pecq í Frakklandi. Hann var atvinnumaður í ruðningi áður en hann ákvað að gerast leikari. Í fyrstu vann hann fyrir sér sem eft- irherma og látbragðsleikari og sú reynsla átti eftir að koma sér vel þegar hann fór að leika í kvikmynd- um. Oft er sagt að í meðförum hans hafi list leikarans, eins og hún birt- ist í þöglu myndunum, verið hafin til vegs og virðingar á ný. Í byrjun gerði Tati nokkrar stuttmyndir en Les Vacances De M. Hulot var önn- ur mynd hans í fullri lengd og urðu þær sex talsins áður en yfir lauk. Í seinni myndunum þróaði hann per- sónuna Monsieur Hulot sem varð gífurlega vinsæl og varð með tím- anum eins konar alter-ego Tatis, allt þar til hann lést árið 1982 eftir þriggja áratuga farsælan feril í kvikmyndum. Þó að segja megi að höfundarverk Tatis hafi á margan hátt gengið gegn ríkjandi hefðum og tískustraumum í kvikmyndagerð á sínum tíma er enginn vafi á því að þar fer einn besti gamanleikari sem uppi hefur verið og verk hans eru óneitanlega einstök í sinni röð. Les Vacances De M. Hulot verður eins og fyrr segir sýnd í kvöld og á mánudag kl. 22:30 og fara sýningar að vanda fram í Háskólabíói. Miða- verð fyrir Filmundarfélaga er að- eins 500 kr. en almennt verð 800 kr. Hægt er að gerast félagi í Filmundi í miðasölu Háskólabíós. Herra Hulot fer í frí Tati með pípu sína og hatt. Tati gamli heimsækir Filmund MOGGABÚÐIN mbl.is                                    !"#$%&$"'(##)*'(!#)+ IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20. fös 28/9, lau 29/9 kl. 16 barnasýning lau 29/9, sun 30/9 kl. 20 síðasta sýning Miðasala er í síma 552 3000, virka daga kl. 12-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýningu.                                                               !      !"    !""" # "!"$  % !"##$%&& KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar FRUMSÝNING Fö 28. sept kl. 20:00 UPPSELT 2. sýning su. 30. sept kl. 20 - UPPSELT 3. sýning fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 4. sýning fö 5. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 5. sýning lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 6. sýning su 14. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 7. sýning fi 18. okt kl. 20 - LAUS SÆTI 8. sýning fö 19. okt kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. sept. kl. 20 - ÖRFFÁ SÆTI Lau 6. okt, kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 12. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 3. nov kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Í KVÖLD: kl. 20 - ÖRFÁSÆTI Lau 29. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 30. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 50. sýning Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 11. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 13. okt kl. 20 - LAUS SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Lau 29. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR Stóra svið Litla svið 3. hæðin Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Munið áskriftarkortin SÍÐASTA SÖLUVIKA VERTU MEÐ Í VETUR!!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.