Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLAFOSS FÖT BEZT: Hinir eld-
hressu Acoustic sjá um fjörið föstu-
dags- og laugardagskvöld.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Félagar úr
Hamonikufélagi Reykjavíkur ásamt
öðrum harmonikuleikurum leika fyrir
dansi laugardagskvöld kl. 22:30. Ragn-
heiður Hauksdóttir syngur. Allir vel-
komnir.
BROADWAY: PG Magic show
fimmtudagskvöld. Stórkostleg töfra-
sýning með Pétri Pókus í aðalhlut-
verki. Akureyrar- og Eyjafjarðarkvöld
föstudagskvöld. Karlakór Akureyrar –
Geysir flytur Bítladagskrá sína undir
stjórn Erlu Þórólfsdóttur við undirleik
Einn og sjötíu. Fluttir verða þættir úr
revíunni Allra meina bót eftir þá bræð-
ur Jónas og Jón Múla. Sérstakir gestir
eru Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur
Halldórsson. Kynnir er Gestur Einar
Jónasson. Rolling Stones-sýningin
laugardagskvöld. Helgi Björnsson
stekkur á svið sem Mick Jagger. PG
Magic show sunnudagskvöld.
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi:
Ruth Reginalds laugardagskvöld kl.
23 til 3. 20 ára aldurstakmark.
BÆJARBARINN ÓLAFSVÍK:
Diskótek föstudagskvöld. Frítt inn.
Hljómsveitin Tónól laugardagskvöld.
CAFÉ AMSTERDAM: Stuðbandið
Sólon gerir allt vitlaust föstudags- og
laugardagskvöld.
CATALINA, Hamraborg: Bara 2
leika föstudags- og laugardagskvöld.
CLUB 22: Plötusnúðarnir Dj Reynir
og Dj Bjössi Brunahani blanda saman
dansvænni drum&bass og techno tón-
list fimmtudagskvöld kl. 22 til 2. Til-
efnið er opnun heimasíðunnar
www.brunahani.com. 18 ára aldurs-
takmark og 500 króna aðgangseyrir.
Doddi litli mætir í búrið á miðnætti
föstudagskvöld. Óli Palli verður við
plötuspilarann laugardagskvöld. Bæði
kvöldin er frítt inn til kl. 2. Handhafar
stúdentaskírteina fá frítt inn alla nótt-
ina.
DUBLINER: Hljómsveitin Spilafíkl-
ar föstudags- og laugardagskvöld.
DUGGAN, Þorlákshöfn: Buttercup
með stórdansleik laugardagskvöld. 18
ára aldurstakmark.
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN, Þorláks-
höfn: Buttercup spilar fyrir 13 ára og
eldri laugardagskvöld kl. 20 til 22.
FJÖRUKRÁIN: Hljómsveitin Kvos
föstudags- og laugardagskvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Tónleikar til
heiðurs hljómsveitinni Nirvana
fimmtudagskvöld. Fram koma Botn-
leðja, Quarashi, Ensími, Mínus, Úlpa,
Klink, Graveslime og Noise.
Allar sveitirnar gefa vinnu sína þar
sem til stendur að nýta ágóðann til
þess að efla baráttuna gegn einelti.
Húsið opnað klukkan 21 á fimmtu-
dagskvöldið og kostar aðeins 700 krón-
ur inn.
Greifarnir koma saman í síðasta sinn
föstudags- og laugardagskvöld.
GRANDROKK: Fræbbblarnir með
tónleika ásamt Andvana föstudags-
kvöld. Fræbbblarnir með tónleika
ásamt hljómsveitinni Lirmill laugar-
dagskvöld.
GULLÖLDIN: Hljómsveitin Léttir
sprettir leikur fyrir dansi föstudags-
og laugardagskvöld.
H.M. KAFFI, Selfossi: Diskórokk-
tekið og plötusnúðurinn Skugga-Bald-
ur föstudags- og laugardagskvöld.
Miðaverð 500 krónur.
HÖLLIN, Vestmannaeyjum:
Hljómsveitin Spútnik sér um fjörið
laugardagskvöld.
KAFFI REYKJAVIK: Hljómsveitin
Sixties sér um fjörið föstudags- og
laugardagskvöld.
KRINGLUKRÁIN: Þjóðlagatón-
leikar í samvinnu við Norræna húsið
með Sutaras frá Litháen fimmtudags-
kvöld kl. 21 til 23. Aðgangur ókeypis.
Eftir tónleikana leikur hljómsveit
Rúnars Júl. til kl. 1. Hljómsveit Rún-
ars Júl. með dansleik langt fram á nótt
föstudags- og laugardagskvöld.
KRÚSIN, Ísafirði:
Rúnar Þór leikur og syngur á heima-
slóðum föstudags- og laugardagskvöld
ásamt Erni Jónssyni, fyrrum bassa-
leikara úr Grafík.
LIONSSALURINN, Kópavogi,
Auðbrekku 25: Áhugahópur um línu-
dansa verður með dansæfingu
fimmtudagskvöld. Elsa sér um tónlist-
ina. Allir velkomnir.
LUNDINN, Vestmannaeyjum:
Hljómsveitin Sódóma leikur fyrir
dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveitina skipa Linda Björk Sæ-
mundsdóttir, Jón Gunnarsson, Jón
Magnússon, Halldór Halldórsson og
Haraldur Leonhardsson.
NELLYS CAFÉ: Dj Páll Óskar í
búrinu föstudagskvöld. Dj Le Chef í
búrinu laugardagskvöld.
NIKKABAR, Hraunberg 4: Anna
Vilhjálms og Viðar Jónsson föstudags-
og laugardagskvöld.
ÓLAFSHÚS, Sauðárkróki: Bubbi
Morthens með tónleika föstudags-
kvöld kl. 23.
PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Hljómsveit-
in Tres Amigos frá Borgarnesi föstu-
dags- og laugardagskvöld. Hljómsveit-
ina skipa Hafsteinn Þórisson,
Sigurþór Kristjánsson og Símon
Ólafsson.
RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin Haf-
rót leikur föstudags- og laugardags-
kvöld.
SALKA, Húsavík: Bubbi Morthens
með tónleika fimmtudagskvöld kl. 21.
SPOTLIGHT: Dj Cesar sér um að
halda uppi fjörinu föstudags- og laug-
ardagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Karma með Ólaf „Labba“ Þór-
arinsson í broddi fylkingar föstudags-
og laugardagskvöld.
Morgunblaðið/RAX
Hljómsveit Rúnars Júlíussonar leikur á Kringlukránni um helgina.
FráAtilÖ
SUPER Furry Animals hafa ávallt
staðið utan við (og framar, verð ég
að segja) flestallt það Bretapopp
sem dunið hefur á manni undan-
farinn áratug. Á meðan hug-
myndasnauðar sveitir eins og Oas-
is, Cast, Stereophonics, Embrace,
Bluetones, Travis, Coldplay
o.s.frv. dufla þreytulega við að
endurvinna gamalt rokk og ról,
helst þá frá sjöunda áratugnum,
taka SFA áhrif
frá nánast hverju
sem er og hnoða
saman á frumleg-
an hátt þannig að
úr verður einstak-
ur pakki sem sí-
fellt kemur á óvart; kætir mann
bæði og bætir.
Það eru sorglega fáir sem líta á
dægurtónlist í dag sem vettvang
nýsköpunar. Hér flíka SFA áhrif-
um frá Beach Boys (afar vinsælt í
dag virðist vera), dramatískri
söngleikjatónlist og dauðarokki (!)
með viðkomu í … einhverju sem
maður átti ekki von á. Hér er allt-
af eitthvað stórfurðulegt handan
við næsta horn.
Þessari bragðgóðu súpu fylgir
síðan gott innsæi í melódíur; hug-
myndaauðgi og barasta hrein gleði
gagnvart dægurtónlistinni og öll-
um þeim möguleikum sem hún býr
yfir til að hressa lýðinn en um leið
að hrista svolítið upp í honum.
Stórgóð plata sem einfaldlega
geislar af lífi og leitandi anda.
Popplist í hæsta gæðaflokki.
Tónlist
Alveg
súper!
Super Furry Animals
Rings Around The World
Epic
Velsku Íslandsvinirnir með hreint út sagt
frábæra plötu.
Arnar Eggert Thoroddsen
Í KVÖLD og á mánudaginn sýnir
Filmundur frönsku gamanmyndina
Les Vacances De M. Hulot frá 1952,
eftir snillinginn Jacques Tati, sem
leikstýrir, skrifar handrit og fer
með burðarhlutverkið.
Í huga margra er frönsk kvik-
myndagerð föst í alvarlegri kant-
inum, en það er óhætt að segja að
verk Tatis afsanni þá algengu kenn-
ingu. Tati er tvímælalaust einn af
bestu gamanleikurum kvikmynda-
sögunnar og minnir oft á meistara
þöglu myndanna á borð við Charlie
Chaplin og Buster Keaton, en hann
gerir vinnubrögðum meistara þöglu
myndanna hátt undir höfði. Fil-
mundur sýndi helstu myndir hans í
árdaga starfseminnar, en þar sem
fáir fengu að njóta þeirra hefur ver-
ið ákveðið að endursýna að minnsta
kosti einhverjar þessara mynda á
ný.
Í Les Vacances De M. Hulot birtist
persónan herra Hulot á hvíta tjald-
inu í fyrsta sinn, en sá kostulegi
herramaður átti eftir að gleðja kvik-
myndaunnendur í fleiri myndum.
Herra Hulot ákveður að eyða fríinu
við ströndina, en skakkaföllin láta
ekki á sér standa, þó að Hulot reyni
allt hvað hann geti til að forðast
þau. Hann kemst í kynni við alls
konar fólk á hótelinu, ekki síst
hina fögru Martine, en Hulot er allt
of feiminn til að fara á fjörur við
hana.
Stíll Jacques Tatis er alþjóðlegur
og afar auðskiljanlegur, þar sem
áherslan er ekki á talað orð heldur
látbragð, tónlist og áhrifshljóð.
Húmorinn er aldrei illskeyttur,
heldur geta áhorfendur séð sjálfa
sig í vandræðalegum tilburðum
söguhetjunnar, sem á sér engan
draum heitari en að sinna starfi sínu
af sem mestri kostgæfni.
Í Les Vacances De M. Hulot tekur
hann á einu af lykilhugðarefnum
sínum, sem er áhrif tækniþróunar
og tímaskorts á mannkynið, en eins
og Chaplin hafði hann mikinn áhuga
á þessu efni og kom skoðunum sín-
um á þessu efni á framfæri í mynd-
um sínum. Þó að mikillar bjartsýni
og mikils jákvæðis hafi almennt
gætt í garð tækniframfara í Evrópu
fram eftir tuttugustu öldinni hafði
Tati miklar áhyggjur af afdrifum
mannsins í hinum sívaxandi hraða
sem einkenndi hina hversdagslegu
tilveru í auknum mæli.
Jacques Tati fæddist árið 1908 í
bænum Le Pecq í Frakklandi. Hann
var atvinnumaður í ruðningi áður
en hann ákvað að gerast leikari. Í
fyrstu vann hann fyrir sér sem eft-
irherma og látbragðsleikari og sú
reynsla átti eftir að koma sér vel
þegar hann fór að leika í kvikmynd-
um. Oft er sagt að í meðförum hans
hafi list leikarans, eins og hún birt-
ist í þöglu myndunum, verið hafin til
vegs og virðingar á ný. Í byrjun
gerði Tati nokkrar stuttmyndir en
Les Vacances De M. Hulot var önn-
ur mynd hans í fullri lengd og urðu
þær sex talsins áður en yfir lauk. Í
seinni myndunum þróaði hann per-
sónuna Monsieur Hulot sem varð
gífurlega vinsæl og varð með tím-
anum eins konar alter-ego Tatis, allt
þar til hann lést árið 1982 eftir
þriggja áratuga farsælan feril í
kvikmyndum. Þó að segja megi að
höfundarverk Tatis hafi á margan
hátt gengið gegn ríkjandi hefðum
og tískustraumum í kvikmyndagerð
á sínum tíma er enginn vafi á því að
þar fer einn besti gamanleikari sem
uppi hefur verið og verk hans eru
óneitanlega einstök í sinni röð.
Les Vacances De M. Hulot verður
eins og fyrr segir sýnd í kvöld og á
mánudag kl. 22:30 og fara sýningar
að vanda fram í Háskólabíói. Miða-
verð fyrir Filmundarfélaga er að-
eins 500 kr. en almennt verð 800 kr.
Hægt er að gerast félagi í Filmundi í
miðasölu Háskólabíós.
Herra
Hulot
fer í frí
Tati með pípu sína og hatt.
Tati gamli heimsækir Filmund
MOGGABÚÐIN
mbl.is
!"#$%&$"'(##)*'(!#)+
IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20.
fös 28/9, lau 29/9 kl. 16 barnasýning
lau 29/9, sun 30/9 kl. 20 síðasta sýning
Miðasala er í síma 552 3000, virka daga
kl. 12-16, um helgar frá kl. 16 og fram að
sýningu.
!
!"
!""" # "!"$ %
!"##$%&&
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
í leikgerð Sveins Einarssonar
FRUMSÝNING Fö 28. sept kl. 20:00 UPPSELT
2. sýning su. 30. sept kl. 20 - UPPSELT
3. sýning fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
4. sýning fö 5. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
5. sýning lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
6. sýning su 14. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
7. sýning fi 18. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
8. sýning fö 19. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 29. sept. kl. 20 - ÖRFFÁ SÆTI
Lau 6. okt, kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fö 12. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fi 26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 3. nov kl. 20 - LAUS SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler
Í KVÖLD: kl. 20 - ÖRFÁSÆTI
Lau 29. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 30. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 50. sýning
Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT
Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fi 11. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 13. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Lau 29. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI
ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
Stóra svið
Litla svið
3. hæðin
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Munið áskriftarkortin
SÍÐASTA SÖLUVIKA
VERTU MEÐ Í VETUR!!!