Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 2

Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRúnar Kristinsson tilbúinn í slag- inn í Kaupmannahöfn / B3 Patrekur Jóhannesson leikmaður mánaðarins í Þýskalandi / B4 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM „ÞAÐ er niðurstaða Landsvirkjunar og ráðgjafa fyrirtækisins af arðsem- isútreikningum að orkusamningarn- ir við Reyðarál og þar með arðsemi Kárahnjúkavirkjunar séu mjög hag- stæðir. Samningarnir við Reyðarál munu gera meira en að standa und- ir lágmarkskröfum, en þær eru að arðsemin dugi til að standa undir fjármagnskostnaði bæði af lánsfé og eigin fé og því eru allar líkur á að virði fyrirtækisins muni aukast eftir að samningar hafa náðst til hags- bóta fyrir eigendur Landsvirkjun- ar.“ Þetta kemur fram í greinargerð um efnislega þætti Kárahnjúka- virkjunar sem Landsvirkjun hefur sent umhverfisráðuneytinu. Grein- argerðin er annar hluti kæru Landsvirkjunar til umhverfisráðu- neytisins 4. september í framhaldi af úrskurði ráðuneytisins 1. ágúst um Kárahnjúkavirkjun. Greinar- gerðin hefur að geyma upplýsingar um framkvæmdina, áhrif á um- hverfið og mótvægisaðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og þar er einnig að finna kafla um arð- semi samninganna við Reyðarál. Stofnkostnaður við alla þætti virkjunar 100 milljarðar Stofnkostnaður við alla þætti beggja áfanga Kárahnjúkavirkjunar er um 100 milljarðar króna og er helmingur hans innlendur kostnað- ur. Stærstu og áhættusömustu verkþættirnir eru stíflan við Kára- hnjúka og jarðgöng úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Er áætlað að þessir tveir verkþættir taki til um 65% kostnaðarins. Talið er að árlegur rekstrarkostnaður virkjun- arinnar verði um 600 milljónir króna. Í greinargerð Landsvirkjunar segir að aðferðin við útreikninga á arðsemi samningsins við Reyðarál og þar með virkjunarinnar sé svo- nefnt núvirt sjóðsstreymi sem byggist á því að tekju- og gjalda- flæði virkjunarinnar eru reiknuð á núvirði með ávöxtunarkröfu. Eig- endur Landsvirkjunar gera kröfu um 5–6% raunarð af eigin fé. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að eig- infjárhlutfall í verkefninu verði 25% og áætlar að raunarðsemi eigin fjár muni verða 14% miðað við samn- ingsdrög sem nú liggja fyrir. „Það er meira en tvöföld sú krafa sem eigendur gera til fyrirtækisins og mjög viðunandi ávöxtun ef borin er saman við arðsemi eiginfjár hjá raf- orkufyrirtækjum í nágrannalönd- um,“ segir í greinargerð Lands- virkjunar. Þá kemur fram í greinargerðinni að fyrirtækið Ráðgjöf og efnahags- spár hafi verið fengið til að meta hversu miklar líkur séu til þess að markmiði Landsvirkjunar um arð- semi verði náð. Er niðurstaða fyr- irtækisins að um 80% líkur séu til þess að Landsvirkjun takist að upp- fylla þær arðsemiskröfur sem stefnt sé að og hverfandi líkur séu til þess að arðsemin nái ekki að standa und- ir vaxtakostnaði af lánsfé. Greinargerð Landsvirkjunar um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Gerir meira en standa undir lágmarkskröfum Ísafold mun flytja inn áburð í lausu og pakka honum í stöðinni. Einnig munu hráefni til fullvinnslu verða flutt inn, þeim blandað sam- an og áburður fullunninn til notk- unar. Stefán Már sagði að stefnt væri að því að hefja starfsemi fyrir næsta vor. Hann sagði að meg- inþungi starfseminnar yrði 5–6 mánuði á ári og þá þyrfti fimm menn við pökkunina en einnig þyrfti fyrirtækið að bæta við sig sölumönnum. Hyggjast auka hlutdeild „Við ætlum að auka okkar hlut á áburðarmarkaðnum í landinu á næsta ári og þessi framkvæmd er liður í því. Við munum færa af- greiðsluna á áburðinum fyrir Suð- urland til Þorlákshafnar. Áburður til annarra landshluta verður flutt- ur þangað með bílum og skipum. Þarna verða því töluverð umsvif,“ sagði Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Ísafoldar ehf. Reisir fullvinnslustöð á áburði í Þorlákshöfn NORÐUR-suðurflugbraut Reykja- víkurflugvallar verður tekin í notkun í dag eftir endurbætur á flugbrautinni sem staðið hafa yfir frá byrjun ársins. Flugbrautin hef- ur verið lokuð frá því í febrúar, að því undanskildu að 1.000 metra kafli við suðurendann var tekinn í gagnið 7. júlí fyrir minni flugvélar. Brautin er aðalbraut Reykjavík- urflugvallar og með betri lending- arbúnaði en austur-vestur brautin og því minnka líkur á því að flug- völlurinn lokist vegna veðurs. Aðflugsbúnaðurinn kemst reyndar ekki allur í gagnið strax þar sem verið er að endurnýja þar hluti, en það verður mjög fljótlega að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýs- ingafulltrúa Flugmálastjórnar. Hann segir það mjög gott að brautin komist í notkun aftur, enda um aðalbraut vallarins að ræða. Auk þess sem veðurað- stæður loka vellinum síður mun opnun brautarinnar t.d. hafa í för með sér að minna aðflug verður yfir Fossvoginum. Norður-suðurbraut aftur í notkun Morgunblaðið/RAX Framkvæmdum við norður-suðurbraut á Reykjavíkurflugvelli er nú lokið og brautin verið tekin í notkun. Selfossi. Morgunblaðið. PÖKKUNAR- og fullvinnslustöð fyrir áburð verður reist í Þorlákshöfn og gera áætlanir ráð fyrir að hún rísi á lóð nærri höfninni. Það er fyrir- tækið Ísafold ehf. á Selfossi sem stendur að þessari byggingu en fyrsti áfangi verksmiðjuhússins verður um tvö þúsund fermetrar. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Ísafoldar hf., sagði að hreppsnefnd Ölf- uss hefði gefið jákvæð svör um lóð handa fyrirtækinu í nágrenni hafn- arinnar. Ísafold var með 20–25% af áburðarmarkaðnum á þessu ári. Ísafold ehf. á Selfossi færir út kvíarnar á áburðarmarkaði LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í gær sextán ára pilt og tvítug- an mann vegna gruns um aðild þeirra að ráni í verslun 11–11 í Skipholti í fyrrakvöld. Hinir hand- teknu eru grunaðir um að hafa hirt fjármuni úr peningakössum verslunarinnar, en ekki liggur enn ljóst fyrir hversu miklu var rænt. Tvær afgreiðslukonur voru við störf í versluninni þegar ræningj- arnir birtust og munu þeir hafa haldið konunum og hótað þeim lík- amsmeiðingum. Hvorugur ræn- ingjanna mun hafa verið vopnaður en þeir höfðu e.k. grímur fyrir andliti. Tveir hand- teknir vegna ráns í 11–11 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ELDUR kom upp í bíl við norð- urmunna Hvalfjarðarganganna um tvöleytið í gærdag. Vilhjálmi Birg- issyni, starfsmanni í gjaldskýli við munnann, tókst að slökkva eldinn sem logaði undir bílnum. Marinó Tryggvason, afgreiðslustjóri Spal- ar, segir að bíllinn hafi verið með þunga kerru í eftirdragi sem varð til þess að hann ofhitnaði með fyrrgreindum afleiðingum. Bíl- stjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki og var bíllinn ökufær eftir atvikið. Eldur í bíl við Hval- fjarðargöng

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.