Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRúnar Kristinsson tilbúinn í slag- inn í Kaupmannahöfn / B3 Patrekur Jóhannesson leikmaður mánaðarins í Þýskalandi / B4 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM „ÞAÐ er niðurstaða Landsvirkjunar og ráðgjafa fyrirtækisins af arðsem- isútreikningum að orkusamningarn- ir við Reyðarál og þar með arðsemi Kárahnjúkavirkjunar séu mjög hag- stæðir. Samningarnir við Reyðarál munu gera meira en að standa und- ir lágmarkskröfum, en þær eru að arðsemin dugi til að standa undir fjármagnskostnaði bæði af lánsfé og eigin fé og því eru allar líkur á að virði fyrirtækisins muni aukast eftir að samningar hafa náðst til hags- bóta fyrir eigendur Landsvirkjun- ar.“ Þetta kemur fram í greinargerð um efnislega þætti Kárahnjúka- virkjunar sem Landsvirkjun hefur sent umhverfisráðuneytinu. Grein- argerðin er annar hluti kæru Landsvirkjunar til umhverfisráðu- neytisins 4. september í framhaldi af úrskurði ráðuneytisins 1. ágúst um Kárahnjúkavirkjun. Greinar- gerðin hefur að geyma upplýsingar um framkvæmdina, áhrif á um- hverfið og mótvægisaðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og þar er einnig að finna kafla um arð- semi samninganna við Reyðarál. Stofnkostnaður við alla þætti virkjunar 100 milljarðar Stofnkostnaður við alla þætti beggja áfanga Kárahnjúkavirkjunar er um 100 milljarðar króna og er helmingur hans innlendur kostnað- ur. Stærstu og áhættusömustu verkþættirnir eru stíflan við Kára- hnjúka og jarðgöng úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Er áætlað að þessir tveir verkþættir taki til um 65% kostnaðarins. Talið er að árlegur rekstrarkostnaður virkjun- arinnar verði um 600 milljónir króna. Í greinargerð Landsvirkjunar segir að aðferðin við útreikninga á arðsemi samningsins við Reyðarál og þar með virkjunarinnar sé svo- nefnt núvirt sjóðsstreymi sem byggist á því að tekju- og gjalda- flæði virkjunarinnar eru reiknuð á núvirði með ávöxtunarkröfu. Eig- endur Landsvirkjunar gera kröfu um 5–6% raunarð af eigin fé. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að eig- infjárhlutfall í verkefninu verði 25% og áætlar að raunarðsemi eigin fjár muni verða 14% miðað við samn- ingsdrög sem nú liggja fyrir. „Það er meira en tvöföld sú krafa sem eigendur gera til fyrirtækisins og mjög viðunandi ávöxtun ef borin er saman við arðsemi eiginfjár hjá raf- orkufyrirtækjum í nágrannalönd- um,“ segir í greinargerð Lands- virkjunar. Þá kemur fram í greinargerðinni að fyrirtækið Ráðgjöf og efnahags- spár hafi verið fengið til að meta hversu miklar líkur séu til þess að markmiði Landsvirkjunar um arð- semi verði náð. Er niðurstaða fyr- irtækisins að um 80% líkur séu til þess að Landsvirkjun takist að upp- fylla þær arðsemiskröfur sem stefnt sé að og hverfandi líkur séu til þess að arðsemin nái ekki að standa und- ir vaxtakostnaði af lánsfé. Greinargerð Landsvirkjunar um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar Gerir meira en standa undir lágmarkskröfum Ísafold mun flytja inn áburð í lausu og pakka honum í stöðinni. Einnig munu hráefni til fullvinnslu verða flutt inn, þeim blandað sam- an og áburður fullunninn til notk- unar. Stefán Már sagði að stefnt væri að því að hefja starfsemi fyrir næsta vor. Hann sagði að meg- inþungi starfseminnar yrði 5–6 mánuði á ári og þá þyrfti fimm menn við pökkunina en einnig þyrfti fyrirtækið að bæta við sig sölumönnum. Hyggjast auka hlutdeild „Við ætlum að auka okkar hlut á áburðarmarkaðnum í landinu á næsta ári og þessi framkvæmd er liður í því. Við munum færa af- greiðsluna á áburðinum fyrir Suð- urland til Þorlákshafnar. Áburður til annarra landshluta verður flutt- ur þangað með bílum og skipum. Þarna verða því töluverð umsvif,“ sagði Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Ísafoldar ehf. Reisir fullvinnslustöð á áburði í Þorlákshöfn NORÐUR-suðurflugbraut Reykja- víkurflugvallar verður tekin í notkun í dag eftir endurbætur á flugbrautinni sem staðið hafa yfir frá byrjun ársins. Flugbrautin hef- ur verið lokuð frá því í febrúar, að því undanskildu að 1.000 metra kafli við suðurendann var tekinn í gagnið 7. júlí fyrir minni flugvélar. Brautin er aðalbraut Reykjavík- urflugvallar og með betri lending- arbúnaði en austur-vestur brautin og því minnka líkur á því að flug- völlurinn lokist vegna veðurs. Aðflugsbúnaðurinn kemst reyndar ekki allur í gagnið strax þar sem verið er að endurnýja þar hluti, en það verður mjög fljótlega að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýs- ingafulltrúa Flugmálastjórnar. Hann segir það mjög gott að brautin komist í notkun aftur, enda um aðalbraut vallarins að ræða. Auk þess sem veðurað- stæður loka vellinum síður mun opnun brautarinnar t.d. hafa í för með sér að minna aðflug verður yfir Fossvoginum. Norður-suðurbraut aftur í notkun Morgunblaðið/RAX Framkvæmdum við norður-suðurbraut á Reykjavíkurflugvelli er nú lokið og brautin verið tekin í notkun. Selfossi. Morgunblaðið. PÖKKUNAR- og fullvinnslustöð fyrir áburð verður reist í Þorlákshöfn og gera áætlanir ráð fyrir að hún rísi á lóð nærri höfninni. Það er fyrir- tækið Ísafold ehf. á Selfossi sem stendur að þessari byggingu en fyrsti áfangi verksmiðjuhússins verður um tvö þúsund fermetrar. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Ísafoldar hf., sagði að hreppsnefnd Ölf- uss hefði gefið jákvæð svör um lóð handa fyrirtækinu í nágrenni hafn- arinnar. Ísafold var með 20–25% af áburðarmarkaðnum á þessu ári. Ísafold ehf. á Selfossi færir út kvíarnar á áburðarmarkaði LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í gær sextán ára pilt og tvítug- an mann vegna gruns um aðild þeirra að ráni í verslun 11–11 í Skipholti í fyrrakvöld. Hinir hand- teknu eru grunaðir um að hafa hirt fjármuni úr peningakössum verslunarinnar, en ekki liggur enn ljóst fyrir hversu miklu var rænt. Tvær afgreiðslukonur voru við störf í versluninni þegar ræningj- arnir birtust og munu þeir hafa haldið konunum og hótað þeim lík- amsmeiðingum. Hvorugur ræn- ingjanna mun hafa verið vopnaður en þeir höfðu e.k. grímur fyrir andliti. Tveir hand- teknir vegna ráns í 11–11 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ELDUR kom upp í bíl við norð- urmunna Hvalfjarðarganganna um tvöleytið í gærdag. Vilhjálmi Birg- issyni, starfsmanni í gjaldskýli við munnann, tókst að slökkva eldinn sem logaði undir bílnum. Marinó Tryggvason, afgreiðslustjóri Spal- ar, segir að bíllinn hafi verið með þunga kerru í eftirdragi sem varð til þess að hann ofhitnaði með fyrrgreindum afleiðingum. Bíl- stjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki og var bíllinn ökufær eftir atvikið. Eldur í bíl við Hval- fjarðargöng
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.