Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Athyglisbrestur með ofvirkni Líffræðilegar orsakir TVEGGJA daga for-eldranámskeið umathyglisbrest með ofvirkni verður haldið nú um helgina. Þetta er fræðslunámskeið, sem einungis er ætlað foreldr- um ofvirkra barna og standa Foreldrafélag mis- þroska barna og Fræðslu- þjónustan Eirð að nám- skeiðinu, sem haldið er í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Foreldrafélagið fékk styrk frá Velferðar- sjóði íslenskra barna og er námskeiðið ókeypis fyrir félagsmenn. „Námskeiðin hafa verið haldin í nokkur ár, yfir- leitt tvisvar á ári, á haust- in og aftur að vori,“ sagði Kristín Kristmundsdóttir félagsráðgjafi. Fullbókað er á námskeiðið að þessu sinni en næsta námskeið verður haldið í mars-apríl á næsta ári. – Hvað er boðið uppá á nám- skeiðunum? „Námskeiðin byggjast á fyrir- lestrum og mun Páll Magnússon sálfræðingur ræða um greiningu, framvindu og horfur, Ólafur Ó. Guðmundsson barnageðlæknir fjallar um orsakir og lyfjameð- ferð og ég verð með fyrirlestur um fjölskyldur ofvirkra barna. Málfríður Lorange sálfræðingur fjallar um ofvirka ungbarnið og að þessu sinni mun hún einnig fjalla um atferlismeðferð fyrir of- virk börn í stað Sólveigar Ás- grímsdóttur sálfræðings, sem er stödd erlendis. Á sunnudag mun Rósa Steinsdóttir listmeðferðar- fræðingur flytja fyrirlestur um meðferð ofvirks barns í máli og myndum, Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræðingur mun fjalla um ofvirka barnið í skipu- lögðu umhverfi og Sigríður Benediktsdóttir sálfræðingur fjallar um ofvirkni hjá unglingum og loks fjallar Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari um kennslu ofvirkra barna í grunn- skóla.“ – Hvað er athyglisbrestur og hver eru helstu einkenni? „Einkennunum er skipt í þrjá flokka, athyglisbrest, hvatvísi og hreyfivirkni. Þetta eru börn, sem eiga erfitt með að einbeita sér að verkefnum í skóla. Eiga erfitt með að hlusta, fylgja fyrirmælum og að skipuleggja athafnir. Þau truflast auðveldlega af því sem er að gerast í kring um þau og týna hlutum sem þau þurfa á að halda. Hvatvísin kemur fram í að þau framkvæma hluti án þess að hug- leiða afleiðingarnar, eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að þeim t.d. í leik og segja það fyrsta sem þeim dettur í hug. Hreyfivirkni einkennist af því að þau eiga oft erfitt með að sitja kyrr, eru oft með hendur og fæt- ur á hreyfingu og tala oft mikið og hátt. Til að greinast með at- hyglisbrest með ofvirkni þarf að vera ákveðinn fjöldi einkenna, sem koma fram fyrir sjö ára ald- ur en fyrstu einkenni eru oft mikil hreyfi- virkni og geta komið fram við eins til tveggja ára ald- ur. Síðan kemur hvatvísin og síð- ast athyglisbresturinn, sem kem- ur skýrast fram þegar þau byrja í skóla.“ – Fer athyglisbrestur með of- virkni eftir kynjum? „Hann er mun algengari meðal drengja en stúlkna eða um þrír drengir á móti hverri stúlku. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að algengi athyglisbrests með ofvirkni er talið vera 3 til 5%. Rannsóknir benda einnig til að orsakir séu líffræðilegar en ekki uppeldislegar.“ – Er athyglisbrestur með of- virkni læknanlegur? „Það eru til lyf, sem halda of- virknieinkennum í skefjum en í fyrsta lagi verða foreldrar að beita ákveðnum uppeldisaðferð- um og í öðru lagi verður að laga kennsluaðferðir að þöfum þeirra og svo er það lyfjameðferð.“ – Eldist ofvirkni af þeim sem greinast? „Hér áður fyrr var talið að of- virknin myndi eldast af börnum þegar þau kæmust á unglingsár. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að nokkuð dregur úr ein- kennum og þá sérstaklega hreyfivirkni en önnur einkenni, þ.e. athyglisbresturinn og hvat- vísin, verða áfram fyrir hendi en í mismiklum mæli. Þó að þessi börn geti átt í erfiðleikum má ekki gleyma því að þau eru oft hugmyndarík og skemmtileg og þau hafa mikinn drifkraft sem þarf að stýra.“ – Er langt síðan farið var að greina ofvirkni? „Greining er markvissari í dag heldur en fyrir tíu árum vegna aukinnar þekkingar hjá fagfólki og við vitum betur hverjar þarfir þessa hóps eru. Það er mjög mik- ilvægt að greina ofvirkni sem fyrst hjá barninu til þess að hægt sé að bregðast við bæði heima og í skólanum. Þess vegna er mik- ilvægt að foreldrar viti hvernig þeir eiga að bregðast við og ekki síður kennarinn. Þetta námskeið um helgina er fyrst og fremst ætlað foreldrum, sem eiga börn sem hafa fengið nýlega greiningu en hugmyndin er að bjóða í framtíðinni upp á fram- haldsnámskeið fyrir foreldra. Fræðsluþjónustan Eirð hefur einnig staðið fyrir fræðslunám- skeiðum fyrir fagfólk, grunn- og leikskólakennara auk fólks sem starfar í heilsugæslu og fé- lagsþjónustu.“ Kristín Kristmundsdóttir  Kristín Kristmundsdóttir fé- lagsráðgjafi er fædd í Reykjavík 1954. Hún útskrifaðist sem fé- lagsráðgjafi frá Árósum 1979 og hóf störf á geðdeild Landspít- alans 1980. Frá 1987 hefur hún starfað á Barna- og unglingageð- deild Háskólasjúkrahúss Land- spítala við Dalbraut og einnig hjá Fræðsluþjónustunni Eirð. Eiginmaður Kristínar er Eyjólf- ur Einar Bragason arkitekt. Þau eiga tvö börn, Pétur Örn og Elísabetu Björtu. Erfitt með að einbeita sér í skóla Í BRUNAMÁLASTOFNUN er nú unnið að drögum að reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkj- um og segir Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra að í reglugerðinni, sem verður sett fljótlega, verði tí- undað hvaða kröfur skuli vera gerð- ar til brunavarna, t.d. í jarðgöngum. „Ég tel að það þurfi að greiða úr þessum málum, ábyrgðin sé skýr og kröfur verði settar um hvaða varnir eigi að vera,“ segir Siv. Hún segir að göng og önnur samgöngumann- virki sem verða byggð í framtíðinni þurfi að lúta þeim reglum sem sett- ar verða fram í reglugerðinni og einnig þurfi að skoða hvað hægt er að gera til að efla brunavarnir í þeim göngum sem þegar eru risin. „Að sjálfsögðu þurfa farþegar sem fara um göngin að búa við eðlilegt öryggi þegar þeir fara þar um,“ seg- ir Siv. Á fundi um brunavarnir á þriðju- dag sagði slökkviliðsstjóri Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins það ein- ungis tímaspursmál hvenær eldsvoði brytist út í göngunum og að slökkviliðið væri illa búið til að takast á við eldsvoða þar. Fólksbíll valt í göngunum á miðvikudag og um mitt sumar láku tugir bensín- lítra úr tankbíl sem var á leið um göngin. Nefnd á vegum dómsmála- ráðuneytisins fjallar nú um flutning á hættulegum varningi um göngin. Krafna um brunavarnir í jarðgöngum að vænta ALLS verða 170 gerðir af nýjum bíl- um til sýnis á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi þegar bílaumboðin efna til sameiginlegra bíladaga. Vin- ir bílsins, regnhlífarsamtök Bíl- greinasambandsins, umboðanna, tryggingafélaga og lánafyrirtækja, standa um þessar mundir fyrir átaki til að ýta undir jákvæð viðhorf til bílsins og er sýningin um helgina sem nefnist bíladagar liður í því. Bílaumboðin 12, sem hafa umboð fyrir 30 tegundir bíla, verða með sýningu hvert á sínum stað og í Smáralind verða þau með sameigin- lega sýningu á aldrifsbílum. Bíladag- ar standa milli kl. 12 og 17 á laug- ardag og 13 og 17 á sunnudag. Sýningin byrjar þó í Smáralind í dag, föstudag, og þar er opið lengur. Þá standa umboðsmenn bílaumboð- anna út um land víða fyrir sýningum. Gestir geta hugsanlega unnið til verðlauna með því að fá stimpil fyrir heimsóknir á þrjár sýningar og veitir hvert umboð um sig slík verðlaun. Vinir bílsins benda á að bílverð hafi ekki hækkað í takt við almenn verðlag og segja þar muna 10%. Kaupmáttur gagnvart verði nýrra bíla hafi farið hækkandi og þeir segja vexti af bílalánum með þeim lægstu sem bjóðist af neyslulánum. Bíladagar hjá öllum bílaumboðum um helgina ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.