Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 16

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem luma á gömlum pappírum geta nú komið þeim í örugga geymslu því Héraðsskjalasafn Mos- fellsbæjar tók formlega til starfa á miðvikudag. Safnið mun annast söfn- un, innheimtu og varðveislu skjala frá embættum, stofnunum og fé- lögum í Mosfellsbæ auk þess sem tekið verður við skjölum, ljósmynd- um, hljóð- og myndböndum, sem varða sögu héraðsins, frá einkaaðil- um. Að sögn Sólveigar Magnúsdóttur héraðsskjalavarðar hefur verið mikil vöntun á slíku safni hingað til. „Það hefur verið svolítið um að fólk hafi haft áhuga á að skila af sér einka- skjalasöfnum og gömlum skjölum og svo er komin mikil þörf hjá stofn- unum bæjarins fyrir að losna við skjöl.“ Aðspurð um geymsluplássið segir hún safnið hugsað nokkur ár fram í tímann. „Síðan verður tíminn að leiða í ljós hvernig það fer en núna er alla vega nægilegt rými hérna.“ Héraðsskjalasafnið er til húsa í kjallara Kjarna að Þverholti 2 og verður lesstofa safnsins opin al- menningi eftir samkomulagi fyrst um sinn. Á miðvikudag var einnig tekin í notkun ný heimasíða Mosfellsbæjar með vefslóðina www.mos.is en þar er hægt að nálgast upplýsingar um stjórnkerfi og stofnanir bæjarins. Þá eru þar fréttir og tilkynningar frá bænum auk fundargerða nefnda og ráða. Loks má geta föstu dálkanna „Á döfinni“ þar sem einstaklingar og félagasamtök geta auglýst viðburði framundan og „Í umræðunni“ þar sem bæjarbúar geta látið að sér kveða um málefni bæjarins. Gömul skjöl í kjallara Kjarna Mosfellsbær Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá opnun safnsins á miðvikudag. Við borðið situr Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður en fyrir aftan standa Sólveig Magnúsdóttir héraðs- skjalavörður og Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Í GREINARGERÐ Kanon arki- tekta með tillögunni, sem þeir unnu fyrir ÍAV og skipulagsnefnd hefur samþykkt að mæla með við bæjarstjórn, segir að meginhug- myndin sé að byggingarnar skapi aðlaðandi íbúðabyggð með þægi- legum útirýmum sem tengjast inn- byrðis. Sterkur heilsteyptur bæj- arkjarni fáist með því að tengja bæjarrými Eiðistorgs, Hrólfs- skálamels og íþróttamiðstöðvar. Svæðið er afmarkað í norð- austur og norðvestur af 4–6 hæða byggingum að því er segir í grein- argerðinni. „Suðurjaðar svæðisins einkennist síðan af 3–4 hæða byggingum sem liggja þvert á Suðurströnd og mynda súlnagöng yfir gangstíg. Bílageymsluhús er undir allri lóðinni og gerir það að verkum að öll íbúðarhúsin eru hæðinni fyrir ofan Suðurströnd.“ Í greinargerðinni segir enn- fremur að á milli bygginganna verði útirými sem ætluð eru fyrir almenning. „Við hönnun lóð- arinnar verður lögð áhersla á að hún tengist nýju torgi við félags- heimili og íþróttahús ekki bara með göngutengslum heldur verði efnisnotkun samfelld frá hinu nýja torgi um undirgöng að Eiðistorgi og þannig verði til röð nýrra op- inberra bæjarrýma með samræmi í útfærslum og efnisnotkun.“ Hæsta húsið á horni Nes- vegar og Suðurstrandar Þá er sagt að tryggð verði góð tengsl almennrar gangandi um- ferðar milli íþróttahúss, félags- heimilis, skóla og Eiðistorgs. „Hæðarmunur milli Suður- strandar og lóðar er leystur með tröppum og skábrautum sem tryggir öllum jafnt aðgengi. Jafn- framt eru tengsl við Eiðistorg leyst með undirgöngum undir Kirkjuveg.“ Tillagan gerir ráð fyrir því að hæsta byggingin rísi á horni Nes- vegar og Suðurstrandar og mun hún teygja sig yfir skábrautina við undirgöngin. Segir í grein- argerðinni að hornið verði eins- konar landmerki svæðisins þar sem það rís hátt yfir gatnamótin og bjóði upp á einstakar íbúðir með tilliti til útsýnis. Í kaflanum um umferð á svæð- inu segir að gangstígur meðfram Suðurströnd verði í gjá niður að Austurströnd og tengist undir- göngum að Eiðistorgi. Kirkju- braut tengist við Suðurströnd og Nesveg með brú yfir gjána við gatnamótin. Þá verða gatnamót útfærð þannig að dregið verði úr umferðarhraða um Kirkjubraut, sem verði 30 km svæði og meg- inakstursleið verði um Suður- strönd. Öllum íbúðum mun fylgja bíla- stæði í bílageymsluhúsi sam- kvæmt tillögunni og almennt eru bílastæði að mestum hluta í bíla- geymslum neðanjarðar. Íbúðalóðir hækkaðar um 0,6 metra Varðandi íbúðirnar á svæðinu segir í greinargerðinni að þær séu bjartar og með góðu útsýni. „Dýpt bygginga miðast við að hver íbúð fái bæði góða sólar-/útsýnishlið til vesturs eða suðurs og útsýnishlið (a.m.k. efri hæðir) til austurs eða norðurs.“ Þá segir að næst íbúðar- húsunum verði afmarkaðar lóðir til sérafnota fyrir íbúðir á 1. hæð. Lóðirnar verða hækkaðar um 0,6 metra upp fyrir sameiginlega garðinn og aðgreindar frá al- menningssvæðum með lóðarvegg. Samtals verða íbúðirnar 165 talsins og er nýtingarhlutfall of- anjarðar 1,11. Sterkur bæjarkjarni og bjartar íbúðir                    SKIPULAGSNEFND Seltjarnar- ness ákvað á fundi sínum á þriðjudag að mæla með tillögu Íslenskra aðal- verktaka hf. að skipulagi á Hrólfs- skálamel við bæjarstjórn. Tillagan er unnin af arkitektastofunni sem lenti í öðru sæti í verðlaunasam- keppni um skipulag á svæðinu. Í fyrra voru kynntar niðurstöður samkeppni um skipulag á Hrólfs- skálamelum og báru arkitektarnir Nicholas Guichet, Fiona Meierhans, Laurent Bonthonneau og Guðrún Sigurðardóttir sigur úr býtum. Að sögn Ernu Nielsen, formanns skipu- lagsnefndar, er verðlaunatillagan eign Seltjarnarness en bærinn er ekki bundinn af henni. Niðurstaðan hafi orðið sú að auglýsa eftir tilboð- um í byggingaréttinn á Hrólfsskála- melum þar sem tekið er á svæðinu heildstætt með tilliti til verðs og skipulags og bárust fjórar tillögur með verðtilboðum. Verðtilboðið 386 milljónir Tillögurnar komu frá Íslenskum aðalverktökum hf., Húsvirki hf. í samvinnu við Byggingafélag Gunn- ars og Gylfa hf., Ístak hf. og ÁHÁ byggingum ehf. Erna segir tillög- urnar nokkuð misjafnar, til dæmis hvað varðar íbúðafjölda á svæðinu, þó nýtingarhlutfallið sé svipað. Þá hafi verið töluverður munur á verð- tilboðum. Að sögn Ernu voru tillögurnar sem bárust ekki sérstaklega unnar út frá verðlaunatillögunni í fyrra fyr- ir utan tillögu Ístaks, sem var unnin í samvinnu við höfunda verðlaunatil- lögunnar. Henni hafi þó verið tölu- vert breytt. Þó megi segja að tillaga ÍAV beri sama heildarsvip og verð- launatillagan. Niðurstaða skipulagsnefndar hafi verið að mæla með tilboði ÍAV þar sem nefndinni hafi litist best á þá skipulagsútfærslu auk þess sem þar var á ferðinni hæsta verðtilboðið. Hljóðar það upp á 386 milljónir að sögn Ernu. Hún segir nefndarmenn hafa verið sammála um þessa ákvörðun en mál- ið verður væntanlega tekið fyrir í bæjarstjórn eftir þrjár vikur þar sem formleg ákvörðun verður tekin. Þá tekur við deiliskipulagsvinna með tilheyrandi grenndarkynningu og auglýsingu og býst Erna við að ferlið allt muni taka nokkra mánuði. Hugmyndir Kanon arkitekta að útliti bygginga á Hrólfsskálamel. Mælt með tillögu ÍAV að skipulagi svæðisins Seltjarnarnes Fjögur tilboð bárust í byggingarréttinn á Hrólfsskálamel BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra segir að af hálfu stjórn- valda sé jákvæður vilji fyrir því að Gljúfrasteinn komist í eigu ríkisins í því skyni að húsið sé varðveitt til minningar um Halldór Laxnes. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að bæjarstjórn Mosfellsbæjar undirbúi nú stofnun Laxnessseturs í Brúarlandi í tilefni aldarafmælis nóbelskáldsins á næsta ári. Björn segir að framtíð Gljúfra- steins hafi verið rædd við fulltrúa stjórnvalda, en að sjálfsögðu sé hún undir eigendum staðarins komin. Hann segir að málið sé í raun og veru ekki lengra komið, en vilji sé til viðræðna um þetta. Hann segir, að bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hafi hug á að koma upp sérstöku Laxnessafni á Brúarlandi en af hálfu ríkisins hafi verið ákveðið að líta frekar til Gljúfra- steins á grundvelli fyrrnefndra viðræðna. Hér sé í raun um ólík viðfangsefni að ræða, þótt bæði snúist þau um Halldór Laxnes, líf hans og störf. Útilokar ekki safn um nóbelsskáldið að Gljúfrasteini Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.