Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sævarhöfða 2a - 112 Reykjavík sími 525 9000 - www.bilheimar.is MEIRIHLUTI þeirra sem stunda ferðaþjónustu á Norðurlandi, þ.e. á svæðinu frá Skagafirði til og með Þingeyjarsýslum, hefur áhuga á því að sameinast um rekstur markaðs- skrifstofu. Ferðamálasetur Íslands hefur að undanförnu unnið að könnun fyrir Ferðamálasamtök Norðurlands eystra, en verkefnissstjóri var Jóna Jónsdóttir. Niðurstöður könnunar- innar voru kynntar á fundi nýlega, en markmið hennar var að fá fram viðhorf þeirra sem stunda ferðaþjón- ustu á Norðurlandi til samstarfs um markaðsskrifstofu fyrir svæðið. Þá var einnig skoðað hvaða væntingar menn hefðu til þeirrar þjónustu sem slík skrifstofa ætti að veita og fá fram hugmyndir stjórnenda fyrir- tækja um þátttöku þeirra í starfsem- inni og fjármögnun hennar. Áhugi reyndist vera á samstarfi um rekstur slíkrar markaðsskrif- stofu, en talið er að það myndi hafa jákvæð áhrif á sýnileika fyrirtækja þeirra. Sýndu margir því áhuga að leggja fram fé til að stofna og reka slíka markaðsskrifstofu. Skýrt kom þó fram hjá þeim sem stunda ferða- þjónustu að áhuginn er ekki fyrir hendi nema sveitarfélögin taki einn- ig þátt í fjármögnuninni. Fulltrúar sveitarfélaganna telja að sveitar- félögin taki ekki þátt í rekstri mark- aðsskrifstofu nema ferðaþjónustan leggi sitt af mörkum. Markaðsskrifstofu yrði ætlað að móta sameiginlega stefnu í ferða- málum fyrir allt svæðið og vinna að almennri markaðssetningu á þeirri þjónustu sem í boði er. Lagt er til að skrifstofan verði á Akureyri, sem er miðsvæðis og býð- ur upp á góðar samgöngur. Áætlað- ur stofnkostnaður er um 2,7 milljónir króna, en árlegur rekstrarkostnaður 27 milljónir króna. Skýrsla Ferðamálaseturs Íslands verður kynnt á fundi Ferðamálasam- taka Norðurlands eystra 20. nóvem- ber næstkomandi og verður í fram- haldi af honum væntanlega tekin ákvörðun um næstu skref. Könnun fyrir Ferðamálasamtök Norðurlands eystra Áhugi á markaðsskrifstofu ÍSLANDAFUGL ehf. hefur ráðið Rögnvald Skíða Friðbjörnsson, bæj- arstjóra í Dalvíkurbyggð, í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf hjá félaginu að loknu yfirstandandi kjörtímabili núsitjandi sveitarstjórnar Dalvík- urbyggðar, en því lýkur næsta vor. Bæjarstjóri greindi frá þessari ákvörðun sinni á fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar í gær. Rögnvaldur Skíði baðst undan því á bæjarráðsfundinum að vinna að málefnum Íslandsfugls komi þau til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu á meðan hann gegnir starfi bæjar- stjóra og varð bæjarráð við þessari ósk. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson hóf störf sem bæjarstjóri Dalvík- urbyggðar í júní 1994 og lýkur því í vor sínu öðru kjörtímabili í starfi bæjarstjóra. Áður var Rögnvaldur Skíði skrifstofustjóri og síðar úti- bússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík samtals í 22 ár. Íslandsfugl ehf. er kjúklinga- framleiðslufyrirtæki sem hóf starf- semi sl. vetur. Varphús er stað- sett á Árskógs- strönd, eldishús í landi Ytra- Holts sunnan Dalvíkur og slátur- og vinnsluhús og útungunarstöð á Dalvík. Slátrun hófst í ágúst síð- astliðnum og er slátrað milli 10 og 11 þúsund fugl- um í hverri viku. Uppbygging Ís- landsfugls hefur verið hröð og hún mun halda áfram. Nú er hafin bygging annars varphúss á Ár- skógsströnd og er stefnt á að það verði komið undir þak í desember. Á fimmta tug starfsmanna eru nú á launaskrá hjá Íslandsfugli ehf. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvík Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson Ráðinn fjármála- stjóri Íslandsfugls Dalvíkurbyggð TVEIR ungir menn á Dalvík hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norður- lands eystra til að greiða sekt í rík- issjóð vegna nytjastulds og umferð- arlagabrots. Skal annar greiða 35 þúsund krónur í sekt eða sæta 7 daga fangelsi ella en hinn 25 þúsund krónur og kemur 5 daga fangelsi í hennar stað verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna. Mennirnir sem eru 18 og 21 árs voru ákærðir fyrir nytjastuld og um- ferðarlagabrot, en þeir tóku í sam- einingu og heimildarlaust reiðhjól við verslunina Dallas á Dalvík og tví- menntu á því um götur bæjarins nótt eina í maí síðastliðnum. Sá er hjólinu stýrði var einnig ákærður fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis og að reiða farþega yfir 7 ára aldri. Hjólið laskaðist nokkuð eftir ferð þeirra tví- menninga. Mennirnir játuðu sakar- giftir. Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til þess að þeir unnu verkn- aðinn í sameiningu, en einnig til ungs aldurs og skýlausrar játningar sem og þess að þeir hafa greitt eiganda reiðhjólsins skaðabætur. Sektaðir fyrir að tvímenna ölvaðir á reiðhjóli Bygging menningarhúss á Akureyri Samið um ráðgjöf og undirbúning BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum að fela Krist- jáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra að ganga frá samningum vegna ráð- gjafar og undirbúnings að bygg- ingu menningarhúss. Kristján Þór sagði að áfram væri unnið að ýms- um þáttum sem tengjast áformum um byggingu menningarhúss í bænum og að m.a. stæðu yfir við- ræður við ríkisvaldið. Nokkur umræða hefur verið inn- an bæjarkerfisins vegna fyrirhug- aðrar framkvæmdar og varðandi staðsetningu slíks húss hefur helst verið horft til uppfyllingar á horni Strandgötu og Glerárgötu. Bæj- arráð mælti með því í árslok 1999 að byggt yrði menningarhús sem gerði ráð fyrir tónleikasal fyrir allt að 500 áhorfendur ásamt æfingasal svo og leikhússal fyrir allt að 350 áhorfendur ásamt æfingasal. Heildarkostnaður við slíka fram- kvæmd er á bilinu 1,5-2 milljarðar króna en ráðgert er að hún verði fjármögnuð sameiginlega af Ak- ureyrarbæ og ríkinu, auk þess sem einstaklingar geti tekið þátt í verkefninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.