Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 25

Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 25 Iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun efna til ráðstefnunnar: Byggðamál, alþjóðavæðing og samvinna í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja hf. í Svartsengi, 30. október 2001 Dagskrá: 13.30 Ávarp Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13.45 Svæðaþróun og alþjóðavæðing - framkvæmd og starfshættir OECD Lindsay McFarlane, forstöðumaður svæðaþróunardeildar OECD. 14.15 Evrópsk byggðastefna - stefna, starfshættir og INTERREG Niels Bjerring Hansen, sérfræðingur, INTERREG-deild framkvæmdastjórnar ESB. 14.45 Landssvæðanefnd ESB - stefna og starfshættir Steen Illeborg, framkvæmdastjóri, Héraðanefnd ESB. 15.15 Skoska svæðisskrifstofan í Brussel - framkvæmd og starfshættir Donald Mac Innes, framkvæmdastjóri skosku svæðaskrifstofunnar í Brussel. 15.45 Kaffihlé 16.15 EES og byggðastefna - norskt sjónarmið Arve Kato Skjerpen, skrifstofustj. Evrópuverkefna, ráðuneyti sveitarstjórna- og byggðamála í Noregi. 16.45 EES, byggðastefna og alþjóðavæðing Baldur Pétursson, sendiráðunautur fyrir iðnaðar-, viðskipta- og landbúnr., Sendiráð Íslands, Brussel. 17.00 Byggðastefna, valddreifing og sveitarfélögin Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. 17.15 Byggðastefna og alþjóðasamvinna Elísabet Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands. 17.30 Lokaorð Theodór A. Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar. NORRÆNA ferðaskrifstofan ehf. hefur tekið upp samstarf við ferða- skrifstofuna Terra Nova hf. Mun Terra Nova taka yfir og annast alla þjónustu og starfsemi Norrænu ferðaskrifstofunnar sem er í eigu Smyril Line í Færeyjum og Austfars ehf. á Seyðisfirði og hefur aðalumboð fyrir farþega- og bílferjuuna Nor- rænu. Hún hefur einkum sérhæft sig í sölu og þjónustu við farþega ferj- unnar, auk almennrar flugfarseðla- sölu. Norræna ferðaskrifstofan hef- ur haft aðsetur á Laugavegi 3 í Reykjavík en frá nk. mánaðamótum verður starfsemin flutt í húsnæði Terra Nova í Stangarhyl 3 í Reykja- vík. Austfar ehf. á Seyðisfirði mun eft- ir sem áður annast þjónustu við Nor- rænu, ásamt Terra Nova, og munu fyrirtækin því bæði inna af hendi sölustarfsemi fyrir Smyril Line að því er varðar farmiðasölu, farmiða með öðrum ferjum sem tengjust áætlun Norrænu, leigu á sumarhús- um í Færeyjum og Skandinavíu, sem og bókanir á Hótel Föroyar og Far- fuglaheimilið í Þórshöfn. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Norrænu ferðaskrif- stofunnar, segir að ekki sé lengur efnahagslegur grundvöllur fyrir rekstri ferðaskrifstofu sem byggist á flugfarmiðasölu. Ferðaskrifstofum hafi fækkað mjög og þar af leiðandi hafi aðsókn í upplýsingar um ferðir aukist mjög. „Við vorum því farin að troða okkar eigin verkefni, það er Norrænu, um tær. Þess vegna ákváðum við að fara þessa leið og vonum að Terra Nova fái notið þeirr- ar velvildar og viðskipta sem Nor- ræna ferðaskrifstofan hefur ávallt notið,“ sagði Jónas. Útlendingar sækja í öryggið á Íslandi Síðastliðið sumar ferðuðust um 16 þúsund farþegar og um 4.000 bílar með Norrænu til og frá Íslandi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Jónas segir bókanir fyrir næsta sumar þegar byrjaðar, enda virðst sem er- lendir ferðamenn vilji sækja í friðinn og öryggið á Íslandi á ófriðartímum í heiminum. Næsta sumar verður hið síðasta sem núverandi Norræna sigl- ir með ferðafólk og bíla um norður- höf. Áætlað er að nýtt og mun stærra skip verði tilbúið til notkunar í lok mars árið 2003. Norræna ferðaskrifstofan í samstarf við Terra Nova Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar, og Anton Antonsson, framkvæmdastjóri Terra Nova, undirrita samning um samstarf fyrirtækjanna. FORSVARSMENN á þriðja tug íslenskra fyrirtækja tóku þátt í íslenskum dögum í sýn- ingahöll japanska útflutningsráðsins í Akas- aka Tókýó 22. og 23. október sl. Kynningin er skipulögð af íslenska utanríkisráðuneytinu. Þar gefur einnig að líta stórar ljósmyndir frá Íslandi sem Lárus Karl Ingason hefur tekið. Jafnframt voru haldin málþing á sama stað um ferðamál, hátækni og fiskveiðar og tæknibún- að fyrir sjávarútveginn. Íslensku dagarnir fara saman við opnun sendiráðs Íslands í Tók- ýó. Meðal íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í Íslenskum dögum eru fyrirtæki á sviði sjávar- útvegs, tæknifyrirtæki, seljendur æðardúns, tölvufyrirtæki og fyrirtæki á sviði ferðamála. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs Íslands, segir að Japan sé flók- inn markaður. Hann kveðst ekki telja sérstak- lega að þessi ferð leiði til mikilla samninga. Hann lítur á kynninguna í Japan fremur sem hluta af markaðsferli fyrirtækjanna. „Það þarf að byggja vel undir viðskiptasam- bönd í Japan og ég tel að menn líti á þessa ferð sem lið í því starfi. Hingað til hefur tiltölulega einföld vara staðið undir mestum útflutnings- tekjum til Japans, svo sem karfi, grálúða, rækja og loðna. Sú staðreynd að þarna verður viðskiptafulltrúi á staðnum og starfsmenn í sendiráðinu sem tala bæði íslensku og jap- önsku hlýtur að auðvelda þeim aðilum sem ætla að reyna fyrir sér í einhverju nýju,“ segir Jón. Selja fyrir um 200 milljónir kr. á ári til Japans Marel á mikil viðskipti við öll helstu mat- vælafyrirtækin í Japan. Fyrirtækið selur þangað skurðarvélar fyrir kjöt- og kjúklinga- iðnaðinn og ýmiss konar flokkara og vogir. Auðunn Georg Ólafsson er svæðissölustjóri Marels í Asíu. Hann bjó í tvö ár í Japan og lagði þar stund á lögfræði. „Við byrjuðum að brjótast inn á þennan markað 1998 og náðum fljótt mjög góðum ár- angri. Við hittum á réttan samstarfsaðila sem skiptir mjög miklu máli. Við njótum ákveð- innar sérstöðu á markaðnum. Við sjáum kjöt- og kjúklingamarkaðnum í Japan fyrir tækni- lausnum sem eru ekki til staðar í þessu tækni- vædda þjóðfélagi. Lausnir okkar eru sérhæfð- ar fyrir hátæknimatvælaiðnað í kjöti, kjúklingi og fiski. Okkur finnst við rétt vera að taka fyrstu skrefin á þessum markaði,“ segir Auð- unn Georg. Hann segir að japanski markaðurinn sé mjög sérstakur vegna menningar þjóðarinnar. Yfirleitt séu Japanir lengur að taka ákvarðanir en aðrir en þegar á annað borð er búið að gera samning stendur allt eins og stafur á bók. „Það er alltaf hægt að treysta þeim og mjög gott að eiga við þá viðskipti.“ Marel hefur ekki starfsmenn í Japan en fyr- irtækið leiðir starfsemina í gegnum japönsk umboðsfyrirtæki sem hafa verið tengd inn í matvælaiðnaðinn í yfir 30 ár og njóta þar trausts. „Það eru að verða ýmsar kerfis- og grund- vallarbreytingar á ýmsum sviðum þjóðlífsins og efnahagslífsins. Þar sem verið er að end- urskipuleggja, hagræða og ná upp nýtingu og hagnaði, komum við sterkir inn. Þarna eru því kjöraðstæður fyrir okkur.“ Auðunn Georg segir að farið sé til Japan núna til þess að treysta tengslin við viðskipta- vinina, sem hann segir afar mikilvægt að sé sinnt. Víkingaeyja kannar markaðinn Á Höfn í Hornafirði, í 317 fermetra húsnæði, er starfandi tveggja manna fyrirtæki hjónanna Ásgeirs Ásgeirssonar og Mayumi Ásgeirsson. Þau framleiða minjagripi og list- muni úr íslensku tré og gabbrói og hafa selt þá m.a. í Fríhöfninni í Leifsstöð og ýmsum minja- gripaverslunum. Mayumi er japönsk og hafa þau sl. ár reynt að koma vörum sínum á framfæri í Japan. „Við vonumst til þess að ná samningi úti núna. Við framleiðum grip sem við köllum Víkinginn, sem við vonumst til þess að gangi inn á mark- aðinn þarna,“ segir Ásgeir. Ásgeir er þeirrar skoðunar að það breyti öllu fyrir viðskipti Íslendinga við Japani að bú- ið sé að opna sendiráð í Tókýó. Auk þess að kynna sína muni ætla þau hjón að standa fyrir kynningu á ferðaþjónustu í Austur-Skafta- fellssýslu. Fjárfestingarstofan heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Fjárfestingarstofan ætlar að kynna japönskum fjárfestum tæki- færi til að fjárfesta í íslenskum ferðaiðnaði, há- tækni og á fleiri sviðum. Jafnframt kynnir stofan fyrir Japönum heimildir til fjárfestinga á Íslandi og rekstrarmöguleika og tækifæri. Ingi Ingason, framkvæmdastjóri almenns sviðs Fjárfestingarstofunnar, segir að fjallað verði m.a. um nýjan skattaramma fyrir fyr- irtæki sem ríkisstjórn Íslands hefur nýlega kynnt. „Það verður eitt af trompunum sem við höf- um uppi í erminni. Við byggjum á því og hnýt- um í kringum það,“ segir Ingi. Hann segir að með skattabreytingunum um næstu áramót bjóði Íslendingar upp á besta skattaumhverfið í Evrópu fyrir erlenda fjárfesta. „Við bendum einnig á tækifæri í tengslum við hótelbyggingar. Verið er að leita eftir er- lendum fjárfestum til þess að koma inn í slík verkefni og jafnvel rekstraraðila. Fyrirhuguð ráðstefnumiðstöð við Reykjavíkurhöfn er dæmi um þetta og einnig eru áform um bygg- ingu fleiri hótela, m.a. á landsbyggðinni,“ segir Ingi. Hann segir að einnig vanti meiri tengingu við erlenda aðila í tengslum við ferðaiðnaðinn, þ.e. hestaleigur, bátaferðir og fleira því um líkt. Ingi segir að einnig verði kynnt fyrir Jap- önum 12% endurgreiðsluregla vegna fram- leiðslu kvikmynda á Íslandi. Þá verði fyrirtæki og verkefni á sviði hátækni kynnt sérstaklega. Fulltrúi stofunnar í Japan er Stefán Jónsson verkefnisstjóri. Sæeyru á 3.600 kr. kílóið Eldisfyrirtækið Sæbýli í Vogunum elur sæeyru og flytur út lifandi til Japans, þar sem þessi vara er afar eftirsótt og rándýr. Sæeyru eru einnig nefnd sæsnigill og enska heitið er abalone. Jón Gunnarsson er framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, sem hefur verið starfandi síðan 1993. Á þessu ári flytur fyrirtækið út 25 tonn og er söluverðið um 90 milljónir króna, en hvert kg selst á 3.600 kr. Jón segir að gangi áætlanir upp verði flutt út yfir 100 tonn árið 2005. Hann segir að stofnun sendiráðs í Japan muni án efa auðvelda allt aðgengi að upplýs- ingum um japanska markaðinn. „Það hefur ekki verið vandamál að selja þessa vöru. Eftirspurn hefur verið meiri en framboð og það heldur uppi háu verði. Veiði á villtum stofnum hefur einnig snarminnkað og víða verið bönnuð vegna ofveiði. Eldið er því að koma inn í staðinn fyrir veiðar,“ segir Jón. Hann segir að þrátt fyrir efnahagskreppu í Japan hafi ekki dregið úr eftirspurninni eftir sæeyrum, sem vissulega eru mjög dýr matur. Fjögur til fjögur og hálft ár tekur að ala sæeyru úr hrognum upp í fulla stærð. Japanir borða sæeyru hrá, bæði í sushi og sashimi. Einnig grilla þeir fiskinn, steikja og gufusjóða. Dúnsængur í tísku í Japan XCO ehf. hreinsar og selur æðardún fyrir ís- lenska bændur. Fyrirtækið hefur verið starf- andi á þessu sviði í nærri 30 ár. Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að Japanir kaupi mest og greiði hæsta verðið fyrir æðardún. Árleg dúntekja á Íslandi er um 3.000 kg að jafnaði. Japanir hafa keypt allt að helming dúnsins. Auk XCO flytur Ís- lenskur æðardúnn út þessa vöru til Japan. Æðardúnsútflytjendur hafa stofnað með sér samtök og verður merki samtakanna kynnt í Japan. „Það eru ekki nema 20–30 ár síðan þeir byrj- uðu að nota sængur. Æðardúnn er sú dúnteg- und sem telst vera lúxusdúnn fyrir samloðun, einangrun og sín séreinkenni. Markaðurinn ræðst af kaupgetu fólks og ástandi í heiminum. Það er samt svo merkilegt að þrátt fyrir efna- hagskreppuna í Japan hefur það ekki leitt til minni sölu á æðardún,“ segir Sigtryggur. Mörg þúsund Japanir sofa nú með íslenskar dúnsængur yfir sér. Sigtryggur segir að það sé í tísku í dag í Japan að eiga sæng. Mest er um gæsa- og andadúnssængur, en eftirsóttast er að eiga æðardúnssæng. Japan er flók- inn en afar mikilvægur markaður Þau tímamót urðu í gær að formlega var opnað sendi- ráð Íslands í Japan. Meðal gesta við opnunina var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga viðskipti við Japani. Guðjón Guðmundsson var viðstaddur opnunina í Tókýó og ræddi við fulltrúa fyrirtækjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.