Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 27

Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 27
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 27 TAP Nýherja hf. nam 94 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en félagið skilaði 173 milljóna króna hagnaði á sama tímabili í fyrra. Í árshlutareikningi félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að rekstrartekjur voru 2.835 milljónir króna á þessu tímabili og jukust um 17% á milli ára. Rekstr- argjöld námu hins vegar 2.866 milljónum króna en voru 2.398 milljónir á sama tíma í fyrra. Lakari afkomu Nýherja hf. má, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu, að hluta til rekja til gengistaps sem ásamt verðbótum á tekjuskattsskuldbindingu nam 77 milljónum króna. Auk þess hefur umtalsverður kostnaður af þróun nýrra lausna fyrir SAP-hugbúnað- inn og kerfisleigu fyrir hann verið gjaldfærður á árinu og sömuleiðis kostnaður vegna þróunarstarfsemi dótturfélaga. Einnig féll til veruleg- ur kostnaður vegna vinnu við SAP- tilboð í fjármagns- og mannauðs- kerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Áætlað að hagnaður verði af síð- asta ársfjórðungi og verkefnastaða félagsins næstu mánuði er ágæt. Enn fremur kemur fram í árshlut- areikningnum að tekjur fyrirtæk- isins af sölu á vörum og þjónustu séu áætlaðar um 4 milljarðar króna á þessu ári. Afkoma Nýherja versnar vegna þeirra sjúkdóma sem herjað hafa á búfé undanfarin ár og hefur Marel lausnin töluverða sérstöðu. Þetta nýja kerfi byggist á flæðilínum Marel sem notaðar hafa verið í fiskiðnaði til margra ára. Marel hefur unnið að því að laga MAREL hf. hefur gert tvo stefnumarkandi samninga við fyrirtæki í kjötiðnaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Verðmæti samninganna er um 500 milljónir króna. Annar samningurinn er við norskt fyrirtæki, Norway Meats, sem kaupir fullkomið kerfi fyr- ir úrbeiningu nautgripa. „Rekjanleiki afurðar frá dýri til pakkaðrar vöru er innbyggður í kerfið. Aukin krafa er um rekjanleika í kjötvinnslu þær lausnir að kjötvinnslu með góðum ár- angri,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Hinn samningurinn er umfangsmeiri og er við fyrirtæki í Texas. Kjötvinnslukerfið mun þjóna verksmiðju sem framleiðir steikur fyrir um 300 Outback veitingahús í Bandaríkjunum. Kerfið samanstendur af kjötsnyrtilínum, skurð- arvélum og hugbúnaði. Bæði kerfin verða afhent og tekjufærð fyrri hluta næsta árs. Marel selur tæki í kjöt- vinnslu fyrir 500 milljónir Marel selur bæði til Noregs og Bandaríkjanna GENGI íslensku krónunnar lækkaði um 0,69% í gær. Geng- isvísitalan var 145,40 stig í lok dags, en var 144,40 stig við opn- un. Vísitalan er nú í næsthæsta lokunargildi sem verið hefur. Það var aðeins 20. júní í sumar sem það fór hærra, í 145,75 stig. Veltan á gjaldeyrismark- aði var um 3,3 milljarðar, sam- kvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Gengi Bandaríkjadals er nú skráð 105,13 krónur og hefur styrkst gagnvart krónunni um 0,4% í gær. Gengi evrunnar styrktist í dag um 0,91% gagnvart krón- unni og er nú 94,16 krónur, en var 93,40 í miðvikudag. Gengi krónunnar lækkar enn HLUTHAFAFUNDUR hefur verið boðaður hjá Línu.Neti næstkomandi þriðjudag. Fyrir liggur að óskað verður eftir heimild frá stjórn fé- lagsins til hækkunar á hlutafé um allt að 350 milljónir króna. Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu.- Nets, segir að ekki sé búið að ákveða hvert gengi bréfanna verður, hversu mikið hlutaféð verður hækkað eða hvenær. Heimildin gildir fram til 1. júní 2004. Aðspurður sagði Eiríkur að það væri með öllu óráðið hvort nýir hluthafar kæmu inn nú. Lína.Net frestaði sölu hlutabréfa í sumar vegna óvissu á hlutabréfa- markaði. Eiríkur segir ennfremur að ekki sé fyrirhuguð nein samein- ing eða samvinna við önnur félög og rekstrarform Línu.Nets verði eins og það er nú. Lína.Net lauk nýverið stefnumót- unarvinnu og lögð verður meiri áhersla á IP-gagnaflutningsþjón- ustu og fjarskiptaþjónustu um IP- net. Eiríkur segir að styrkur fyr- irtækisins liggi á því sviði og þar sé útlit fyrir mesta vöxtinn á næstu ár- um. Sóst eftir heim- ild til hækk- unar hlutafjár Línu.Nets ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.