Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÁDI-arabíski hryðjuverkaforing- inn Osama bin Laden keypti milt- isbrandsgró fyrir andvirði rúmrar milljónar króna af einkareknum rannsóknarstofum í Austur-Evrópu og Suðaustur-Asíu, að sögn félaga í íslömsku Jihad-samtökunum í Egyptalandi. Hann segir að bin Lad- en hafi fengið miltisbrandsgróin og fleiri hættulegar bakteríur, svo sem salmonellu og saurgerla, frá rann- sóknarstofum sem hafi selt sýklana eftir póstpöntun. Ahmad Ibrahim al-Najjar, félagi í Jihad, hélt þessu fram í vitnisburði fyrir rétti í Egyptalandi þar sem hann hefur verið dæmdur í lífstíð- arfangelsi fyrir að reyna að steypa egypsku stjórninni. Hann var hand- tekinn í Albaníu árið 1999 og fluttur til Egyptalands. New York Post segist hafa fengið þýðingu á vitnisburði al-Najjars. Þar heldur hann því fram að bin Laden hafi keypt sýkla af rannsóknarstof- um í nokkrum löndum. Rannsóknar- stofur í Austur-Evrópu, meðal ann- ars Tékklandi, hafi selt útsendurum hans sýkla eftir póstpöntun og að- eins sett það skilyrði að þeir greiddu andvirði 750.000 króna fyrirfram. Ekki hafi verið kannað hverjir kaup- endurnir voru. Samstarfsmenn bin Ladens eru einnig sagðir hafa keypt miltisbrandsgró fyrir andvirði 370.000 króna af rannsóknarstofu í Suðaustur-Asíu. Al-Najar segir að Íslamska Moro-fylkingin í Indón- esíu, sem er í nánum tengslum við bin Laden, hafi keypt miltis- brandsgró af sömu rannsóknarstofu. Embættismenn í Hvíta húsinu og nokkrir þingmenn í Washington hafa sagt að grunur leiki á að miltis- brandsgróin, sem send hafa verið í pósti í Bandaríkjunum, tengist bin Laden og hryðjuverkasamtökum hans, al-Qaeda, þótt það hafi ekki verið sannað. Aðeins þrjú ríki gátu framleitt aukefnin The Washington Post hafði eftir sérfræðingum í gær að miltis- brandsgróin sem send voru í pósti á skrifstofu Thomas A. Daschle, meiri- hlutaleiðtoga demókrata í öldunga- deild Bandaríkjaþings, hafi verið meðhöndluð með svo háþróuðum aukefnum að aðeins þrjú ríki hafi getað framleitt þau. Að sögn blaðsins eru Bandaríkin, Sovétríkin fyrrverandi og Írak einu ríkin sem vitað er að hafi framleitt aukefnin. Þessi efni eru nauðsynleg til að gróin haldist lengi í loftinu og dreifist á stærra svæði en ella. Þau auka því líkurnar á því að fólk andi gróunum að sér og sýkillinn er þá hættulegri. Hvert þessara ríkja beitti sinni eigin aðferð við vinnslu þessara efna og hugsanlegt er því að efnarann- sóknir, sem þegar hafa verið hafnar, geti varpað ljósi á uppruna þeirra. The Washington Post hafði eftir bandarískum embættismanni að all- ar þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, bendi enn til þess að ólíklegt sé að miltisbrandsgróin hafi verið ræktuð í Sovétríkjunum fyrrverandi eða Írak. Jafnvel þótt efnarannsókn- in leiði í ljós hvaðan aukefnin komu kunni að verða erfitt að svara þeirri spurningu hverjir hafi sent gróin því óljóst sé hvort þau hafi verið í öruggri geymslu í þessum ríkjum síðustu árin. Bin Laden sagð- ur hafa keypt miltisbrandsgró NÆR 10.000 Bandaríkjamenn hafa tekið inn sýklalyf að beiðni yfirvalda til að fyrir- byggja miltisbrandssýkingu, að sögn bandarískra embættis- manna í gær. Ekki er vitað hversu margir hafa tekið inn lyf við miltisbrandi án samráðs við yfirvöld. Bandarísk heilbrigðisyfir- völd skýrðu ennfremur frá því í gær að náðst hefði samkomu- lag við framleiðanda sýklalyfs- ins Cipro, sem hefur reynst vel við miltisbrandi, um að Bandaríkjastjórn keypti 100 milljónir taflna af lyfinu. Tommy Thompson heilbrigðis- ráðherra sagði að stjórnin ætti að greiða 95 sent fyrir hverja töflu, eða helmingi minna en hún hefur yfirleitt greitt til þessa. Fleiri miltisbrandsgró í byggingu Daschle Skýrt var frá því í gær að miltisbrandsgró hefðu fundist í vörulyftu í einni af byggingum öldungadeildar Bandaríkja- þings, sömu byggingu og bréf, sem innihélt miltisbrandsgró, var opnað. Rannsóknarmenn höfðu áður fundið miltis- brandsgró á tveimur hæðum byggingarinnar. Thomas A. Daschle, meirihlutaleiðtogi demókrata, er þar með skrif- stofu og bréfið var sent hon- um. Bandarískir embættis- menn segja að hugsanlega hafi miltisbrandsgró verið í fleiri bréfum sem send hafa verið í bygginguna. Bandarískir embættismenn sögðu í fyrrakvöld að frétta- kona í Washington hefði fengið sýklalyf vegna gruns um að hún hefði andað að sér milt- isbrandsgróum. Hún var fyrir utan skrifstofu Daschle þegar bréfið var opnað. Læknar eru enn að rannsaka hvort konan hafi andað að sér sýklinum. Sýklum komið í matvæli? Demókratar í fulltrúadeild þingsins lögðu í gær fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að sjö milljörðum dala, andvirði rúmra 700 milljarða króna, verði varið til barátt- unnar gegn sýklaárásum. Féð verður meðal annars notað til að kaupa bóluefni og sýklalyf, bæta heilbrigðiseftirlitið, verja matvæli og vatnsbirgðir og herða eftirlit við landamæri. Öldungadeildarþingmaður- inn Bill Frist, sem er skurð- læknir, sagði í gær að hryðju- verkamenn kynnu næst að setja sýkla í matvæli sem seld eru í Bandaríkjunum. Hann sagði að aðeins 1% innfluttra matvæla væri skoðað í Banda- ríkjunum og matvælaeftirlits- mennirnir væru alltof fáir. 800.000 póstmenn fá grímur Bandaríska póstþjónustan kvaðst í gær ætla að bjóða 800.000 starfsmönnum sínum grímur og hanska vegna milt- isbrandsógnarinnar og sagði að verið væri að leita leiða til þess að dauðhreinsa póst í Bandaríkjunum. Miltisbrandurinn í Bandaríkjunum Nær 10.000 hafa tek- ið inn sýklalyf Washington. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.