Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 29

Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 29 TALSMAÐUR bandaríska varnar- málaráðuneytisins viðurkenndi á miðvikudag að talibanar í Afganistan veittu meiri mótstöðu en almennt hefði verið talið fyrirfram að þeir myndu gera. Væru þeir að búa sig undir langt stríð sem staðið gæti yfir fram á vetur þegar frosthörkur taka að ríkja í landinu. Talsmaðurinn John Stufflebeem sagði á fundi með fréttamönnum að talibanar hefðu stöðvað sókn Norðurbandalagsins, hreyfingar stjórnarandstöðunnar, í átt að höfuðborginni, Kabúl. Það sama hefði gerst nærri flugvelli við borgina Mazar-e-Sharif í norður- hluta landsins. Talibanar hefðu dreift sveitum sínum með þeim hætti að erfitt yrði að sigrast á þeim með lofthernaði einum saman. „Það hefur komið í ljós að þessir hermenn eru harðir af sér,“ sagði Stufflebeem. „Við erum að berjast í umhverfi sem þeir auðvitað gjör- þekkja og er mjög erfitt. Heims- byggðin öll þarf að gera sér ljóst að hryðjuverkamenn fela í sér ógnun sem er ólík því sem við höfum áður staðið frammi fyrir.“ Dregið úr bjartsýni Ummæli Stufflebeems fóru saman við þau sem þeir Colin Powell utan- ríkisráðherra og Gerge W. Bush for- seti höfðu látið frá sér fara fyrr um daginn. Þau þóttu einnig í litlu sam- ræmi við þá bjartsýni sem einkenndi málflutning talsmanna heraflans á fyrstu dögum loftárásanna. Þannig var því haldið fram opinberlega fyrir níu dögum að herafli talibana hefði næstum verið „gerður óvígur“ í loft- árásum Bandaríkjamanna. Banda- rískir heimildarmenn segja að lið- veisla Norðurbandalagsins verði nú mikilvægari þar sem það geti veitt upplýsingar um stöðvar talibana og þannig gert loftárásir skilvirkari. Háttsettur embættismaður í varnar- málaráðuneytinu sagði að ekki kæmi á óvart að ekki hefði tekist að vinna mikið tjón á herafla talibana norður af Kabúl. Árásum á stöðvar þeirra hefði fram til þessa einkum verið beint að borginni Kandahar í suður- hlutanum. Sú borg er í senn trúarleg og veraldleg valdamiðstöð talibana- stjórnarinnar. „Liðsafli talibana sem grafið hefur sig niður nærri Kabúl ógnar okkur ekki á nokkurn hátt. Við náum þeim í fyllingu tímans. Markmið okkar er ekki að ná Kab- úl. Aðgerðum okkar er einkum beint að Kandahar,“ sagði þessi viðmæl- andi. Lítill undirbúningur og lélegur Sami heimildarmaður sagði að undirbúningur talibana fyrir loft- árásirnar hefði verið með „ólíkindum lélegur“. Þannig hefðu þeir ekkert gert til að dreifa hergögnum til að minnka líkur á tjóni. Hins vegar hefðu þeir lagað sig vel að aðstæðum á síðustu dögum og ljóst væri að þeir byggju sig undir langvarandi átök. Stufflebeem sagði að sér kæmi á óvart hversu grimmilega talibanar berðust fyrir því að fá haldið völdum í landinu. Stufflebeem vísaði til Mo- hammaeds Omars, leiðtoga talibana- stjórnarinnar, og sagði að sér kæmi á óvart að hann gerði sér ekki grein fyrir því að örlög stjórnar hans væru ráðin. Annar háttsettur viðmælandi í ráðuneytinu tók undir það sjónarmið að lofthernaður myndi ekki einn og sér nægja til þess að brjóta á bak aft- ur svo ákveðinn óvin sem talibanar nú reyndust. „Við gerðum sprengju- árásir á Serbíu í 78 daga. Og við lét- um sprengjum rigna yfir Víetnam í 15 ár án þess að knésetja óvininn.“ „Ekki eitrað fyrir flóttafólki“ Í máli Stufflebeem kom fram sú fullyrðing að traustar heimildir væru fyrir því að talibanar kynnu að eitra matvæli þau sem hjálparstofnanir væru nú að dreifa til sveltandi fólks í landinu í því skyni að geta kennt Bandaríkjamönnum um þann verkn- að. Sagði hann að ákveðið hefði verið að birta þessar upplýsingar strax áð- ur en talibanar næðu að hrinda þess- ari áætlun í framkvæmd. Þessar full- yrðingu mótmæltu talibanar í gær og kváðu hana eiga við engin rök að styðjast. Amir Khan Muttaqi, menntamálaráðherra talibana, sagði að ásökunin væri dæmi um napurt áróðursstríð sem væri háð af hálfu Bandaríkjamanna. „Það er enginn svo grimmur að hann geti eitrað fyrir sínu eigin fólki. Um er að ræða áróð- ur sem sýnir að Bandaríkjamenn eru taugaóstyrkir,“ sagði ráðherrann. Embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins segja talibana búa sig undir langt stríð Mótspyrna talibana sögð koma á óvart Vaxandi efasemdir um að lofthernaður muni duga einn og sér til að sigrast á svo ákveðnum óvini Washington. The Washington Post. ER óvinur óvinar þíns nauðsynlega vinur þinn? Nei, þannig er því ekki farið þegar um er að ræða Norður- bandalagið, samtök andstæðinga talibana-stjórnarinnar, sem ræður innan við 10% lands í Afganistan. Þrátt fyrir ríkulegan stuðning frá Rússum og Írönum virtist þessi hreyfing stjórnarandstöðunnar vera að því komin að leysast upp og það jafnvel áður en flugumenn Osama bin Ladens myrtu hinn geð- þekka herforingja bandalagsins, Massoud hershöfðingja, fáeinum dögum áður en hryðjuverkamenn réðust á Bandaríkin. Atburðirnir 11. september urðu til þess að styrkja stöðu Norðurbandalagsins. Nú undirbýr bandalagið að ráðast á Kabúl með eða án samþykkis Bandaríkjamanna. Leiðtogar bandalagsins vinna nú að því að koma á fót 2.000 manna lögreglu- sveitum sem eiga að halda uppi eft- irliti í borginni þegar þeir hafa náð henni á sitt vald. Nú þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra eru teknir að varpa sprengjum á stöðvar talibana norður af Kabúl verður sú spurning enn mikilvægari hvort Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra eigi að fagna því eða ekki að Kabúl falli í hendur andstæðinga talibana- stjórnarinnar. Bandaríkjamenn og vinir þeirra ættu að forðast slíkt og hafa í huga framgöngu Norður- bandalagsins þegar það hafði Kabúl á valdi sínu og ekki síður þau skila- boð sem sú rás atburða myndi fela í sér til Pashtúna, sem er stærsti og mikilvægasti þjóðflokkurinn í land- inu. Norðurbandalagið réð drjúgum hluta Afganistans í nokkur ár eftir að talibanar höfðu náð afgangi landsins á sitt vald árið 1996. Leið- togi Úsbeka innan bandalagsins, Rashid Dostum, hleypti af stað holskelfu mannréttindabrota og grimmdarverka í borginni Mazar-e- Sharif sem hann hafði þá á valdin sínu. Þau illvirki eru fyllilega sam- bærileg við þau óhæfuverk sem tal- ibanar hafa unnið. Fjöldamorð tal- ibana á meira en hundrað Shía-Afgönum var framið skömmu eftir að Norðurbandalagið hafði framið sambærilegt fjöldamorð á fylgismönnum talibana. Dostum hershöfðingi fylgdist með þessum atburðum frá heimili sínu, glæsi- byggingu mikilli þar sem hann lét m.a. koma fyrir sundlaug innan- húss. Talibanar hafa líkt og Norður- bandalagið tekið virkan þátt í fram- leiðslu og dreifingu ópíums. Ólíkt talíbönum hefur Norðurbandalagið hins vegar ekki gert neitt til að reyna að hefta smygl á því. Sendi- nefndir á vegum Sameinuðu þjóð- anna og Bandaríkjastjórnar stað- festu báðar að talibanar hefðu minnkað ópíumræktina um helming á árunum 1999–2000 og það án þess að bændur hefðu fengið bætur í nokkru formi eða stjórnvöld beinan fjárhagsstuðning frá alþjóðasam- félaginu. Norðurbandalagið hefur gert hið gagnstæða og nýtt sér verðhækkanir vegna minna fram- boðs með því að auka smyglið á ný. Norðurbandalagið hefur líkt og talibanar aðstoðað hryðjuverka- menn. Í ræðu sinni á þingi nefndi Bush forseti þrenn samtök hryðju- verkamanna m.a. „Íslamska hreyf- ingu Úsbekistans“ sem nú kallast „Íslamskur flokkur Úsbekistans“ (ÍÚ). Tvö ár í röð sendi þessi hreyf- ing nokkur þúsund vopnaða skæru- liða frá Afganistan um Tadjíkístan til að skapa usla og ólgu í Kírgístan, Kasakstan og Úsbekistan. Á sama tíma og hin íslamska hreyfing Úsbekistans naut stuðn- ings Osama bin Ladens tókst henni einnig að vingast við Norðurbanda- lagið. Skæruliðar á vegum ÍÚ gátu farið óhultir um svæði þau sem voru á valdi Norðurbandalagsins. Tad- jíkar innan Norðurbandalagsins fögnuðu því að ÍÚ hefði ákveðið að láta til skarar skríða gegn Úsbek- istan og þeir högnuðust einnig fjár- hagslega af því hversu nærri ÍÚ- hreyfingin stóð eiturlyfjaframleiðsl- unni í landinu. Þess má geta að ÍÚ notaði 100.000 Bandaríkjadali til að múta rússneskum hermönnum sem að nafninu til halda til á landmær- unum og eiga að verja Tadjíkístan. Vísast má það eitt jákvætt segja um þetta vanhelga bandalag stríðs- herra frá Norður-Afganistan að þeir eru andvígir talibönum. En jafnvel þótt framganga þeirra hefði verið óaðfinnanleg stæði stærsti vandinn enn eftir, sú staðreynd að Íranar og Rússar hafa fjármagnað starfsemi Norðurbandalagsins og fengið því vopn. Í huga flestra Afgana, óháð því hvort þeir styðja talibana eða eru þeim andvígir, er þetta samband dauðasynd. Það voru jú Rússar sem slátruðu 1–1,5 milljón Afgana á ár- unum 1979 til 1989. Nái Norðurbandalagið Kabúl mun sú bylgja þjóðernishyggju sem náði að sigra Rauða herinn rísa á ný. Og þau viðbrögð yrðu ekki bundin við Afganistan. Þær 16 millj- ónir Pashúna sem búa í Pakistan myndu einnig grípa til vopna og skapa óstöðugleika í kjarnorkuveldi sem reynast myndi ólíkur öllu því sem heimsbyggðin hefur áður kynnst. Nágrannar Pakistana, Ind- verjar, sem einnig eru kjarnorku- veldi, gætu ekki haldið sér til hlés stæðu þeir frammi fyrir slíkri ógn- un. Í stuttu máli gæti fall Kabúl orðið til þess að hrekja alla Pashtúna yfir í herbúðir talibana. Þá myndu Bandaríkjamenn standa frammi fyrir því að tugir milljóna manna snerust gegn þeim; fólkið sem styðja þarf þær hernaðaraðgerðir sem nú eru hafnar eigi þær að skila árangri. Raunar gæti sú tilfinning ein að Bandaríkjamenn séu að ger- ast Norðurbandalaginu helst til vin- samlegir orðið til þess að skapa þessi viðbrögð. Vilji Bandaríkja- menn hafa mótandi áhrif á framtíð- arskipan mála í Afganistan verða þeir að halda sig frá afskiptum af innibyrðis átökum þjóðflokka í land- inu. Þýðir þetta að Bandaríkjamenn eigi að hafna öllum samskiptum við Norðurbandalagið? Alls ekki. Norð- urbandalagið hefur mikilvægu hlut- verki að gegna líkt og aðrir hópar og þjóðabrot í Afganistan. Nauðsyn- legt er að sérhver þeirra hópa sem mynda Norðurbandalagið fái full- trúa í framtíðarríkisstjórn Afgan- istan. Blessunarlega gera þeir Colin Powell utanríkisráðherra og Don- ald Rumsfeld varnarmálaráðherra sér báðir grein fyrir þessum stað- reyndum. Verkefnið er nú það, að sjá þess að ófrávíkjanlegar grund- vallarreglur móti áfram aðgerðir jafnt á hernaðarsviðinu sem hinu pólitíska. Það verður ekki auðvelt. Reuters Hermenn Norðurbandalagsins á vígstöðvunum í Norður-Afganistan. Haldið aftur af Norður- bandalaginu Höfundur er forstöðumaður Mið- Asíu- og Kákasus-stofnunar Nitze School of Advanced International Studies við Johns Hopkins-háskóla. Þær 16 milljónir pashúna sem búa í Pakistan myndu einnig grípa til vopna og skapa óstöðug- leika í kjarnorkuveldi sem reynast myndi ólíkur öllu því sem heimsbyggðin hefur áður kynnst. eftir S. Frederick Starr © Project Syndicate.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.