Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIÐUNANDI VINNUAÐSTAÐA
FYRIR BÖRNIN OKKAR
ENN UM ÖRYGGI
Í HVALFJARÐARGÖNGUM
Fréttir í Morgunblaðinu í gær afslysum í St. Gotthards- ogHvalfjarðargöngum eru
óneitanlega til þess fallnar að vekja á
ný umræðu um öryggi í þessum
lengstu jarðgöngum á Íslandi og til
hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að
draga úr líkum á alvarlegu slysi ef
þar kæmi upp eldur. Einnig þarf að
huga betur að öryggi í öðrum jarð-
göngum á Íslandi, því í frétt blaðsins
á miðvikudag var t.d. greint frá því að
Ólafsfjarðargöngin væru fóðruð með
eldfimu efni sem kvikna myndi í ef
fólksbifreið brynni. Vegagerðin hef-
ur þó lýst yfir vilja til að gera end-
urbætur á fóðringunni í samræmi við
kröfur Brunamálastofnunar og verð-
ur það vonandi sem fyrst.
Þó að bílveltan í Hvalfjarðargöng-
unum í fyrrakvöld hafi ekki valdið
manntjóni, þá leiddi slysið samt til
töluverðrar hættu vegna bensínleka
og er það í annað sinn á stuttum tíma
sem slík hætta skapast. Eldsvoði í
jarðgöngum er afar erfiður viður-
eignar eins og sannaðist í St. Gott-
hards-göngunum nú, þar sem tveir
flutningabílar urðu valdir að slysi svo
eldur varð laus með skelfilegum af-
leiðingum. Eldsvoðar í jarðgöngum í
Evrópu hafa vakið ugg manna á und-
anförnum árum og eru Mont Blanc-
göngin í Frakklandi t.d. enn lokuð
eftir mjög alvarlegt slys af þeim toga,
en þar í landi greinir menn á um við-
unandi öryggisráðstafanir svo hægt
sé að opna göngin á ný.
Í frétt Morgunblaðsins sl. miðviku-
dag, var haft eftir Hrólfi Jónssyni,
slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins, að „nauðsynlegt
væri að komast út úr þeim vítahring
sem skapast hefur í tengslum við ör-
yggismál í Hvalfjarðargöngunum“.
Hrólfur segir það aðeins tímaspurs-
mál hvenær eldsvoði brýst þar út, en
enginn hafi enn tekið að sér að leiða
vinnu við að yfirfara viðbragðsáætl-
anir í kjölfar bensínleka úr flutninga-
bíl í göngunum sl. sumar. Hann
greindi jafnframt frá því að Slökkvi-
lið höfuðborgarsvæðisins væri ekki í
stakk búið til að bregðast við alvar-
legu slysi í göngunum vegna skorts á
viðeigandi tækjabúnaði.
Þessum ummælum Hrólfs ber að
taka af mikilli alvöru. Það er að sjálf-
sögðu óforsvaranlegt ef ekki er snar-
lega brugðist við því er fagaðilar á
borð við slökkviliðsstjóra benda með
svo ótvíræðum hætti á fyrirsjáanlega
hættu. Ljóst er að ef ekki hefði verið
búið að grípa til ákveðinna öryggis-
ráðstafana í St. Gotthards-göngunum
hefðu mun fleiri farist. Þar er t.d. öfl-
ugt reyklosunarkerfi og neyðarbyrgi
með 250 metra millibili, þar sem
margir leituðu skjóls þar til hjálp
barst.
Hér á landi hefur m.a. komið til tals
að koma upp vegriði á milli akreina í
Hvalfjarðargöngunum í öryggis-
skyni. Vegrið gæti komið í veg fyrir
hættulegan framúrakstur og dregið
úr umferðarhraða sem vissulega er
fyrirbyggjandi slysavörn. En jafn-
framt er ástæða til að meta hvort ekki
sé of hættulegt að leyfa flutninga á
gasi og eldsneyti um göngin, sem og á
öðrum farmi sem valdið gæti miklum
skaða ef til eldsvoða kæmi. Fyrsta
skrefið í umbótaátt í öryggismálum
Hvalfjarðarganga er þó að ganga
endanlega frá því hvaða aðilar bera
ábyrgð á brunavörnum og -eftirliti og
sjá til þess að sá tækjakostur sem
nauðsynlegur er sé til staðar.
Fyrir nokkru þurfti að loka skóla-stofu í Brekkuskóla á Akureyri
vegna þess að húsnæðið hélt hvorki
vatni né vindi auk þess sem skordýr
höfðu tekið sér bólfestu í bygging-
unni þar sem sagginn var mestur. Það
var Heilbrigðiseftirlit Norðurlands
eystra sem dæmdi skólastofuna ónot-
hæfa eftir að hafa gefið frest til úr-
bóta allt frá því síðasta vor svo að
hægt væri að nota sumarið til að ráða
bót á vandanum, en allt kom fyrir
ekki. Aðrar stofur skólans virðast
heldur ekki standast sanngjarnar
kröfur til skólahúsnæðis því foreldrar
barna í einum bekk fundu sig knúna
til að mála sjálfir skólastofu barna
sinna.
Nú berast fréttir af því að húsnæði
Víðstaðaskóla í Hafnarfirði sé einnig
illa úr sér gengið. Þar er leki, óvið-
unandi salernisaðstaða og lélegur
húsbúnaður, auk þess sem aðstaða 1.
til 7. bekkjar til að matast er engin,
en það er í ósamræmi við ákvæði
grunnskólalaga.
Af viðtölum Morgunblaðsins við
Guðríði Friðriksdóttur, fram-
kvæmdastjóra Fasteigna Akureyrar-
bæjar og Halldór Árnason, fram-
kvæmdastjóra stjórnsýslu og
fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar,
má ljóst vera að þeim er sjá um við-
hald skólahúsnæðis í báðum þessum
bæjarfélögum hefur verið fullkunn-
ugt um ástand viðkomandi skóla-
bygginga um nokkurt skeið. Þó hefur
lítið verið aðhafst til að ráða bót á
vandanum þannig að það húsnæði
sem börnum í þessum skólum er ætl-
að að vinna sín daglegu störf í sé við-
unandi. Báðir aðilar bera það fyrir sig
að einsetning grunnskólanna hafi
haft þann forgang að aðrir hlutir hafi
setið á hakanum, en þar fyrir utan
hlýtur að vera ljóst að það fé sem
áætlað hefur verið til eðlilegs við-
halds þessara húseigna hefur verið
vanmetið lengi.
Sá tími sem í stjórnsýslunni virðist
stuttur þegar ráða þarf bót á aðbún-
aði barna í skólum getur verið langt
tímabil í grunnskólagöngu þeirra ein-
staklinga sem mynda hvern árgang.
Með það í huga sem og þá staðreynd
að börn eru ekki sterkur þrýstihópur
er afar brýnt að sveitarfélögin sjái
sóma sinn í því að halda skólahúsnæði
sínu við og mynda þannig viðeigandi
umgjörð fyrir það starf er leggur
grunninn að menntun barnanna og
þar með framtíð samfélagsins alls.
BAUGUR hf. tilkynnti áVerðbréfaþingi í gær aðfélagið ætti í viðræðumvið Arcadia Group um
kaup á öllum útistandandi bréfum í
Arcadia. Viðræðurnar eru sagðar á
frumstigi og óljóst hvort þær muni
leiða til þess að Baugur geri tilboð
í bréfin.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, segir að ef til þess
komi þá muni Baugur
sækjast eftir að eign-
ast allt hlutafé í Arc-
adia Group, alls um
189 milljónir hluta-
bréfa. Baugur á nú
20,1% hlutabréfanna,
um 38 milljónir bréfa, og sækist
því eftir um 151 milljón bréfa til
viðbótar.
Tilgangur yfirtökunnar mundi,
að sögn Jóns Ásgeirs, verða að
endurskipuleggja reksturinn og
gera breytingar á félaginu í kjölfar
hennar, ef allt gengur eftir. Hann
segist ekki geta tjáð sig um við-
ræðurnar við Arcadia en segir við-
líka tilkynningar ekki sendar út á
breskum hlutabréfamarkaði nema
um sé að ræða mjög ákveðnar við-
ræður.
Kostar 63–67,5 milljarða
Tilkynnt hefur verið að verðhug-
myndir Baugs séu á bilinu 280-300
pens á hlut og um staðgreiðslukaup
verði að ræða, sem þýðir að Baugur
þyrfti að greiða 63 til 67,5 milljarða
króna fyrir hluti annarra hluthafa.
Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mik-
ið um málið í gær, þar á meðal Fin-
ancial Times, Wall Street Journal
og BBC. Í þeim síðastnefnda er
haft eftir John Baillie,
sem starfar við fyrir-
tækjagreiningar hjá
SG Securities, að
verðið sé of lágt og
350 pens væru nær
lagi. Í Wall Street
Journal kemur svipað sjónarmið
fram hjá Iain McDonald, sem vinn-
ur við fyrirtækjagreiningar hjá
Numis Securities. Þá segir Reuters
líka að þeir sem starfi við greiningu
telji verðið of lágt.
Jón Ásgeir segir ekki koma til
greina að hækka verðtilboð um-
fram uppgefið verðbil. „Ég tel
þetta sanngjarnt verð fyrir bréfin
miðað við hvernig markaðurinn er í
dag og hvernig félagið er gírað. Það
eru góðir hlutir inni í Arcadia en
það eru líka hlutir sem þar
og munu kosta peninga.“ Þ
hann á að verð bréfanna h
38 pens fyrir 12 mánuðum
Jón Ásgeir segist ekki g
upp á þessu stigi málsin
muni standa á bakvið fjá
kaupanna. Augljóslega sé
lendir aðilar að baki svo st
mögnun, íslenskir aðilar
þátt nema að litlu leyti.
Hafa ekki aukið hlut
Hann segir að Baugur
aukið við hlut sinn í gær
tilboð gert þá verði það ger
bréf allra annarra hlutha
Það muni þó ekki geras
næstu dögum enda langt f
kvæmt reglum breska hlu
markaðarins. Verði svo sta
boð sent út þá hafi hluthaf
til að svara slíku tilboði. H
undir stjórn Arcadia kom
hluthafar taki tilboðinu en
í Bretlandi að stjórnir fy
taki slíkar ákvarðanir. Vi
ar standi því um það hvort
muni mæla með við hlutha
boði Baugs verði tekið.
Hvað varðar ársuppgjör
segir Jón Ásgeir niðurs
Verð hlutabréfa í Arcadia hækkaði um 22,5% í gær þegar tilkynnt var um áhuga Baugs á að eign
Baugur í vi
um yfirtöku
Afkoma Arcadia var kynnt í gær en
heildartap félagsins nam 10,5 millj-
örðum króna á síðasta fjárhagsári en
tæplega átta milljarða króna hagnaður
var af rekstri þess fyrir skatta og
óreglulega liði. Baugur hefur lýst áhuga
á að eignast öll hlutabréf í Arcadia en
eignarhlutur hans nú er 20,1%.
7
8
9
:
;
<
=
% !41@
A?( ,
!?@ 6A% !
B? @?
C?> %?@@ ,
@(
%?>@ ,
* D
%
@( ,
@@
Markaðsvirði Arc-
adia er þrefalt til
fjórfalt markaðs-
virði Baugs