Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 35

Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 35 ÁSMUNDUR Tryggvasson hjá Greiningu Íslandsbanka segir að fréttirnar af hugsanlegu yfirtöku- tilboði Baugs í Arcadia séu að sjálfsögðu stórtíðindi. Arcadia sé félag sem metið er á yfir 500 millj- ónir punda, velti um 1.900 millj- ónum punda og starfræki yfir 2.600 verslanir í 13 löndum. Hins vegar sé erfitt að leggja mat á áhrif hugsanlegra kaupa þar sem flest sé enn á huldu varðandi framkvæmd kaupanna, t.d. fjár- mögnun, og þá liggi ekkert fyrir um hvernig Baugur sjái framtíð- arásýnd félagsins. Varðandi hækk- un á gengi Arcadia segir Ásmund- ur að gengið hafi tekið að hækka í kjölfar góðra afkomutalna félags- ins og tilkynning Baugs, þar sem fram kom að yfirtökuverð yrði á bilinu 280–300 pence, hafi svo leitt til enn frekari hækkana. Verði ekki af yfirtöku á Arcadia sé því líklegt að hækkunin gangi að ein- hverju leyti til baka. Ásmundur segir að óvissan endurspeglist í gengisþróun Baugs í gær en gengi félagsins var óbreytt, það bendir til að óvissa ríki um hvernig túlka beri fréttirnar og að markaðurinn bíði frekari upplýsinga. Öðruvísi erlend fjárfesting Í morgunpunktum Kaupþings segir að ef af kaupunum verði sé um mjög spennandi tækifæri fyrir Baug að ræða og myndu kaupin gjörbreyta uppbyggingu, áhættu og ásýnd félagsins. Með kaup- unum yrði velta Baugs um 300 milljarðar á næsta ári sem sam- svari veltu 12 stærstu félaga á Verðbréfaþingi Íslands miðað við veltu á síðasta ári. Esther Finnbogadóttir hjá greiningardeild Kaupþings segir að það sé tvennt sem sé athygl- isvert í þessu sambandi. Annars vegar sé stærð fjárfesting- arinnar mjög mikil og hins vegar sé áhugavert að íslenskt fyr- irtæki sé að fjárfesta í tísku- vörukeðju. Hér sé á ferðinni önn- ur áhersla en hingað til í útrás íslenskra fyrirtækja. „Þetta er því einnig áhugavert í því ljósi,“ segir Esther. Skráning á erlendan markað framundan? Katrín Friðriksdóttir, sérfræð- ingur hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, segir að ef af kaup- unum verði sé um 60 milljarða króna fjárfestingu að ræða. „Virði Baugs á markaði í dag er um 19 milljarðar,“ segir Katrín. Ekkert hefur verið gefið upp um mögulega fjármögnun fjárfest- ingarinnar en ef gert er ráð fyrir óbreyttri skuldsetningu myndi lántaka Baugs nema 36 millj- örðum króna og aukning eigin fjár 24 milljörðum. Miðað við gengi bréfa í Baugi að und- anförnu þyrfti að gefa út nýtt hlutafé að nafnvirði 2 milljarða króna. Nafnvirði hlutafjár í Baugi er í kringum 1,7 millj- arðar í dag. Kaupendur hluta- fjárins gætu þar með eignast meirihluta í sameinuðu félagi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir á íslenskan mælikvarða og í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna og óvissu í efnahagsmálum er ólík- legt að fyrirtæki skráð á Verð- bréfaþingi Íslands geti aflað þeirra með einföldum hætti. Fjármögnunin hlýtur því að koma að mestu eða öllu leyti er- lendis frá og líklegt er að Baug- ur hafi þegar leitað eftir sam- starfi við fjársterka aðila. Í framhaldinu er eðlilegt að velta fyrir sér hvort skráning Baugs á erlendan hlutabréfamarkað sé ekki skammt undan,“ segir Katr- ín Friðriksdóttir hjá Bún- aðarbankanum Verðbréfum. Spurning hvort þetta er rökrétt skref Jónas G. Friðþjófsson, hjá Landsbankanum-Landsbréfum, segir að fyrirhuguð kaup Baugs á Arcadia séu mjög áhugaverð, en þar sem nánari upplýsingar séu af skornum skammti sé erfitt að leggja mat á kaupin. „Baugur hefur verið í miklum vexti og út- rás erlendis, en spurningar vakna hvort þetta sé rökrétt skref hjá félaginu, enda er Arc- adia margfalt stærra félag en Baugur. Enn hafa ekki borist upplýsingar um hvernig fjár- mögnun kaupanna verður hátt- að, með lánsfé eða útgáfu hluta- bréfa í Baug. Engu að síður er ljóst að ef af verður, þá mun Baugur verða gjörbreytt fyr- irtæki í kjölfarið, sem mun ekki eiga sér neina hliðstæðu á meðal íslenskra fyrirtækja. Þá verður áhugavert að sjá hvort félagið verður áfram skráð á Verð- bréfaþingi, hvort það verður skráð erlendis, eða hvort tveggja. Gera má ráð fyrir að forráðamenn Baugs sjái fram á mikil samlegðaráhrif og hagræð- ingarmöguleika, einkum hvað varðar hagstæðari innkaup og hugsanlega losun eigna hjá Arc- adia,“ segir Jónas. G. Frið- þjófsson. Markaðurinn bíður frekari tíðinda HAGNAÐUR Arcadia fyrir skatta og óreglulega liði á fjárhagsári félags- ins, sem lauk í lok ágúst, var 53,3 milljónir punda, sem samsvarar tæpum 8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar varð 8,5 milljóna punda tap af sömu liðum fjár- hagsárið 2000. Óreglulegir liðir námu 101,9 milljónum punda eða rúmum 15 milljörðum króna og skattar 17,9 milljónum punda. Greidd- ur arður nam 3,5 millj- ónum punda á árinu og er heildarafkoma ársins því tap upp á 70 milljónir punda eða um 10,5 millj- arða íslenskra króna. Haft er eftir forsvars- mönnum félagsins í fréttatilkynningu frá Arcadia að þær aðgerðir sem farið var í fyrr á árinu til að snúa rekstri félagsins til betri vegar hafi heppnast vel. Þau vörumerki sem til stóð að selja hafi nú verið seld, skilvirkni hafi verið aukin, skuldir félagsins hafi verið lækkaðar og birgðastjórnun tekin föst- um tökum. Hlutdeild Baugs í afkomu Arcadia 700 milljónir króna í ár Þegar hlutdeild Baugs í afkomu Arcadia er skoð- uð er litið til þess að reikningsár fyrirtækj- anna skarast. Þannig lýk- ur reikningsári Arcadia 31. ágúst, en reikningsár Baugs miðast við alman- aksárið. Við þetta bætist á þessu reikningsári að Baugur telur Arcadia ekki til hlutdeildarfélags fyrr en í byrjun apríl, því fram að þeim tíma var hlutdeild hans í félaginu innan við 20%. Á tíma- bilinu frá fyrsta apríl til loka ágúst skilaði Arc- adia hagnaði og gert er ráð fyrir að frá byrjun september og út árið verði einnig hagnaður af rekstrinum. Þetta veld- ur því að þrátt fyrir að Arcadia hafi verið gert upp með tapi á nýliðnu reikningsári er reiknað með því að hlutdeild Baugs í afkomu Arcadia muni verða jákvæð á yf- irstandandi reikningsári Baugs. Áætlanir Baugs gera ráð fyrir að þessi hlutdeild verði jákvæð um 700 milljónir króna í ár. Verslunum fækkað umtalsvert Fjallað er sérstaklega um sölu þeirra vöru- merkja og verslanakeðja þeim tengdum, sem ekki töldust til kjarna- starfsemi fyrirtækisins í tilkynningunni frá Arc- adia. Vörumerkin Princ- iples, Warehouse, Rac- ing Green og Hawks- head voru nýlega seld Rubicon Retail Ltd. með manni og mús fyrir 35 milljónir punda, eða um milli ára. Þá hefur birgðahald kjarnastarfseminnar dregist saman um 10,5% á árinu og markvisst hefur verið unnið að því að auka sveigjanleika aðfangakeðjunnar, stytta afgreiðslutíma og gera samskipti við birgja skilvirkari. Sala kjarnastarfsem- innar jókst um 3% á árinu á meðan versl- unarrými minnkaði um 9%, nýting versl- unarrýmis jókst um 12,8%. Salan í heild dróst hins vegar saman um 3%. Á heildina litið eru umskipti reksturs Ar- cadia samkvæmt áætl- unum, að því er segir í tilkynningunni. Á fyrstu átta vikum nýja fjár- hagsársins, sem hófst í lok ágúst, jókst heild- arsala þeirra sex vöru- merkja sem eftir sitja hjá félaginu um 6,8% þrátt fyrir að versl- unarrýmið hafi dregist saman um 4%. Haft er eftir Stuart Rose, forstjóra Arcadia, að síðan milliuppgjör var birt í apríl sl. hafi markaðurinn í heild vax- ið í fyrsta skipti í tvö ár. Hann segir vöxtinn nær eingöngu í kvenfatnaði. Hins vegar sé enn óvíst um áhrif atburðanna í Bandaríkunum í nánustu framtíð, sér í lagi á jóla- söluna. 5,2 milljarða króna. Wade Smith var selt upphaflegum stofnanda í vor fyrir 6,7 milljónir punda, eða um einn milljarð króna. Þá var hluti starfsemi netversl- unarinnar Zoom nýlega seldur Easynet fyrir 850 þúsund pund, eða tæpar 127 milljónir króna. Alls hefur verslunum Arcadia Group verið fækkað um 402 en áætl- anir gerðu ráð fyrir að fækkað yrði um 370 verslanir. Enn á eftir að ganga frá fækkun um 50 versl- anir til viðbótar. Eftir það er ekki gert ráð fyr- ir frekari aðgerðum hvað þetta varðar, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Félagið stefnir að því að reka áfram þær sex vörumerkjakeðjur sem eftir standa; Dorothy Perkins, Burton, Evans, Wallis, Topshop/ Topman og Miss Sel- fridge. Skuldir minni og veltu- hraði birgða eykst Skuldir Arcadia hafa dregist saman um 117 milljónir punda, eða um 17,5 milljarða króna og námu skuldir félagsins í lok fjárhagsársins 140 milljónum punda eða 21 milljarði króna. Stefnt er að enn frekari lækkun skulda. Heildarkostn- aður lækkaði um 5,6% á Tap Arcadia 10,5 milljarðar króna rf að laga Þá minnir hafi verið . geta gefið ns hverjir ármögnun éu þó er- tórri fjár- taki ekki t sinn hafi ekki en verði rt í hluta- afa í einu. st á allra ferli sam- utabréfa- aðfest til- far 21 dag ann segir mið hvort da tíðkist yrirtækja ðræðurn- t stjórnin afa að til- r Arcadia stöðuna í samræmi við væntingar Baugs. „EBITDA-hagnaður félagsins er 22 milljarðar króna og félagið hef- ur náð að gíra sig niður í skuldum, sem er mjög jákvætt. Þetta er allt í góðum farvegi. Auk þess er góð- ur stjórnendahópur um borð.“ Um hvort Baugur sé ekki að færast of mikið í fang með yfirtöku á Arcadia segir hann: „Við værum varla að fara út í þetta nema við teldum okkur ráða við þetta.“ Hvað stjórn- unarlegu hliðina varðar segir hann að notuð verði sama að- ferðafræði og notuð hefur verið við rekst- ur Bonus Stores í Bandaríkjunum, þ.e. að láta færum þarlendum að- ilum eftir daglega stjórnun. Markaðsvirði Baugs 18,9 milljarðar króna Þess má geta að markaðsvirði Baugs hf. miðað við gengi hluta- bréfanna á Verðbréfaþingi Ís- lands, er áætlað um 18,9 milljarð- ar króna. Baugur á nú 20,1% hlutafjár Ar- cadia Group og er stærsti hluthaf- inn. Aðrir hluthafar eru allir minni en um er að ræða ýmsa fagfjár- festa, banka og verðbréfafyrir- tæki. Næststærsti hluthafinn er Barclays Global Investors með 10,1% og sá þriðji stærsti er Arc- adia með 8,1%. Aðrir hluthafar eiga undir 4% eins og sést á með- fylgjandi töflu. Hlutafé Arcadia samanstendur af 189 milljónum bréfa. Markaðs- virði Arcadia miðað við lokagengið á miðvikudag var um 413 milljónir punda eða um 61,7 milljarðar króna. Gengi hlutabréfanna hækk- aði verulega í gær, eftir að uppgjör félagsins var birt og fréttir af hugsanlegu yfirtökutilboði birtust. Var lokagengið í gær 268 pens sem er 22,5% hækkun frá fyrra degi og markaðsvirðið því um 507 milljónir punda eða um 75,6 milljarðar ís- lenskra króna. Ferli eins og það sem Baugur og Arcadia eru hugsanlega á leið inn í er afar formlegt í Bretlandi. Bæði félög hafa bréf sín skráð í kauphöll, Baugur á Verðbréfaþingi Íslands og Arcadia Group í Kauphöllinni í Lundúnum, London Stock Ex- change. Nauðsynlegt er að upplýsingar sem gefnar eru út séu þær sömu á báðum mörk- uðum. Í breskum reglum um yfirtökur kemur fram hvaða upplýsingar má gefa á hverju stigi máls. Baugur hefur ekki enn lýst yfir ásetningi um að gera tilboð í Arcadia, heldur aðeins lýst því yfir að það sé hugsanlegt. Þegar ásetningi hefur verið lýst yf- ir, mega ekki líða fleiri en 28 dagar áður en nákvæmt tilboð er sett fram. Eftir að tilboðið liggur fyrir er hluthöfum til að byrja með gef- inn 21 dagur til að taka afstöðu til tilboðsins. Sá tími gæti orðið lengri ef fleiri koma hugsanlega að mál- inu, þ.e. aðrir tilboðsgjafar. Morgunblaðið/Árni Sæberg nast öll hlutabréf í félaginu. Meðal vörumerkja Arcadia-keðjunnar er Top Shop. iðræðum á Arcadia              >  # !?@             Í erlendum fjöl- miðlum er rætt um að tilboð Baugs sé of lágt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.