Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ hafa eflaust
ýmsir rekið upp stór
augu, þegar ríkissjón-
varpið sýndi loftmyndir
af því gríðarlega grjót-
námi sem þegar hefur
átt sér stað í Geldinga-
nesi. Frá landi sést ekki
nema örlítið brot af
sárinu sem sprengt hef-
ur verið í nesið. Megin-
svæðið er falið bak við
jarðvegsvegg, sem virð-
ist heill en er í raun lík-
ari tjöldum fyrir þess-
ari gífurlegu grjót-
námu. Uppsprengt
sárið er eftir 240 þús-
und rúmmetra af stór-
grýti sem búið er að
fjarlægja. Kvartmilljón
rúmmetra hefur verið
ekið burt, en það er þó
aðeins fjórðungur af því
magni sem áætlað er að
sprengja, því leyfið
hljómar upp á heila
milljón! Sárið, sem
áhorfendum kom á
óvart í sjónvarpsfrétt-
unum, er sem sagt að-
eins fjórðungur af því
sem koma skal.
Til hvers er verið að
þessu? Jú, það er verið
að rýma til fyrir nýju
hafnarsvæði. Sumum þykir nóg um
hvað Reykjavíkurhöfn breiðir þegar
úr sér frá ósum Elliðaáa út á Laug-
arnesið og spyrja hvort þessa sé
virkilega þörf. Öll þessi fallega
strandlengja fer undir höfnina og
ekki nóg með það, því til viðbótar er
verið að sprengja fyrir nýrri höfn í
Geldinganesi! Bæði innlendir og er-
lendir sérfræðingar eru sammála um
að ekki verði þörf fyrir þá höfn fyrr
en eftir 40 til 50 ár, ef þá nokkurn
tímann, því margt mun breytast í
flutningamálum og samgöngum á
þeim tíma – og auk þess má reikna
með sameiningu sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu. Nágrannar okkar
eiga líka hafnir sem geta nýst fleirum
í framtíðinni. En nei, ekki er ráð
nema í tíma sé tekið, segir R-listinn,
og best að byrja strax að sprengja.
Auk þess vantar byggingarland
fyrir íbúðir og helsta hugmyndin er
að búa til landfyllingu utan við Eið-
isgranda. Það er sem sagt verið að
sprengja upp byggingarlandið í Geld-
inganesi og aka því á vörubílum
gegnum alla Reykjavík til að henda
því í sjóinn utan við granda. Ákjós-
anlegt byggingarland í næsta ná-
grenni við byggðina í Grafarvogi er
eyðilagt og notað í uppfyllingu vestur
í bæ. Hvað skyldi þetta kosta? Reyk-
víkingar ættu að velta því fyrir sér,
því þeir borga reikninginn. Sjáið fyrir
ykkur endalausa bílalestina, lesendur
góðir, þar sem hún stendur í þessum
landflutningum. Hvernig hefði verið
að nota byggingarlandið þar sem það
var statt: í Geldinganesinu?
Byggingarland á vörubílum
Guðrún
Pétursdóttir
Grjótnám
Ákjósanlegt bygging-
arland í næsta nágrenni
við byggðina í Graf-
arvogi, segir Guðrún
Pétursdóttir, er eyði-
lagt og notað í uppfyll-
ingu vestur í bæ.
Höfundur er varaborgarfulltrúi
í Reykjavík.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
,,Amma" óskast
Óskum eftir barngóðri manneskju til að sækja
17 mánaða dreng kl. 14.00 og gæta hans
til kl. 17.00 næstu 3 mánuði.
Upplýsingar í símum 897 6224 og 562 2462.
Háskóli Íslands
Líffræðistofnun
Hjá Líffræðistofnun Háskólans er laust til
umsóknar starf rannsóknarmanns á sviði
sameindaerfðafræði baktería.
Umsækjandi þarf að hafa M.S. próf í líffræði
eða sambærilegt próf og reynslu af rannsókn-
um í sameindaerfðafræði. Starfið krefst frum-
kvæðis og sjálfstæðra vinnubragða. Umsækj-
endur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeig-
andi stéttarfélags og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember næst-
komandi og skulu umsóknir sendar til starfs-
mannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu
við Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækj-
endum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar
ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Eggerts-
son prófessor í síma 525 4603.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er
tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
http://www.starf.hi.is .
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu eða sölu
mjög snyrtilegt 260 m² atvinnuhúsnæði til
leigu/sölu á 2. hæð í Ármúla 22. Hentugt fyrir
skrifstofur, heildsölur, læknastofur, léttan
iðnað o.fl. Innkeyrsludyr frá Síðumúla.
Laust strax. Upplýsingar í síma 553 6448.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Kjördæmisráð
norðausturkjördæmis
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í norðausturkjör-
dæmi verður haldinn á Hótel
Húsavík laugardaginn 3. nóvem-
ber og hefst kl. 14.00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Samgöngumál.
Gestur fundarins verður Guðmundur Hall-
varðsson, form. samgöngunefndar Alþingis.
Stjórn kjörndæmisráðs.
HÚSNÆÐI ERLENDIS
Barcelona
Nýstandsett íbúð til leigu, 85 m², tvennar
svalir. Upplýsingar gefur Ragnheiður,
raggais@visir.is .
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Forval
Utanríkisráðuneytið, f.h. varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til
að taka þátt í forvali vegna útboðs á rakara-
þjónustu (hárskeri) innan varnarsvæðisins á
Keflavíkurflugvelli.
Samningurinn er til eins árs með möguleika
á framlengingu fjórum sinnum, til eins árs í
senn.
Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra
lögaðila.
Forvalsgögn fást hjá umsýslustofnun varnar-
mála, Grensásvegi 9, Reykjavík og á varnar-
málaskrifstofu, ráðningardeild á Brekkustíg
39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af um-
sækjendum og áskilur forvalsnefnd utanríkis-
ráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögn-
um sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið
við upplýsingum frá þátttakendum eftir að for-
valsfrestur rennur út.
Umsóknum skal skilað til fyrir kl. 16:00 mánu-
daginn 5. nóvember nk. til umsýslustofnunar
varnarmála, Grensásvegi 9, Reykjavík eða varn-
armálaskrifstofu, ráðningardeild á Brekkustíg
39, Njarðvík.
Utanríkisráðuneytið.
TILKYNNINGAR
Eskfirðingar/Reyðfirðingar
í Reykjavík og nágrenni
Munið vetrarkaffið í félagsheimilinu Drangey,
Stakkahlíð 17, Rvík, sunnudaginn 28. okt. kl. 15.
Kaffikonurnar.
Auglýsing
Deiliskipulag frístundabyggðar við Efri-
Markabraut og Hvammabraut í landi
Vaðness, Grímsness- og Grafningshreppi
Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með
lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag frí-
stundabyggðar við Efri-Markabraut og
Hvammabraut í landi Vaðness í Grímsness-
og Grafningshreppi. Skipulagstillögur liggja
frammi á skrifstofu Grímsness- og Grafnings-
hrepps frá 26. október til 24. nóvember 2001.
Skriflegum athugasemdum við skipulagstillög-
urnar skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins
fyrir 10. desember 2001. Þeir sem ekki gera
athugasemdir innan tilskilins frests teljast
samþykkir tillögunni.
Sveitarstjóri Grímsness- og
Grafningshrepps,
Guðmundur Rúnar Svavarsson.
Tillaga að deiliskipulagi
Hveravalla, Svínavatns-
hreppi
Sveitarstjórn Svínavatnshrepps auglýsir hér
með tillögu að deiliskipulagi Hveravalla skv.
1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73.1997 m.s.br. Deiliskipulagstillagan gerir ráð
fyrir lóð fyrir ferðamannamiðstöð, nýjum að-
komuvegi, bílastæði, tjaldstæði, göngustígum
og uppgræðslu á svæðinu.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis hjá Skipu-
lagsstofnun og hjá oddvita Svínavatnshrepps
í félagsheimilinu Dalsmynni frá og með 26.
okt. til 26. nóv. 2001 á skrifstofutíma alla daga
nema laugardaga og sunnudaga.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillög-
una. Frestur til að skila inn athugasemdum
rennur út 11. des. 2001. Skila skal athugasemd-
um á skrifstofu Svínavatnshrepps í félagsheim-
ilinu Dalsmynni. Þeir sem ekki gera athuga-
semdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast
samþykkir henni.
Oddviti Svínavatnshrepps.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 18210268 Dd.
I.O.O.F. 12 18210268½ Ma.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkoma kl. 20.00 með Åke
Calsson frá Livets Ord í Svíþjóð.
Allir hjartanlega velkomnir.
Á morgun laugardag verður
kennsla frá kl. 10.00 til 15:00 og
samkoma kl. 20.00 sem hann
mun einnig þjóna á.
Í kvöld kl. 21 heldur Kristján
Kristjánsson erindi „Um Aristo-
teles” í húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjón Úlfs Ragnars-
sonar.
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning. Hug-
ræktarnámskeið Guðspekifé-
lagsins hefst fimmtudaginn 1.
nóvember kl. 20.30 í umsjá Sig-
urðar Boga Stefánssonar, sem
mun fjalla um hugleiðingu al-
mennt.
Á fimmtudögum kl. 16.30-18.30
er bókaþjónustan opin með miklu
úrvali andlegra bókmennta. Guð-
spekifélagið er 122 ára alþjóðlegt
félag um andleg mál, hið fyrsta
sem byggði á hugmyndinni um
algert frelsi, jafnrétti og bræðralagi
meðal mannkyns.
www.gudspekifelagid.is