Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 42
Á SUNNUDAG hefjast Tónlist-
ardagar Dómkirkjunnar í
Reykjavík í 20. sinn. Í þessari
árvissu veislu fyrir áhugafólk
um kirkjulega tónlist er enn á
ný boðið upp á frumflutning á
nýju verki. Jafnframt því sem
Tónlistardagarnir eiga 20 ára
afmæli, eru þetta fyrstu Tón-
listardagarnir á nýjum aldatug
og því vel við hæfi að frum-
flutta verkið er rafrænt, en
tónskáldið er fyrrverandi fé-
lagi í kórnum, nú tónskáld á
Ítalíu, Þuríður Jónsdóttir.
Verk hennar, Rauður hring-
ur, er jafnframt skrifað fyrir
blandaðan kór og þrjá ein-
söngvara og verður frumflutt á
setningartónleikum Tónlist-
ardaganna sunnudaginn 28.
október kl. 17 í Dómkirkjunni.
Á þeim tónleikum verður einn-
ig vígður nýr flygill kirkjunnar
og flytur Dómkórinn auk Alinu
Dubik verk eftir Fauré og Men-
delsohn við undirleik Hrefnu
Eggertsdóttur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar.
Þá um morguninn er sérstök
hátíðarmessa í tilefni Tónlist-
ardaganna og verður þar flutt
Litla orgelmessan eftir Joseph
Haydn.
Veg og vanda af skipulagn-
ingu tónlistardaganna hefur
Marteinn H. Friðriksson dóm-
organisti.
Þuríður Jónsdóttir tónskáld
er stödd á Íslandi í tilefni
frumflutnings verks hennar.
Hér á eftir fer dagskrá Tón-
listardaganna árið 2001 í heild.
Sunnudaginn 28. október: Kl.
11: Hátíðarmessa á kirkju-
vígsludegi. Prestur: sr. Jakob
Á. Hjálmarsson. Organisti:
Marteinn H. Friðriksson. Flutt
verður „Litla orgelmessa“ eftir
J. Haydn. Flytjendur: Dómkór-
inn, Hulda Björk Garðarsdóttir
og hljóðfæraleikarar.
Kl. 17: Setning Tónlist-
ardagaAlina Dubik syngur ein-
söng. Dómkórinn syngur lög
eftir Mendelssohn og Fauré.
Frumflutt verður tónverk eftir
Þuríði Jónsdóttur fyrir ein-
söngvara, kór og raftónlist.
Flytjendur: Magnea Gunn-
arsdóttir, Anna Sigríður Helga-
dóttir, Guðlaugur Viktorsson,
Dómkórinn og Marteinn H.
Friðriksson. Aðgangur: 1.000
kr.
Laugardaginn 3. nóvember:
Kl. 17: Orgeltónleikar Marteinn
H. Friðriksson leikur. Aðgang-
ur ókeypis.
Sunnudaginn 4. nóvember:
Kl. 20.30: Tónleikar tónlist-
arfólks úr nágrenni Dómkirkj-
unnar. Meðal flytjenda: Kjartan
Óskarsson, Hrefna Eggerts-
dóttir, Laufey Sigurðardóttir
og Oddur Björnsson. Aðgangur
ókeypis.
Sunnudaginn 11. nóvember:
Kl. 20.30: Ljóðakvöld í Dóm-
kirkjunni. Umsjón hefur Þór-
arinn Eldjárn. Ragnheiður
Haraldsdóttir leikur á blokk-
flautu og Marteinn H. Frið-
riksson á sembal. Aðgangur
ókeypis.
Miðvikudaginn 14. nóvember:
Kl. 20.30: Tónleikar Dómkórs-
ins í Kristskirkju. Flutt verður
tónlist eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson, Knut Nystedt, Benjam-
in Britten og kantata nr. 172
eftir J.S. Bach. Flytjendur:
Marta Guðrún Halldórsdóttir,
Anna Sigríður Helgadóttir,
Finnur Bjarnason, Ólafur
Kjartan Sigurðarson, kamm-
ersveit, Dómkórinn og Mar-
teinn H. Friðriksson. Aðgang-
ur: 1.500 kr.
Miðasala. Aðgöngumiðar eru
seldir í Dómkirkjunni alla
virka daga á milli kl. 10 og 17.
Athugið sérstaklega að miðar á
tónleikana í Kristskirkju 14.
nóvember verða einungis seldir
í Dómkirkjunni.
Miðapantanir. Hægt er að
panta miða á Tónlistardaga
með því að senda tölvupóst á
domkorinn@domkirkjan.is. Til-
greina þarf á hvaða tónleika
pantað er. Miðar á setningu
Tónlistardaga verða afhentir
við innganginn. Pantaðir miðar
á tónleika í Kristskirkju 14.
nóvember verða afhentir í
Dómkirkjunni alla virka daga á
milli kl. 10 og 17.
Dómkirkjan í Reykjavík.
Tónlistardagar
Dómkirkjunnar
í 20. sinn
UMRÆÐAN
42 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UNGIR jafnaðar-
menn halda landsþing
sitt um helgina og hefj-
ast herlegheitin á
föstudagskvöldið kl. 20
í húsnæði Eflingar í
Sætúni 1. Þrátt fyrir
ungan aldur hefur fé-
laginu tekist að marka
sér skýra stefnu og
vakið athygli fyrir
virka þátttöku sína í
þjóðfélagsumræðunni
m.a. á heimasíðu sinni,
politik.is. Í tilefni
landsþingsins er ekki
úr vegi að líta lauslega
yfir nokkur áhersluat-
riði Ungra jafnaðar-
manna og byrjum við að líta á yf-
irskrift landsþingsins, sem er Ísland
í Evrópusambandið.
Ísland í ESB
Ungir jafnaðarmenn vilja að Ís-
land hefji aðildarviðræður við ESB
og beri síðan aðildarsamninginn
undir þjóðaratkvæðagreiðslu þar
sem íslenska þjóðin mun eiga síðasta
orðið. Ungir jafnaðarmenn gera sér
grein fyrir því að inngöngu Íslands í
ESB fylgja margir kostir og stað-
festir nýleg Evrópuúttekt Samfylk-
ingarinnar það. Viðskiptaumhverfi
íslenskra fyrirtækja myndi gjör-
breytast, tollar falla niður, viðskipti
og fjárfestingar stóraukast. Kjör
neytenda myndu batna stórlega með
lækkuðu verði á nauðsynjavörum og
samkeppni aukast á heimamarkaði.
Með evrunni lækka gengiskostnaður
og vextir, sem eru þrefalt hærri hér
á landi en hjá evrulöndunum. Með
auknum stöðugleika minnkar verð-
bólga sem er hæst hérlendis af öllum
ESB-löndunum. Fjárhagslegur
ávinningur af aðild Íslands að ESB
hleypur því á tugmilljörðum króna.
Það hefur verið margstaðfest, m.a.
af yfirmanni sjávarútvegsmála ESB,
að Ísland sæti eitt ríkja að kvóta ís-
lensku landhelginnar þar sem ekkert
ríki ESB hefur veiðireynslu í ís-
lenskri lögsögu undanfarin 20 ár.
Sömuleiðis er hægt að koma í veg
fyrir að hagnaður veiða fari úr landi
með því að krefja útgerðarfyrirtæki
um raunveruleg efnahagsleg tengsl
við hagkerfi viðkom-
andi lands. Bretar hafa
nú staðfest að kvóta-
hopp er ekki vandamál
þar lengur. Ef málið er
skoðað er sjávarút-
vegsstefna ESB bein-
línis hagstæð Íslend-
ingum.
En innganga í ESB
snýst ekki bara um
fjárhagslegan ávinn-
ing, þótt vissulega sé
hann mikill. ESB legg-
ur einnig mikla áherslu
á að efla m.a. vísinda-
og rannsóknastarf,
menningarmál,
menntamál og mann-
réttindamál hvers konar. Þá leggur
ESB gríðarlega áherslu á vandaða
umhverfis- og vinnulöggjöf.
Grunnstoðir réttláts þjóðfélags er
öflugt mennta- og velferðarkerfi sem
allir hafa frjálsan aðgang að. Þá er
brýnt að gæta þess að engum sé mis-
munað og að allir séu jafnir fyrir lög-
um og þjóð. Ungir jafnaðarmenn
vilja að gripið sé til sérstakra að-
gerða til að útrýma allri mismunun
og þá með sérstakri áherslu á
menntakerfið sem jöfnunartæki.
Ungir jafnaðarmenn fagna því
fjölmenningarsamfélagi sem hér vex
og blómstrar en harma þau vand-
kvæði sem fordómar og fáfræði hafa
valdið í því sambandi. Fordómar
spretta af fáfræði og eina lækningin
við fáfræði er fræðsla. Það er nauð-
synlegt að stjórnvöld beiti sér fyrir
aukinni fræðslu meðal almennings,
bæði innan menntakerfisins og utan,
og leggi sérstaka áherslu á umburð-
arlyndi og virðingu gagnvart öðrum.
Ungir jafnaðarmenn sætta sig
aldrei við kynbundinn launamun og
telja að konur og karlar skuli alltaf
búa við jafnrétti. Veruleiki sam-
félagsins endurspeglar ekki þessa
stefnu og því vilja Ungir jafnaðar-
menn að sjónarmið jafnréttis verði
samþætt inn í alla stefnumótun og
ákvarðanatöku ríkis og sveitarfé-
laga.
Allir eiga að vera frjálsir til að
velja sér maka og stofna til fjöl-
skyldu. Ungir jafnaðarmenn vilja að
réttur samkynhneigðra para sé full-
komlega til jafns við rétt gagnkyn-
hneigðra para. Þar með talið rétt til
frumættleiðingar og gervifrjóvgunar
á opinberum sjúkrastofnunum.
Lýðræði á borði
en ekki bara í orði
Ungir jafnaðarmenn vilja að sett
verði skýr lög um fjárreiður stjórn-
málaflokka og telja það rétt kjós-
enda að vita hverjir standi að baki
þeim flokkum sem eru í framboði.
Með þessu móti er hægt að koma í
veg fyrir að fjársterkir aðilar hafi
óeðlileg áhrif á stefnu og starfsemi
lýðræðislega kjörinna stjórnmála-
flokka.
Það telst seint lýðræðislegt þegar
atkvæði eru misvæg eftir búsetu
hvers einstaklings en sú er því miður
raunin á Íslandi. Því vilja Ungir jafn-
aðarmenn gera landið að einu kjör-
dæmi. Með þessu væri tryggt að at-
kvæði allra séu jafngild og að slegið
verði á allt kjördæmapot.
Ungir jafnaðarmenn vilja tryggja
rétt kjósenda til þjóðaratkvæða-
greiðslu í stjórnarskrá. Gerðar yrðu
kröfur um að ákveðinn lágmarks-
fjöldi kjósenda gæti krafist þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar en í stjórnar-
skránni eru engin bein ákvæði um
rétt kjósenda til slíks. Þetta er alvar-
legur ljóður á íslenskri lýðræðisskip-
an og snertir grundvallaratriði í
stjórnarháttum lýðveldisins.
Þetta eru aðeins nokkur af stefnu-
málum Ungra jafnaðarmanna og
hvetjum við alla áhugasama sem og
forvitna til að mæta á landsþingið en
allar nánari upplýsingar er hægt að
nálgast á politik.is. Mætum og höf-
um gaman af.
Ísland í ESB – landsþing
Ungra jafnaðarmanna
Bryndís
Nielsen
Jafnaðarmenn
Við hvetjum alla áhuga-
sama og forvitna, segir
Bryndís Nielsen, til að
mæta á landsþingið.
Höfundur er stjórnarmaður í
framkvæmdastjórn Ungra
jafnaðarmanna og ritari UJR.
KIRKJUSTARF
KVENNADEILD
Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Íslands
var stofnuð 12. desem-
ber 1966 og heldur því
upp á 35 ára afmæli sitt
nú um þessar mundir.
Það er ánægjuleg til-
viljun að geta fagnað
slíkum tímamótum nú
á ári sjálfboðaliðans.
Kvennadeildin er
deild innan Reykjavík-
urdeildarinnar. Til-
gangurinn með stofnun
kvennadeildar var að
fá konur til að vinna að
sérstökum málum inn-
an deildarinnar, svo
sem með heimsóknum og aðstoð við
aldraða og sjúka á heimilum þeirra,
vinnu á sjúklingabókasöfnum
sjúkrahúsanna, rekstri sölubúða á
sjúkrahúsum og fleiru. Þessum
störfum höfum við sinnt allar götur
síðan og einnig sérstökum verkefn-
um þegar aðstoðar hefur verið þörf.
Má þar til dæmis nefna viðbrögð
kvennadeildarinnar þegar eldgos
hófst á Heimaey í janúarmánuði
1973. Kvennadeildin starfar með
einkunnarorð Rauða krossins að
leiðarljósi, það er grundvallarmark-
miðin um mannúð, hlutleysi, óhlut-
drægni og sjálfboðna þjónustu.
Kvennadeildin rekur
um þessar mundir
sölubúðir í þremur
sjúkrastofnunum borg-
arinnar og bókasafns-
þjónustu, þar sem
einnig er boðið upp á
afnot hljóðbóka, á
fimm stöðum. Frá upp-
hafi hefur öllum
tekjum kvennadeildar-
innar af rekstri sölu-
búðanna verið varið til
líknarmála, meðal ann-
ars til kaupa á ýmsum
lækninga- og rann-
sóknartækjum og til
stuðnings félögum sem
starfa að umönnun
sjúkra. Á síðasta ári gátum við lagt
fram 6 milljónir króna í þessum til-
gangi. Tekjum, sem við höfum aflað
með árlegum basar og kökusölu, er
varið til bókakaupa fyrir bókasöfnin.
Félagsstarf innan deildarinnar er
mjög virkt. Við höldum fræðslu- og
skemmtifundi og förum saman í
sumarferð á hverju ári. Föndurhóp-
ur kemur saman í hverri viku og
vinnur að gerð fallegra, handunnina
muna sem seldir eru á basarnum.
Konurnar sem starfa innan
kvennadeildarinnar eru sjálfboðalið-
ar og erum við stærsti einstaki sjálf-
boðaliðahópurinn innan Rauða kross
Íslands. Nú eru um það bil 250 kon-
ur virkar í starfinu. Starfinu er skipt
þannig niður að hver kona skilar
tveggja til fjögurra stunda vinnu
vikulega eða jafnvel aðra hverja
viku.
Við Kvennadeildarkonur komum
úr ýmsum áttum og með ólíkan bak-
grunn en eigum það allar sameig-
inlegt að vilja láta gott af okkur leiða
og að vera til staðar þegar hjálpar er
þörf. Flestar konur, að minnsta
kosti þær sem lokið hafa barnaupp-
eldi, ættu að geta fundið tíma til að
starfa með okkur. Það er góð tilfinn-
ing að geta lagt öðrum lið, ekki síst
þegar við vitum og verðum áþreif-
anlega varar við að starf okkar
skiptir máli.
Hefur þú tíma til að
leggja öðrum lið?
Hulda Ó.
Perry
Sjálfboðaliðar
Við kvennadeildarkonur
komum úr ýmsum átt-
um, segir Hulda Ó.
Perry. Við erum til stað-
ar þegar hjálpar er þörf.
Höfundur er formaður Kvennadeild-
ar Reykjavíkurdeildar RKÍ.
Háteigskirkja. Samverustund eldri borg-
ara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufull-
trúa.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-
7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá
Eyglóar Bjarnadóttur, meðhjálpara. Kaffi-
spjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn.
Ath. í dag er starfsdagur kennara í Laug-
arnesskóola. Af því tilefni er kirkjan opin
og krakkarnir í hverfinu undirbúa hæfileika-
keppni sem fram fer undir stjórn sr. Bjarna
kl. 16. Fulltrúar foreldrafélags Laugarnes-
skóla sitja í dómnefnd. Foreldrar hvattir til
að fjölmennna kl. 16 og sjá börn sín koma
fram. (Sjá síðu 650 í Textavarpi)
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra á morgun,
laugardag, kl. 14. Jónína Benediktsdóttir,
forstjóri Planet Pulse keðjunnar, kynnir
bók sína Dömufrí.
Hvalsneskirkja. Helgistund í Miðhúsum
kl. 12. Boðið upp á léttan málsverð gegn
vægu gjaldi.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Í dag kl.
14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun,
dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir hjart-
anlega velkomnir.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð,
barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar
sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og
svarað. Barna- og unglingadeildir á laug-
ardögum. Létt hressing eftir samkomuna.
Allir velkomnir.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Safn-
aðarheimili aðventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón-
usta kl. 11.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn,
Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/
biblíufræðsla kl. 11.
Safnaðarstarf