Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 26.10.2001, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 43 ✝ Erlingur BjarniMagnússon fæddist á Miðjanesi í Reykhólasveit 7. október 1931 og ólst upp lengst af í Bæ í Króksfirði. Hann lést 20. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru þau Magnús Ingimund- arson, fyrrum hreppstjóri og vega- vinnuverkstjóri í Reykhólasveit, f. 6.6. 1901, d. 13.8. 1982, og kona hans, Jóhanna Hákonardóttir hús- freyja, f. 16.8. 1901, d. 12.07. 1937. Erlingur á fimm alsystkini: 1) Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, fyrri maki Friðgeir Sveinsson kennari sem lést ungur og seinni maki Sigurður Sveinsson raf- virkjameistari sem er látinn og á hún fimm börn. 2) Lúðvík, búsett- ur í Reykjavík og á hann tvær dætur. 3) Arndís, búsett í Garða- bæ, maki Stefán Guðlaugsson húsasmíðameistari sem er látinn og eru börn þeirra þrjú. 4) Há- kon, húsasmíðameistari í Reykja- vík, nú látinn, var fyrst kvæntur Unni Jónsdóttur en síðar í sam- búð með Sigurlín Ellý Vilhjálms- dóttur og átti hann sex börn. 5) Ragnar Sævar, f. 4.4. 1958, bú- settur í Reykjavík og á hann þrjár dætur. 3) Höskuldur Geir, f. 7.10. 1960, búsettur í Reykjavík og á hann tvö börn. 4) Hinrik, f. 23.9. 1962, d. 23.11. 1989 og átti soninn Erling Bjarna. 5) Guð- björg Erna, f. 14.11. 1964 búsett í Garðabæ, gift Marinó Pálmasyni og eiga þau tvo syni. 6) Ellen Ás- dís, f. 4.8. 1970, búsett í London, sambýlismaður hennar er Sigur- steinn Gunnarsson og eiga þau þrjár dætur. 7) María Erla, f. 8.1. 1972 búsett í Hafnarfirði, sam- býlismaður hennar er Kristinn Guðmundsson og eiga þau tvo syni. Erlingur stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykjanesi og við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði, stundaði síðan nám við Handavinnukennaraskóla og lauk prófi þaðan 1955. Erlingur kenndi tvo vetur við Vistheimilið í Breiðuvík, auk þess stundaði hann smíðar en starfaði lengst af sem vörubifreiðastjóri á eigin vegum í Reykhólasveit. Erlingur og kona hans stofnuðu nýbýlið Melbæ úr landi Bæjar 1959 og bjuggu þar til 1974. Þau fluttu til Reykjavíkur 1976 þar sem hann stundaði einnig vörubílaakstur. Erlingur varð fyrir slysi 1986 og hætti þá akstrinum. Hann hóf þá störf sem sölumaður hjá Húsa- smiðjunni og starfaði þar til dauðadags. Útför Erlings fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ingimundur, húsa- smíðameistari á Sel- tjarnarnesi, nú látinn, maki Sjöfn Smith og eignuðust þau fjögur börn. Hálfbræður Er- lings eru Ólafur Jón Magnússon, bensínaf- greiðslumaður í Reykjavík, og Gunn- laugur Magnússon, húsasmiður og örygg- isvörður við Seðla- banka Íslands, búsett- ur á Seltjarnarnesi, kvæntur Guðríði Gýgju og eiga þau tvo syni. Uppeldissystir Erlings er Hulda Pálsdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði, fyrri maki Hafliði Guðmundsson sem lést ungur og eignuðust þau sex börn en seinni maki er Halldór Jónsson versl- unarmaður. Erlingur kvæntist 8.6. 1957 Ásdísi Helgu Höskulds- dóttur, f. 18.7. 1937, d. 13.6. 1991, húsmóður. Hún var dóttir Hösk- uldar Jóhannessonar, bílstjóra í Reykjavík og Kópavogi, og konu hans Guðbjargar Þórðardóttur húsmóður frá Firði í Múlasveit. Erlingur og Helga eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Jóhanna, f. 7.1. 1957, býr í Kópavogi og á hún tvær dætur en sambýlismaður hennar er Páll Garðarsson. 2) Elsku yndislegi pabbi minn, hetjan mín. Mér þykir svo innilega sárt að þurfa að kveðja þig núna. Ég þakka guði fyrir að hafa náð að koma til Íslands eftir að mér var tilkynnt að þú hefðir fengið slæmt hjartaáfall. Þú gafst mér dýrmæt- asta tíma í lífi mínu, þegar ég fékk tækifæri til að vera hjá þér á sjúkrahúsinu síðustu dagana. Það var svo gott að vera hjá þér og halda í hönd þína. Innst inni í hjarta mínu hélt ég að þú myndir vakna og allt yrði eins og áður. Það er nú bara vegna þess að það er svo margt sem hefur komið fyrir þig, elsku pabbi, og alltaf hefur þú rifið þig upp og staðið uppi sem hetjan, enda ertu hetjan mín og okkar barnanna þinna. Ég minnist þess líka að þú hafir sagt við mig nýlega að þú ættir níu líf eins og kettirnir. Og ég get svo svarið það að það er satt og þú ert búinn að nota þau öll til fullnustu. Ekki nóg með að þú sért búin að ganga í gegnum erfið veikindi og slys síðustu fimmtán ár þá ertu líka búinn að missa svo mikið, fyrst var það Hinni okkar sem dó af slysförum og svo skömmu seinna dó mamma. En ég ætla nú bara að trúa því að þú sért kominn á betri stað og þá auðvitað til mömmu og Hinna. Þar hefur þú örugglega mikilvægum verkefnum að gegna. Elsku pabbi minn, það er svo margt sem mig langar að þakka þér fyrir og ég ætla ekki að fara að telja það allt upp hér heldur vil ég frekar segja takk fyrir allt. Ég veit að þú hefðir ekki getað verið ham- ingjusamari þegar þú kvaddir þennan heim því þú varst nýbúinn að halda upp á sjötugsafmælið og ég veit að þar voru allir sem þér þótti vænst um. Öll barnabörnin þín fimmtán eiga alveg örugglega eftir að muna um ókomin ár eftir afa sínum með hlýju armana og helst vildu þau bara sofna í fanginu þínu því þar var hlýtt og rólegt að vera. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna harmoniku- og orgelhljómanna þinna en ég veit að það verður allt- af þannig að þegar ég heyri þessa hljóma þá verður þú ljóslifandi í hjarta mínu. Þegar þú spilaðir á harmonikuna þína þá var það svo mikil unun fyrir þig og þá sagðir þú í eitt skipti við mig að þegar að þú dæir þá yrði það vonandi þegar þú værir að spila á nikkuna þína. Ég veit núna að þú varst búin að vera að spila allan daginn á harmonik- una með helsta harmonikuspilara landsins rétt áður en þú fékkst hjartaáfallið. Ég er svo þakklát fyrir að vita, að það var með því síðasta sem þú gerðir. Elsku pabbi minn, nú ertu kom- inn til mömmu og Hinna. Faðmaðu þau og kysstu þau frá okkur hinum í fjölskyldunni. Það er orðið svo tómlegt allt án ykkar en þið eruð öll í harta okkar uns við hittumst á ný. Elsku Dísa frænka, mig langar svo mikið að þakka þér fyrir að gera lífið okkar systkinanna auð- veldara með nærveru og hjálp þinni á þessum erfiðu tímum, sem og alltaf. Þú ert ljóslifandi engill sem okkur þykir svo vænt um. Elsku Gulli frændi, mig langar líka að þakka þér fyrir nærveru þína á sjúkrahúsinu, það var svo styrkj- andi og gott að hafa þig þar. Guð blessi þig, elsku pabbi minn. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið. Sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Ellen Ásdís Erlingsdóttir. Elsku pabbi, nú farinn ertu mér frá, þín er sárt saknað. Vinarskilnaður okkar er við- kvæm stund. Faðir minn, í hjarta mínu hvíla minningar, trú, traust, virðing og sterkt samrýnt samband okkar. Í gegnum lífið mun ég ganga með allt sem þú kenndir mér. Styrkinn frá þinni trú, sem faðmur þinn gaf mér. Elsku faðir, þú varst ljós í lífi mínu, gættu mín, ég elska þig, ég aldrei mun gleyma þér minningin lifir í mér. Ég fel mig þinni föðurnáð, minn faðir elskulegi, mitt líf og eign og allt mitt ráð og alla mína vegi. Þú ræður öllu’ og ræður vel af ríkdóm gæzku þinnar. Þín stjórn nær jafnt um himins hvel og hjólið auðnu minnar. Ég fel mig þínum föðurarm, er fast mig sorgir mæða. Þú einn kannt sefa hulinn harm og hjartans undir græða. Hið minnsta duft í mold þú sérð og mælir brautir stjarna, þú telur himintungla mergð og tárin þinna barna. Ég fel mig þinni föðurhlíf, er fer ég burt úr heimi, en meðan enn mér endist líf, mig ávallt náð þín geymi. Þú yztu takmörk eygir geims og innstu lífsins parta, þú telur ár og aldir heims og æðaslög míns hjarta. (Vald. Briem.) Elsku faðir, þökk til þín, þú þekktir mig, ég veit þú hefur vilja og mátt að vernda mig um dag og nótt. Meðan líf í æðum er skal sál mín aldrei gleyma þér. Elsku pabbi, elsku mamma, elsku Hinni bróðir, í hjarta mínu munuð þið lifa, lifa að eilífu. María Erla Erlingsdóttir. Í dag langar mig að kveðja hann föður minn. Mann sem hafði ein- staka manngerð að geyma. Hann skipaði alltaf sérstakan sess í mínu hjarta. Við hjálpuðum alltaf hvor öðrum alla tíð eftir bestu getu. Svo jákvæðum manni var ekki erfitt að vera sammála. Þú hringdir á hverj- um degi í mig bara svona til að rabba og byrjaðir alltaf á að spyrja „nokkuð nýtt?“. Þessara orða á ég eftir að sakna mikið. Þitt einstaka minni og allt sem þú hafðir að geyma í höfðinu var með ólíkindum. Það kom mér þó mest á óvart þegar þú sýndir mér bréf frá Þjóðminjasafni Íslands. Þar varstu beðinn um að staðfesta og segja frá nöfnum á ýmsum kennileitum, hólum og fjöllum víða um landið. Þitt einstaka orgelspil og harm- ónikkuspil sem uppfullt var af auð- finnanlegri gleði er algjör forrétt- indi að hafa alist upp við. Að vera sjálflærður á orgel og harmónikku frá sjö ára aldri er ekki hverjum sem er gefið. Ég þakka þér allt sem þú kenndir mér á lífsleiðinni og hjálpina. Guð blessi minningu svo góðs manns. Á hjarta mínu sárin svella er synd og mæða þung mér bjó, þú veist, hve margt vill hug minn hrella og helgri svipta von og ró, ó, snert þú mína önd með elskuríkri föðurhönd. (Þ. Þorkelsson.) Höskuldur Geir Erlingsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkrar línur í minningu frænda míns, Erlings Bjarna Magnússon- ar, dettur mér í hug orðatiltækið, „oft er stutt á milli gleði og sorg- ar“. 7. október sl. vorum við ætt- ingjar og vinir að fagna með honum 70 ára afmæli hans þar sem hann lék á als oddi, því alltaf naut hann sín vel í góðra vina hópi. Og hvað hann var ánægður þegar Grettir Björnsson kom og spilaði á harm- onikku fyrir okkur, því Erlingur spilaði bæði á nikku og orgel og síðar á skemmtara. Viku síðar kom reiðarslagið. Mamma hringir í mig þar sem ég var stödd uppi í Borg- arfirði og segir mér að Erlingur hafi veikst alvarlega og sé meðvit- undarlaus. Það líður ekki nema ein vika til og þá kveður hann okkur sem erum hérna megin; þetta var þungt högg. Frá mínum fyrstu barnsminn- ingum man ég eftir Erlingi eins og reyndar öllum hinum systkinum mömmu sem öll umvöfðu mig ást og umhyggju. Mér hefur verið sagt að sjaldan hafi ég sofið betur sem barn en þegar Erlingur sat á rúm- stokknum hjá mér og spilaði á nikkuna sína. Þegar ég var 8 og 9 ára bjuggum við, foreldrar mínir og bræður, vestur í Breiðuvík. Mér er minnisstætt þegar Erlingur kom með Helgu konuna sína og litlu dóttur þeirra Jóhönnu vestur, þar sem hann tók að sér að kenna þar, meðal annars smíðar og skrift. Ég var svo montin af henni litlu frænku minni og ég var sko stóra frænka. Börnin urðu fleiri og ég varð alltaf stærri og stærri frænka. Nokkrum sinnum á ári fórum við, foreldrar mínir og bræður, þeir Maggi og Gulli, vestur að Melbæ þar sem Erlingur og Helga höfðu byggt sér stórt og myndarlegt hús. Alltaf var okkur tekið opnum örm- um. Þar var alltaf pláss fyrir gesti, ekki við öðru að búast eins gestris- in og greiðasöm sem Erlingur og Helga voru. Eins var þetta í Bæ og Hábæ, þar sem aðrir bræður mömmu bjuggu. Mér er ógleymanlegt er ég fór í fyrsta skipti ein í „sveit“ án mömmu og pabba til að vera hjá Erlingi og Helgu sumarið sem ég var 11 ára. Það var mikil tilhlökkun enda ekki að ástæðulausu, því hjá þeim var bæði gott og gaman að vera. Eftir það var gert allt sem hægt var til að fá að ljúka vorpróf- unum sem fyrst í skólanum til að komast vestur og best af öllu var að komast með frænda í vörubíln- um hans þegar hann var í vöru- flutningunum því alltaf var hann hress og kátur. Auðvitað var svo ekki hægt að fara heim fyrr en eft- ir réttir að hausti. Ég minnist skemmtilegs atviks er átti sér stað eitt haustið sem ég kom suður. Þá var Helga í Reykjavík og ég tók rútuna í bæinn og tók þá með mér lítinn son þeirra sem var mjög hændur að mér og hann kallaði mig oftast mömmu sem hann og gerði í rútunni. Ég fékk torkennileg augnaráð því ég var jú aðeins 14 ára þá en mér þótti þetta bara gaman. Þó svo ég hafi hætt að koma til þeirra í sumarvinnu kom ég alltaf til þeirra á hverju ári og stundum oft á meðan þau bjuggu fyrir vest- an. Það fækkaði ekkert ferðunum þangað eftir að ég var komin með fjölskyldu, enda leið okkur öllum vel með þessu frændfólki. Í nóv- ember 1989 misstu Helga og Er- lingur son sinn Hinrik í hörmulegu slysi sem varð þeim mikið áfall, sem og okkur öllum. En ekki all- löngu seinna greindist Helga með krabbamein sem varð hennar bana- mein og lést hún í júní 1991. Það er því hörmulega sárt að standa frammi fyrir því að enn sé tekinn tollur af þessari góðu fjölskyldu. Ég og fjölskylda mín, móðir og bræður, viljum þakka fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman og ekki efast ég um að honum hefur verið vel fagnað af þeim sem áður voru gengnir. Hjartans samúðarkveðjur til barna hans og fjölskyldna frá okkur öll- um. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jóhanna Kristín Hauksdóttir. Í dag kveðjum við góðan vin og starfsfélaga. Erlingur Magnússon starfaði sem sölumaður hjá Húsa- smiðjunni frá 1986. Elli hafði starf- að sem vöru- og flutningabílstjóri áður og var með ólíkindum hvað hann þekkti af fólki úr öllum sveit- um landsins. Hann kunni deili á flestum ef ekki öllum bæjum og ábúendum á þeim leiðum sem hann hafði ekið um. Elli var afskaplega mannblendinn maður og átti auð- velt með að kynnast fólki. Hann kunni ógrynni af skemmtilegum sögum og hafði gaman af að miðla þeim til samstarfsmanna sinna. Ég minnist þess þegar ég hóf störf í Húsasmiðjunni og var svo heppinn að fá næsta sæti við Ella, þá fannst mér ég hafa þekkt karlinn alla ævi eftir fyrstu vikuna. Það var gott að geta flett upp í reynslu- og visku- brunni hans og alltaf var hann boð- inn og búinn að leiðbeina lærling- unum og taka þá í „þroskaþjálfun“. Hann var fljótur að tileinka sér tæknina og var innra minni hans litlu síðra en tölvunnar. Hann hafði einstakt minni, mundi þúsundir vörunúmera og þekkti rödd hundr- aða viðskiptavina sem leituðu aftur og aftur eftir þjónustu hans. Það var ekki nóg að hann þekkti þá á röddinni heldur mundi hann kenni- tölurnar þeirra líka! Elli var mikill harmoníkuleikari og músíkant, enda óþreytandi við að þenja nikkuna. Skemmst er að minnast haustferðar timbursölunn- ar í lok september, þar sem hann fór á kostum og heillaði jafnt gamla sem unga. Það var sama hvað var beðið um, allt kunni Elli. Í byrjun október varð Elli sjö- tugur og höfðum við á orði að nú væri kominn tími til að hann færi að slaka á og njóta lífsins. Engan grunaði að fríið sem hann tók sér til að fagna þessum tímamótum yrði svo langt sem raun ber vitni. Við kveðjum góðan dreng með söknuði og vottum aðstandendum samúð okkar. F.h. samstarfsmanna í Húsa- smiðjunni Einar Sveinsson. ERLINGUR BJARNI MAGNÚSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.