Morgunblaðið - 26.10.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.10.2001, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín Brynjólfs-dóttir Vesterga- ard fæddist í Reykja- vík 5. september 1928. Hún lést í Korn- erup í Danmörku 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Bjarnason, alþingis- maður og ráðherra, f. 26.5. 1898, d. 17.4. 1989, og Hallfríður Jónasdóttir, f. 8.10. 1903, d. 15.12. 1968. Elín var einkabarn þeirra hjóna. Elín giftist Godtfred Vester- gaard, f. 25.4.1929, og bjuggu þau fyrst í Herlev og Taastrup en síð- an í Kornerup í Hróarskeldu í Danmörku. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Martin, f. 13.2. 1954, kvæntur Hanne Dorthe Jensen, f. 27.6. 1961. Börn þeirra eru Thor, f. 1987, Anna Clara, f. 1991, og Anders, f. 1994. 2) Brynjólfur, f. 22.6. 1955, kvæntur Susanne Al- berg Petersen, f. 21.4. 1954. Börn þeirra eru Sebastian, f. 1976, Gisle, f. 1980, Magnus, f. 1990, og Valdemar, f. 1995. 3) Stefan, f. 8.6. 1961, kvæntur Elin Jepsen, f. 6.6. 1960. Börn þeirra eru Liv, f. 1990, og Jon, f. 1994. 4) Fríða, f. 27.6. 1964, gift Sig- urd Næss-Schmidt, f. 17.5. 1960. Barn þeirra er Elin, f. 2000. Elín varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 og fluttist til Dan- merkur þar sem hún útsrifaðist sem meinatæknir. Eftir að Elín fluttist til Dan- merkur hafði hún ætíð mikið sam- band við ættingja og vini á Íslandi, meðal annars með því að heim- sækja landið með stuttu millibili. Þótt Elín hafi búið stærstan hluta af lífi sínu í Danmörku var hún alltaf Íslendingur í húð og hár og hélt við móðurmáli sínu og þeim siðum sem henni voru tamir frá æsku sinni á Íslandi. Útför Elínar Brynjólfsdóttur fer fram frá Kornerup-kirkju við Hróarskeldu í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Eftir stutta en mjög erfiða sjúkralegu þurfum við í dag að kveðja Elínu Brynjólfsdóttur Ves- tergaard sem verður jarðsett frá Kornerup Kirke rétt fyrir utan Hróarskeldu í Danmörku. Fyrir um það bil fimmtíu árum fluttust Elín og móðir mín, Guðrún S. Jakobsdóttir, báðar vinkonur héðan frá Íslandi, til Danmerkur og giftust dönskum heiðursmönn- um. Með þeim hjónum hefur æ síð- an verið vinskapur mikill. Sem lítilli telpu í Danmörku fannst mér það alltaf spennandi og gaman að koma í heimsókn til Kornerup og hitta Ellu og Godt- fred. Þetta voru alltaf notalegar heimsóknir, hvort sem það voru sunnudagsheimsóknir með alls- kyns kræsingum og löngum göngutúrum þar sem fullorðnir, börn og hundar gengu um í skóg- lendi Kornerups, eða um jólahátíð- ina til að velja flottasta jólatréð sem við fengum að höggva niður sjálf. Við systkinin fengum stund- um að gista hjá Ellu, og voru þess- ar heimsóknir ávallt fullar af æv- intýrum. Ávallt var margt um að vera, hvort sem það var að hlaupa um ganga stóra hússins, fylgjast með á verkstæðinu, hjálpa til í stóra matjurtagarðinum hennar Elínar eða smáreiðtúr á Sorteper, hestinum hennar Fríðu. Alltaf gát- um við verið viss um, að Ella fylgdist með okkur krökkunum og passaði hæfilega mikið upp á okk- ur í þessum ævintýraferðum. Það er ekki sjálfgefið að vin- skapur tveggja vinkvenna skili sér til eiginmanna, barna, tengda- barna og líka barnabarna, en með Ellu og mömmu var alltaf gott og ljúft samband sem svo sannalega skilaði sér til okkur barnanna líka. Elín stýrði sínum stóra barna- hópi af miklum myndarskap og al- úð og þó að hópurinn stækkaði í tengdabörn og barnabörn, var ætíð pláss og hjartahlýja fyrir okkur hin, sem ég og eiginmaður minn og börn fengum að upplifa, þegar Ella lánaði okkur lítlu íbúð- ina sína hér á Íslandi eins og það væri sjálfsagður hlutur, þegar við vorum á milli íbúða. Hjá Elínu voru vandamál til að leysa þau en ekki til að velta sér upp úr þeim. Það leikur enginn vafi á því, að Ísland átti ætíð stóran sess í hjarta Elínar. Þau hafa verið ófá sumrin sem Elín og fjölskylda hafa komið til Íslands og ást sína á landinu hefur hún gefið áfram til barna sinna. Eftir að ég giftist og fluttist til Íslands hef ég ætíð getað verið viss um heimsóknir frá „familien Vestergaard“, heimsóknir sem okkur fjölskyldunni hefur alltaf þótt afar vænt um. Ein af heitustu óskum Elínar í hennar miklum veikindum var ein- mitt að geta skroppið síðastliðið sumar í heimsókn til Íslands en því miður reyndist það ekki mögu- legt. Síðastliðinn sunnudag var okkur tilkynnt andlát Elínar. Seinna um daginn fórum við fjölskyldan í góð- an göngutúr í Heiðmörkinni og var veðrið hreint ótrúlegt. Það var hlýtt og blankalogn, vatnið speg- ilslétt og haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta. Þarna hefði Ella átt að vera, sögðum við hvert við ann- að, hún hefði svo sannarlega kunn- að að meta að fara í þennan göngutúr með okkur. Það er með söknuði að við kveðjum Elínu og það er á svona tímum sem manni finnst erfitt að geta ekki verið með í Kornerup. Ég og fjölskylda mín sendum Godtfred og fjölskyldu hans inni- legustu kveðjur og verðum með þeim í huganum í dag. Jórunn Rothenborg. Lán er að eiga góða vini á ævi sinni. Þeim mun meiri er missirinn er þeir hverfa á braut. Eftir stutta en erfiða legu er vinkona mín, Elín Brynjólfsdóttir, látin. Kvöldið fyrir andlát sitt bað hún börn sín og elstu barnabörn að koma til sín og kvaddi þau hvert fyrir sig. Hún hafði ætíð verið vak- in og sofin yfir velferð barna sinna og hins stóra hóps barnabarna. Nú huggaði hún þau, bað þau vera dugandi fólk, gæta hvert annars, vera samrýnd og vernda einnig, eftir megni, þá jörð sem þau byggju. Eins og einn sonurinn, með bros á vör, komst að orði: Þetta var hinsta hvatningin. Elín naut sín best með fjöl- skyldu sinni og í góðra vina hópi. Hún mátti ekki vamm sitt vita, var tillögugóð og hjálpfús í raun. Við Elín fylgdumst að í skóla allmörg ár heima í Reykjavík, en leiðir lágu saman á ný síðar meir hér í Kaupmannahöfn. En það átti fyrir Elínu að liggja að setjast að erlendis. Hún kunni vel að meta Danmörku og danska menningu, en ég held að Ísland hafi alltaf staðið hjarta hennar næst. Ekkert jafnaðist á við vor og sumardvöl á Íslandi. Nú er Elín horfin sjónum eða eins og einn mér nákominn orðaði það við sams konar atburð, farin „þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar“. Elín reynd- ist mér og fjölskyldu minni sannur vinur á meðan líf entist. Við Hans maðurinn minn og börn okkar áttum margar góðar stundir með Elínu, eiginmanni hennar, Godtfred, og þeirra börn- um. Það eru samverustundir sem nú ber að þakka og minnast. Við vottum ástvinum Elínar innilegustu samúð á saknaðar- stundu. Blessuð sé minning Elínar Brynjólfsdóttur. Guðrún S. Jakobsdóttir. ELÍN BRYNJÓLFSDÓTTIR VESTERGAARD ✝ Jóhannes Gunn-ar Jóhannesson skipstjóri og útgerð- armaður, Framnes- vegi 15 í Keflavík, fæddist á Gauksstöð- um í Garði 7. ágúst 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- hannes Jónsson, formaður og útvegs- bóndi á Gauksstöð- um, og Helga Þor- steinsdóttir frá Melbæ í Leiru. Jóhannes ólst upp á Gauksstöðum í stórum systkina- hópi og eru þau: Þorsteinn (látinn), Kristín (látin), Jón (látinn) Gísli Steingrímur (látinn), Sveinbjörg, Ástríður (látin), Gísli Steinar, Krístín Ásthildur, Þórður Kristinn, Fríða Jódís (látin), Sigurlaug Erla, Matthildur (látin) og Einar (látinn). Jóhannes kvæntist Ásdísi Ósk- arsdóttur 15. janúar 1949. Foreldr- ar hennar voru Halldóra Þorkels- dóttir og Óskar Ólafsson. Jóhannes og Ásdís bjuggu alla sína búskapartíð í Keflavík og eignuð- ust átta börn sem eru: 1) Jóhannes, f. 21. maí 1949, var kvæntur Þór- unni Benediktsdóttur, dætur þeirra eru Ásdís, Guðrún Sigríður og Thelma Björk, maki Jóhannes- ar er Hjördís Bára Sigurðar. 2) Sonur fæddur andvana 25. október ur. Byrjaði fermingarárið sitt upp á hálfan hlut við beitingu og sem varasjómaður á Jóni Finnssyni GK með Þorsteini bróður sínum. Var hann þar til 18 ára aldurs, að hann fór á hið minna vélstjóranámskeið Fiskifélags Íslands. Að loknu prófi var hann vélstjóri á Jóni Finnssyni GK, Elsu RE, Braga RE, svo og Reykjaröst KE til þess tíma er hann hóf nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, en þaðan lauk hann fiskimanna- prófi 1952. Haustið 1952 réðst hann á Dag RE og var hann þar skipstjóri, einnig á Nonna KE, Áslaugu RE og Jóni Finnssyni GK til ársins 1956 að hann keypti bát ásamt Þórði bróður sínum, sem þeir nefndu Ólaf. Þarna hófst hans útgerðar- og fiskverkunarferill, sem stóð þar til starfsdegi hans lauk. Á langri starfsævi hefur Jóhann- es víða komið við, enda stórhuga og kraftmikill til allra verka, stofn- aði og rak fyrirtækin Eldey hf., Saltver sf. og Fiskverkun Jóhann- esar Jóhannessonar, ásamt því að vera skipstjóri og gera út fjölda báta, þ.m. Þorstein KE, Eldey KE og Jóhannes Jónsson KE, svo eitt- hvað sé talið. Um árabil var Jóhannes formað- ur sjómannadagsráðs Keflavíkur og Njarðvíkur og var heiðraður fyrir vel unnin störf af sjómanna- daginn 1997. Hann var félagi í Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suður- nesjum, frá 1953 og var gerður þar að heiðursfélaga í júní 1996. Útför Jóhannesar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1952. 3) Halldóra, f. 23. október 1953, maki Sigurgísli Ketils- son. Synir þeirra eru Jóhannes Valur, Ingi- þór Arnar, Elvar Már og Sigurgísli Stefán. 4) Helga, f. 20. sept- ember 1955, maki Gylfi Bergmann. Börn þeirra eru Pálmfríð- ur, Gylfi Gunnar og Halldór. 5) Gunnar, f. 28. júní 1958, var kvæntur Kristínu Bragadóttur, börn þeirra eru Guðrún Ásta og Jóhannes Bragi. 6) Jón, f. 30. ágúst 1962, maki Hanna Dóra Hjartardóttir, dætur þeirra eru Erna Rán og María Ósk, fyrir á Jón dæturnar Dagnýju Lilju og Katr- ínu Mist. 7) Petrína Mjöll, f. 6. des- ember 1966, maki Ögmundur Máni Ögmundsson, börn þeirra eru El- ísabet Ósk, Eva Ásdís og Ögmund- ur Ísak. 8) Þröstur, f. 2. janúar 1969, maki Guðbjörg Halla Magna- dóttir, synir þeirra eru Andri Pét- ur, Steinn Daníel, Fróði Benjamín og Magni Jóhannes. Fyrir átti Jó- hannes soninn Jóhannes Konráð, f. 6. apríl 1948, maki Arney Hulda Guðmundsdóttir, þau eiga eina dóttur, Sædísi Hrönn. Barna- barnabörn Jóhannesar og Ásdísar eru fjögur. Jóhannes stundaði sjómennsku og fiskverkun allan sinn starfsald- Pabbi minn var stór maður. Reyndar meðalmaður á hæð en stór engu að síður. Hann var stór í sér. Þegar ég var lítil ólst ég upp við sög- urnar hans úr Garðinum. Hann sagði mér frá bernskunni í hópi margra systkina þar sem allir lögðu hönd á plóginn í lífsbaráttunni. Frá uppá- tækjum þeirra bræðra sem féllu í misgóðan jarðveg og foreldrum sín- um sem hann bar djúpa virðingu fyr- ir. „Svona gerðum við í Garðinum í gamla daga,“ var orðatiltæki sem hann notaði til að ítreka hvernig best væri að standa að hlutunum og í hug- anum varð Garðurinn að mikilfeng- legum stað. Þegar ég svo kom þangað varð ég fyrir vonbrigðum því staður- inn var ósköp venjulegur með lág- reistum byggingum sem stóðu óvarð- ar fyrir rokinu Hann sagði mér líka frá því hvern- ig hann kynntist mömmu. Róman- tískur glampi kom í augun á honum þegar hann lýsti því hvernig þau hefðu orðið ástfangin um borð í Els- unni 1948, hún kokkur en hann mót- oristi. Hann sagði mér frá því hvernig hann byrjaði sinn feril í sjómennsku og þegar hann nýkvæntur með ungan son fékk berkla og lá á hælinu í rúmt ár. Hann sagði mér frá sjómennsk- unni og útgerðinni og brá upp ljóslif- andi myndum af fólki og atburðum og mér varð ljóst að hann hafði verið stórhuga og atorkusamur í öllum sín- um gerðum. Pabbi var stór og sterkur. Ef eitt- hvað bjátaði á leitaði maður til hans og hann huggaði mann, bjó um sárin, þerraði tárin og snýtti manni með rauða tóbaksklútnum. Ekkert vanda- mál var of stórt til að leysa. Tannpínu, höfuðverk, mar og skrámur gat hann séð um og sagði alltaf: „Pabbi er svo góður dýralæknir,“ og maður leitaði til hans og treysti honum fullkom- lega. Hann hafði líka svo mikla trú á manni og hrósaði upp í hástert. Þegar ég kom með einkunnirnar sagði hann iðulega: „Þarftu vörubíl undir ein- kunnirnar?“ eða hann spurði: „Var einn betri, þ.e. kennarinn?“ og alltaf var hann ánægður þó tölurnar væru misháar. Sömuleiðis átti hann auðvelt með að sýna þakklæti sitt og þegar maður gaf honum eitthvað var alltaf eins og maður hefði hitt á bestu gjöf- ina. Hann var yfir sig ánægður með dagbókina og bréfsefnið sem hann fékk þó mér vitanlega hafi hann aldr- ei staðið í bréfaskriftum né dagbók- arskrifum. Mörgum árum seinna fann ég þetta í skáp inni á skrifstof- unni hans, vel varðveitt, og ég mundi enn einlæga gleðina sem skein úr andliti hans þegar hann tók við gjöf- unum. Í vinnu var hann duglegastur. Hann vann langan vinnudag og hlífði sér aldrei. Fólk rak upp stór augu þegar hann vann í aðgerðinni ber- hentur, í mesta lagi með ullarvett- linga á fingrum. Hann var laginn og hafði mikið verksvit, hannaði sjálfur vinnuaðstöðuna í fiskverkuninni og um borð í bátnum og var sífellt að færa til betri vegar. Hann hvatti mann til verka og lærðum við systk- inin mikið af honum en snemma fór- um við að taka þátt í fiskverkuninni. Hann kenndi okkur að vinna hratt og vel svo við gætum verið stolt af. „Verkamenn verða að vinna,“ sagði sjálfur skipstjórinn og útgerðarmað- urinn en þannig leit hann á sig. Hann þoldi ekki snobb og menntahroka og lék aldrei neinn stórhöfðingja þótt hann hefði mikið umleikis. Pabbi var með stórt og hlýtt hjarta. Hann var einn örlátasti maður sem ég hef kynnst um ævina og stórtækur í gjöfum. Ekkert var of gott handa mömmu og lagði hann mikið á sig til að gefa henni góðar gjafir. Hann keypti alltaf leikföng handa börnum og barnabörnum á jólum og því stærri og skrautlegri, því betra. Allir fengu bókagjöf á jólum í fjölskyld- unni árum saman og þegar boðið var til veislu var í engu til sparað til að gera vel við gesti. Hann gerði líka vel við fólkið sem vann hjá honum. Hann borgaði yfir venjulega taxta í fisk- vinnslunni því honum fannst þeir allt- of lágir og launaði fólki vel dugnað og trúmennsku. Hann var mikill dýra- vinur, átti á árum áður hunda en í seinni tíð ketti og tengdist hann þeim sterkum böndum Pabbi var stór í kostum sínum og göllum. Hann hafði stórt skap. Hann rauk upp og hrópaði hátt en það fór fljótt úr honum. Hann talaði hátt og eitt það fyrsta sem maður kenndi barnabörnunum var að afi væri ekki að rífast heldur talaði hann bara svona hátt! Hann var skoðanafastur og í stjórnmálum var hann sjálfstæð- ismaður af gamla skólanum. Síðari árin þegar hann var orðinn ósáttur við stefnu Sjálfstæðisflokksins og hættur að kjósa hann, þá sat hann frekar heima heldur en að kjósa eitt- hvað annað. Hann gat verið dómharð- ur, þröngsýnn og stundum ósveigjan- legur. Hann lifði fyrir sjómennsku og útgerð alla tíð og sá lífið út frá því sjónarhorni. Lífsmóttó hans var „Aldrei að gefast upp“ og „Guð hjálp- ar þeim sem hjálpa sér sjálfir“ og eft- ir því lifði hann. Stundum fannst manni nóg um því hann gerði óhófleg- ar kröfur til sjálfs sín og hugsaði ekki nógu vel um sig. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur hvort sem það var í slor- gallanum eða sparifötunum og ætlað- ist til þess sama af öðrum. Því gátu vonbrigðin verið sár þegar menn brugðust trausti hans og sýndu af sér óheiðarleika. Sjálfur var hann heill í gegn og treysti fólki því hann var bjartsýnn og sá iðulega það besta í öðrum. Pabbi var stærstur þegar blés á móti. Síðustu árin voru honum mjög erfið. Hann missti allar sínar verald- legu eigur og síðan heilsuna. Allt sem hann hafði unnið hörðum höndum að byggja upp var fyrir bí. Hann gafst ekki upp en aðlagaðist furðu fljótt nýjum aðstæðum. Þau mamma fluttu í leiguhúsnæði og voru ánægð með staðsetninguna því þar gátu þau horft út á sjóinn og pabbi fylgst með bát- unum. Hann fór að taka þátt í starfi eldri borgara og tók þátt í pútti og boccia sér til mikillar ánægju. Þau nutu félagsskapar barna og barna- barna og þar var pabbi í essinu sínu því hann var mikill barnakarl og vildi helst að afkomendur hans ættu mörg börn. Hann leitaði sér lækninga og var bjartsýnn á að það myndi takast því hann leit á líkamann eins og vél- arnar sem hann hafði sinnt í gegnum tíðina. Aðeins þyrfti að finna rétta varahlutinn eða aðferðina til að lag- JÓHANNES G. JÓHANNESSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.