Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 49
✝ Þrúður Guð-mundsdóttir
fæddist á Snæfjöllum
á Snæfjallaströnd 2.
janúar árið 1907.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð 21. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Bjarney Guðrún
Bjarnadóttir og Guð-
mundur Jónsson bú-
fræðingur. Systkini
Þrúðar voru Hinrik,
Jón, Valgerður,
Kristján, María og
Bjarni. Þau eru öll látin. Þrúður
giftist 13. ágúst 1934 Gunnari
Eggertssyni frá Leirárgörðum, f.
10. nóvember 1907, d. 12. nóvem-
ber 1996. Börn þeirra eru: 1)
Hrafnhildur, f. 14. mars 1936,
giftist Guðmundi Karlssyni, þau
skildu. Dóttir þeirra
er Erna Þrúður. 2)
Hugrún, f. 29. októ-
ber 1937, gift Gylfa
Guðnasyni og eiga
þau soninn Gunnar.
3) Eggert Gautur, f.
27. maí 1940, kvænt-
ur Svanhildi Ísól
Skaftadóttur og eiga
þau dæturnar Völu
Nönn og Sigrúnu. 4)
Gerður Helena, f.
24.10. 1950, gift Joel
Ohlsson. Barna-
barnabörnin eru sex.
Þrúður og Gunnar
bjuggu fyrstu 12 hjúskaparár sín í
Reykjavík en reistu sér síðan hús
á Þinghólsbraut 65 í Kópavogi og
bjuggu þar í 50 ár.
Útför Þrúðar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar við frændsystkinin
setjumst niður og rifjum upp minn-
ingar um hana ömmu. Hún var um
margt sérstök kona, en eins og aðrir
af hennar kynslóð upplifði hún mikl-
ar þjóðfélagsbreytingar á sinni
löngu ævi, sem án efa hafa haft mikil
áhrif á hana. Þegar amma var um
tvítugt sigldi hún til Kaupmanna-
hafnar og var þar í vist í á annað ár.
Þegar hún kom þaðan settist hún á
skólabekk í Héraðsskólanum á
Laugarvatni og þar lágu leiðir
þeirra afa saman. Það var ekki al-
gengt á þessum tíma að ungar kon-
ur færu einar síns liðs til útlanda til
að vinna eða öfluðu sér menntunar.
Hún hafði alla tíð gaman af því að
ferðast og síðast fór hún til Gerðar í
Svíþjóð þegar hún var níræð og það
gerði hún þótt hnén væru slæm og
sjónin farin að dala.
Amma var alveg einstaklega nýj-
ungagjörn alveg fram til hins síð-
asta. Í því sambandi koma verslun-
arferðir upp í hugann en hún hafði
til dæmis gaman af að fara í Kringl-
una, kannski af því að á yngri árum
var oft þröngt í búi og ekki tækifæri
til að kaupa nema nauðþurftir. Ekki
var verra ef bæjarferðirnar enduðu
á kaffihúsi. Það verður þó að segjast
eins og er að þessi áhugi á að prófa
nýja hluti til dæmis í eldamennsku
vakti nú ekki alltaf hrifningu hjá afa,
sem leist oft ekki á það sem hún dró
upp úr Hagkaupspokunum til að
gæða þeim á. Það gat verið góðmeti
af salatbarnum (sem hann var nú
ekki mikið fyrir) eða e-ð annað sem
leit framandi út og henni fannst að
sniðugt væri að prófa. Og víðsýnin
teygði sig víðar, þegar hún stóð á
sjötugu fór hún með 11 ára sonar-
dóttur í bæjarferð og komu báðar
heim með götuð eyru og mátti vart á
milli sjá hvor var ánægðari að þeim
„pyntingum“ afloknum.
Amma og afi byggðu hús á Þing-
hólsbrautinni fyrir 50 árum og var
þetta hús stór hluti af lífi stórfjöl-
skyldunnar. Við frændsystkinin vor-
um svo heppin að alast upp í næsta
nágrenni við þau og var stóri garð-
urinn í kringum húsið eilíf upp-
spretta leikja, jafnt sumar sem vet-
ur og voru ósjaldan flestir krakkar
hverfisins þar samankomnir, hvort
sem var í boltaleikjum, á skíðum eða
við leik í fjörunni – en fjöruleikirnir
enduðu nú stundum með blautum
fötum frá toppi til táar. Síðan var
voða notalegt að koma inn í eldhús
til ömmu og fá jólaköku (þá bestu í
heimi) kleinur og neyðarbrauð. Í þá
daga stóð hún gjarnan við eldavélina
eða sat við borðstofuborðið og lagði
kapal og var hún þá stundum með
vindil í öðru munnvikinu. Það voru
margir kaplar lagðir við borðstofu-
borðið og yfirleitt var öll aðstoð við
lausn þeirra snarlega afþökkuð.
Í þessum stóra garði voru líka
ræktaðar kartöflur fyrir alla afkom-
endurna og það var ómissandi hluti
af kartöfluupptökunni á haustin að
fá grjónagraut í eldhúsinu hjá
ömmu og lummukaffi á eftir. En það
var nú ekki bara við þau tækifæri
sem fjölskyldan safnaðist saman á
Þinghólsbrautinni og drakk kaffi og
ræddi þjóðmálin, húsið var einskon-
ar fastur punktur í tilverunni og
flestar helgar hittumst við öll í kaffi
hjá ömmu og afa. Oft var það, þegar
við barnabörnin kíktum til þeirra, að
amma gaukaði að okkur seðlum og
var það undantekningarlaust mikið
laumuspil, gjarnan með orðunum
„láttu ekki þann gamla sjá þetta“
hvísluðum út um annað munnvikið
svo maður flýtti sér að stinga á sig
seðlinum um leið og maður gerði sitt
besta að hvísla þakkir sem óðar voru
þaggaðar niður. Laumuspilið var
ekki vegna þess að afi hefði haft
nokkurn skapaðan hlut á móti gjöf-
inni, svona vildi amma bara hafa
það, þetta var bara okkar á milli –
milli hennar og þess sem gaukað var
að. En níska og nirfilsháttur var eit-
ur í hennar beinum og þó að hún hafi
stundum getað verið hrjúf á yfir-
borðinu, þá mátti hún ekkert aumt
sjá og eru mörg dæmi þess hve hún
reyndist vel þeim sem áttu erfitt.
En eins og með peningagjafirnar
þá vildi hún gjarnan halda hlutunum
fyrir sig og stundum kom það fyrir
þegar verið var að tala við hana í
símann að hún skellti á allt í einu,
nánast án fyrirvara og vissum við þá
að einhver hafði komið í gættina,
sem varðaði náttúrlega ekkert um
að hún var að tala í símann. Við viss-
um hvað klukkan sló og hringdum
bara aftur síðar.
Amma var búin að lifa langa og
viðburðaríka ævi en undir það síð-
asta var heilsan farin að gefa sig og
þó léttleikinn væri alltaf fyrir hendi
þá var hún farin að þrá hvíld.
Elsku amma, við þökkum þér
samfylgdina í gegnum árin. Minn-
ingin um stórbrotna konu mun lifa!
Vala Nönn, Gunnar
og Sigrún.
Þrúður Guðmundsdóttir er látin í
hárri elli, eflaust sátt við sitt ævi-
starf. Það var ekki hægt að gera það
betur.
Hún fæddist í byrjun síðustu ald-
ar og þekkti vel kreppuárin og
harða lífsbaráttu alþýðufólks fyrr og
síðar.
Þrúður átti sitt fallega menning-
arheimili á Þinghólsbraut 65 í Kópa-
vogi í fimmtíu ár, en dvaldist í
Sunnuhlíð í Kópavogi síðustu árin,
þegar heilsan fór að gefa sig.
Alla tíð var hún vinstrisinnuð,
eins og sagt er. Sannur Íslendingur,
sem unni landi sínu og þjóð. Lagði
sig alltaf fram um að tala fallegt mál
og gefa góð ráð í þeim efnum, ef
menn fóru ekki alveg rétt með.
Ég var tengdasonur hennar í ald-
arfjórðung og gleymi ég aldrei öll-
um ánægju- og gleðistundunum,
sem ég átti á heimili hennar og
Gunnars heitins Eggertssonar hér
áður fyrr, og allt fram á síðustu ár,
þegar sérstök tilefni gáfust.
Það var fastur liður, þegar við
mættum á Þinghólsbrautina í gamla
daga, að ég settist inn í stofu og lét
fara vel um mig, þá birtist Dúdda
brosandi með Þjóðviljann, rétti mér
blaðið, sagði bara: „Sæll vertu,“ en
hefur eflaust hugsað: Honum veitir
víst ekki af smálesningu, stráknum.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber,
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Matt. Joch.)
Þegar dóttir mín fermdist sendi
amma hennar henni þessar fallegu
ljóðlínur, og langar mig að ljúka
þessum fáu kveðjuorðum til Þrúðar
með því að senda henni þær til baka.
Nú kveð ég þessa einstöku konu
og þakka henni fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig.
Við Guðbjörg sendum börnum
hennar, barnabörnum og öðrum
ættingjum innilegar samúðakveðj-
ur.
Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur R. Karlsson.
Í dag fer fram útför Þrúðar Guð-
mundsdóttur, en hún lést 21. þessa
mánaðar á sjúkradeild Sunnuhlíðar í
Kópavogi á 95. aldursári. Þrúður,
eða Dúdda eins og hún var kölluð af
vinum sínum og ættingjum, var
móðursystir okkar og hefur verið
fastur punktur í okkar lífi alla tíð.
Ung giftist hún Gunnari Eggerts-
syni sem var sérlega mætur maður,
þúsundþjalasmiður og framúrskar-
andi skemmtilegur. Eftir að þau
höfðu búið nokkur ár í Reykjavík
reistu þau sér framtíðarheimili í
Kópavogi og voru frumbyggjar þar.
Bjuggu þau á einum fegursta stað í
bænum, áttum við þar margar
ánægjustundir ekki síst um áramót
en þá efndu þau hjónin til hátíðar-
halda, en Dúdda var einmitt fædd
um áramót. Þar voru ávallt margir
vinir og ættingjar samankomnir,
sem flestir eru nú horfnir af sjón-
arsviðinu. Dúddu og Gunnari leið
ákaflega vel í sinni „Paradís“ og
ekki spillti það fyrir að þrjú af fjór-
um börnum þeirra áttu heimili í
næsta nágrenni, en Gerður dóttir
þeirra býr í Svíþjóð og var einstak-
lega gott samband milli þeirra allra
og foreldranna. Gerður hefur komið
minnst tvisvar á ári til Íslands í
mörg ár. Voru það ætíð fagnaðar-
fundir þegar fjölskyldan var öll sam-
ankomin á Þinghólsbrautinni. Nú er
langri ævi lokið, við systkinin erum
þakklát að hafa átt slíka afbragðs-
konu sem Dúddu fyrir frænku og
minnumst vel hve samband þeirra
systra, hennar og Valgerðar móður
okkar, var elskulegt. Við og fjöl-
skyldur okkar hugsum með hlýhug
til barna hennar en milli okkar hefur
ætíð ríkt mikil vinátta, þeirra missir
er mikill.
Nú að leiðarlokum kveðjum við
móðursystur okkar með virðingu og
þökkum henni allt gott sem hún
gerði okkur á lífsleiðinni.
Blessuð sé minning hennar.
Bjarney og Jakob
Valgerðarbörn.
ÞRÚÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Guðrún LovísaSigurðardóttir
fæddist 27. júní 1944.
Hún lést á heimili
sínu fimmtudaginn
18. október síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Margrét Jóna
Kristófersdóttir hús-
móðir, f. 28. apríl
1915, og Sigurður
Sigurðsson bóndi á
Maríubakka í V-
Skaftafellssýslu, f. 3.
ágúst 1895, d. 24. júní
1983.
Lovísa var næst-
yngst sex systkina en þau eru
Guðni, f. 6. október 1936, Krist-
ófer, f. 19. september 1937, Guð-
laug Edda, f. 9. maí 1940, d. 18.
október 1971, Guðbergur, f. 16.
febrúar 1942, og Jón, f. 14. sept-
ember 1948.
Eftirlifandi eiginmaður Lovísu
er Friðrik Axel Sveinsson, f. 8.
júní 1947. Foreldrar hans voru
Lína Arngrímsdóttir húsmóðir, f.
13. ágúst 1912, d. 8.
apríl 2001, og Sveinn
Hjálmarsson bóndi á
Svarfhóli í Svínadal,
f. 29. september
1901, d. 27. febrúar
1985. Börn þeirra
Lovísu og Axels eru:
Sóley Björk, f. 23.
september 1969;
Kristjana, f. 21. júní
1975, sambýlismað-
ur hennar er Hjalti
Páll Ingólfsson, f. 28.
ágúst 1973; Grétar
Már, f. 3. maí 1979,
sambýliskona hans
er Karen Áslaug Vignisdóttir, f.
28. desember 1980; og Áslaug
Harpa, f. 7. febrúar 1985.
Lovísa ólst upp á Maríubakka
en fluttist snemma til höfuðborg-
arsvæðisins og fyrstu búskaparár
sín bjuggu þau í Hafnarfirði en
fluttust til Reykjavíkur árið 1976.
Útför Lovísu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Með þessum línum kveðjum við
þig elsku mamma eftir erfiða bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Þú barðist
eins og hetja allt þar til yfir lauk og
sýndir ótrúlegan styrk og æðruleysi.
Okkur langar til að þakka þér fyrir
allt það sem þú varst okkur, betri
mömmu hefði ekki verið hægt að
hugsa sér. Þú varst okkur ekki bara
mamma heldur einnig besti vinur
okkar allra.
Stundum sagðir þú okkur að fjöl-
skyldan væri það sem þú lifðir fyrir
og að þú litir á það sem tilgang þinn
hér á jörðinni að hlúa að okkur. Þú
gafst allt í að sameina fjölskylduna
og áttir mestan þátt í að móta okkur
sem einstaklinga. Oft fannst manni
furðulegt hversu vel predikanirnar
þínar og lífsspeki samræmdust lífi
unglingsins. Allar skemmtilegu
stundirnar eru svo dýrmætar í
minningunni og víst er að speki þín
mun lifa í lífsviðhorfum okkar um
ókomna framtíð.
Þú varst alltaf mikið náttúrubarn
og kenndir okkur að meta fegurð
landsins og virða allt kvikt. Heima-
sveitin var þér ávallt svo kær og
mikið þótti þér vænt um bræður
þína og mömmu. Hvergi leið þér
betur en í skóginum þínum í Vall-
arhorni og víst er að alúðin sem þú
lagðir við trjáræktina er að leiða af
sér mikinn skóg.
Þú hafðir uppi þau glettnu áform
að kaupa þér rósóttan kjól og hatt í
stíl sem þú ætlaðir að vera í við gift-
ingar okkar krakkanna. Eitt sinn
þegar sýnt var hvaða örlög voru þér
búin sagðist þú ætla að sitja í þess-
ari múnderingu á skýi og dingla nið-
ur fótunum af gleði. Þegar þeir dag-
ar koma munum við öll líta upp til
himins og hugsa til þín. Sú stað-
reynd að þú og stóra systir þín lét-
ust nákvæmlega sama dag með 30
ára millibili hefur styrkt trú okkar á
að þú sért á góðum stað og njótir
endurfunda látinna ástvina. Við
treystum því kæra mamma að þið
systur sitjið saman og horfið niður
til okkar á merkisstundum í lífi okk-
ar.
Þú varst alltaf fremur hæglát
kona og kunnir ekkert sérstaklega
vel við þig í margmenni. En þú lagð-
ir alltaf mikla áherslu á mannlega
þáttinn í samskiptum þínum við ann-
að fólk og blómstraðir innan um þá
sem þér leið vel með. Það sást vel
þegar þú þurftir að vera löngum
stundum á spítalanum hversu mik-
ilvægt það var þér að vera í góðu
sambandi við starfsfólkið.
Í veikindum þínum styttir þú þér
stundir við að gefa fuglunum úti í
garði að borða og þá dugði ekkert
minna en heimalöguð „fuglakássa“.
Þú kallaðir þessa litlu vini skjól-
stæðinga þína og þökkuðu þeir þér
gestrisnina með því að drita á þvott-
inn sem hengdur var úti á snúru.
Skemmtilegast þótti okkur þegar þú
hvæstir á kettina sem létu sjá sig í
garðinum en óhljóðin sem þú lést frá
þér hefðu nægt til að lama tígrisdýr.
Því langar okkur til að kveðja þig
elsku mamma með kvæðinu um
fuglana.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson.)
Takk fyrir allt.
Sóley, Kristjana, Grétar
og Áslaug.
Kæra Lovísa,
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þakka þér fyrir allt, mér mun allt-
af þykja vænt um allt það sem þú
gerðir fyrir mig.
Þinn tengdasonur,
Hjalti Páll.
GUÐRÚN LOVÍSA
SIGURÐARDÓTTIR
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina