Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 50

Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vilborg Ingi-björg Aðalsteins- dóttir fæddist 24. júní árið 1954 í Reykjavík. Hún lést laugardaginn 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Bára I. Vigfúsdóttir hús- móðir, f. 25. maí 1921, og Aðalsteinn V. Jónsson, fyrrver- andi yfirvélstjóri á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, f. 1. júlí 1927. Systir Vilborgar er Guð- rún Katrín, snyrtifræðingur, f. 30. júní 1956, gift Stefáni Stephensen vélstjóra, þau eiga tvö börn, Írisi, f. 18. feb. 1995, og Gunnlaug Hans, f. 13. sept. 1999. Hinn 1. ágúst 1975 giftist Vil- borg Ingibjörg eftirlifandi eigin- manni sínum, Albrecht Ehmann viðskiptafræðingi, f. 8. júlí 1951. Hann er sonur hjónanna Maríu Eh- mann húsmóður, f. Lindenberger 25. júní 1923, og Eugen Ehmann rafvirkja, f. 12. sept. 1919, d. 30. jan. 1995. Vilborg og Albrecht eiga þrjú börn, Árna, f. 22. maí 1983, Ing- var, f. 22. júní 1988, og Daníelu, f. 20. okt. 2001. Bræður Al- brechts eru Dieter Ehmann verkfræð- ingur og Wolfgang Ehmann efnafræð- ingur. Vilborg stundaði nám við Fóstruskóla Íslands og lauk þar námi árið 1975. Framhaldsnám í leikskólakennslu stundaði hún í Wurzburg í Þýska- landi. Eftir nokkurra ára dvöl og nám í Þýskalandi flutti hún til Ís- lands árið 1983. Var hún ráðin leik- skólastjóri við leikskólann Iðuborg og síðar við leikskólann Efrihlíð. Síðan 1995 stundaði Vilborg nám í þýskum fræðum við Háskóla Ís- lands. Útför Vilborgar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er erfitt að skilja það og skynja að þú Villa mín ert ekki lengur mitt á meðal okkar. Síðustu mánuðirnir í lífi þínu voru að okkar áliti með þeim bestu sem þú upp- lifðir. Langþráðu marki var náð, það að fá að eignast barn. Meðgöngutíminn og allur undir- búningur gekk svo vel. Jafnvel dag- inn fyrir stundaskilin í lífi þínu varstu svo ánægð og glöð gagnvart því sem framundan var. Það er því svo erfitt fyrir okkur öll, fjölskyldu þína, ættingja og vini, að skilja þá miklu breytingu sem hefur nú átt sér stað. Mikils og margs er að minnast frá æskuárunum. Þú varst ávallt mér, systur þinni, við hlið, og ávallt í öllum leikjum og starfi leitaði ég mikið til þín, treysti þér í einu og öllu. Þú hafðir svo mikið yndi af því að skipuleggja og láta alla hluti ganga upp. Mikið áttum við góð ár saman í Stigahlíðinni, já og reyndar öll árin sem síðan tóku við. Það kemur svo margt upp í hugann eins og þegar þú lagðir land undir fót og fórst til Þýskalands og dvaldir þar sem skiptinemi. Það var svo dýr- mætt ár í lífi þínu. Ekki eingöngu vegna þess að þú kynntist nýju landi og lærðir nýtt tungumál held- ur ekki síst vegna þess að þar ytra kynntist þú og tengdist honum Al- brecht. Mikið var gaman og yndislegt að heyra þig lýsa honum og hvernig fundum ykkar bar saman þegar hann var að kenna nokkrum ungum stúlkum, þar á meðal þér, borð- tennis. Leiðir ykkar lágu saman og hann kom heim til Íslands. Hann kynntist landi og þjóð og fjölskyldu okkar. Þú varst ákveðin í að halda námi áfram. Það var okkur öllum ljóst að það hlaut að tengjast börnum og uppeldi barna. Svo mikil barnakona varst þú ávallt. Leiðin lá því í Fóstruskólann, þaðan laukst þú námi árið 1975. Að því loknu var ekki lengur beðið með það að flytja til Þýskalands, þar sem þú varst við nám og starfaðir við barnaheimili, hvar sjónskertir voru í meirihluta. Þú og Albrecht, sem þá hafði lok- ið námi í viðskiptafræði, stofnuðuð ykkar heimili og giftuð ykkur 1. ágúst árið 1975 í Gerlingen í Bæj- aralandi, þar sem Albrecht var al- inn upp. Ég veit að pabbi og mamma gleyma aldrei stundunum úti í Þýskalandi, þar sem þið voruð búin að koma ykkur svo vel fyrir. Það voru ógleymanlegar stundir. Hugur þinn Villa leitaði heim og þið komuð til Íslands. Við fjölskyld- an þín fögnuðum því mjög að hafa ykkur nær en áður. Það var svo gaman að fylgjast með ykkur og sjá hve vel Albrecht samlagaðist öllu því sem íslenskt er. Óvenjulegt er að ná slíkum tökum á málinu eins og hann hefur gert. Háskólanám hans hefur síðan nýst honum vel hér heima. Þú byrjaðir enn að vinna með börn, þau áttu hug þinn sem fyrr. Þú gerðist leikskólastjóri og stjórnaðir með myndarskap leikskólanum Iðuborg og Efrihlíð. Ekki lést þú duga að vera með börnum daglangt heldur tókuð þið Albrecht að ykkur og genguð í for- eldrastað drengina Árna og Ingvar. Það var stórt og mikið hlutverk sem þið önnuðust af mikilli sam- viskusemi og natni, og ekki aðeins áttir þú þá báða drengina þína, heldur eignaðist þú hana Daníelu litlu. Guð gefi að hún fái að dafna vel hjá honum Albrecht og drengj- unum. Við Stefán vorum að rifja það upp hvernig kynni þín og hans bar að. Við vorum öll að skemmta okk- ur á dansleik og þú vildir að við systurnar kæmum heim á réttum tíma en þér fannst Stefán minn tefja förina heim og varst ekkert mjög ánægð með það. Þar eins og í öllu þínu lífi varst þú nákvæm, skipulögð og stjórnsöm. Alltaf kunni ég, systir þín, vel við það að þú stjórnaðir og réðir för. Það átti svo vel við mig að láta stóru systur stjórna. Ekki vildir þú þó eingöngu stjórna, heldur varstu ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd ef eftir því var leitað. Aldrei brást þú þegar við leituðum til þín. Já mikið er gott að líta til baka og rifja upp öll góðu árin með þér. Enn á nýjan leik vorum við komnar svo nálægt hvor annarri, þegar við Stefán fluttum í Garðabæinn þar sem þið hafið búið í svo mörg ár. Við fjöl- skyldan þín munum aldrei gleyma hve dýrmæt þú varst okkur öllum. Minningarnar allar svo góðar munu lifa á meðal okkar. Við þökkum af heilum hug fyrir það sem þú varst okkur öllum. Ég veit að óskin þín stærsta og mesta er að hún Daníela ykkar Albrechts fái að lifa. Guð gefi að svo megi verða. Kæra systir og mágkona, við fel- um þig Guði á hendur og biðjum að englar Guðs vaki yfir þér. Guðrún systir og Stefán. Elsku Villa frænka, mig langar í nokkrum orðum að þakka þér, Al- brecht og börnunum fyrir sam- veruna í gegnum árin. Frá því ég man eftir mér höfum við verið góð- ar vinkonur. Við Gunna systir vor- um mikið heima hjá þér og Gunnu þegar við vorum litlar og þar var nóg hægt að gera því þið Gunna áttuð svo mikið af fallegu dóti sem pabbi ykkar kom með frá útlöndum og alltaf tóku foreldrar ykkar vel á móti okkur. Þú hafðir gott hug- myndaflug í leikjum, og valdir rétt þegar þú fórst í Fóstruskólann, því þú hefur alltaf verið svo barngóð og dugleg að stjórna. Börnin mín héldu mikið upp á þig, og alltaf hringdir þú þegar einhver átti af- mæli. Það var gaman að heimsækja ykkur Albrecht bæði í Þýzkalandi, þar sem þið tókuð svo vel á móti mér og vinkonu minni og ári síðar Eyjólfi og vini hans, og hér á landi. Þið voruð svo samstillt og bjugguð ykkur svo fallegt og notalegt heim- ili. Það var mikil hamingja þegar þið fenguð drengina ykkar og mikil tilhlökkun að fá dótturina, sem von- andi á eftir að braggast vel og veita pabba sínum, bræðrum, afa, ömm- um, Gunnu og fjölskyldu mikla ánægju. Elsku Albrecht og börn, Alli og Bára, Gunna og fjölskylda, sökn- uður ykkar er mikill, en þið eruð samstillt og góð fjölskylda og ég veit að þið munið standa þétt sam- an. Megi minningar um góða konu styrkja ykkur í framtíðinni. Katrín Ingimarsdóttir, foreldrar og systkini. Vilborg Ingibjörg Aðalsteins- dóttir, Villa eins og hún var alltaf kölluð, er látin. Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp okkar frænd- systkinanna. Það var stór hópur systkinabarna sem ólst upp í Stiga- hlíðinni og átti þar áhyggjulausa æsku. Villa og Gunna systir hennar voru þar á meðal og er margs að minnast frá þessum árum. Ljúf- mennska og hógværð einkenndi Villu alla tíð. Við eigum góðar minningar um Villu frænku og kveðjum hana með þessu erindi. Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. (G. Guðm.) Við systkinin vottum Albrecht eiginmanni hennar og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Guðlaugur, Jón, Hlöðver, Ingibjörg, Katrín Björk og Sigrún Berglind. Þegar ég frétti af andláti Villu voru viðbrögð mín á þann veg að ég trúði þessu ekki. Hvernig gat það verið að þessi hressa og fríska kona væri farin frá okkur? Að lífsbók hennar hefði verið skellt svo snögg- lega aftur? Stóð virkilega ekkert meira þar? Við umhugsunina um Villu streyma minningarnar fram. Villa í badminton úti í garði ásamt Gunnu og stundum líka Siggu. Villa kemur skokkandi niður stigana á leið út en gefur sér samt tíma til að kasta kveðju á stelpukrakkann. Kemur heim úr bíó ásamt Gunnu og jafnvel Siggu og gefur sér tíma til að spjalla. Þær gáfu sér alltaf tíma fyrir okkur litlu stelpurnar hvert svo sem ferðinni var heitið enda litum við afskaplega mikið upp til þeirra. Það var svo gaman að þekkja svona stórar stelpur. Við uxum öll úr grasi, Villa fór í Fósturskólann og kallaði á okkur Huldu og Ollý þegar hún þurfti að æfa sig á okkur. Einu sinni kallaði hún á mig og Ollý til að kenna okk- ur að búa til leikbrúður. Höfuðið var búið til úr pappírsdeigi og mót- uð í það augu og nef og svo var allt saman málað. Síðan voru saumaðir kjólar og slæður á þær. Mína leik- brúðu á ég ennþá til þótt 25 ár séu liðin. Svo kom Albrecht. Hann var svo skemmtilegur, alveg jafn frá- bær og hún Villa. Þau giftust og fluttu úr blokkinni, leiðin lá til Þýskalands í nokkur ár og svo heim aftur. Mín leið lá að lokum líka að heim- an og svo vildi til að við enduðum í búsetu ekki svo langt hvor frá ann- arri. Við hittumst öðru hvoru í gegnum árin, í búðinni, á Strand- götunni eða í Stigahlíðinni, fluttum fréttir hvor af annarri, uppgötvuð- um sameiginlega kunningja. Henni fylgdi ætíð hressandi andblær. Við Villa munum ekki spjalla aft- ur saman úti á götu í þessu lífi en foreldrar okkar beggja búa ennþá í sama stigagangi, á 3. og 4. hæð til vinstri. Þar verður áfram spjallað um sinn en ljós Villu lýsir á himn- um. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Albrecht og börnum, Alla og Báru, Gunnu og Stefáni og börnum. Heiða Ísólfsdóttir. Þegar ég og Ísólfur fluttum í Stigahlíðina með son okkar Hafliða Birgi tveggja mánaða gamlan voru Villa og Gunna níu ára og sjö ára, fallegar og indælar stúlkur. Tíminn leið, börnin uxu upp og okkur fannst framtíðin björt. Villa gerðist fóstra og ætlaði svo til Þýskalands í frekara nám. Hún bað mig að taka sig í þýskutíma sem ég og gerði. Í námið fór hún til Þýskalands og þar kynntist hún Al- brecht. Annarri stúlku kenndi ég dönsku um svipað leyti og hún gift- ist til Danmerkur. Þá sagðist ég ekki kenna fleiri ungum stúlkum erlend tungumál því að þær flyttu allar úr landi. En Villa og Albrecht komu til Ís- lands til að búa hér og þá kynnt- umst við því betur hvílíkur öndveg- ismaður hann er. Þau áttu ekki börn en tóku að sér tvo bræður sem þau reyndust frábærir foreldrar. Nú hefur syrt skyndilega að, lífs- ljósið hennar Villu slokknaði óvænt. Við skiljum ekki hvers vegna slíkt gerist hjá fólki á besta aldri og við fáum engin svör við því. Við og Hafliði sendum innilegar samúðarkveðjur öldruðum foreldr- um, eiginmanni og börnum. Hrönn og Ísólfur. Erfitt er að lýsa því áfalli sem hið skyndilega andlát Vilborgar Ingi- bjargar Aðalsteinsdóttur var okkur nemendum og kennurum í þýsku við Háskóla Íslands. Þau okkar, sem þekktu hana best, höfðu sam- glaðst henni innilega þegar fréttist að hún ætti von á barni. Þeim mun meira reiðarslag voru hin hörmu- legu tíðindi sem bárust okkur fyrir nokkrum dögum. Vilborg hóf nám í þýsku við Há- skóla Íslands árið 1995. Hún hafði búið árum saman í Þýskalandi áður en hún hóf háskólanámið og bjó svo sannarlega að því, talaði þýsku nánast sem innfæddur Þjóðverji. Vilborg var afar samviskusamur og vandvirkur nemandi og uppskar líka vel. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og lagði sig mjög fram um að bæta úr því sem hún var ekki fyllilega ánægð með í námi sínu. Hálfkák var henni ekki að skapi, hún tók á hlutunum af festu og von- aðist til þess að aðrir gerðu hið sama. Með þessu hvatti hún kenn- arana til dáða og var samnemend- um sínum góð fyrirmynd. Augljóst var að hugur hennar stóð til þess að starfa við greinina að námi loknu. Vilborg var fáguð kona, hlýleg og kurteis, greiðvikin og velviljuð, VILBORG INGIBJÖRG AÐAL- STEINSDÓTTIR ✝ Lilja Guðjóns-dóttir fæddist í Gullbringu á Búðum í Fáskrúðsfirði 11. apríl 1921. Hún lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 17. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafía B. Jónsdóttir, f. 2.12. 1892, d. 25.6. 1964, og Guðjón Bjarnason, f. 15.3. 1892, d. 25.4. 1979. Systkini Lilju eru Sigurður, f. 26.1. 1915, d. 23.9. 1967; Kristín, f. 13.7. 1916, d. 16.5. 2001; Sigurbjörn, f. 14.6. 1918, d. 23.11. 1947; Jón Ársæll, f. 15.1. 1920, d. 23.2. 1989; Þorleif- ur Bragi, f. 23.7. 1922; Heiðveig, f. 15.10. 1923, d. 16.1. 1985; Unnur, f. 16.7. 1925, d. 8.5. 1982; Baldur Marinó, f. 6.12. 1926, d. 31.10. 1932; Axel, f. 17.1. 1928, d. 3.2. 1998; Frið- finnur, f. 7.5. 1929; Arnfríður, f. 1.11. 1932; Baldvin, f. 25.4. 1935; og Reynir, f. 14.6. 1936. Hinn 22. desem- ber 1941 giftist Lilja Sigurði Þórð- arsyni, f. 10.3. 1918, d. 9.9. 1991. Bjuggu þau í Vestmanna- eyjum til 1980, síð- an í Bjarkarholti 3 í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru: Bryndís, f. 22.1. 1941, gift Kristni Karlssyni, þau eiga þrjú börn, sex barnabörn og tvö barnabarna- börn; Ásdís, f. 27.10. 1943, gift Valgeiri Sveinbjörnssyni; Svan- hildur, f. 16.2. 1945, gift Haraldi Erlendssyni, þau eiga þrjú börn, Svanhildur á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, þau eiga átta barna- börn; Vilhjálmur Sigurður, f. 3.10. 1953, kvæntur Guðrúnu Hrefnu Sverrisdóttur, þau eiga tvo syni; og Lilja Huld, f. 19.2. 1957, sambýlismaður hennar er Hreinn Birgisson, hún á einn son. Útför Lilju fór fram í kyrrþey. Á lífsleiðinni kynnumst við oft afar vönduðum og mjög góðum manneskjum og ein af þeim var sú kona sem ég kveð nú. Það var fyrir rúmum sjö árum að fundum okkar Lilju bar fyrst sam- an er ég flutti í sama hús og hún. Strax tók hún fagnandi á móti mér með mínum kostum og göllum. Í okkar litla samfélagi hér í húsinu var það nánast lífsnauðsynlegt fyr- ir mig að hafa jafnjákvæða og góða manneskju og hún var. Aldrei var gert veður út af hlutunum. Ófáa kaffisopana og pönnukökurnar var hún búin að bjóða mér, þó sér- staklega er ég svöng og köld var eitthvað að gera útivið. Alltaf var hægt að banka uppá hjá henni, hvernig sem á stóð. Síðast þegar ég fór að heiman prúðbúin kom ég við hjá henni til að fá hvatningu. Var það auðsótt mál. Ekki kynntist ég öllum börnun- um hennar, en gaman var að fylgj- ast með úr fjarlægð hversu um- hyggjusöm og góð þau voru henni enda ekki annað hægt. Talaði hún alltaf um þau með stolti, móður- legri hlýju og umhyggju sem henni var lagið. Þið börnin hennar, af- komendur og aðrir aðstandendur, hafið misst mikið og votta ég ykkur öllum samúð mína. Elsku Lilja mín! Oft vorum við búnar að ræða hvor okkar færi fyrr héðan úr húsinu og þegar þú vissir að ég væri að flytja þá sagðir þú: „Ætlar þú að fara og skilja mig eft- ir?“ En þú skildir mig og ákvörðun mína og virtir hana. Enginn ræður sínum næturstað og svo fór að ég varð eftir, þó á annan hátt en við gerðum ráð fyrir. Þú kvaddir á þinn hljóðláta hátt og með prúðmennsku sem ein- kenndi líf þitt og með reisn. Ég mun ekki gleyma friðinum sem var á andliti þínu. Þú varst sátt. Samt er erfitt að trúa því að þú sért farin og að ég eigi ekki skjól hjá þér lengur. Ég vona og veit að nú ert þú bú- in að hitta hann Sigurð þinn sem ég kynntist ekki en þú talaðir svo oft um og ég fann söknuð þinn eftir honum. Þakka þér stundirnar okkar saman, þær voru góðar. Ég mun sakna þín sárt en geyma minningu um góðan og einlægan vin í hjarta mínu. Kveðjur, Sóley Benna. LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.