Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 55

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 55 ÁSGERÐUR Halldórsdóttir á Sel- tjarnarnesi var einróma endurkjörin formaður suðvesturkjördæmis á fyrsta aðalfundi kjördæmisins sem haldinn var 23. október. Auk hennar voru kosnir í sjö manna stjórn: Lúðvík Örn Steinars- son, Kristinn Andersen, Halldór Jónsson, Pétur M. Birgisson, Sig- urður Borgar Guðmundsson og Ár- sæll Hauksson. Gestir fundarins voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og Hákon Björnsson, oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Á fundinum, sem var fjölsóttur, urðu miklar umræður um sjávarútvegsmál, dómsmál og sveit- arstjórnarmál, segir í fréttatilkynn- ingu. Endurkjörin formaður GUÐRÚN Kristjánsdóttir prófess- or, hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, flytur fyrirlesturinn: Barna- hjúkrun á tímamótum: Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra í krafti þekkingar. Fyrirlesturinn verður haldinn í dag föstudaginn 26. októ- ber kl. 16 í hátíðarsal Háskóla Ís- lands. Hann er öllum opinn. Erindið fjallar um þær breytingar sem eru að verða í heilbrigðisþjón- ustu við börn og fjölskyldur þeirra með nýjum rekstraráherslum og nýju skipulagi Landspítala – há- skólasjúkrahúss, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur um barnahjúkrun HÁTÍÐIN „Við vorum ung í Kópa- vogi 1950–1970“ verður haldin í Fé- lagsheimili Kópavogs laugardaginn 3. nóvember nk. Húsið verður opnað kl. 21 og leik- ur Gunnar Páll Ingólfsson fyrir gesti. Eftir það mun Lúdó og Stefán leika fyrir dansi til kl. 3. Aðgöngu- miðar verða seldir í Café Catalínu, Hamraborg 11 frá og með laugar- deginum 27. október. Athugið, ekki tekið við greiðslukortum. Verð að- göngumiða 1.500 kr. Kópavogsgleði ÁRLEG landskeppni Smalahunda- félags Íslands verður haldin á Eyr- arlandi í Fljótsdal um næstu helgi, 27.–28. október, og er það í fyrsta sinn sem hún fer fram á Austur- landi. Keppt verður í þremur flokk- um, unghunda-, byrjenda- og al- mennum flokki. Keppnin hefst með forkeppni kl. 10 á laugardag en á sunnudag verða úrslit og hefjast þau kl. 13.30. Að þeim loknum verður verðlaunaafhending og kaffi á Skriðuklaustri. Mótshaldarar eru nýstofnuð Aust- urlandsdeild Smalahundafélags Ís- lands og Smalahundafélag Íslands. Landskeppni smalahunda á Austurlandi FYRSTA ganga vetrarins á vegum Sjálfboðaliðasamtaka um náttúru- vernd verður farin laugardaginn 27. október kl. 11. Farið verður frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Þetta er létt innanbæjarrölt við flestra hæfi. Minnt er á aðalfund samtak- anna sem haldinn verður sunnudag- inn 28. október kl. 3 í Lækjar- brekku. Létt innan- bæjarrölt ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 23. októ- ber sl. kl. 19,30 varð árekstur á Bú- staðavegi til móts við Landspítala- háskólasjúkrahús í Fossvogi. Þar rakst rauð Honda fólksbifreið á aðra bifreið sem ekið var til aust- urs. Ökumaður síðarnefndu bifreið- arinnar mun hafa ekið viðstöðulaust áfram af vettvangi. Vitni að atvikinu, svo og ökumað- ur sjálfur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum að árekstri MÁLSTOFA hagfræðisviðs Seðla- banka Íslands verður haldinn mánu- daginn 29. október kl. 15.30 í Sölv- hóli. Yfirskrift fundarins er: Hvað eru margir þorskar í sjónum? Frum- mælandi er Guðmundur Guðmunds- son. Fundurinn er öllum opinn. Málstofa Seðla- banka Íslands Ráðstefna og málþing í tilefni af ári sjálfboðaliðans Hótel Loftleiðir, 2. og 3. nóvember 2001 Skráning og nánari upplýsingar: www.redcross.is/radstefna í síma 570 4000 og tölvupósti; konrad@redcross.is Ráðstefna Föstudaginn 2. nóvember kl. 12.45-17.00 – Ráðstefnugjald: 3.000 kr. Afhending gagna kl. 12.45 Setning: Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands: Saga og þróun sjálfboðastarfs Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar: Sjálfboðaliðinn og samfélagið – gagnkvæmur hagur Kaffihlé Dr. Katharine Gaskin, Institute for Volunteering Research: Fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af sjálfboðastarfi Helgi Grímsson, skólastjóri Laugarnesskóla: Sjálfboðastörf og menntakerfið Ráðstefnulok: Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar Sjálfboðasamtök kynna starfsemi sína – veitingar – ráðstefnuslit kl. 17.00. Málþing Laugardaginn 3. nóvember kl. 9.00-15.15 – Aðgangur ókeypis Afhending gagna kl. 9.00 Setning: Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Íslands Dr. Katharine Gaskin, Institute for Volunteering Research: Mikilvægi sjálfboðastarfs Kaffihlé Lögreglukórinn Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri hjá Almannavörnum ríkisins: Sjálfboðastarf á neyðar- og hættutímum Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Blóðbankans: Öflun sjálfboðaliða Árni Birgisson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar: Réttarstaða sjálfboðaliða Guðmundur Björnsson, forseti Skátafélags Reykjavíkur: Er sjálfboðastarf úrelt fyrirbæri? Hádegisverður Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands: Ungir sjálfboðaliðar Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands: Sjálfboðastörf og kynhlutverk Ómar H. Kristmundsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands: Kröfur til sjálfboðaliða Pallborðsumræður undir stjórn Garðars Guðjónssonar og Konráðs Kristjánssonar Sjálfboðastörf - fjölbreytt afl í þágu samfélagsins Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Bandalag íslenskra skáta með styrk frá utanríkisráðuneytinu M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN oroblu@sokkar.is skrefi framar KYNNUM í Lyf og heilsu í dag, föstudag, kl. 14-18. 20% afsláttur af öllum vörum. Austurveri, sími 581 2101

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.