Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 55 ÁSGERÐUR Halldórsdóttir á Sel- tjarnarnesi var einróma endurkjörin formaður suðvesturkjördæmis á fyrsta aðalfundi kjördæmisins sem haldinn var 23. október. Auk hennar voru kosnir í sjö manna stjórn: Lúðvík Örn Steinars- son, Kristinn Andersen, Halldór Jónsson, Pétur M. Birgisson, Sig- urður Borgar Guðmundsson og Ár- sæll Hauksson. Gestir fundarins voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og Hákon Björnsson, oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Á fundinum, sem var fjölsóttur, urðu miklar umræður um sjávarútvegsmál, dómsmál og sveit- arstjórnarmál, segir í fréttatilkynn- ingu. Endurkjörin formaður GUÐRÚN Kristjánsdóttir prófess- or, hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, flytur fyrirlesturinn: Barna- hjúkrun á tímamótum: Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra í krafti þekkingar. Fyrirlesturinn verður haldinn í dag föstudaginn 26. októ- ber kl. 16 í hátíðarsal Háskóla Ís- lands. Hann er öllum opinn. Erindið fjallar um þær breytingar sem eru að verða í heilbrigðisþjón- ustu við börn og fjölskyldur þeirra með nýjum rekstraráherslum og nýju skipulagi Landspítala – há- skólasjúkrahúss, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur um barnahjúkrun HÁTÍÐIN „Við vorum ung í Kópa- vogi 1950–1970“ verður haldin í Fé- lagsheimili Kópavogs laugardaginn 3. nóvember nk. Húsið verður opnað kl. 21 og leik- ur Gunnar Páll Ingólfsson fyrir gesti. Eftir það mun Lúdó og Stefán leika fyrir dansi til kl. 3. Aðgöngu- miðar verða seldir í Café Catalínu, Hamraborg 11 frá og með laugar- deginum 27. október. Athugið, ekki tekið við greiðslukortum. Verð að- göngumiða 1.500 kr. Kópavogsgleði ÁRLEG landskeppni Smalahunda- félags Íslands verður haldin á Eyr- arlandi í Fljótsdal um næstu helgi, 27.–28. október, og er það í fyrsta sinn sem hún fer fram á Austur- landi. Keppt verður í þremur flokk- um, unghunda-, byrjenda- og al- mennum flokki. Keppnin hefst með forkeppni kl. 10 á laugardag en á sunnudag verða úrslit og hefjast þau kl. 13.30. Að þeim loknum verður verðlaunaafhending og kaffi á Skriðuklaustri. Mótshaldarar eru nýstofnuð Aust- urlandsdeild Smalahundafélags Ís- lands og Smalahundafélag Íslands. Landskeppni smalahunda á Austurlandi FYRSTA ganga vetrarins á vegum Sjálfboðaliðasamtaka um náttúru- vernd verður farin laugardaginn 27. október kl. 11. Farið verður frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Þetta er létt innanbæjarrölt við flestra hæfi. Minnt er á aðalfund samtak- anna sem haldinn verður sunnudag- inn 28. október kl. 3 í Lækjar- brekku. Létt innan- bæjarrölt ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 23. októ- ber sl. kl. 19,30 varð árekstur á Bú- staðavegi til móts við Landspítala- háskólasjúkrahús í Fossvogi. Þar rakst rauð Honda fólksbifreið á aðra bifreið sem ekið var til aust- urs. Ökumaður síðarnefndu bifreið- arinnar mun hafa ekið viðstöðulaust áfram af vettvangi. Vitni að atvikinu, svo og ökumað- ur sjálfur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum að árekstri MÁLSTOFA hagfræðisviðs Seðla- banka Íslands verður haldinn mánu- daginn 29. október kl. 15.30 í Sölv- hóli. Yfirskrift fundarins er: Hvað eru margir þorskar í sjónum? Frum- mælandi er Guðmundur Guðmunds- son. Fundurinn er öllum opinn. Málstofa Seðla- banka Íslands Ráðstefna og málþing í tilefni af ári sjálfboðaliðans Hótel Loftleiðir, 2. og 3. nóvember 2001 Skráning og nánari upplýsingar: www.redcross.is/radstefna í síma 570 4000 og tölvupósti; konrad@redcross.is Ráðstefna Föstudaginn 2. nóvember kl. 12.45-17.00 – Ráðstefnugjald: 3.000 kr. Afhending gagna kl. 12.45 Setning: Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands: Saga og þróun sjálfboðastarfs Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar: Sjálfboðaliðinn og samfélagið – gagnkvæmur hagur Kaffihlé Dr. Katharine Gaskin, Institute for Volunteering Research: Fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af sjálfboðastarfi Helgi Grímsson, skólastjóri Laugarnesskóla: Sjálfboðastörf og menntakerfið Ráðstefnulok: Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar Sjálfboðasamtök kynna starfsemi sína – veitingar – ráðstefnuslit kl. 17.00. Málþing Laugardaginn 3. nóvember kl. 9.00-15.15 – Aðgangur ókeypis Afhending gagna kl. 9.00 Setning: Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Íslands Dr. Katharine Gaskin, Institute for Volunteering Research: Mikilvægi sjálfboðastarfs Kaffihlé Lögreglukórinn Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri hjá Almannavörnum ríkisins: Sjálfboðastarf á neyðar- og hættutímum Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Blóðbankans: Öflun sjálfboðaliða Árni Birgisson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar: Réttarstaða sjálfboðaliða Guðmundur Björnsson, forseti Skátafélags Reykjavíkur: Er sjálfboðastarf úrelt fyrirbæri? Hádegisverður Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands: Ungir sjálfboðaliðar Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands: Sjálfboðastörf og kynhlutverk Ómar H. Kristmundsson, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands: Kröfur til sjálfboðaliða Pallborðsumræður undir stjórn Garðars Guðjónssonar og Konráðs Kristjánssonar Sjálfboðastörf - fjölbreytt afl í þágu samfélagsins Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Bandalag íslenskra skáta með styrk frá utanríkisráðuneytinu M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN oroblu@sokkar.is skrefi framar KYNNUM í Lyf og heilsu í dag, föstudag, kl. 14-18. 20% afsláttur af öllum vörum. Austurveri, sími 581 2101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.