Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 56

Morgunblaðið - 26.10.2001, Side 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hauk- ur Bjarni Sæmundsson og Örfirisey koma í dag, Sólborg, Vilhelm Þor- steinsson og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Katla fór út á strönd í gær, Flintedam kemur í dag, Ocean Tiger fór á veiðar í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leik- fimi og vinnustofa, kl 12.45 dans (Sigvaldi), kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Eftir kaffi leikur Unnur F. Vilhelmsdóttir klass- ísk verk á píanó. Árskógar 4. Bingó kl. 13. 30, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13 spil- að í sal og glerlist. Fimmtudaginn 1. nóv. leiðbeinir Ragnar Að- alsteinsson með vísna- gerð, dansað á eftir. Vetrarfagnaður verður fimmtudaginn 8. nóv- ember. Hlaðborð, sal- urinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17. Kvöld- vökukórinn syngur undir stjórn Jónu Kristínar Bjarnadóttur, happ- drætti, Húnar (Ragnar Leví) leika fyrir dansi. Skráning fyrir miðviku- daginn 7. nóvember s. 568-5052. Allir velkomn- ir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum á fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060 kl. 8– 16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahúsinu kl. 11.30. Myndlist kl. 13, bridge kl. 13:30. Dans- leikur kl. 20:30. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Á morgun er ganga kl. 10. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Holts- búð 15. nóv. 29. nóv. Upplýsingar www.fag.is. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og mat- ur í hádegi. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30 4ra daga keppni annan hvern sunnudag. Lands- samband eldri borgara og Skálholtsskóli bjóða til fræðsludaga í Skál- holti 29.–31. október. Með fyrirlestrum og al- mennum umræðum. Skoðunarferð um Krísu- vík 2. nóvember nk. – ný- ir hverir og gömul gíga- svæði við Grænavatn. Kaffi og meðlæti hjá Ís- hestum í Hafnarfirði. Leiðsögumaður: Sig- urður Kristinsson. Brott- för frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13.30. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Heilsa og hamingja laugardag- inn 10. nóvember nk. í Ásgarði, Glæsibæ, hefst kl. 13.30, Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10– 12 f.h. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 sími 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Frá kl. 9–16.30 vinnu- stofur opnar, kl. 9.30 boccia frá hádegi spila- salur opinn, kl. 14 kóræf- ing. Myndlistarsýning Valgarðs Jörgensen stendur yfir listamað- urinn verður á staðnum. Veitingar í veitingabúð. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Gullsmári Gullsmára 13. Glerlistarhópur kl. 10. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 leikfimi og spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postu- lín, kl. 12.30 postulín. Fótsnyrting og hársnyrt- ing, kl. 13:30 bingó. Allir velkomnir. Góðir vinn- ingar. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 10 kántrí- dans, kl. 11 stepp, kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað við lagaval Sigvalda, vöfflur með rjóma í kaffitímanum all- ir velkomnir. Föstudaginn 2. nóv- ember kl. 15 syngur Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir lög eftir föður sinn, Ágúst Pétursson, af ný- útkomnum geisladiski. Dansað við lagaval Hall- dóru, pönnukökur með rjóma í kaffitímanum, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Háteigskirkja aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13– 15. Söngur með Jónu, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fann- borg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl. 15–17 á Geysi, kakóbar, Að- alstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafn- arfirði. Sameiginlegur haustfagnaður verður í nýjum hátíðarsal Fjöl- brautaskóla Garðabæjar laugard. 27. okt. kl. 14– 16. Heimilismenn á Hrafnistu flytja dagskrá sem gefur mynd af mannlífinu sem ríkir á heimilunum m.a. gam- anvísnasöngur, upp- lestur, kórsöngur, kín- versk leikfimi, spilað á sög og upplestur frum- saminna ljóða. Allir vel- komnir, húsið opnað klukkan 13:15. Borgfirðingafélagið í Reykjavík verður með félagsvist laugardaginn 27. okt. á Hallveig- arstöðum, Túngötu- megin, stundvíslega kl. 14. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Odd- geiri Guðmundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Borgfirðingafélagið í Reykjavík spilar fé- lagsvist á morgun, laug- ardag 27. okt., kl. 14 á Hallveigarstöðum. Allir velkomnir. Í dag er föstudagur 26. október, 299. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. (I. Kor. 2, 9.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 söngleikur, 4 urmull, 7 uppnámið, 8 durts, 9 um- fram, 11 straumkastið, 13 bakki á landi, 14 kirtla, 15 sægur, 17 góðgæti, 20 bókstafur, 22 frjóanginn, 23 þjálfun, 24 mannsnafn, 25 sjúga. LÓÐRÉTT: 1 vanvirða, 2 hrella, 3 ránfugla, 4 poka, 5 súta, 6 skurðurinn, 10 blómið, 12 tangi, 13 hryggur, 15 bandingi, 16 nærri, 18 byggt, 19 mastur, 20 á höfði, 21 viðkvæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 portkonur, 8 tuddi, 9 notar, 10 tía, 11 karps, 13 rengi, 15 tolls, 18 ansar, 21 Týr, 22 Eldey, 23 kleif, 14 fangbrögð. Lóðrétt: 2 oddur, 3 Teits, 4 ofnar, 5 urtan, 6 stök, 7 frái, 12 pól, 14 ern, 15 treg, 16 lydda, 17 stygg, 18 arkar, 19 stegg, 20 rofa. K r o s s g á t a Strætóferðir í Smáralind ER Smáralind eingöngu ætluð fólki í Kópavogi eða Breiðholti? Ég ætlaði að fara með strætó inn í Smáralind úr vesturbæ Reykjavíkur og komst þá að því að ég þarf að fara á skiptistöðina í Mjódd í Breiðholti. Finnst mér þetta óþarfa krókur og langar mig að fá að vita hvort ekki eigi að koma á ferðum í Smáralind úr miðbæ eða vesturbæ Reykjavíkur. Kona í vesturbænum. Við kaup á húsnæði Í SAMTALI sem ég átti við starfsmenn Verkalýðs- félagsins Eflingar kom í ljós að maður sem ætlar að kaupa sér húsnæði þarf að hafa lágmark 370 þús. kr. á mánuði til að ráða við að borga af húsnæðinu, trygg- ingum, rekstri á bíl og til framfærslu. Er mér sagt að þetta hafi gleymst við útreikninga í síðustu kjarasamningum og bæta eigi úr því við gerð næstu kjarasamninga. Jón Trausti, verkamaður. 550 söngvar ER einhver sem getur út- vegað mér bókina 550 söngvar sem Setberg gaf út fyrir nokkrum árum? Ef svo er þá vinsamlega hafið samband í síma 562 9144. Að fá launin greidd DÓTTIR mín, einstæð móðir og öryrki, bar út Fréttablaðið ásamt dóttur sinni. Hún fékk sendan heim launaseðil fyrir sept- ember, þar sem á stóð að laun hafi verið lögð inn á reikning. Enn hefur ekkert verið greitt inn á reikning- inn. Hefur hún margsinnis hringt í Fréttablaðið til að fá skýringar á þessu en var bent á hina og þessa. Þeir sem bera út blöð eru flestir börn og öryrkjar og þá munar um að fá ekki launin sín greidd. Hulda V. Dýrahald Læða týndist í Hafnarfirði LÆÐA, bröndótt og smá- gerð, týndist í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún er með smá-hvítt á hökunni og var með köflótta ól. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 565 3389. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is EFTIRFARANDI línur eru ritaðar til þess að vekja athygli vegfarenda á ferð um hringveginn milli Akureyrar og Reykjavík- ur á veitingastað sem sker sig verulega úr velflestum öðrum á þeirri leið um gæði þeirrar þjónustu sem í boði er. Þetta er veitingahús á Blönduósi sem nefnist Við Árbakkann. Til leiðbeiningar áhuga- sömum skal nefnd gata þar í bæ sem heitir Húna- braut og liggur í norð- vestur, sem næst samsíða Blöndu og hefst rétt aust- an við brúna á henni. Ef ökumaður beygir inn í götu þessa verður eftir örskamman spöl honum á hægri hönd hús með háu risi, ekki mjög stórt og málað dökkblátt. Þar hef- ur síðustu misseri áð- urnefndur veitingastaður verið rekinn og á var- inhellu fyrir dyrum úti tekur á móti gestum stytta af brosmildum búálfi, gerð úr lábörðu fjörugrjóti. Undirritaður og sam- ferðafólk hefur í nokkur skipti reynt þá þjónustu sem þarna er í boði og gef- ur henni hin bestu með- mæli. Húsrými er ekki mikið en vistlegt, dagblöð liggja frammi til lestrar meðan beðið er eftir veit- ingum og að því er ég best man hafa undantekning- arlaust verið uppi mynd- listarsýningar á veggjum. Meira máli skiptir þó að viðmót húsráðenda er al- úðlegt og veitingar sem fram eru bornar í sam- ræmi við það. Sem dæmi vil ég nefna að um nýliðin mánaðamót voru ég, eig- inkona mín og einn far- þegi með okkur á leið til Reykjavíkur. Nokkru eftir hádegi bar okkur þarna að garði og ákváðum að leita eftir léttum málsverði. Við fengum gúllassúpu, mat- armikla, vel heita og bragðgóða svo að ekki varð á betra kosið. Með henni var borið hvítlauks- brauð sem ekki var síðra að gæðum og af hvoru- tveggja fengum við eins og lystin leyfði. Á eftir var svo borið fram vel lagað kaffi, heitt og sterkt. Og ekki var ánægjunni af góð- um mat spillt með verðlag- inu, því var mjög í hóf stillt. Guðmundur Gunnarsson, Vanabyggð 17, Akureyri. Góður viðkomustaður Víkverji skrifar... VÍKVERJI ferðaðist með innan-landsflugi á milli borga í Noregi á dögunum, nánar tiltekið frá Ósló til Bergen og aftur til baka, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Ferða- lagið var hið þægilegasta, fyrst 20 mínútur í lest frá miðborg Óslóar og út á Gardemoen-flugvöll, en þaðan er innanlandsflug til og frá Ósló rekið, þá 50 mínútna flug og svo 30 mínútna rútuferð frá Flesland-flugvelli og nið- ur í miðborg Bergen. Með biðtíma á flugvöllunum tók ferðalagið þrjár klukkustundir. Norðmenn, sem fara þessa leið oft og kunna á áætlunina, segjast fara á milli miðborga á rétt rúmum tveimur tímum og hafa orð á því hvað þetta sé dæmalaust fljótleg- ur og þægilegur ferðamáti. Víkverji ræddi t.d. við konu, sem býr í Bergen en vinnur í Ósló nokkra daga í mán- uði, fer þá að heiman kl. sjö á morgn- ana og er komin heim fyrir kvöldmat. x x x VÍKVERJA varð hugsað til um-ræðunnar um Reykjavíkurflug- völl og þær röksemdir vina flugvall- arins að samgöngur landsbyggðar og höfuðborgar lentu allar í kaldakoli ef flugvöllurinn færi úr miðborginni. Víkverji sér ekki að það yrði neitt ægilegt, þótt innanlandsflugið færð- ist til Keflavíkur; það yrði líkast til eftir sem áður fljótlegra að ferðast á milli t.d. Akureyrar og Reykjavíkur en á milli Óslóar og Bergen. Það yrði auðvitað sérstaklega þægilegt að hafa innanlandsflugið í Keflavík ef umrædd rafmagnshraðlest yrði að veruleika. x x x SKRIFARI heillaðist mjög afBergen. Borgin kemur skemmti- lega á óvart, en hún hefur fengið vonda pressu vegna þess hvað þar rignir mikið. Meðan á dvöl Víkverja stóð var hins vegar sól og blíða og Bergen skartaði sínu fegursta. Borg- in er á skrá UNESCO yfir borgir, sem hafa að geyma einstæðar menn- ingarminjar, en þar er um að ræða 61 varðveitt hús frá tíma Hansakaup- mannanna á Bryggen. Steinsnar frá er Hákonarsalurinn, höll Hákonar gamla Noregskonungs, sem jafn- framt var fyrsti konungur Íslands. Þar varð Víkverji nánast bergnum- inn af sögunni, þegar hann reyndi að sjá fyrir sér íslenzka höfðingja og skáldjöfra ganga á fund konungs í höllinni. Þess utan býr Bergen yfir einstaklega fallegri fjallasýn, áhuga- verðum arkitektúr og bara nokkuð líflegu veitingahúsa- og næturlífi. x x x EINKUM og sér í lagi var Víkverjiþó hrifinn af Fiskitorginu, sem rekið er við höfnina í Bergen. Á torg- inu bjóða fiskimenn upp á glænýjan fisk og borgarbúar kaupa þar auðvit- að í soðið, margir hverjir, en auk þess hefur fiskmarkaðurinn mikið að- dráttarafl á ferðamenn. Víkverja finnst hreinasta hneisa að Reykjavík, hafnarborg og höfuðborg fremstu fiskveiðiþjóðar í heimi (a.m.k. þegar þannig liggur á henni), skuli ekki eiga sambærilegan fiskmarkað, þar sem hinn almenni neytandi getur valið úr fersku sjávarfangi. Slíkt fiskitorg gæti átt heima niðri við gömlu höfn- ina, en einnig vill Víkverji rifja upp gamla hugmynd sína um að endur- reisa Óðinstorg sem fiskmarkað, t.d. á laugardagsmorgnum. Áður fyrr var fiskur seldur þar úr handvögnum og væri það óneitanlega skemmtilegt ef borgaryfirvöld væru til í að láta gjaldskylda bílastæðið víkja fyrir slíkri starfsemi einn morgun í viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.