Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 57

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 57 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert öryggið uppmálað og hefur því góð áhrif á um- hverfi þitt. Gættu þess að ganga ekki yfir aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til þín sjálfs. Ósanngirni í garð annarra hrekur bara fólk frá þér, vinina líka. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt erfitt með að segja nei og situr því uppi með verk- efnafjölda sem þú ræður orð- ið ekkert við. Nú verður þú að setja hnefann í borðið - NEI! Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er aldrei of seint að eign- ast nýja vini. Um leið og þú ert opinn gagnvart öðrum skaltu fara þér hægt við að hleypa fólki of nálægt þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu fjölskyldu og heimili ganga fyrir. Þú hefur van- rækt þína nánustu upp á síð- kastið og verður nú að breyta um ef þú vilt ekki glata því besta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Lífið hefur á sér margar hlið- ar og það getur stundum ver- ið erfitt að velja réttu leiðina. Hlustaðu á aldna, því þeir hafa lært svo margt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur margar góðar hug- myndir um endurbætur á vinnustaðnum og ættir ekk- ert að liggja á þeim, þótt ekki sé víst að þær falli í kramið hjá öllum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sá hefur nóg sér nægja lætur. Gleymdu ekki að láta þína nánustu finna fyrir ást þinni og umhyggju. Alls ekki geyma það til morguns. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að skapa þér tóm til þess að vera út af fyrir þig og fara í gegn um málin. Þetta er nauðsynlegt svo þú getir haldið ótrauður áfram. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það getur komið sér vel að eiga trúnaðrvin sem getur deilt með þér bæði gleði og sorg. En mundu, að slíkt sam- band er ekki bara á einn veg. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er lag til að koma hug- myndum þínum á framfæri. Gættu þess bara að reyna ekki að blekkja áheyrendur þína, þú þarft þess ekki og það hefnir sín. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gefðu þér tíma til þess að hlusta á unga fólkið tíunda fyrirætlanir sínar. Þótt þér finnist þær ekki ýkja raun- hæfar getur þú samt lært eitthvað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leggðu áherslu á að hafa alla pappíra í röð og reglu og vita nákvæmlega hver staðan er hverju sinni. Ekkert er eins vont og óvissan. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT VIÐLÖG Blítt lætur veröldin, fölnar fögur fold. Langt er síðan yndið mitt var lagt í mold. Austan blikar laufið á þann linda. Allt er óhægara að leysa en binda. Svanurinn syngur víða, alla gleðina fær. Blómgaður lundurinn í skógi grær. Heimsmeistaramótið hófst á mánudaginn í París. Í fyrsta hluta spila þátttökuþjóðirn- ar innbyrðis tuttugu spila leiki, en síðan taka við lengri útsláttarleikir. Átján sveitir hefja keppni bæði í opnum flokki og kvennaflokki og er markmiðið til að byrja með að vera í hópi átta efstu. Spil- ið að neðan kom upp í þriðju umferð á mánudaginn: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á6543 ♥ – ♦ G943 ♣9872 Vestur Austur ♠ 7 ♠ 2 ♥ KG873 ♥ ÁD1065 ♦ 1062 ♦ ÁD875 ♣KD105 ♣G6 Suður ♠ KDG1098 ♥ 942 ♦ K ♣Á43 Þetta er dæmigert sagnbar- áttuspil á háu nótunum, því NS eiga ellefu spaða saman, en AV tíu hjörtu. Fimm hjörtu tapast, en víðast hvar fóru NS í fimm spaða, sem er spennandi spil. Í leik Breta og Ítala í kvennaflokki vann Nicola Smith fimm spaða eftir útspil í hjarta. Hún trompaði í borði og spilaði strax tígli. Austur drap á ás- inn og réðst á laufið, en Smith tók á laufás, fór inn í borð á spaðaás og trompaði tígul. Hún stakk svo hjarta og lagði af stað með tígulgos- ann úr borði og gleypti tíu vesturs. Ellefu slagir. Í opna flokknum sá Bandaríkjamaðurinn Paul Soloway fram á svipuð örlög, en hann var í vestur í vörn gegn fimm spöðum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Soloway Shimizu Hamman Takano Pass Pass 1 hjarta 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðar 5 tíglar Pass 5 hjörtu 5 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Þetta var í viðureign Bandaríkjamanna og Jap- ana. Soloway kom líka út með hjarta og Takano spilaði alveg eins og Smith, gaf á tígulásinn og trompaði tígul. Soloway sá hvað verða vildi og lét tígultíuna í annan tíg- ulslaginn! Sagnhafi taldi lík- legt að vestur ætti þrílit í tígli og tían benti til að sá þrílitur væri nákvæmlega D10x. Takano trompaði því þriðja tíglinum (Hamman dúkkaði auðvitað), en veiðin var ekki drottningin heldur óbreyttur hundur. Einn nið- ur. Ef að líkum lætur verður þetta varnarspil fært til bók- ar sem ein snotrasta blekk- ing bridssögunnar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. cxd5 exd5 6. Bg5 c5 7. Rf3 h6 8. Bxf6 Dxf6 9. a3 Ba5 10. e3 cxd4 11. Rxd4 Rc6 12. Hd1 Bg4 13. Be2 Rxd4 14. Hxd4 Bxc3+ 15. Dxc3 Bxe2 16. Kxe2 O-O 17. Hc1 Df5 18. Dd3 Dh5+ 19. g4 Dxh2 20. Hxd5 Hae8 21. Hd7 Dg2 22. Df5 He5 23. Df3 Í september var haldin liðakeppni í atskák í Batumi í Georgíu á milli Evrópu og Asíu. Teflt var í kvenna- og opnum flokki. Bæði lið voru gríðarlega sterk. Garry Kasparov (2838) hafði svart í stöðunni gegn víet- namska stórmeistar- anum Dao Thien Hai (2572). 23...Hxe3+! 24. Dxe3 Ekki var skárra að leika 24. Kxe3 þar sem eftir 24...He8+ 25. Kf4 g5+ mátar svart- ur í næsta leik. 24...Dxg4+ 25. Kf1 Dxd7 26. Dxa7 Db5+ 27. Kg2 Dg5+ 28. Kf1 Db5+ og hvítur lagði niður vopnin. Kasparov fékk 11 vinninga af 12 mögulegum. Lið Evrópu sigraði í opnum flokki með 47 ½ vinningi gegn 24 ½ á meðan lið Asíu lagði kvennalið Evrópu 21 ½ gegn 10 ½. Lið Evrópu vann því keppnina með samtals 58 v. gegn 46 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. september sl. í Bessastaðakirkju af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur og sr. Bjarna Karlssyni Sigríður Hulda Jónsdóttir og Þor- steinn Helgi Þorsteinsson. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. september sl. í Viðeyjarkirkju af sr. Gunn- ari Sigurjónssyni Marta Halldórsdóttir og Högni Jökull Gunnarsson. 80 ÁRA afmæli. Í dagföstudaginn 26. októ- ber er áttræður Vigfús Pét- ursson, Bárðarási 7, Hellis- sandi. Eiginkona hans er Guðrún Guðlaugsdóttir. Vigfús er að heiman í dag. Þó svo að fyrirtækið standi vel, þá er allt í lagi að leggja sig ofurlítið fram. Það dugar flestum að taka með sér póstkort heim úr fríinu, Einar. 60 ÁRA afmæli. Í dag26. október er sex- tugur Kjartan Leifur Sig- urðsson, Starrahólum 8, Reykjavík. . Hann og eigin- kona hans, Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 19 á afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.