Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 68

Morgunblaðið - 26.10.2001, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FORDÓMAR í garð múslíma á Ís- landi hafa farið vaxandi eftir hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september sl. Fordómarnir eru einna mest áberandi í garð múslíma með arabískt yfirbragð og er jafnvel hrópað á eftir þeim á götu. Misjafn sauður í mörgu fé Rakel Dögg Þorvarðardóttir, sem gerðist múslími 12 ára, segir að for- dómarnir komi fram með ýmsum hætti. „Erfiðast er að fá fólk til að skilja að þótt hryðjuverkamennirnir hafi verið múslímar séu ekki allir múslímar slæmir.“ Yousef Ingi Tamimi, múslimi af palestínskum og íslenskum uppruna, varð fyrir því að þrír skólafélagar hans fóru að ofsækja hann í skólan- um tveimur dögum eftir árásina. Fordómar gagnvart múslímum  Íslam er friður/B4 BAUGUR tilkynnti í gær að félagið ætti í viðræðum við bresku verslun- arkeðjuna Arcadia Group um kaup á öllum útistandandi bréfum í félag- inu. Nú er eignarhlutur Baugs í Ar- cadia 20,1%. Verðhugmyndir Baugs eru á bilinu 280–300 pens á hlut og um staðgreiðslukaup verði að ræða sem þýðir að Baugur þyrfti að greiða 63–67,5 milljarða króna fyrir hluti annarra hluthafa en markaðsvirði Arcadia nam 75,6 milljörðum króna við lokun markaða í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að ekki komi til greina að hækka verðtilboð umfram upp- gefið verðbil en í erlendum fjölmiðl- um í gær kom fram að um of lágt verð væri að ræða. Kom meðal ann- ars fram á fréttavef BBC að 350 pens á hlut væri nær lagi. Hlutabréf í Arcadia hækkuðu um 22,5% en Baugur stóð í stað Verð á hlutabréfum í Arcadia hækkaði um 22,5% í gær, úr 218,75 pensum á hlut í 268 pens. Fyrir einu ári var verð bréfanna 38 pens á hlut. Að sögn Jóns Ásgeirs jók Baugur ekki við hlut sinn í Arcadia í gær en geri Baugur tilboð í bréfin þá verði það í hlutabréf allra annarra hlut- hafa í einu. Hann segist ekki geta gefið upp á þessu stigi málsins hverjir muni standa á bakvið fjármögnun kaup- anna. Augljóslega séu þó erlendir aðilar að baki svo stórri fjármögnun, íslenskir aðilar taki ekki þátt nema að litlu leyti. 10,5 milljarða króna tap hjá Arcadia á síðasta fjárhagsári Í gær voru 219 milljóna króna við- skipti með hlutabréf í Baugi á Verð- bréfaþingi Íslands en verð bréfanna var óbreytt frá fyrra degi, 11,20. Afkoma Arcadia var kynnt í gær en tap félagsins nam 70 milljónum punda eða um 10,5 milljörðum ís- lenskra króna á liðnu fjárhagsári. Hagnaður Arcadia fyrir skatta og óreglulega liði nam 53,3 milljónum punda sem samsvarar tæpum 8 milljörðum íslenskra króna. Arcadia greiðir 17,9 milljónir punda í skatt, 3,5 milljónir punda í arð og óreglulegir liðir félagsins eru neikvæðir um 101,9 milljónir punda en þeir eru að stærstum hluta, 74,7 milljónir punda, gjaldfærsla vegna sölu á vörumerkjum og verslunar- keðjum að undanförnu sem ekki töldust til kjarnastarfsemi Arcadia. Fyrirtækið er metið á tæpa 76 millj- arða króna eða 3–4-falt virði Baugs Baugur lýsir áhuga á að taka Arcadia yfir  Baugur/34 HLJÓMSVEITIRNAR Quarashi og Botnleðja léku í gærkvöldi með Sin- fóníuhljómsveit Íslands fyrir troð- fullum sal Háskólabíós. Samruni sí- gildra og nýgildra tóna féll vel í kramið hjá áheyrendum og ætlaði fagnaðarlátum í lok tónleikanna seint að linna. Morgunblaðið/Kristinn Sinfónískt rokk  Sinfónían rokkar/31 FRAMLÖG til Vegagerðarinnar verða tæplega hálfum öðrum millj- arði lægri á árinu 2002 en kveðið er á um í vegaáætlun, vegna sérstakra að- gerða sem ríkisstjórnin hefur gripið til. Alls verður 5,8 milljörðum kr. var- ið til nýframkvæmda í vegamálum, skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2002. Í frumvarpi til fjárlaga segir að samgönguráðherra muni gera nánar grein fyrir þessum breytingum við endurskoðun vegaáætlunar, en skv. heimildum Morgunblaðsins stendur vilji til þess innan ríkisstjórnarinnar að öllum framkvæmdum við jarðgöng verði skotið á frest um óákveðinn tíma til þess að draga úr þensluáhrif- um í efnahagslífinu. Á dögunum féllst Skipulagsstofnun á umhverfsmat fyrir jarðgöng sem fyrirhuguð eru milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar á Austurlandi. Nú hefur stofnunin einnig samþykkt um- hverfismat vegna jarðganga sem leggja á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar á Tröllaskaga. Í jarðganga- áætlun, sem samþykkt var á Alþingi með atkvæðum allra viðstaddra þing- manna í fyrravor, er ekki gert upp á milli jarðganga á Austurlandi og Norðurlandi. Þess í stað var gert ráð fyrir að samgönguráðherra taki ákvörðun um framkvæmdaröð þegar þar að kemur, en gert var ráð fyrir að framkvæmdir hæfust á árinu 2002 og að þá yrði 1.450 milljónum kr. varið í þessu skyni, eða samsvarandi fjár- hæð og ákveðið hefur verið að skera niður í fjárlagafrumvarpinu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði við Morgunblaðið í gær að engin ákvörðun lægi enn fyrir í þessum efnum. Hann vísaði þó til fjárlagafrumvarpsins þar sem gert væri ráð fyrir minna fé til nýfram- kvæmda en kveðið væri á um í vega- áætlun. Enn hefði ekki verið tekin lokaákvörðun um það hvaða fram- kvæmdum verði skotið á frest vegna þessa. Jarðgangagerð verði skotið á frest Áform stjórnarflokka til að draga úr þensluáhrifum LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hefur í hyggju að stórauka framleiðslu sína á sýklalyfinu Ciprox, eða Ciproflox- acin þar sem spurn eftir því á Evr- ópumarkaði er talsvert umfram framboð. Um er að ræða mjög öflugt sýklalyf sem til þessa hefur einkum verið beitt gegn lungnabólgu og ým- iss konar sýkingum, en er nú hamstr- að sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum og Evrópu þar sem það verkar gegn áhrifum miltisbrandssýkingar. Bandarísk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að samningar hefðu tekist við þýska lyfjafyrirtækið Bayer um stórfelld kaup á sýklalyfinu Cipro, sem er sömu gerðar og lyf Delta. Að sögn Björns Aðalsteinssonar hjá Delta hefur fyrirtækið ekki markaðs- leyfi í Bandaríkjunum. Hann segir að frá því útflutningur hófst á lyfinu í ágúst sl. hafi Delta selt Ciprox til Þýskalands fyrir um 900 milljónir kr. og að undanförnu hafi orðið vart við gríðarlega spurn eftir lyfinu. Unnið sé að því að auka framleiðslu í verk- smiðjum Delta hér á landi og á Möltu, enda sé eftirspurnin nú langt umfram allar áætlanir. „Enn sem komið er höfum við ekki markaðs- leyfi í fleiri Evrópulöndum. Stjórn- völd kunna þó að leggja af slíkar tak- markanir í tilfelli þessa lyfs í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi,“ sagði Björn. Sýklalyfið Ciproflox- acin sem vinnur gegn áhrifum miltisbrands Delta eyk- ur fram- leiðsluna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.