Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Seljandinn, sem rekur forn-
munaverslun í Winnipeg og hefur
selt 2.597 verk á ebay.com, sam-
kvæmt upplýsingum á vefnum, vildi
ekki gefa upp lágmarksupphæð,
þegar Morgunblaðið spurðist fyrir
um hana og frekari upplýsingar í
gær en áréttaði að fyrri eigandi
hefði fengið málverkið að gjöf þeg-
ar hann var í heimsókn hjá Kjarval
skömmu fyrir 1950. Hann sagðist
hafa fengið sérfræðing, sem þekkti
mjög vel til verka Kjarvals og væri
nýkominn frá listasýningu á Íslandi,
til að skoða málverkið fyrir áhuga-
saman viðskiptavin á Íslandi og
hann hefði staðfest að það væri frá
sögustað á Íslandi og sennilega mál-
að á fjórða eða fimmta áratug lið-
innar aldar. Hann hefði ennfremur
staðfest að það væri ekki eins og
seinni verk listamannsins. „Myndin
er gimsteinn,“ segir eigandinn.
Annarri fyrirspurn svaraði eig-
andinn á þann veg að hann hefði
keypt málverkið úr dánarbúi fyrir
einu og hálfu ári af fólki af íslensk-
Á BANDARÍSKA uppboðsvefnum
ebay.com stendur nú yfir uppboð á
málverki frá Þingvöllum sem sagt
er vera eftir Jóhannes S. Kjarval og
er hæsta boð komið í 9.100 dollara
eða um 970.000 krónur, en uppboð-
inu lýkur aðfaranótt þriðjudags nk.
Íslenskir sérfræðingar eru hins veg-
ar á einu máli um að umrætt mál-
verk sé eftir Jóhannes S. Frímanns-
son og að verðmætið sé í mesta lagi
um 15.000 til 20.000 kr. eftir því hve
ramminn er verðmætur.
Uppboðið byrjaði fyrir nokkrum
dögum og var fyrsta boð 9,99 doll-
arar en 13 tilboð höfðu borist í gær-
kvöldi. Fram kemur að lágmarks-
upphæð hafi ekki verið náð en ekki
kemur fram hver hún er.
Í lýsingu á málverkinu segir að
það sé í mjög góðu ástandi og hafi
verið keypt úr dánarbúi vinar, sem
hafi fengið málverkið í hendur frá
Kjarval á fimmta áratug nýliðinnar
aldar. Stærðin er sögð vera 25x40
tommur eða 63,5x101,6 sm fyrir ut-
an ramma.
um ættum. Það hefði átt bústað í
Gimli í Manitoba, sem væri fjöl-
mennasta samfélag Íslendinga fyrir
utan Ísland, en væri flutt til vest-
urstrandar Kanada, þar sem
ómögulegt væri fyrir sig að hafa
uppi á því. Sér hefði verið sagt að
málverkið væri a.m.k. virði 10.000
kanadískra dollara, um 680.000
króna, og það hefði komið sér
skemmtilega á óvart.
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður í
Morkinskinnu, segir að ljóst sé að
himinn og haf séu á milli umræddra
listamanna og ekki fari á milli mála
að undirskriftin sé eftir Jóhannes S.
Frímannsson og málverkið sé í anda
hans. Annaðhvort viti eigandinn
ekki betur eða um vísvitandi blekk-
ingu sé að ræða, en virði verksins sé
ekki meira en 15.000 til 20.000
krónur í ramma.
Tryggvi P. Friðriksson í Galleríi
Fold tekur í sama streng. Hann seg-
ir að svona mál hafi komið upp áður
og full ástæða sé til að vara fólk við
því að kaupa listaverk á Netinu.
Tæp ein milljón boðin í málverk eignað Jóhannesi Kjarval á Netinu
Sérfræðingar
segja verkið ekki
vera eftir Kjarval
Undirskriftin á málverkinu.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isBirgir og Björgvin
yfir pari / B1
Þórður Guðjónsson á leið
frá Spáni til Hollands / B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r17.
n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 1
TILKYNNT var um stórþjófn-
að í innbroti í íbúð í fjölbýlis-
húsi við Kleppsveg í fyrra-
kvöld.
Að sögn lögreglu var stolið
töluverðum verðmætum, fyrir
allt að eina milljón króna, s.s.
fatnaði og 3 þúsund veiðiflug-
um auk annarra verðmæta.
Ekki er vitað hvenær innbrotið
átti sér stað en húsráðendur
höfðu verið að heiman.
Ekki er vitað hverjir voru að
verki og málið er í rannsókn hjá
lögreglunni í Reykjavík.
TOLLGÆSLAN á Keflavíkur-
flugvelli stöðvaði í fyrrakvöld
rúmlega þrítugan Íslending
sem var með um tvö kíló af
hassi innanklæða. Hassið hafði
hann límt á líkama sinn.
Að sögn tollgæslu var mað-
urinn stöðvaður við venjubund-
ið eftirlit en hann var að koma
til landsins frá Kaupmanna-
höfn. Hann hafði ekki áður
komið við sögu lögreglu eða
tollgæslu.
Málið telst upplýst og var
manninum sleppt úr haldi í gær
eftir yfirheyrslur hjá fíkniefna-
deild lögreglunnar í Reykjavík.
Með tvö kíló
af hassi límd
á líkamann
Þjófar stálu
þrjú þúsund
veiðiflugum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær konu á fimmtugsaldri
af ákæru um ölvunarakstur þrátt
fyrir játningu hennar, þar sem dóm-
urinn féllst á að henni hefði verið
nauðsynlegt að aka bifreið í umrætt
sinn til að bjarga sér undan alvar-
legu ofbeldi sambýlismanns síns.
Með játningu ákærðu, niðurstöðu
blóðrannsóknar og framburði vitna
taldist sannað að ákærða hefði verið
undir áhrifum áfengis á Þorláks-
messu sl. þegar hún ók bifreið um
sumarbústaðahverfi í landi Galtar-
holts í Borgarbyggð.
Konan bar það fyrir sig að hún
hefði ekki átt annarra kosta völ til að
bjarga sér undan alvarlegu ofbeldi
og hélt því fram að háttsemi sín teld-
ist refsilaus vegna neyðarréttarsjón-
armiða almennra hegningarlaga.
Færni konunnar til gangs er þetta
átti sér stað var mjög takmörkuð
vegna meiðsla. Sannað þótti með
framburði ákærðu og sambýlis-
manns hennar að hann veittist að
henni með ofbeldi, braut aðra hækju
hennar, braut rúður í sumarhúsinu
sem þau voru í og annað sem þar var
og hótaði henni lífláti. Einnig að
hann hefði komið út á eftir henni, eft-
ir að hún var flúin út í bifreiðina, og
hótað að brjóta rúður í bifreiðinni.
Dóminn kvað upp Hjördís Há-
konardóttir héraðsdómari. Verjandi
ákærðu var Ásgeir Björnsson hdl.
Ölvunar-
akstur tal-
inn nauð-
synlegur
FIMM klukkustunda fundi í kjara-
deilu launanefndar Félags tónlistar-
skólakennara og samninganefndar
ríkisins lauk í gærkvöld án þess að
árangur næðist.
Sameiginlegur fundur deiluaðila
var ekki boðaður eftir fundinn í gær,
en launanefnd sveitarfélaga mun
funda einhliða í dag. Fyrir fundinn í
gær afhenti nemendafélag Tónlist-
arskóla Reykjavíkur formanni
launanefndar sveitarfélaga, Birgi
Birni Sigurjónssyni, undirskriftir
2.600 manna sem tónlistarskólanem-
endur víðsvegar að af landinu hafa
safnað til að styrkja málstað Félags
tónlistarskólakennara. Þá lék sext-
ett úr Tónlistarskóla Reykjavíkur
tónlist fyrir fundinn og þá voru
haldnir fimmtu örtónleikar á vegum
verkfallsstjórnar um leið og skorað
var á launanefnd sveitarfélaga að
ganga að kröfum tónlistarskóla-
kennara.
Morgunblaðið/Ásdís
Árangurslaus fundur í deilu
tónlistarskólakennara
ALLS óvíst er hvort sýnt verð-
ur frá Heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu í íslensku sjón-
varpi, en keppnin fer fram í
Kóreu og Japan á næsta ári. Að
sögn Ingólfs Hannessonar,
deildarstjóra íþróttafrétta hjá
Ríkisútvarpinu, mun kostnaður
við kaup á efni frá HM ekki
verða undir 30 milljónum. Grip-
ið hefur verið til aðhaldsað-
gerða í rekstri RÚV og gera
þær m.a. ráð fyrir að dregið
verði úr útsendingum frá
stærri íþróttaviðburðum.
Útsendingar frá HM fara
fram síðla nætur og snemma
morguns sem gerir það að
verkum að erfiðara er en ella að
selja auglýsingar og ná samn-
ingum við kostunaraðila, að
sögn Ingólfs.
RÚV hefur þegar tekið
ákvörðun um að ekki verði sýnt
frá vetrarólympíuleikunum á
næsta ári en þeir verða haldnir
í Salt Lake City.
Ekki sýnt
frá HM
í knatt-
spyrnu?
Fer HM/B3